Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1995, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 Afmæli Þorgils Þorgilsson Þorgils Þorgilsson klæöskerameist- ari, Garðavegi 8, Hafnarfirði, er átt- ræðurídag. Starfsferill Þorgils fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp til sjö ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum að Innri- Bug í Fróðárhreppi þar sem hann áttiheimatill940. Þorgils fór ungur til sjós og var háseti á bátum frá Ólafsvík og síðan um skeið á línubát sem gerður var út frá Hafnarfirði. Hann flutti til Reykjavíkur 1940, hóf nám í klæð- skeraiðn hjá Vigfúsi Guðbrandssyni 1941, lauk sveinsprófi 1946 og öðlaö- ist síðan meistararéttindi. Þorgils starfaði hjá Vigfúsi um skeið eftir sveinspróf en opnaði eig- in klæðskerastofu og verslun í Hafnarstræti 21 árið 1949. Hann flutti síðan fyrirtækið í Lækjargötu 6 árið 1953 og starfrækti þar klæð- skeraverkstæði og verslun til 1987 er hann lét af störfum. Þorgils starfaði lengi í Félagi Snæ- feflinga og Hnappdæla, sat í stjóm þess í fimm ár og var formaður skemmtinefndar 1953-83. Þá sat hann í stjórn Klæðskerameistara- félags íslands á ámnum 1956-85, yar varaformaður þess um tíma og gjaldkeriumskeið. Fjölskylda Kona Þorgils var Steinunn Jó- hannsdóttir, f. 16.6.1919, d. 1991, húsmóðir. Hún var dóttir Jóhanns Tómassonar, skipstjóra í Hafnar- firði, og k.h., Margrétar Jónsdóttur húsmóöur. Börn Þorgils og Steinunnar eru Þorgils, f. 1950, matreiðslumeistari í Garðabæ, kvæntur Katrínu Sig- urðardóttur húsmóður og eiga þau þrjú böm, Steinunni, Sigríði og Þorgils; Jóhanna, f. 1955, íþrótta- kennari í Svíþjóð, gift Ólafi Þor- geirssyni veitingamanni og eiga þau tvö böm, Þorgeir og írisi. Systkini Þorgils: Guðlaug, f. 1911, nú látin, húsmóðir á Siglufirði og síðar í Reykjavík; Sólveig, f. 1912, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Jó- hann, f. 1919, vörubílstjóri, nú bú- settur á Akureyri; Óskar, f. 1928, verkstjóri í Ólafsvík. Foreldrar Þorgils voru Þorgils Þorgilsson, f. 30.4.1887, d. 17.11.1975, Þorgils Þorgilsson. bóndi í Innri-Bug í Fróðárhreppi, og k.h., Jóhanna Jónsdóttir, f. 4.7. 1888, d. 22.2.1977, húsfreyja. Þorgils verður að heiman á afmæl isdaginn 80 ára 50 ára Valborg Þorsteinsdóttir, Brautarholti, Borgarfjarðarhreppi. 75 ára Guðmundur Guðmundsson, Lynghaga 22, Reykjavík. Arthur Sumarliöason, Selvogsgrunni 3, Reykjavík. ívar Dan ielsson, Árskógiun 6, Reykjavík. 70 ára Steinþór M. Gunnarsson, Heiðargerði 48, Reykjavík. Þóra Sigurðardóttir, H vammi, Bólstaðarhlíðarhreppi. GunnarB. Guðmundsson, Laugarásvegi 73, Reykjavík. Dagrún Fjóla Þórlindsdóttir, Garðvangi, Gerðahreppi. 60 ára Elin Jónasdóttir, Egilsbraut 14, Þorlákshöfn. Jón Viðar Björgvinsson, Stekkjargeröi 16, Akureyrí. Þórunn Bernódusdóttir, Suöurvegi 3, Skagaströnd. ÓskarFinnsson, Hlíðarvegi57, Ólafsfirði. 40ára Guðmundur Björnsson, Heiöarseli 19, Reykjavík. Helga Þórarinsdóttir, Freyjugötu 16, Reykjavík. Bjarni Einarsson Faust, Framnesvegi 24B, Reykjavík. Ari Brimar Gústafsson, Veghúsum31, Reykjavík. Sigurður Gunnar Andrésson, Þverholti 9, Mosfellsbæ. Karitas Ólafsdóttir, Vallargeröi 20, Kópavogi. Stefán Kristinsson, Sólarvegi 16, Skagaströnd. Rúnar Kristdórsson, Hafnarstræti 35, Akureyri. Sigurmon Marvin Hreinsson, Grenigrund46, Akranesi. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, Sælundi, Vesturbyggð. Halldór Einarsson Faust, Hrmgbraut 30, Reykjavík. Guðmundur Brynj ólfsson, Jónas Jóhannesson, Nesvegi 1, Höfnum. Jörfa, Kolbeinsstaðahreppi. Kristín Herdís Bjarnadóttir, Þelamörk 1, Hveragerði. Svana Víkingsdóttir, Kjartansgötu 2, Reykjavík. Sigurður Kr. Óskarsson Sigurður Kr. Óskarsson kennari, Skipholti 44, Reykjavík, er sjötugur ídag. Starfsferill Sigurður fæddist í Bakkabæ í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi en flutti til Reykjavíkur 1927. Hann stundaði nám við Stýrimannskól- ann í Reykjavík, lauk hinu meira fiskimannsprófi 1952, öðlaðist skip- stjórnarréttindi 1952, sótti fiskiðn- aðarnámskeið sjávarútvegsráðu- neytisins 1961, námskeið Rann- sóknastofnunar fiskiðnaöarins í hreinlætistækni við fiskvinnslu 1969 og námskeið í verkstjómar- fræðum á vegum Iðnþróunarstofn- unaríslandsl975. Sigurður var háseti á fiskiskipum 1946-50, stýrimaður og skipstjóri á fiskiskipum 1951-60, stundaði eftir- litog matsstörf í fiskiðnaði 1961-72 og hefur verið kennari við Fisk- vinnsluskólann 1972-95. Sigurður var varamaður í stjóm Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar og var fulltrúi þess í Sjó- mannadagsráði. Fjölskylda Eiginkona Siguröar er Sigríður F. Guðmundsdóttir húsmóðir. Hún er dóttir Guðmundar Gíslasonar, verkamanns í Stykkishólmi og síðar í Reykjavík, og Jóhönnu Sveinsdótt- urhúsmóður. DæturSigurðarogSigríðarem - Hafdís Ósk, f. 25.9.1955, banka- starfsmaður á Patreksfirði, gift Brynjari Jakobssyni rafvirkja og eiga þau þrjú börn; Linda Ósk, f. 25.3.1963, fóstra í Grundarfirði, gift Helga Gunnarssyni lögregluvarð- stjóra og eiga þau tvö börn. Systkini Sigurðar em Bjöm Jó- hannes, f. 25.6.1921, d. 23.2.1981, skipstjóri í Reykjavík; Karl Ólafur, f. 17.11.1926, d. 3.2.1980, flugvél- stjóri í Reykjavík; Nanna Dísa, f. 30.3.1929, d. 19.5.1994, húsmóðir í Reykjavík; Jómnn Jóna, f. 23.6.1934, Sigurður Kr. Óskarsson. skrifstofumaður í Garðabæ. Foreldrar Sigurðar vora Óskar Ólafsson, f. 22.10.1897, d. 8.11.1955, sjómaöur í Reykjavík, og Jóhanna Jóhannesdóttir, f. 12.12.1896, d. 13.5. 1993, húsmóðir. Sigurður og Sigríður em að heim- an. Hilmar Steinólfsson Hilmar Steinólfsson vöruflutninga- bílstjóri, Álandi 9, Reykjavík, varð sjötugurígær. Starfsferill Hilmar fæddist á Fáskrúðsfirði en flutti ungur til Siglufjaröar og ólst þar upp. Hann fór ungur til sjós en stofnaði síðar eigið fyrirtæki, Vöra- flutninga Hilmars Steinólfssonar hf., og starfrækti það í rúm þrjátíu ár. Undanfarin ár hefur hann starf- að við útkeyrslu hjá ÁTVR. Fjölskyida Eiginkona Hilmars er Hulda Steinsdóttir, f. 4.2.1927, bankaritari. Hún er dóttir Steins Jónssonar, hreppstjóra frá Hring í Skagafirði, sem lést 1982, og Elínbjargar Hjálm- arsdóttur húsfreyju sem lést 1964. Böm Hilmars og Huldu eru Sig- urður Gunnar, f. 8.5.1951, vöra- flutningabílstjóri, kvæntur Jóninnu Gunnarsdóttur húsmóður og era synir þeirra Þórður Már, f. 16.4. 1977, Grétar Ingi, f. 16.4.1977, Gunn- ar Rafn, f. 27.10.1983 og Hilmar Smári, f. 26.9.1987 en dóttir Sigurðar Gunnars og Elsu Kristjánsdóttur er Hulda Hrönn, f. 7.8.1971; Sigurborg Jóna, f. 22.7.1955, tölvusetjari og era synir hennar Hilmar, f. 17.7.1975 og Ami Þór, f. 29.3.1987; Elínborg, f. 30.1.1958, bóndi, gift Magnúsi Pét- urssyni bónda og era böm þeirra Valur Yngvi, f. 21.11.1977, Sigríður Selma, f. 14.5.1981, Brypjar Helgi, f. 3.4.1987 og Arnar Bjarki, f. 6.8. 1994; Iðunn Ása, f. 22.5.1961, lyfja- tæknir og eru böm hennar Ásta Huld, f. 2.11.1981, Hjördís Gígja, f. 21.9.1986 og Hreinn Orri, f. 17.11. 1989. Hálfsystir Hilmars, samfeðra, er Þorbjörg Steinólfsdóttir, f. 12.5.1934, læknaritari í Reykjavík, gift Val Ragnarssyni bifvélavirkja og eiga Hilmar Steinólfsson. þauíjögurbörn. Foreldrar Hilmars vora Steinólfur Benediktsson, f. 1.8.1892, d. 8.7.1972, verkamaður í Reykjavík, og Sigur- borg Jónsdóttir, f. 28.1.1899, d. 9.11. 1976, verkakona á Siglufirði. Menning Menningarauki í Hallgrímskirkju Mikið er að gerast í Hallgrimskirkju um þessar mundir. Sumartónleikaröð kirkjunn- ar, „Sumarkvöld við orgelið", hófst í byijun þessa mánaðar en auk þess er boðið upp á fjölda hádegistónleika og aðra aukatónleika. Þetta er þriðja árið sem Hallgrímskirkja og Listvinafélag þeirrar kirkju efna til sum- arkvölda við orgelið. Tónleikarnir era haldn- ir á sunnudagskvöldum kl. 20.30 og koma þar m.a. fram frábærir organistar frá Frakk- landi, Þýskalandi, Danmörku og Englandi. Er enginn vafi á því að hið stóra og glæsilega orgel kirkjunnar frá Klais-verksmiðjunum í Þýskalandi hefur kallað til sín fjölda geysi- góðra hljóðfæraleikara, bæði hérlendis og Tónlist Áskell Másson erlendis, sem hafa sóst eftír að fá að leika á það og hefur tónleikahald í Hallgrímskirkju dregið að ótölulegan fiölda áheyrenda. Kirkj- an og orgel hennar er nú það mannvirki sem hvað flestir ferðamenn vilja sjá og skoða og mættu margir muna það þegar rætt er um byggingu glæsilegs tónlistarhúss á áberandi stað í borginni. Ekki hafa hádegistónleikarnir í kirkjunni spillt fyrir ferðamannastraumnum en þeir eru haldnir frá kl. 12.00-12.30 á fimmtudög- um og laugardögum. Þannig leika félagar úr Félagi íslenskra organleikara á fimmtudög- um og á laugardögum organisti sunnudags- tónleikanna. í síöustu viku vora þetta þeir Úlrik Ólason, sem lék verk eftir Bach og Franck og Thierry Mechler, sem lék óvenju- lega dagskrá að því leyti að hún var öll leik- in af fingrum fram. Var sérstaklega gaman að heyra síðari spunann en hann byggist á nokkram þekktum íslenskum stefjum, s.s. ísland farsælda Frón, hlémerki RÚV, og Hvert örstutt spor, svo að eitthvað sé nefnt. Notaði Mechler regístrin á mjög fjölbreyttan og frjálslegan hátt og var af því hin besta skemmtan en augljóst er að Mechler er sann- kallaður virtúós á hljóðfærið. Hiö öfluga tón- listarstarf, sem fram fer í Hallgrímskirkju, er bæði kirkjunni til sóma og mikill menn- ingarauki í borgarlífi okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.