Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 Spumingin Hvaö dreymdi þig í nótt? Egill Hubner nemi: Ekkert svo ég muni eftir. Sigurður Valgeir Óskarsson nemi: Ekkert. Amalía Sigurðardóttir rækjuvinnslu- kona: Man ekki eftir því. Jóhanna Katrín Bjarnadóttir dag- móðir: Eins og mig minni að það hafi verið eitthvað tengt bömunum. Sigurður Kristjánsson nemi: Kær- ustuna mína eins og allar nætur. Sigurður Karl Jóhannsson: Mjallhvít og dvergana sjö. Lesendur________ Vandi stjorn- málamanna Stjórnmálamenn i vanda. Gunnar skrifar: Ég held að flestir stjórnmálamenn viti nokkum veginn hvað það er sem þjóðin þarfnast og hver helstu vandamál hennar em. Þjóðin er skuldum sett og skattar eru of háir. Ef skorið væri niður væri hægt að greiða skuldirnar og lækka skatta þannig að skilyrði í atvinnulífinu bötnuðu og lífskjör þjóðarinnar um leið. Hvers vegna gera stjórnmála- mennimir þá ekki það sem þeir vita að er rétt? Vegna þess að það er ekki það sem þeir fá atkvæði fyrir. Það er lýöskrumið sem veitir þeim at- kvæði og fylgi. Vilji stjórnmálamenn ekki vera tættir í sundur í fjölmiðlum verða þeir að gera öllum sérhags- munahópum til geðs. Almenningur hugsar ekki dýpra en það að hann tekur yfirleitt afstöðu með sérhags- munahópunum í stað þess að hugsa um eigin hagsmuni. Hann sér sjaldn- ast að þetta tvennt stangast á. Niðurstaðan er því sú að lítið verð- ur skorið niður nema stjórnmála- mennimir séu hugsjónamenn sem tilbúnir em jafnvel að fórna eigin orðspori fyrir þjóðina. Eitthvað örlít- ið hefur gengið að skera niður á síð- ustu ámm. Það er einungis vegna þess að hugsjónamenn hafa verið í ríkisstjórn. AJmenningur hefur gert allt sem í hans valdi stendur til aö koma í veg fyrir að stjórnmálamenn- irnir geti gert hið rétta. Aðdáunar- vert var t.d. hvernig Sighvatur Björgvinsson tók á málum þegar hann var heilbrigðisráöherra. Hann skapaði sér gífurlegar óvinsældir á þeim tíma. Það var augljóst að hann var ekki að þjóna neinum sérhags- munahópi með niðurskurði sínum. Fólk hélt að hann væri bara einfald- lega vondur maður sem vildi þjóð- inni allt illt. Verstu stjórnmálamennirnir eru þeir sem láta undan þessum þrýst- ingi almúgans og líta á það sem skyldu sína. Svo ég tali ekki um þá sem beinlínis em honum sammála og hugsa ekki lengra, þrátt fyrir að þeir hafi allar staðreyndir fyrir fram- an sig í starfi sínu og þeim eigi að vera þetta ljóst. Það eru yfirleitt vinstri menn sem eru þannig og vilja eyða um efni fram. Einkavæðingartal er vitleysa Magnús Magnússon skrifar: Þetta einkavæöingartal er voðaleg vitleysa. Að mínu mati er ríkisrekst- ur mun betri en einkarekstur. Það liggur í augum uppi að einkaaðilar hugsa einungis um eigin hag þegar þeir reka fyrirtæki. Hins vegar hugs- ar ríkið um hag heildarinnar. Það sér því hver maður að annað er fárán- legt en að ríkið taki að sér rekstur fyrirtækja landsins. Einkarekstur er aðalorsök auösöfnunar örfárra aðila í kapítalískum ríkjum. Það er ekki réttlætanlegt að örfáir menn eigi mikinn meirihluta allra eigna. í Bandaríkjunum eru forríkir menn sem eiga miklu meira en þeir hafa not fyrir. Venjulegur maður þarf ekki meiri peninga en svona 150 þús- und kr. á mánuði. Mögulegt væri að hækka laun allra upp í 150 þúsund ef laun þeirra sem eiga mest íjár- magnið yröu lækkuð niður í 150 þús- und. Ég tel alla vinnu jafn mikilvæga. Það er ekkert merkilegra að sitja á rassinum inni í einhverri skrifstofu fyrir framan grænan tölvuskjá en að vinna t.d. við undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveg. Hvað myndu allir þessjr jakkafatamenn gera án okkar hinna? Ég efast um að þeir gætu gert nokkuð. Við hin kæmumst hins vegar auðveldlega af án þeirra. Að láta annað fólk vinna fyrir sig og græða fyrir sig peninga er ekkert annað en rán. Fjármagnseigendur eru bara menn sem lifa á svita alm- úgans og eru byrði á baki þeirra. Þetta hagkerfi, sem við búum núna við, gerir mönnum kleift að græöa án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Er maður sem kaupir og selur hlutabréf að skapa eitthvað? Nei. Hann er einungis að græða á erfiði þeirra verkamanna sem skapa það sem stendur að baki bréfsins. Því er haldið fram að fjármagnseig- endur eigi skilið þaö sem þeir fá, þeir séu bara svona góðir. Sannleik- urinn er sá að þeir kunna bara svona vel á kerfið. Það eina sem þeir hafa umfram hinn vinnandi mann er að kunna á kerfið og sambönd í kerfinu. Einnig hafa mjög margir fæðst með silfurskeið í munni og fengið allt upp í hendurnar. Nú eru allt of fáir sem verja hinn vinnandi mann á opinberum vett- vangi og berjast gegn fjármagnseig- endum. Guðmundur J. Guðmunds- son, Ögmundur Jónasson og fleiri góðir menn berjast harðri baráttu fyrir lífskjörum vinnandi fólks. Þeir mættu vera fleiri. Það er þessi frjáls- hyggja sem öllu ræður nú á þingi. Margir þingmenn, sem þykjast berj- ast á móti henni, eru í raun að berj- ast fyrir henni. Allir virðast þeir mjög hrifnir af frjálshyggjuaðferð- um. Leiði Sveins Björnssonar er meðal nokkurra annarra við hlið Bessa- staðakirkju. ur kemur að Bessastöðum, einnig að vetrarlagi. í ööru lagi verður að vera hægt að lesa nafn forsetans og konu hans. Annaö er fyrir neðan allar hell- ur. Ég skora á viðeigandi aðila að kippa þessu í hðinn hið fyrsta. Leiði Sveins Björnssonar íslendingur skrifar: Við hjónin vorum með útlending I heimsókn og ákváðum að heimsækja Bessastaði og skoða breytingarnar sem hafa átt sér þar stað. Eitt var það sem stakk í stúf. Það var leiöi Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins, og konu hans, Georgíu. Legsteinarnir liggja flatir og efnið í þeim virðist það lélegt að það er varla hægt að lesa nöfnin sem á þeim eru á eðlilegan máta. Það á að vera meiri reisn yfir legsteini fyrsta forseta ís- lands og hann á að blasa við þegar komið er að Bessastöðum. Annað er okkur ekki sæmandi. Hugsum okkur t.d. aðkomuna að vetrarlagi þegar allt er undir snjó. Þá er ekki hægt að finna leiði forseta okkar. Það ætti ekki að kosta mikið að ganga betur frá þessu og setja þarna upprétta leg- steina. Það er ekki mikið miðað við þann kostnað sem fariö hefur í end- urbætumar á Bessastöðum. Útlendingurinn var alveg forviða á þessum frágangi á leiðinu og myndi svona ábyggilega aldrei tíðkast í landi hans. Þaö er íslendingum alls ekki til sóma að ganga svona frá leiði forseta okkar. í fyrsta lagi á leiðið að vera fallegt og reisn yfir því á öll- um tímum. Það á að sjást þegar mað- Góðstöð Dæja hringdi: Aðalstöðinni hefur veriö lirós- aö tvisvar á lesendasíðunni upp á síðkastið og nokkrir menn nefhdir. Mig langaði að bæta ein- um við, Gylfa Þór Þorsteinssyni, sem sér um morgunþáttinn. Ég vil þakka honum fyrir. Kaupmenn tapa Kona hringdi: Það var víst Ólafur Thors sem sagði aö því minni peninga sem almenningur ætti því minna fengju kaupmenn. Þegar almenn- ingur hefur ekki peninga þá tapa kaupmenn, svo bankar og þetta hefur keðjuverkandi áhrif. Eg er hissa á að það skuli ekki vera fjallað um þetta svona í þessu slæma árferði sem hefur verið upp á síðkastið. Andlegurdoði HaUdór Pálsson hringdi: Mér finnst ég skynja mikinn andlegan doða hjá fóiki. Það eina sem fólk gerir í frístundum sínúm er að horfa á sjónvarp. Fólk send- ir t.d. lesendasíöunní hjá DV les- endabréf um álíka ómerkilega hluti og dagskrá sjónvarpsstöðv- anna. Hvernig getur fólk eytt tím- anum fyrir framan sjónvarp all- an daginn? Mér finnst lika skrýt- ið að fólk skuli ekki geta sagt til nafns þegar það hringir inn les- endabréf. Menn eíga að geta stað- ið við það sem þeir segja. Það að meim geti ekki birt nafn sitt með lesendabréfi sínu bendir til þess aö lesendabréfið sé eitthvað óraerkilegt. Mér finnst sem sagt að fólk eigi ekki að horfa svona mikið á sjón- varp. Það á að lesa meira af bók- um og auðga andann. Ég tek undir með þeim ágæta manni sem skrifaði á lesendasíö- unni um daginn að rikið ætti ekki að reka Áfengis- og tóbaksversl- unina. Hann var reyndar á þeirri skoðun vegna þess að hann taldi aö banna ætti þessar vörur en ég er sama sinnis vegna þess að mér fiimst að hver sem er eigi að fá að reka svona verslun. Skattará skattaofan Gamall sjálfstæðismaður skrifar: Það er meira hvað þessir vinst- rimemi geta verið fundvísir á nýja skatta. Áður en Ingibjörg Sólrún og hennar lið komst til valda hafði manni aldrei dottið i hug að það væri hægt að skatt- leggja klósettið hjá rnarmi. Um sama leyti og fram kom aö bíllinn væri orðinn stærsti útgjaldaliður venjulegrar Qölskyldur ákvað Reykjavíkurlistinn að innheimta skatt með því að stórhækka bíla- stæðagjöld og sektir. Þetta verða allir varir viö. En þeir skattar eru verstir sem eru svo vel faldir að þeir sjást ekki. Dæmi um þaö er þegar R-listinn krefur Hitaveit- una, Rafinagnsveituna og fleiri þjónustufyrirtæki um hærri greiðslur í borgarsjóð. 1 þjónusta allan sólarhringinn Aöeins 39,90 mínútan isima 5632700 illi kl. 14 og 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.