Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 Neytendur Tívollið komið í flórða sinn: Þrjú hundruð krónur fyr- ir manninn í f lest tækin - dýrt, segja krakkamir, sama verð og fyrir Qórum árum, segja forsvarsmenn tívolísins DV-mynd JAK Fjórða árið í röð gleður hin breska Taylor-fjölskylda íslensk ungmenni með tívolítækjum sínum og tólum. Tívolíið, sem staðsett er nú eins og undanfarin ár á hafnarbakkanum, hefur notið mikilla vinsælda þann tíma sem það hefur verið hér undan- farin sumur og á því virðist ekki ætla að verða nein breyting í ár. Margir hafa þó haft á orði að skemmtunin væri dýr, sérstaklega fyrir stórar fjölskyldur. Hvað kostar skemmtunin? Einn miði í tívolíinu kostar eitt hundrað krónur en fyrir einn miða er aðeins hægt að fara í eitt ákveðið tæki sem 10 ára viömælendum DV þótti ekki mikið til koma. í þau fimm tæki sem þykja mest spennandi kostar þrjá miða eða 300 krónur. í skotbakka, tombólur og lottó ýmiss konar kostar einn til fjóra miða eftir því hversu veglegir vinn- ingamir eru. Það er því auðvelt að sjá að ef fjöl- skylda með þijá krakka fer í tívolíið er kostnaðurinn fljótur að safnast saman. Það kostar níu hundruð krónur að senda þrjá krakka í eitt tæki og ef farið er í þijú tæki er kostnaður kominn upp í tvö þúsund og sjö hundruð krónur og það á um það bil tíu mínútum. Háttverð? „Þetta verð sem við bjóðum er það Krakkarnir skemmta sér vel í Tívolíinu. sama og fyrir fjórum árum þegar við komum hingað fyrst. Við erum með sama verð á meðan aUt annað hefur hækkað, til dæmis allt sem við þurf- um að kaupa okkur hér,“ sagði David Taylor, einn af forsvarsmönnum tí- volísins, þegar DV ræddi við hann í gær. Hann sagði að fólk hefði alltaf tekið þeim mjög vel og á því væri engin undantekning núna. Hann sagði líka að hann hefði ekki orðiö var við að fólki fyndist verðið of hátt. í það minnsta hefði fólk tekið þeim vel og fjölmennt í tívolíið um helgina. David sagði aö hann og hans fólk myndi dvelja hér til loka þessa mán- aðar og á þeim tíma yrði opið til kl. 23.00 á virkum dögum og til miðnætt- is um helgar. Aðspurður sagði David að það væri ekkert aldurstakmark í tækin en krakkamir yrðu að hafa náð vissri hæð áður en þau kæmust í sum þeirra. Lítið mál að gera við gasgrill - flestir geta lagað bilanimar sjálfír Neytendasíðan hefur fengið fyrir- spumir um það hvar hægt sé að láta gera við biluð gasgrill. Þegar neyt- endasíðan fór á stúfana til þess að kanna málið kom í ljós aö fjölmargir hafa lent í vandræðum með biluðu grfilin sín. Sömu hlutirnir sem bila Samkvæmt því sem neytendasíðan kemst næst em það kveikjurnar sem helst bila í þessum grillum, en þær eru notaðar til þess að kveikja í gas- inu, brennaramir, sem gasið logar í, og kranarnir til þess að hækka og lækka hitastigið. „Þessir hlutir, brennarinn, kveikj- an og kranamir eiga að fást á flestum sölustöðunum en gera það því miður ekki. Við erum nokkrir aöilar sem erum að sinna fólki sem hefur keypt grillin sín af einhveijum sem hafa sprottið upp og selt en horfið síðan Hvað kost a varahlutir í g asgrill? Brennari 1495-4700 kr. Ódýrast í Hagkaupi Auðvelt aö setja I sjálfur Kveikja 900-1500 kr. Ódýrast í Olís Auðvelt að setja í sjálfur Grindur 1000-3500 kr. Ódýrast í Olís Kranar 2000-2900 kr. Ódýrast hjá Þarfaþingi Innflytjendur aðstoða Gler 1000-2000 kr. Svipað verð á sömu stærðum strax aftur af markaönum," sagði Gylfi Gylfason hjá Húsasmiðjunni en þar eru einmitt seldir flestir vara- hlutir í gasgrill. H@lf£a.hlutv@rk yítmmím m. Taugakerfið Níasín Helsta hlutverk: Nauðsynlegt fyrir orkuefnaskipti og starfsemi taugakerfis Uppspretta: Fiskur, kjöt, mjólk og kornvörur DV Auk Húsamiðjunnar eru helstu söluaöfiar varahluta í gasgrill Skelj- ungsbúðin, Essó-búðin, Olísbúðin, Byko og Hagkaup. Misjafnar stærðir - misjafnt verð Varahlutunum má skipta í tvennt. Annars vegar eru það varahlutir sem passa eingöngu í ákveðnar tegundir grUla og hins vegar varahlutir sem passa í öU grUl, burtséð frá því hverr- ar tegundar það er, svokaUaðir „uni- versal“ hlutir. Verðið er misjafnt eins og sjá má á töflunni hér tU hUðar. Verðmunur- inn liggur í því að um mismunandi stærðir er að ræða og eins getur ver- ið gæðamunur á grindum, gluggum og fleiru. Það verð sem hér ér uppgef- ið ætti þó að gefa fólki nokkra hug- mynd um það hvað þessir hlutir kosta. Nokkrir þeirra sem neytendasíðan talaði við vegna málsins töldu þó að það tæki því varla að láta gera við gasgrUl vegna þess hve ódýr þau væru orðin. Þetta er þó ekki aUs kost- ar rétt, sé Utið til þess að nýtt gasgr- U1 í meðalverðflokki kostar tuttugu og fimm þúsund krónur en hægt e að taka gasgrUl í gegn, þannig ai nánast aUt sé nýtt nema belgurimi fyrir átta þúsund krónur. Og sjaldn ast þarf að skipta um alla hlutina einu. Auðvelt að laga sjálfur Flestir sölustaðirnir sem hér hafa verið nefndir eru annaðhvort með viðgerðarþjónustu sjálfir eða vísa fólki á ákveöna aðila sem gera við grilUn. í flestum tilfellum er þó auðvelt fyrir fólk að skipta um þessa algeng- ustu hluti sjálft, svo sem brennara, kveikju, grindur og gler. Helst eru það kranamir sem erfitt gæti veriö að skipta um, en þá ætti ekki að vera mjög dýrt aö fá þá þjónustu hjá sölu- aðilunum. Sú vísa er svo auðvitað aldrei of oft kveðin að meðferð griUanna skiptir öUu máU varðandi það hversu lengi þau endast.' Flest eru þau gerö fyrir betra veður en íslenski veturinn býður upp á, þannig að ef menn hafa tök á að geyma grilUn innandyra yfir veturinn endast þau mun lengur. Egils Bergvatn í hálfs lítra flösku Hf. Ölgerðin Egill Skalla- grímsson hefur sett á markað Egils Bergn’atn í hálfs lítra plastflöskum. Fyrir um ári kom á markaö- inn frá fyiir- tækinu Egils Kristall sem er léttkolsýrt vatn með sít- rónubragði. Egils Bergvatn er hins vegar algerlega óbragðbætt vatn en eins og Kristallinn, létt- kolsýrt. Egils Bergvatn hefur hingað til aðeins fengist í 33 cl glerflöskum og aðallega á veitingahúsum. Hjá ; Agli Skallagi-ímssyni fengust þær upplýsingar að í fjósi vinsælda Egils Kristals og vegna flölda áskorana liafi fyrirtækið ákveðið að bjóða EgUs Bergvatn í þessum umbúðum. Það vekur athygli að texti mið- ans á flöskunni er á ensku á ann- arri hUðmni en á íslensku á hinni. Hjá fyrirtækinu fengust þær upplýsingar að það væri vegna þess hve útlendingar hafa mikið leitað eftir vöru sem þess- ÓdýrQMI- meðferð SífeUt fleiri bílaeigendur láta nú setja einhvers konar tefionhuð á bilana sína tíl þess að verja þá veörun, steinkasti eða hverju því sem skemmt getur lakk á bílum. Framan af var þessi þjónusta mjögdýr en hefurnúlækkað tals- vert og nú hefur Bón- og bíla- þvottastöðin Bildshöfða hafið að bjóða svokallaða QMI-meöferð á allt niður í 1700 kr. Að sögn eiganda bónstöðvar- innar, hefur QMI alls staðar feng- ið lofsamlega dóma og mikiö ver- ið fjallaö um efnið i erlendum bílablöðum. Það er þó ekki fyrr en núna sem boðiðer upp á þetta efni hérlendis á viöráðanlegu verði. Jóhannes Gunnarsson, lormað- ur Neytandasamtakanna, af- hendir Guðmundi Bjarnasyni eintak af „Grænu bókinni" „Græna bókin“ komin út Út er komin bókin„Grænabók- in um neytendur og umhverfi". Höfundur ritsins er Garðar Guð- jónsson en útgefendur eru Neyt- endasamtökin, Norræna féiagið og grænu fjölskyldurnar í Kópa- vogi. Guömundur Bjarnason um- hyerfisráðherra ritar fonnála. I bókinni er fjallað um spilli- efni, sorp sem hráefni, safn- hauga, um að „vera grænn“ í vinnunni, garðinum og í ferðalög- um, um samgöngur, hreinlætís- vörur og mat. Þá eru helstu um- hverfismerki kynnt og flallað um gróðurhúsaáhrifin og eyðingu ósonlagsins. Útgefendur vona aö bókin veröi leiðbeininga- og hvatningarrit fyrir neytendur sem vilja miða neysluvenjur sínar við hagsmuni umhverfisins. Fjallað er um um- hverfisspjöll sem verða vegna daglegrar neyslu almennings og hvcrnig draga má úr þeim. Græna bókin um noytcndur og umhverfi er 87 síður að stærð og prýdd ijölda teikninga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.