Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1995, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1995, Side 9
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 9 r>v Stuttarfréttir GagnrýniáKína Búist er viö aö Bandaríkjaþing samþykki í dag fmmvarp þar sem kínversk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd og Clinton forseti hvattur til að fá þau til að bæta ráð sitt. Japanirmótmæla Japönsk stjórnvöld kvöddu franska sendiherrann á siitn fund til að raótmæla fyrirhuguðum til- raunum Frakka raeð kjarnavopn í Suður-Kyrrahafi. Viktorskammar Viktor Tsjernomýrdin, forsætísráð- herra Rúss- lands, veittist harkalega að andstæðingum fríðarviðræðna við aðskilnað- arsinna í Tsjetsjeníu, daginn áður en nýr fundur átti að hefjast. Kanar með áhyggjur Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að Rússar og Kínverjar halda áfram að framleiða líf- fræöileg vopn í trássi við bann. Galdraofsóknir Breski seðlabankastjórinn kall- aði rannsóknina á hruni Baiings tíárfestingabankans „galdraof- sóknir“. Meiraofbeldi Að minnsta kosti tuttugu og tveir týndu lifi i ofbeldisverkum í hafnarborginm Karachi í Pak- istan. Presturóhress Trúarleiðtogi i Úkrainu hefur sakað yfirvöld um að reyna að brjóta rétttrúnaðarkirkjuna á bak aftur. FjórirdrepniriLA Óánægöur borgarstarfsmaður í Los Angeles hóf skothríð í einni skrifstofubyggingu borgarinnar og drap fjóra. Ágrænuljósi Alan Green- span, banka- sfjóri banda- ríska seðla- bankans, segir að bjartir tímar séu framundan í bandarísku efnahagslífi, samdráttarskeiðið sé að baki og utlit fyrir kröftugan hagvöxt. Framferðinu mótmælt Mótmælum rignir yfir Frakka vegna framferðis þeirra þegar þeir sendu 43 ólöglega innflytj- endur frá Saír úr landi og til síns heima. írakareyðileggja írakar hafa fallist á að eyði- leggja tækjabúnað til framleiðslu á hreyfium í flugskeyti. Reuter Kafari grætir viðstadda í réttarhaldi yíir morðmömmunni: Sá í litla hönd innan á bflrúðu „Ég sá hvar lítilli hönd var þrýst að bílrúðunni," sagði kafari lögreglunn- ar í réttarhöldum yfir Susan Smith, bandarísku móðurinni sem ákærð er fyrir að hafa myrt tvo barnunga syni sína með þvi að óla þá niður í bílnum sínum og ýta honum út í stöðuvatn. Það sló óhug á réttarsalinn þegar hlýtt var á vitnisburð kafarans í Suð- ur-Karólínu í gær. Þar lýsti hann því hvernig hann fann lík drengjanna, þriggja ára og 14 mánaða. Móðirin, fjölskylda hennar og áheyrendur í réttarsalnum tárfelldu og fyrrum eiginmaður Susan Smiths, sem hing- að til haföi hlýtt á vitnin án þess að sýna svipbrigði, brotnaði saman. Síðar lýsti rannsóknarmaður lög- reglunnar þvi þegar hann tók ber- fætta drengina úr bílnum í bama- stólunum og kom þeim í rannsókn réttarlæknis. í bílnum var annars mikið af leikfóngum, bleium, bama- fótum, myndbandstæki og ýmsir pappírar. Rannsóknarmaðurinn sagöi að bfllinn hefði verið í hlutlaus- um gír og ekki með handbremsuna á. Smith hefur viðurkennt að hafa ólað drengina niður í bílnum og ýtt honum út í John D. Long stöðuvatn- ið 25. október í fyrra. í níu daga eftir morðin taldi hún lögreglunni trú um að þeldökkir bflþjófar hefðu rænt drengjunum. í réttarsalnum í gær vitnaði einnig fyrrum unnusti Smiths sem' sagðist hafa rifist tvisvar við hana sama dag og hún myrti drengina og hann hefði óttast að hún mundi fyrirfara sér. Auðugur eigandi vefnaðarfyrirtæk- •is, sem átti í ástarsambandi við Smith, sagðist hafa slitið samband- inu þar sem hann kærði sig ekki um börn. Þessir vitnisburðir þykja Susan Smith, 23 ára, ólaði tvo barnunga syni sína niður i bíl sínum og myrti þá með því að ýta bilnum út í stöðuvatn. Simamynd Reuter styðja þá tilgáfu verjandans að Smith valdsins að morðin hafi verið framin hafi myrt drengina eftir að hún gugn- til að ryðja úr vegi hindrunum í ást- aðiásjálfsmorðiogþátilgátuákæru- arlífinu. Reuter Utlönd Ekkertútilokað aðBushfáiað faratilKína Háttsettur að- stoðarmaður Clintons Bandaríkjafor- seta segir ckki útilokað að Ge- orge Bush, fyrr- um Hvíta húss- bóndi, verði dubbaður upp og skipaður sér- stakur sendimaður Bandaríkja- stjómar i Kína. Forsetarnir tveir ræddu sam- skipti Kina og Bandaríkjanna, sem ekki eru upp á það besta nú um stundir, á mánudag. „Forset- inn átti gott samtal vlð Bush. Það sem þeim fór í milli er einkamál en ef hann þarf að tilkynna eitt- hvað mun hann gera það,“ sagöi George Stephanopoulos, ráðgjafi Clintons, Útlitfyrirsam- komulagáút- hafsráðstefnu Útlit er fyrir að nýjar reglur um stjórnun fiskveiða á úthafinu verði tilbúnar áður en lokafundi úthafsveiðiráðstefnu SÞ lýkur í New York i ágústbyrjun. Olav Schram Stokke, vísinda- maöur viö stofnun Friðþjófs Nansens, segir að samkomulag á ráðstefnunni muni leggja aukinn þrýsting á lönd heimsins að leysa fiskveiðideilur sínar. Hann nefn- ir þar deilur íslendinga og Norö- manna um veiðar í bæði Smug- unni í Barentshafi og í Síldar- smugunni. „Ég tel ekki aö vandamálin með Síldarsmuguna og Smuguna muni verða leyst í New York. Þar fyrir utan mun líða langur timi áöur en nægflega mörg lönd stað- festa samkomulagið og gera það bindandi,“ segir Stokke. Reutcr, NTB Nýtt Hitabylgjan í Chicago sú mannskæðasta til þessa: Hátt í 500 látin Hitabylgjan, sem varði í fimm daga í Chicago í Bandaríkjunum, kostaði að minnsta kosti 436 manns lífið og er óttast að tala látinna vegna hitans eigi eftir að nálgast 500 þegar upp er staðið. Líkhús borgarinnar hafa nú loks náð að hýsa öll líkin en um tíma var fjöldi líka geymdur í kælibflum. Starfsmenn líkhússins vinna nú að skráningu líkanna með heimsókn- um á ellihimfli og heilsugæslu- stöðvar. Hitabylgjan er ein af mannskæð- ustu hamfórum sem gengið hafa yfir borgina fyrr og síðar. Þannig dóu fleiri í hitabylgjunni en eldun- um miklu sem eyöilögðu megin- hluta miöborgarinnar, urðu 250-300 manns að bana og gerðu um 100 þúsund manns heimilis- laus. Einungis ferjuslys 1915, þegar 844 fórust, og leikhúsbruni 1903, þegar um 600 fórust, eru mann- skæðari en hitabylgjan. Rchard Daley, borgarstjóri Chicago, sagðist axla hluta ábyrgð- arinnar vegna mannskaðans en sagði að enginn á vegum borgar- innar mundi missa starfið. Hann sagði að betra viðvörunarkerfi og upplýsingaflæði hefði getað bjarg- að mannslífum en einangrun margra einstaklinga hefði haft mikið að segja. Hitinn krafðist fórnarlamba á aldrinum 3 til 103 ára en meirihluti hinna látnu var 60 ára og eldri. Hitinn varö mestur 41 stig á selsíus á fimmtudag og var vel yfir 32 gráð- ur hina dagana. Reuter kvoldverðartilboð 21/7-27/7 Sjávarsúpa V estfirðingsins Heilsteikt nautafillet með bernaisesósu Kaffi Kr. 1.995 Opið i hádeginu mánud-föstud. Öll kvöld vikunnar Opið: í hádeginu mánud.-föstud. Opið öll kvöld vikunnar u> (juífnifícmmrÐ Laugavegi 178, ^ s. 588 9967 Æ HVAP GRÆOI EG A ÞVI AO SELJA VENNA VIN í SMAAUGLÝSINGUM DV?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.