Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1995, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1995, Page 3
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 3 Fréttir Hannes Jónsson, fyrrverandi sendiherra: Sovétmenn sögðu engin kjarnavopn hafa verið hér „Eg er ekki í nokkrum vafa um það að hefði Kosygin, þáverandi forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, tahð aö hér væru kjarnavopn hefði hann sagt það alveg hiklaust. Tæknin sem Sov- étmenn beittu með njósnahnöttum sínum var á svo háu stigi aö þeir þurftu ekki að fara í neinar grafgötur um þá skoðun," sagði Hannes Jóns- son, fyrrverandi sendiherra, við DV „Á þessu tímabili þegar umræðan um kjarnavopn hér á landi stóð sem hæst komu ýmsir forystumenn ís- lands í opinberar heimsóknir. Ég var sendiherra í Moskvu á árunum 1974-80 og kynntist mönnum og mál- efnum mjög vel. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra kom í opinbera heimsókn til Moskvu í boði Kosygin forsætisráð- herra í september 1977. í þeirri heimsókn var rætt við æðstu ráðamenn um tvíhliða sam- skipti Sovétríkjanna og íslands og einnig um alþjóða- og öryggismál. í ræðu Kosygins við heimsóknina kom greinilega fram að Sovétmenn vissu aö það væru engin kjarnorkuvopn á íslandi. Því til stuðnings vitna ég í máls- grein úr síðara bindi bókar minnar, „Sendiherra á sagnabekk", sem væntanleg er á næsta ári; „Á við- ræðufundinum um morguninn hafði Kosygin meðal annars sagt okkur frá því að sovéskir njósnaspútnikkar sveimuðu umhverfis jörðina og næðu nákvæmum myndum af hverju sem linsum þeirra væri beint að. Hann sagöi að með sérstökum útbúnaði gætu þeir skoðað það sem væri undir jarövegi á jörðu niðri, til dæmis hvort sýking væri í rótum trjánna í Síberíuskógi. Með þetta í huga varð kafli í ræðu hans um kvöldið sérstaklega athygl- isverður. Hann sagði: „Raunhæílr möguleikar eru til dæmis fyrir hendi til aö treysta frið í Norður-Evrópu. Hér hafa sín áhrif ákveðin jákvæð atriöi sem stuðla að stöðugri slökun spennu í þessum heimshluta. Meðal þeirra er sú stefna íslands sem miðar að því að leyfa ekki að kjarnorku- vopnum sé komið fyrir á Islandi.“ I ljósi upplýsinganna um getu njósnaspútnikanna á morgunfund- Paílbíll sem brann: Bílstjórinn grunaður um ölvun „Bíllinn brann gersamlega til kaldra kola og það er útilokað að sjá fyrir víst hvar orsakanna er að leita. Okkur sýnist eldurinn hafa komið upp undir mæla- borði, í víradrashnu þar, en ekk- ert bendir tO þess að eitthvað óeðlilegt hafl verið þarna á ferð- inni,“ sagöi lögreglumaður á Sel- fossi í samtali við DV í gær, en pallbíll brann á Kjalvegi fyrir skömmu og sýndist mönnum sem lítið hefði verið reynt að bjarga bílnum. „Þeir sem komu að brunanum höfðu orð á því að bílstjórinn hefði veriö nokkuð rólegur yfir þessu en hann er grunaður um ölvun við akstur og kannski skýr- inganna sé að leita í því. Málið er í rannsókn en ekkert bendir til þess að kveikt hafi verið í eða að um einhvers konar svik sé að ræða.“ -sv inum mátti skilja þennan kafla ræð- unnar sem staðfestingu á því að Sov- étmenn vissu að engin kjarnavopn væru staðsett á íslandi þrátt fyrir bollaleggingar blaðamanna á Norð- urlöndum um hið gagnstæða og mik- ið fjaðrafok út af því,“ sagði Hannes. -ÍS innveg! Svar við kröfum hönnuða um fallegt útlit, auðvelda uppsetningu, eldvörn, hljóðeinangrun, endingu og notagildi. .plötur í milliveggi og loft kerfisloft i skrifstofur, skóla og ípróttahús loftaplötur í mörgum gerðum stáluppistöður og leiðarar HÚSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5, Reykjavík Skútuvogi 16, Reykjavík Helluhrauni 16, Hafnarfirði Hjá Húsasmiðjunni fœrðu Danogifs ásamt öllu sem til þarf við uppsetningu ogfestingar. Vandaðir bœklingar á íslensku um uppsetningu, spörtlun og vöruúrval.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.