Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
t Auöunn Helgason og Hrafnkell Kristjánsson reyna hér að stöðva fyrrum félaga sinn í FH, Atla Einarsson, á Laugardalsvelli í gærkvöldi.
DV-mynd ÞÖK
Sjöttatap FHíröð
- Fram vann sanngjaman sigur á Hafnarfl arðarliðinu í Laugardalnum
Jón Kristján Sigurðsson skrifar
FH-ingar töpuðu sínum sjötta leik í
röð í 1. deild þegar þeir mættu Fram á
Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Með
sigri Fram höfðu félögin sætaskipti í
deildinni, Fram fór úr fallsæti en eins
Fram-FH
(0-0) 3-4)
1- 0 Þorbjöm Atli Sveinsson (57). Skor-
aði af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf
Gauta Laxdal.
2- 0 Valur Fannar Gíslason (80.) var
einn og óvaldaöur og skallaði í netið eft-
ir laglega sendinu Þorbjöms Atla.
3- 0 Steinar Guðgeirsson (90.) úr víta-
spymu eftir að Auðun Helgason hafði
fellt Þorbjöm Atla.
Lið Fram: Birkir Kristinsson- Ágúst
ÓlafsSon ( Gauti Laxdal 46.®), Pétur
Marteinsson, Kristján Jónsson, Steinar
Guðgeirsson- Atli Einarsson, Josip
Dulic ( Valur Fannar Gíslason 79.),
Nökkvi Sveinsson ( Þórhallur Víkings-
son 46;.;.), Hólmsteinn Jónasson;.y Atli
Einarss’on, Þorbjöm Atli Sveinssón;.;.,
Lið FH: Stefán Amarson- Auðun
Helgason, Ólafur Kristjánsson, Peter
Mrazek, Jón Sveinsson- Hráfnkell
Kristjánsson, Ólafur Stephensen ( Þor-
steinn Halldórsson 68.), Hallsteinn Am-
arson, Stefan Toth- Kristján Brooks (
Hörður Magnússon 54.), Jón Erling
Ragnarsson;.;..
Fram: 12 markskot, 8 hom.
FH: 12 markskot, 4 hom.
Gul spjöld: Toth (FH).
Rauit spjald: Enginn.
Dómari: Sæmundur Víglundsson,
ágætur.
Áhorfendur: Um 700.
Skilyrði: Logn og völlurinn góður.
Hiti um 10 stig.
Maður leiksins: Þorbjöm Atli Sveins-
son, Fram. Átti þátt í öllum þremur
mörkum Fram.
og staðan er nú verma FH og Valur
botnsætin. Leikur liðanna var svo sem
ekkert tii að hrópa húrra fyrir í fyrri
hálfleik en í síðari hálfleik var allt ann-
að uppi á teningnum og þá sérstaklega
af hálfu Framara. Allar aðstæður voru
hinar ákjósanlegustu og áttu þær svo
sannarlega ekki að koma í veg fyrir að
liðin léku góða knattspymu.
Fyrri hálfleikur var tíöindalaus að
mestu og áttu bæði liðin erfitt með að
byggja upp samleik. Sjaldnast rötuðu
sendingar á réttan samherja og fyrir
vikið var leikurinn ekki mikið fyrir
augað. Jón Sveinsson, FH-ingur, komst
næst því að skora fyrir FH-liðið þegar
hann komst einn inn fyrir vöm Fram
en skot hans fór framhjá. Það hefði
verið saga til næsta bæjar ef Jóni hefði
tekist að skora sitt fyrsta deildarmark
og það gegn sínum gömlu félögum í
Fram.
Magnús Jónsson, þjálfari Fram, gerði
tvær breytingar á liði sínu í háifleik, inn
á komu þeir Þórhallur Víkingsson og
Gauti Laxdal og við það færðist aukinn
kraftur í leik Safamýrarliðsins. Þeir
félagar komu báðir við sögu í tveimur
mörkum og voru einnig mjög lifandi í
spili liösins. Þessi skipting gekk sem
sagt fullkomlega upp.
Eftir fyrsta mark Framara settu FH-
ingar aukinn þunga í sóknina á kostnað
varnarinnar. Tvívegis varði Birkir
Kristinsson meistaralega frá þeim Ste-
fani Toth og Jóni Sveinssyni áður en
Framarar gerðu síðan endanlega út um
leikinn með tveimur mörkum. Ljóst
má vera að FH-ingar þurfa rækilega að
taka til hendinni ef ekki á illa að fara.
Deyfð er yfir leik liðsins og ná leik-
menn, sem hafa borið liðið uppi undanf-
arin ár, sér ekki á strik.
Merkja má hins vegar bata á leik
Framliðsins og náði liðið að sýna skín-
andi leik á köflum í síðari hálfleik. Þor-
bjöm Atli Sveinsson átti mjög góðan
leik í gærkvöldi og var að vonum í skýj-
unum með sigurinn.„Ég get ekki annað
en verið ánægður með leikinn, þetta var
frábært. Við töluðum vel saman í leik-
hléi og vorum ákveðnir í að rífa okkur
upp úr þessu mgli sem við vorum 1.
Við vomm þá okkur til skammar. I síð-
ari hálfleik sýndum við hvað við getum
í raun. Við fórum hreinlega að leika
fótbolta, lékum meira upp miðjuna og
þá opnaðist fyrir hornin með góðum
árangri. Ef við vinnum næsta leik og
ennfremur leik sem við eigum inni er-
um við kohinir í efri hluta deildarinn-
ar. Nú verður þetta bara upp á við eða
ég ætla bara rétt að vona þaö,“ sagði
Þorbjöm Atli við DV eftir leikinn.
Þorbjöm Atli var bestur Framara en
eins og áður sagði komust þeir Þórhall-
ur og Gauti vel frá sínu. Hólmsteinn
Jónasson átti sömuleiðis góðan leik.
Birkir Kristinsson er alltaf traustur í
markinu. Valur Fannar Gíslason gerði
sitt fyrsta mark í 1. deild í leiknum.
FH-liðið dæmir sig sjálft. Liðið náði
sér ekki á strik og það var einna helst
Jón Erling Ragnarsson sem barðist vel.
Argentínski knattspymumaðurinn
Diego Maradona sagði í viðtali við ít-
alska dagblaðið La Stampa í gær að
niðurstaða lyflaprófsins, sem gerð var
á honum á HM i Bandaríkjunum í
fyrra, væri á misskilningi byggð eða
hefði verið bragð Alþjóöa knatt-
spyrnusambandins svo að heitaska
ósk þeirra rættist um að Brasilíumenn
yrðu heimsmeistarar.
Eins og kunnugt er féll Maradona á
lyfjaprófi eftir aö heill kokteili af ör-
vandi lyíjum fannst í þvagi hans og
var hann rekinn frá HM og dæmdur í
15 mánaða keppnisbann.
„Ég sver það fyrir ykkur eins og ég
sver þaö fyrir dóttur minni að ég var
ekki undir áhrifum lyfja á HM. Þetta
hljóta aö verið mistok en ef ekki mis-
tök þá gildra,“ sagði Maradona við ít-
alska blaðið.
Losnar úrkeppnis-
banninu í september
Maradona losnar úr keppnisbanninu í
september. Hann hefur ekki sagt skilið
við knattspymuna því hann hefúr í
hyggju aö leika meö Boca Juniors í
heimalandi sínu.
íþróttir
Staðan
Staðan í 1. deild kvenna í knatt-
spymu var ekki rétt í blaðinu í
gær en hún er þannig:
Breiöablik.... 8 7 i 0 51-4 22
Valur..... 6 5 10 21-5 16
Stjarnan....7 4 1 2 24-7 13
KR......... 7 4 0 3 24-13 12
Akranes... 7 3 13 18-16 10
Haukar..... 7 115 3^4 4
ÍBV........ 6 1 0 5 7-25 3
ÍBA........ 8 0 1 7 6-40 1
Markahæctir
Þá var listinn yfir markahæstu
leikmenn 2. deildar karla ekki
réttur en hann er þannig:
Guðmundur Steinsson, $tjörnu..,.7
HjörturHjartarson.Skallagr........7
Sindri Grétarsson, HK.........6
Heiðar Sigurjónsson, Þrótti..5
GuðjónÞorvaröarson, ÍR.......5
Arnar, ekki Daði
Daði Dervic úr KR fékk ekki
gult spjald i leiknum við Breiða-
blik í 1. deildinni í knattspymu í
fyrrakvöid. Spjaldið, sem talið
var að verið væri að sýna Daða,
tilheyrði Amari Grétarssyni úr
Breiðabliki,
Af mælismót hjá GN
Opna sparisjóðsmót Golfklúbbs
Norðfjarðar fór fram um helgina.
Leiknar voru 36 holur meö og án
forgjafar. Mótiö var jafnframt 30
ára afmælismót GN. I kvenna-
flokki með forgjöf sigraði Laufeý
Oddsdóttir, GE, á 122 höggum. í
keppni án forgjafar sigraði Lauf-
ey einnig á 166 höggum. I karla-
flokki meö forgjöf sigraði Pétur
Pétursson, GN, á 125 höggum. Án
forgjafar sigraði Gestur Már Sig-
urðsson, GO, á 153 höggum.
JónogGuðmundur
Opna Boss mót Sævars Karis
fór fram hjá GR í Grfarholti um
helgina. Leiknar voru 18 holur
meö og ánforgjafar. í keppni meö
forgjöf sigraöi Jón Sigurðsson,
GKJ, á 62 höggum, annar varð
Brynjar Vaidimarsson, GR, á 68
og þriðji Ottar Rolfsson, GR, á 68
höggum. I keppni án forgjafar
sigraði Guðmundur Gylfason,
GR, á 74 höggum, annar varð
Halldór Birgisson, GHH, á saraa
höggafjölda og í þriðja sæti varð
Tryggvi Tryggvason, GK, á 77
höggum.
Þróttur í Laugardal
Þróttarar munu leika á Val-
bjarnarvelli í Laugardal gegn
Víkingum í 2. deildinni á mið-
vjkudagskvöld. Leikurinn átti
upphaflega að fara fram á Þrótt-
; arvelii en hefur sera sagt verið
færður.
Þórhildtff-sigraði
Meistaramót púttklúbbsins
Ness fór fram á dögunum. í
kvennaflokki sigraði Þórhildur
Magnúsdóttir, Hulda Valdimars-
dóttir varð í öðru sæti og Kristin
Halldórsdóttir i þriðja sæti. Þær
léku allar á 72 höggum og þurfti
bráðabana til að fá úrslit. I yngri
flokki karla sigraði Karl Sölvason
á 69 höggum. Kristján Hákonar-
son varð annar á 70 höggum og
Theodór Jónsson þriöji á 71
höggi. I eldri flokki sigraði Karl
Helgason á 68 höggum. Alfons
Oddsson varð annar á 74 höggum
og Sigurður Sigurösson þriðji á
75 höggum.
2. deíid karla
20.00 ÍR-KA
Mizunodeild kvenna
20.00 ÍA-Valur
20.00 KR-Haukar
20.00 ÍBV -Sfjarnan
2. deild kvenna
20.00 Tindastóll Iæiftur
20.00 KS-Dalvík
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
17
Iþróttir
Farið að hitna undir Teiti Þórðarsyni, þjálfara Lilleström?
Burt með Teit“
- segir í fyrirsögn Verdens Gang, stærsta dagblaðs Noregs
Gisli Kristjánssan, DV, Noregi:
Teitur Þórðarson, þjálfari Lille-
ström í norsku 1. deildinni, er á
síðasta snúningi hjá liðinu sam-
kvæmt fréttum dagblaða í Noregi.
Árangur hins sterka liðs Lilleström
hefur verið frekar slakur á keppn-
istímabilinu og undanfarið hefur
allt gengið á afturfótunum hjá lið-
inu.
Niklar vonir voru bundnar við
hðið og markmiðið fyrir tímabilið
var að gera Lilleström aö sterkasta
knattspymuliði Noregs. Liðið var
í sérstakri þjálfun í miðstöð afreks-
íþróttafólks Noregs í allan vetur.
En árangurinn lætur heldur betur
bíða eftir sér.
Lilleström er í fjórða sæti deildar-
innar með 25 stig, 8 stigum á eftir
topphðinu, Rosenborg. Nú um
helgina tapaði Lilleström illa, 1-3,
fyrir Vaalenga frá Ósló og eftir leik-
inn bauluðu stuðningsmenn Lil-
leström á þjálfarann Teit og liðið.
Stærsta dagblað Noregs, Verdens
Gang, fjallaði ítarlega um mál Teits
í gær undir fyrirsögninni „Út með
Teit“. Þar var látið að því liggja að
framtíð Teits hjá félaginu væri þeg-
ar ráðin en framkvæmdastjórinn
sagði í samtali við DV í gærkvöldi
aö þaö væri rangt haft eftir forráða-
mönnum félagsins.
Ekki ánægðir með
árangurinn
„Við erum ekki ánægðir með ár-
angurinn til þessa. Við lögðum
mikið undir en ég vil ekki orða það
svo að við séum beint ósáttir við
störf Teits. Staða okkar nú er bara
ekki sú sem við vonuðumst eftir.
Við erum að skoða málið. Það verð-
ur stjómarfundur eftir mánaðamót
og þá veröur ákveöið hvort við
endumýjum ráðningarsamning
við Teit fyrir næsta ár,“ sagði Sven
Skoglund, framkvæmdastjóri Lil-
leström, í samtali við DV.
Tek æsifréttum
meö stakri ró
„Ég tek öllum æsifréttum um stöðu
mína með stakri ró. Ég átti alltaf
von á látum ef við yrðum ekki í
toppbaráttunni í sumar. Ég er
vissulega ekki ánægður með ár-
angurinn en það er engin ástæða
til að örvænta enn. Það er í sjálfu
sér alltof snemmt að gera ráð fyrir
toppárangri strax á fyrsta ári.
Menn verða að sýna þolinmæði.
Það reiknaði enginn með krafta-
verkum þegar í byrjun,“ sagði Teit-
ur við DV.
Þýski knattspymumaðurinn
Lothar Mattháus gekkst í gær und-
ir aðra aðgerð á hásin og eftir hana
er ljóst að framtíð hans á knatt-
spyrnuvellinum liangir á bláþræði.
Matthaus, sem er 34 ára gamall,
hefur ekkert leikið með Bayern
Miinchen síðan í janúar vegna
meiðsia. Eftir aðgerðina i Munehen
í gær er ljóst að hann verður frá
æfíngum og keppni í að minnsta
kosti sex mánuði til viöbótar.
Dr. Werner Keyl, sem fram-
kvæmdi aðgerðina, sagði við frétta-
menn að Matthaus væri ekkert
unglamb lengur og því þyrfti hann
meira tíma til að jafna sig en yngri
maður. Dr. Wemer sagði að tíminn
einn gæti svarað því hvort Matthá-
us myndi leika knattspymu fram-
ar. Hann taldí það þó alls ekki úti-
lokað. Matthaus á að haki 122
landsleiki eða íleirí en nokkur ann-
ar þýskur leikmaður.
Áfall fyrir
lið Bæjara
Þessi niðurstaða er áfall fyrir Bay-
em-liðið en það ætlar sér stóra
hluti á næsta tímabili. Liðinu vegn-
aði aíleitlega á sl. sparktíð og hafn-
aði í fímmta sæti og það má ekki
endurtaka sig að sögn forráða-
manna liðsins. Liöið hefur styrkst
mikið eftir leikmannakaup í sumar
og eínnig binda stjómendur liðsins
miklar vonir við störf nýja þjálfar-
ans, Otto Rehhagel, sem gerði
Werder Bremen að stórveldi í
þýsku knattspymunni.
AmarogBjarki:
Græntljós
frá Feyenoord
Daníel Ólafsson, DV, Akraneá:
Nær öruggt er talið að bræðurnir
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir
leiki með Skagamönnum í sumar.
Arnar Gunnlaugsson sagði í sam-
tali við DV í gær að Feyenoord
væri búið að gefa samþykki fyrir
því að þeir bræður spiluðu með ÍA
í sumar en aðeins væri eftir að
ganga frá tryggingamálum þeirra.
Gunnar Sigurðsson, formaður
knattspymufélags ÍA, bjóst við því
að búið yrði að ganga frá öllum
lausum endum í dag, þar á meðal
tryggingamálum þeirra bræðra, og
síðan færi það eftir því hvað fljótt
félagaskiptin yröu hvenær Bjarki
og Arnar gætu spilað með Skaga-
mönnum.
Feyenoord tilkynnir félagaskipt-
in yfir til hollenska knattspymu-
sambandsins, síðan tilkynnir það
KSÍ um félagaskiptin og eftir það
gefur KSÍ keppnisleyfið. Ljóst er
að Arnar getur ekki byrjað að leika
strax með ÍA þar sem hann er að
ná sér eftir uppskurð en Bjarki er
klár í slaginn um leið og KSÍ gefur
keppnisleyfið.
Sigmar Þröstur Óskarsson, einn
besti handknattleiksmarkvörður
landsins, hefur ákveðið að yfirgefa
herhúðir bikarmeistara KA og ganga
til hðs við sína gömu félaga í ÍBV.
Sigmar í IBV
Sigmar hefur tvö undanfarin ár leik-
ið með KA og hefur átt einna stærst-
an þátt í velgengni Uðsins.
„Það er bara gaman að vera kom-
inn heim aftur. Mér líst ágætlega á
mannskapinn og auðvitað er markm-
iðið að gera góða hluti í 1. deUdinni
í vetur og halda sætinu í deUdinni
og vel það,“ sagði Sigmar Þröstur viö
DV í gær.
Eyjamenn sigruðu í 2. deUdinni á
síöasta vetri og mæta til leiks í 1.
deUd með Þorberg Aðalsteinsson,
fyrrum landsUðsþjáifara, sem nýjan
þjálfara.
Bandarikjamenn tryggðu sér
sæti í undanúrsUtum Ameríku-
keppnhmar í knattspymu í nótt
þegar þeir lögðu Mexíkómenn,
4-1, í 8-liða úrsUtunum. Banda-
ríkjamenn gerðu ut um leikinn i
vítaspyrnukeppni en staöan eftir
90 mínútur var markalaus.
Caiiostillnter
knattspymuliöið Inter
Milan mun i vikunni ganga frá
kaupum á brasUíska landsliðs-
manninum Robert Cai'los sem
þessa dagana stendur í ströngu
með landsUði Brasilíumanna í
Amerikukeppninni i knatt-
spyrnu. Inter menn ætla sér stóra
hluti á næstu leiktíð og fyrir
skemmstu festu þeir kaup á Paul
Ince, miðvallarleikmanni frá
Manchester United.
Aftureldingefst
Afturelding stefnir hraðbyri í
úrslitakeppni 2. deildar kvenna í
knattspyrnu eftir 0-2 sigur á FH
í toppuppgjöri A-riðUsins i gær.
Harpa Sigurbjörnsdóttir skoraði
bæði: mörkin. Aftimelding hefur
unnið aUa sina leiki og er með 15
stig en FH kemur næst með 9 stig.
KariþjátfarSnæfell
KörfuknattleiksdeUd Snæfells í
Stykkishólmi hefur ráðið Karl
Jónsson sem þjáifara fyrir meist-
araflokk karla á næsta keppnis-
tímabili. Karl mun einnig þjálfa
þrjá af yngri flokkum félagsins,
8. flokk drengja, 10. flokk di'engja
og stúlknaflokk.
SnæfeU féll úr úrvalsdeUdinni
og liafa Hólmarar sett það
markmið að fara með félagið að
nýju í úrvalsdeildina. Karl hefur
ekki þjálfað meistaraflokk áðm'
en hann hefur þjálfað yngri
flokka auk þess sem hann hefur
leikiö með Tindastóli á Sauðár-
króki, Hetti, Egilsstöðum, og
SnæfelU.
Skíðasamband íslands ætlar
nk. miðvdkudag að vekja athygli
á framgangi íslenskra skíða-
manna með vægast sagt nýstár-
legum hætti. Skíðamennirnir
ætla að synda frá Ólafsfjarðar-
höfn og út í Grímsey, eða norður
fyrír heimskautsbaug. Með þessu
átaki verður sett á fót allsherjar
söfnun um allt land þar sem
skíðafélöghi ganga í hús og safna
styrkjum frá þjóðinni. Skíðafé-
lögin munu fá hehning af öllu því
fé sem þau safna og SKÍ hinn
: helmingiim. Þá verður dreift 100
bolum, sem eru sérhánnaðir í
þetta verkefhí, en þeim veröur
; dreiftafhandahófl til þeirra ein-
stakUnga sem styrkja máleöúð.
Akranes ...8 8 0 0 16-2 24
KR ...8 5 0 3 10-8 15
Leiftur ...7 4 0 3 13-10 12
Keflavík ...6 3 2 1 6-3 11
ÍBV ...8 3 1 4 18-11 10
Grindavík.... ...8 3 1 4 12-12 10
Breiðablik... ...8 3 1 4 12-13 10
Fram ...7 2 2 3 7-12 8
FH ...8 2 0 6 11-21 6
Valur ...8 1 1 6 6-19 4
Markahæstir:
Rastislav Lazorik, Breiðablik.6
Ólafur Þórðarson, ÍA..........6
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV......5
SumarUði Ámason, ÍBV.........4
Mihajlo Bibercic, KR..........4
Næstu leikir:
Næstu leikir í 1. deUd verða á
fimmtudagskvöldið kemur og
leika þá Keflavík-KR, ÍBV-ÍA,
FH-Leiftur, Breiðablik-Grinda-
vík, Valur-Fram.
Besti handboltamaður Færeyja:
Vill spila á íslandi
„Eg hef mjög mikinn áhuga á að
koma til íslands og leika með þar-
lendu Uði. Ég hef lengi fylgst með
íslenskum handbolta og hann er á
háu gæöaplani. Það væri mjög
spennandi að fá tækifæri tU að leika
í íslensku 1. deUdinni,“ sagði Færey-
ingurinn Ingi Olsen sem undanfarin
ár hefur verið besti leikmaðurinn í
færeyskum handknattleik. lngi Ols-
en hefur verið lang markahæsti leik-
maðurinn í 1. deUdinni í Færeyjum
fjórum sinnum á undanfórnum 5
árum. Hann er 26 ára gamall og er
hægri handar skytta og að sögn
kunnugra mjög öflugur leikmaður.
FH inni í myndinni
„Ég hef þegar heyrt í FH-ingum og
þeir virtust áhugasamir að fá mig.
Mig mundi vanta vinnu, helst í
banka þar sem ég hef reynslu á því
sviði. Ég kannast vel við Héðin GUs-
son og veit að hann mun leika með
FH þannig að ég er mjög spenntur
að fá að leika við hUðina á honum
því hann er geysUega góður leikmað-
ur,“ sagði Ingi Olsen í viðtali við DV
í gær.
Það er engin spuming að það yrði
gífurlegt skref upp á við að koma tU
Islands. Handboltinn í Færeyjum er
á frekar lágu plani. Hér er ekkert
landsUð og það eru aðeins tvö þokka-
leg lið, Vestmanna, sem ég leik með,
og síðan KyndU. Þessi tvö lið beijast
um aUa titia. Æfingamar em ekki
nógu miklar og metnaðurinn er ekki
fyrir hendi hér í Færeyjum. Það em
þó nokkrir frambærilegir leikmenn
sem gætu leikið með betri Uðum.
Ég veit að minn tími er kominn tU
að reyna fyrir mér erlendis. Mig
langar mest til íslands en Danmörk
er einnig inni í myndinni ef annað
bregst. Eg vU helst fá að sanna mig
hjá sterkara Uði, með betri leik-
mönnum og í hetri deUd,“ sagði Ingi.
Leggur Guöni fleiri mörk
inn á markareikninginn?
Island - Sviss á Laugardalsvelli 16. ágúst