Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
11
Sviðsljós
»
9
Draumar rætast í draumasmiðjunni:
Tarantino fær að
>
>
>
gera auglýsingar
Gamlir draumar þeirra vestur í
Hollywood eru aö rætast einn af öör-
um um þessar mundir, enda borgin
löngum verið draumasmiöja.
Ekki er langt síðan bemskudraum-
ur Toms Hanks um að klæðast geim-
farabúningi varð að veruleika í
myndinni um tunglfarið Apollo 13.
Nú hefur nýjasta undrabarnið í borg
undrabarnanna fengið draum sinn
uppfylltan. Maðurinn heitir Quentin
Tarantino og hann er búinn að stofna
auglýsingafyrirtæki.
Tarantino er ekki einn á ferð því
að framleiðandinn Lawrence Bend-
er, sá sem var með honum við gerð
Reservoir Dogs og Pulp Fiction, er
með í- spihnu, svo og þriðji maður-
inn, Harvey Weinstein. Tarantino
fær meira að segja að stjórna nokkr-
um auglýsingum sjálfur.
Fyrirtæki félaganna heitir A Band
Apart Commercials, eftir sígildri
kvikmynd þess franska nýbylgju-
manns Jeans-Lucs Godards.
En eins og máltækið segir þá er
sjaldan ein báran stök. Tarantino og
Bender hafa nefnilega stofnað kvik-
myndafyrirtæki í samvinnu við
risann Miramax. Nýja fyrirtækið ber
nafnið Rolling Thunder og er mein-
ingin að það sendi frá sér fjórar
myndir á ári, myndir sem annars
hefðu átt htla möguleika á að komast
í dreiíingu, svo sem erlendar myndir
eða myndir eftir unga og óþekkta
leikstjóra.
„Hugmyndin með öhu þessu er að
gefa þeim myndum séns sem allir
aðrir hta fram hjá. Ég er ekki að
keppa við önnur dreifmgarfyrir-
tæki,“ segir Tarantino.
Quentin Tarantino er glúrinn gæi.
Johnny Depp þykir kyn-
þokkafyllsti leikarinn
Kvikmyndatímaritið Empire hefur
valið 100 kynþokkafyllstu kvik-
myndaleikarana, lifandi og dauða,
og kynnti niöurstöðuna í ágústheft-
inu sem nýkomið er út. í tíu efstu
sætunum eru þrjár látnar kvik-
myndastjörnur.
Johnny Depp er, að mati Empire,
kynþokkafyhsti leikari kvikmynd-
anna en hann er 32 ára. Johnny Depp
þykir ómótstæðilegur í hlutverki
sínu sem ofurelskhuginn Don Juan
De Marco í samnefndri kvikmynd.
Hann hefur betur en sjálf Marhyn
heitin Monroe sem kemur í öðru
Marilyn Monroe, sú kynþokkafyllsta.
sæti. Marilyn hefði orðið 69 ára á
þessu ári og ætti að verma fyrsta
sætið að matri margra, að minnsta
kosti karlmannanna.
í þriðja sæti er Michelle Pfeiffer,
38 ára, Robert Redford, 59 ára, er í
fjórða og Grace heitin Kelly, móðir
furstadætranna af Mónakó, í fimmta.
Hún heföi orðið 67 ára í dag.
í fimmta sæti er gamla kynbomban
Laureen BacaU, 71 árs, og Sean
Connery sem orðinn er 64 ára og
hefur sjaldan gert það betra. Audrey
heitin Hepburn er í áttunda sæti og
selavinurinn Brigitte Bardot, 61 árs,
í því níunda. í tiunda sæti kemur hin
brjóstgóða Ann Margret, 54 ára, rétt
á undan Daniel Day Lewis og Paul
Newman.
Aftar í röðinni má sjá öU hin
þekktu Hollywood-nöfnin og tekur
varla að nefna einn frekar en annan.
þau eru þar nánast öU. Til gamans
má geta að James Dean er í 42. sæti,
Hugh Grant í 43., Liz Hurley í 83. og
Harvey Keitel í 95. Janet Leigh, sú
sem lék konunna í sturtunni í Hitch-
cock-myndinni Psyco, kemur síðust
í 99. sæti.
Johnny Depp, sá kynþokkafyllsti.
• r
naflann minn
Cher á göngu I New York, með
Leik- og söngkonumii Cher
virðist ekki sérlega vel við að eld-
ast, í þaö minnsta vhl hún ekki
að neinn sjái öldrunarmerki á lík-
ama sínum. í baráttu sinni við
elli kerlingu hefur Cher látiðgera
hverja fegrunaraðgerðina á fætur
annarri á sér svo ekki fmnst vott-
ur af hrukkum, appelsinuhúö,
spikfeUingum, æðahnútum eða
öðru sem vUl fylgja því að eldast.
En Cher verður víst að lúta í
lægra haldi þegar stóra stundin
rennur upp og spyrja gárungarn-
ir sig að vonum hvernig flokka
eigi líkamsleifamar. En hvað sem
eUi kerUngu liöur þá var Cher að
glápa í verlsunarglugga í New
York á dögunum. Gátu vegfar-
endur þá séð hvar hún hafði kom-
ið gimsteiní fyrir í naflanum á
sér. Cher er annars að leika í
nýrri gamanmynd sem nefnist
Faithful og frumsýnd verður í
\SLA^D
11
gimstein I natlanum. haust.
Vinningshai'ar clagsins:
\gnes lilalsteinsiliittir • l.aujjarásvcgi 14 • 104 Itvili
Katrín Magnnsilnttir • Miinartarnesi •111 Borgarnes
Reynisdrangar (V-Skaft). Háir kletta-
drangar, allt að 66 m y.s., sem nsa einstakir
úr sjó fram undan Reynisfjalli í Mýrdal.
Blasa þeir við frá Vfk. Drangamir heita
Landdrangur (næst landi), Langsamur eða
Langhamar fjær og Skessudrangur eða
Háidrangur, mjór og litlu vestar.
Þjóðsaga segir að drangamir haft orðið til
með þeim hætti að tvö tröll haft xtlað að
draga þar þrfsiglt skip að landi en dagað
uppi er sól rann og orðið að steini.
Skammt suður af dröngunum er sker sem
heitir Réttir.
ÖRN OG (jj) ÖRLYGUR
Dvergshöfða 27, Reykjavík • Sími 568 4866
H
F
Vinninga skal
vitjað hjá
Erni og Örlygi hf
FERÐIR
///////////////////////////////
Aukablað
FERÐIR - INNANLANDS
Miðvikudaginn 26. júlí nk. mun aukablað um
ferðir innanlands fylgja DV.
í þessu blaði verður fjallað um útihátíðir um
verslunarmannahelgina. Efni blaðsins verður að
öðru leyti tengt flestu því sem er á boóstólum
vegna ferðalaga innanlands.
Fjallað verður um afþreyingu, viðlegu-
og annan ferðaútbúnaö og ýmsa athyglisverða
staði og ferðamöguleika.
Viðtöl verða tekin við athyglisvert fólk sem veitir
lesendum skemmtun og holl ráð varðandi
ferðir innanlands.
Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa
í þessu aukablaði eru vinsamlega beðnir að
hafa samband við Björk Brynjólfsdóttur í síma
563 2723 á auglýsingadeild DV.
Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 20. júlí.
ATH.! Bréfasími okkar er 563 2727.