Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
Fréttir________________________________________________________________________pv
Hef aldrei séð Haukadalsá svona fisklausa, segir umsjónarmaður:
Kennir f iskeldisstöð
um hrun laxveiðiárinnar
- laxleysið ekki okkur að kenna, segir Júlíus B. Kristinsson, framkvæmdastjóri Silfurlax
Torfi Ásgeirsson, umsjónarmaður Haukadalsár í Dölum, segir að laxveiði í ám i Hvammsfirði hafi stöðugt minnk-
að frá því að laxeldisstöðin Silfurlax kom til sögunnar. Júlíus B. Kristinsson, framkvæmdastjóri Silfurlax, segir
ekkert benda til þess að laxarnir sem koma í Silfurlax séu úr veiðiánum í Dölunum. DV-mynd G.Bender
„Ég hef verið héma viðloðandi
Haukadalsá í sextán sumar og hef
sjaldan séð Haukadalsá svona fisk-
lausa eins og þessa dagana, nema þá
kannski í fyrra,“ sagði Torfi Ásgeirs-
son, umsjónarmaður Haukadalsár í
Dölum.
„Núna eru komnir 110 laxar á land
en á sama tíma í fyrra voru komnir
130 laxar. Sumarið í fyrra var lélegt
og það veiddust aðeins 407 laxar. Með
sama áframhaldi veiðast ekki svo
margir laxar í sumar. Á þessum tíma
fyrir fimm, sex árum voru komnir
yfir 300 laxar. Maður sér þetta best
þegar við höfum lokað Haukadalsá á
haustin. Það hafa verið kannski
10-20 laxar á bestu veiðistöðum. Áð-
ur fyrr voru hundruð laxa í þessum
sömu hyljum. Þetta sama er hægt að
segja um hinar veiðiámar héma í
Hvammsfirði enda virðast eigendur
þeirra vera að átta sig á alvöru máls-
ins.“
Erlendir veiðimenn
búnir að fá nóg
Hvað hefur Haukadalsá gefið best
af fiski?
„Best hefur Haukadalsá gefið 1300
laxa árið 1988. Erlendir veiðimenn,
sem hafa veitt hjá mér í fjölda ára,
eru búnir aö fá nóg af þessu. Enda
ekki mikil skemmtun að veiða í fisk-
lítilli veiðiá. Haukadalsá var önnur
af tveimur perlum Dalabyggða hér
áður þegar hún gaf 1300 laxa.“
Kennir Silfurlaxi um
Hveijum vilt þú kenna um þetta
laxleysi?
„Silfurlaxi, síðan stöðin kom til
sögunnar hefur laxveiðin í ánum
héma í Hvammsfirði farið stöðugt
minnkandi. Það eru ekki neinar vís-
indalegar rannsóknir til um hvað
þessi fiskeldisstöð hefur að segja fyr-
ir villta laxinn sem gengur í Hrauns-
fjörðinn. Framkvæmdastjóri Silfur-
lax sendi bréf til þeirra sem eiga
veiðirétt í net í Hvalfirði og á Mýmm
fyrir skömmu. Það talar hann um
þjófnað þeirra en þeir hafa frá fornu
fari veitt í net í sjó. Það ásakar fram-
kvæmdastjóri netabændur um að
þeir hirði lax frá hafheitarstöö Silfur-
lax í Hraunsfirði og krefst hann bóta
fyrir. Fyrir þremur árum hrósuðu
Silfurlaxmenn sér af því að vera með
nót við veiðar sem væri orðin svo
fullkomin að enginn lax slyppi leng-
ur sem innfyrir hana færi. Það gætí
líka verið spurning hvort Lárósstöö-
in, sem er hinum megin við Gmndar-
fjörð, veiðir ekki villta laxinn sem
gengur í Hvammsfjörð."
Seiðum ekki sleppt í ána
En þið sleppið engum seiðum í
Haukadalsá?
„Nei, við látum ána sjá um sig
sjálfa og viljum sem minnst hrófla
við henni. Veiðimálastjóri lét merkja
seiöi í Haukadalsá og Laxá í Dölum,
en 8 kílómetrar eru á milli þessara
veiðiáa. í Laxá er sleppt miklu af
seiðum á hverju ári en hjá okkur
engum síðastliðin sjö ár. Þetta gætí
því virðst vænlegur kostur fyrir vís-
indin að bera saman þessar laxveiði-
ár sem báðar renna út í sama sjó-
vatnið. Þær eru trúlega með sama
laxastofninn en önnur áin byggir á
100% náttúrulegum laxaseiðum en
hin á miklum sleppingum. Samt sem
áður greindi Sigurður Már Einars-
son mér frá því nýlega að merking-
um við Haukadalsá yrði hætt. Mikil
er fátækt á bæ veiðimálastjóra,"
sagði Torfi í lokin.
Það verður verðhrun
á eignum
„Þetta er hreinasta skelfing héma
við Laxá á Skógarströnd, það eru
komnir 4 laxar á land. Þetta er eins
og eyðimörk," sagði Sigurður G.
Steinþórsson, einn af eigendum Lax-
ár á Skógarströnd, við ána í gær-
kvöldi.
„Laxveiðin hefur verið á niðurieið
síðan Silfurlax kom til sögunnar.
Hvammsfjörðurinn er dauður.
Héma hinum megin við okkur eru
Langá, Haffjarðará og Álftá, það er
góð veiði í þeim. Það verður verð-
hrun á þessum eignum hérna við
laxveiðiámar á svæðinu verði ekkert
gert í málinu," sagði Sigurður og
hélt áfram leitinni að laxinum.
Lax verður að veiðast
svo að útlendingar komi
„Útlendingamir koma ekki í veiði-
ámar í Dölunum nema einu sinni
þegar ekkert veiðist. Þetta snýst um
að menn veiði lax,“ sagði Ámi Bald-
ursson í samtah í gærkvöldi. En
hann hefur selt fjölda erlendra veiði-
manna veiðileyfi í veiðiámar í Döl-
unum.
„Staðan er orðin svakaleg í lax-
veiðiánum í Dölunum, það vantar
fiskinn í þær og erfitt að selja meðan
þetta ástand varir,“ sagði Árni Bald-
ursson.
Þetta laxleysi er ekki
okkur að kenna
„Það eru engar tölur til sem benda
til þess að laxarnir sem em að koma
í til okkar í Silfuriaxi séu úr veiðián-
um í Dölunum. Það sýna rannsóknir
sem gerðar hafa verið hingað til,“
sagði Júlíus B. Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Silfurlax, í gærkvöldi.
„Þetta laxleysi í veiðiánum í Dölun-
um er ekki okkur að kenna. Það era
laxar að koma til okkar úr veiðiám
víða af landinu en í mjög litlum
mæli, ekki bara úr veiðiánum í Döl-
unum. í fyrra kom einn lax merktur
úr veiðiá í Dölunum. Við skiljum að
erlendir veiðimenn séu orðnir fúhr
að veiða ekki, en hafbeitin hefur
gengið hörmulega síðustu árin. Við
leggjum milljónir í þetta á ári til að
skapa atvinnugrein. En viö viljum
auka rannsóknir til að fá það rétta
fram í málinu," sagði Júlíus í lokin.
Orri Vigfússon sagði sig úr stjórn
Silfurlax fyrir fáum dögum.
-G.Bender
í dag mælir Dagfari
Nató er æf ingabandalag
Daglega berast nú fréttir af árásum
Serba á borgir í Bosníu. Vígbúnir
skriðdrekar æða þar áfram á und-
an fótgönguhðum og sérsveitum
sem sérhæfa sig í því að ráðast
gegn saklausum borgurum, nauðga
konum og myrða karlmenn og
flæma ungböm á flótta. Sameinuðu
þjóðimar hafa hingað tíl veitt þess-
um borgum og íbúum þeirra
nokkra vöm með friðargæslusveit-
um. En þessar friöargæslusveitir
taka friðargæslu sína svo alvarlega
að þær telja sig ekki mega stofna
til illinda við Serbana og leggja
þess vegna samstundis niður vopn
og fyrstu skriðdrekarnir bruna
fram.
Nú hefur mönnum verið að detta
í hug að verið gætí að Atlantshafs-
bandalagið ætti einhver vopn eftír
frá því í kalda stríðinu og hersveit-
ir að auki til að skakka leikinn í
fyrrum Júgóslavíu og þessu til
staðfestíngar ku leiðtogar stórveld-
anna í Evrópu hafa verið að hittast
við og við og nú síðast í London til
að ræða þann möguleika að Nató
hefði afskipti af stríðsrekstrinum í
Bosníu. En þá gleyma menn því að
þetta er ekki þeirra stríð og hvað
varðar Vestur- Evrópuþjóðir um
það þótt nokkur þúsund böm fari
á vergang í Bosníu og Júgóslavar
drepi þar hver annan í gamal-
kunnu bróðemi?
Það hefur og komið í ljós að önn-
ur verkefni em meira aðkahandi
hjá Atlantshafsbandalaginu heldur
en að blanda sér í átök af þessu
tagi. Natóforingjar hafa verið upp-
teknir við aö skipuleggja heræfing-
ar norður á íslandi, sjálfsagt vegna
þess að hernaðarfræði þeirra gerir
ráð fyrir að þar séu mestar líkum-
ar á nýrri heimsstyijöld. Nató hef-
ur ekki afskipti af öðrum styrjöld-
um heldur en heimsstyrjöldum ef
Nató tekur þátt í stríði á annað
borð.
Það er rétt að Atlantshafsbanda-
lagið er hernaðarbandalag en hem-
aðarbandalög eru ekki til að berjast
heldur tíl að æfa sig í að beijast ef
telja má ömggt að óvinurinn sé
vinveittur og leyfi Nató að hafa
betur.
Það er af þessum ástæðum sem
tólf hundrað hermenn úr úrvals-
sveitum Nató em komnir hingað
til íslands, til að æfa sig fyrir stríð
sem þeir þurfa aldrei að taka þátt
í og hafa meira að segja flutt með
sér ímyndaða fjandmenn frá Nor-
egi til að geta æft sig á vinveittum
óvinum.
Við getum glaðst yfir þessum
æfingum, íslendingar. Nató æfír
sig og æfir sig og leggur meira upp
úr æfingum heldur en alvöra bar-
dögum. Og þaö er okkur íslending-
um til hróss aö hér er ólíkt friðvæn-
legra í augnablikinu heldur en
austur í Bosníu svo engin hætta er
á að neinn drepist á íslandi og her-
mönnum Nató er óhætt og norsku
óvinum þeirra sömuleiðis og hér
eru engir Serbar sem taka þá í gisl-
ingu og hér eru engir friðargæslu-
menn sem þurfa að leggja niður
vopn þegar á þá er ráðist.
Enn og aftur hefur það sannaö
gildi sitt að vera í Nató. Nató er
friðsamlegt hemaðarbandalag sem
ekki tekur þátt í stríði í Evrópu
vegna þess að af því stafar augljós
hætta á að einhver deyi. Nató er
ekki tilbúið og hefur aldrei verið
tilbúið til að taka þátt í hemaðará-
tökum af því tagi. Það er ekki
þeirra stíll og Serbar þurfa ekki að
óttast Nató og Bosníu Serbar þurfa
ekki að halda að Nató fari að skipta
sér af ólátunum austur þar. Nató
einbeitir sér að æfingum á norður-
slóðum því þar er allt með kyrrum
kjöram og þar búa friösamar þjóöir
sem era á móti hemaðarátökum.
Meðan fólkið í Bosníu er flæmt
frá átthögum sínum og bömin flýja
heimili sín og morðsveitir æða um
götur í leit af fómardýrum hefur
Nató öðram þýðingarmeiri hnöpp-
um að hneppa norður á íslandi! Það
era æfingarnar sem blífa. Það eru
friðsamleg átök sem Nató tileinkar
sér og það er reginmisskilningur
hjá hinum alþjóðlegu fréttastofum
þegar þær halda því fram að
Chirac, Major og Kohl hafi verið
að ræöa málin í Serbíu nú um helg-
ina. Þessir höfðingjar vora að sjálf-
sögðu að skipuleggja æfingarnar á
Fróni!
Dagfari er eindreginn fylgismaö-
ur Nató aðildar. Nató hefur ímug-
ust á stríði og til að geta forðað sér
frá stríðsátökum þurfa menn að
vera vel æfðir til að komast undan
á flóttanum.
Dagfari