Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1995, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1995 Fréttir Vegleysur á Skálanesi 1 Barðastrandarsýslu: Vegurinn bein- línis hættulegur - segir Valdimar Þórhallsson á Patreksfirði „Vegurinn fyrir nesið er beinlínis hættulegur og ekki fólki boðlegur. Það hafa orðið þama umferðaróhöpp sem rekja má til þessa ástands vegar- ins,“ segir Valdimar Þórhallsson, íbúi á Patreksfirði, um þjóðveginn fyrir Skáianes í Barðastrandarsýslu sem skilur að Kollafjörð og Gufu- íjörð. Valdimar sem ekið hefur þessa leið að undanfornu segir að allt frá miðj- um júlí hafi þjóðvegurinn allt suöur í Dalasýslu verið meira og minna því marki brenndur aö vera vart ökufær en steininn hafi þó tekið úr á um- ræddum kafla sem er milli. „Vegurinn þarna er nánast ófær. Það sem er verst við þetta er að þarna virðist vera um viðvarandi ástand að ræða. Vegagerðin virðist ekkert sinna þessum vegi og spyrjist maður fyrir þá vísar hver á annan,“ segir Valdimar. Boriö ofan í veginn Eiður B. Thoroddssen, rekstrar- stjóri Vegargerðarinnar á Patreks- firði, tekur undir með Valdimar varðandi almennt slæma vegi en seg- ir ástæðu þess að ástand þeirra var óvenju slæmt þá að langvarandi rigningar hafi gert það að verkum að ekki var hægt að hefla. „Um leið og þornaði var þessi vegur heflaður og borið ofan í hann en það hefur ekki gerst í 15 ár. Hann hefur því sjaldan verið betri og eins góður og getur oröið miðað við þessa vegi hérna á svæðinu. Þaö vantar mikið í þessa vegi svo þeir rísi undir nafni," segir Eiður. -rt Ákeyrsla á lögreglumann: Lögreglustjóri hæfur til að rannsaka málið Úrskuröur þess efnis að lögreglu- stjórinn í Reykjavík sé hæfur til að rannsaka mál þótt ekið sé á mann í liði hans var kveðinn upp í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir helgina. Málavextir eru þeir að 36 ára mað- ur var ákærður fyrir umferðar- og hegningarlagabrot 23. maí sl. í ákær- unni er hann saksóttur fyrir að hafa, þegar tveir lögreglumenn höföu af- skinti af honum vegna umferðarlaga- brots 20. desember sl„ ekið bifreið sinni aftur á bak svo að hún rakst á lögreglubifreið og síðan áfram svo að annar lögreglumaður varð fyrir bifreiðinni. Krafðist lögmaður ákærða þess að máhnu yrði vísað frá dómi á þeim forsendum að sakarefnið hefði alfar- ið verið rannsakað af lögreglustjór- anum í Reykjavík þrátt fyrir að það varðaði ætlað brot ákærða gegn al- mennum hegningarlögum. „Þá sé rannsóknarinn bæöi vanhæfur og vilhallur þar sem starfsfélagar lög- reglumannsins hafi rannsakað mál- ið.“ Þá var af hálfu ákærða vakin at- hygh á því að með máhð fyrir dómi fór lögreglustjórinn í Reykjavík fyrir hönd ákæruvaldsins. „Embættis- maöur þessi sé yfirmaður lögreglu- mannsins sem í hlut á, en sá hafi áskhið sér bótarétt gagnvart ákærða." Var því úrskurður héraðsdómar- ans, Péturs Guðgeirssonar, á þá leið að rannsókn þessi hefði ekki verið andstæð lögum um Rannsóknarlög- reglu ríkisins eða reglugerð um sam- vinnu og starfsskipti mihi lögreglu- stjóraogRLR. -pp Slökkviliðsmenn slökktu eld og fjarlægðu sængurföt og kodda út úr kjallara húsnæðis við Samtún síðdegis á laugardag. Biluð rafmagnsleiðsla er talin hafa leitt til brunans. Skemmdir urðu á húsnæðinu en slökkviliði tókst að koma í veg fyrir frekara tjón. DV-mynd S Opinber heimsókn: Forseti íslands farinn til Kína Vigdís Finnbogadóttir hélt í gær áleiðis til Bejing í opinbera heim- sókn til Kína í boði Jiang Zemin, forseta kínverska Alþýðulýðveldis- ins. Opinber heimsókn hefst á morgun og henni lýkur 3. septemb- er. Mánudaginn 4. september verður forseti íslands aðalræðumaður við upphaf fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bejing. Hahdór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og eiginkona hans, Sigur- jóna Sigurðardóttir, verða í för með forsetanum auk nokkurra embætt- ismanna. Hahdór mun í ferðinni eiga viðræður við utanríkis- og ut- anríkisviðskiptaráðherra Kína og verður í forsvari fyrir íslensku við- skiptanefndinni sem heimsækir Kína í tengslum við opinbera heim- sókn forseta íslands. -sv Erf iðleikar hjá Vogunt í Njarðvík Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: Hafnarstjórn Reykjanesbæjar hef- ur verulegar áhyggjur af skulda- stöðu fiskvinnslufyrirtækisins Voga hf. við höfnina í Njarðvík. Vanskhin nema nú sex mihjónum króna og lánið er í innheimtu. Samkvæmt heimildum DV er verið að vinna að málinu í banka fyrirtæk- isins. Vogar hf. keypti fiskvinnslu- húsið Sjöstjörnuna af hafnarstjórn- inni á 60 milljónir króna og hefur ekki staðið í skhum með afborganir. í dag mælir Dagfari Heilsað að hermannasið Eftir því sem DV upplýsir á laugar- daginn hefur yfirlögregluþjónn ríkislögreglunnar á Keflavíkur- hugvehi séð ástæðu tii að benda lögreglumönnum á Velhnum á að sérstakar reglur ghdi um kveðjur þeirra á Keflavíkurflugvehi. Segir í reglunum að „þar sem ástæður og efni eru til skal einkennisklædd- ur lögreglumaður jafnan gefa kveðju (honneur) eða hehsa að har- mannasið.“ Tekið er fram í frétt- inni að ekki sé unnt að gefa tæm- andi reglur um öll thvik og þess vegna verði lögreglumenn að nota heilbrigða skynsemi þannig aö gerðir þeirra veki viröingu al- mennings jafnt sem yfirmanna. Óeinkennisklæddur lögreglumaö- ur skal aldrei hehsa á þennan hátt. Síðar í þessari sömu frétt er skil- greint nánar hvenær lögreglu- menn eigi að heilsa að hermannas- ið og hvenær ekki. Th dæmis eiga þeir ávaht að heilsa yfirmanni sín- um að hermannasið, jafnvel þótt yfirmaðurinn sé óeinkennisklædd- ur. Það á jafnt við hvort yfirmaður- inn er að störfum eða ekki, „enda ekki á færi undirmanna að meta slíkt," segir í tilkynningu yfiriög- regluþjónsins. Þó er skylda lög- reglumanna að standa upp, ef þeir standa vörð í hhðum, þegar þeir sjá til yfirmanna. Ekki er þó frekar skilgreint hvernig menn eigi að fara að því aö sitja ef þeir standa vörð né heldur hvort þeir eigi að gefa honneur ef þeir standa vörð í einhveijum öðrum stellingum. Óeinkennisklæddur yfirmaður svarar hins vegar meö því einu aö kinka kohi, sem þá er væntanlega talinn nægur virðingarvottur gagnvart aumum undirmanni. Eflaust er fuh þörf á þessum regl- um sem kveða á um kveðjur undir- manna og yfirmanna á Velhnum. Það gengur auðvitað ekki að menn séu að heilsast með handabandi eða hehsast ails ekki, hvað þá aö báöir kinki kolli eins og þeir séu jafnsett- ir í virðingarstiganum. Og það gengur ennþá síður að undirmenn velkist í vafa um þaö hvenær þeir eiga að hehsa yfirmönnum sínum að hermannasið og hvenær ekki. Eina vandamáhð í þessari reglu- gerö er í rauninni það að sú krafa er gerð th undirmanna að þeir eigi að beita hehbrigðri skynsemi um athafnir sínar og kveðjur th ann- arra. Að visu er tekið fram að þeir þurfi eingöngu að beita hehbrigðri skynsemi þegar aöstæður og efni 'bjóða upp á þá hegðan. Það þýðir að undirmaður verður að meta sjálfstætt hverjar aðstæðumar em áður en hann tekur ákvörðun um það hvort hann beitir hehbrigðri skynsemi við að ákveða hvort hann á að heilsa að hermannasið eða ekki. Þetta getur vafist fyrir skarp- greindu fólki, hvað þá undirmönn- um ríkislögreglunnar á Keflavík- urflugvelh og það hlýtur að verða krafa lögreglumannanna á Velhn- um í næstu kjarasamningum að reglur verði hafðar mun skýrari um þær aðstæður sem verða að vera fyrir hendi þegar undirmenn kasta kveðju á yfirmenn. Og það gefur augaleið að kjör undirmanna hljóta að batna þegar hertar kröfur eru gerðar um að þeir Jnirfi að standa upp og hehsa að hermanns- ið við það eitt að yfirmnaðurinn kemur í humátt th þeirra. Þessar reglur þarf að læra og fara eftir þeim og þáð em afar fáir lög- reglumenn sem geta sett aht þetta á minniö eða brugðist rétt viö. Hvað th dæmis ef svo ber við að einkennisklæddur lögreglumaður bregður sér á selemiö og yfirmann- inn ber að? Skal þá undirmaður samstundis stökkva á fætur og hehsa að hermannasið, enda þótt hann sé ennþá með buxurnar á hælunum? Og hvað með þær að- stæður ef yfirmaðurinn situr á sal- erninu og undirmanninn ber að? Yfirmaðurinn getur að vísu kinkað kolh og haldið áfram að gera þarfir sínar en undirmaðurinn verður þá væntanlega að sperra sig í her- mannastelhngu og gefa honneur eins og reglugerðin segir th um? Þetta .eru tiltölulega einfaldar reglur fyrir yfirmenn en fyrir und- irmenn eru þær flóknar og vanda- samar. Undirmenn veröa að héilsa mismunandi eftir því hvort þeir eru einkennisklæddir eða ekki og eftir því hvaöa stelhngum þeir eru í. Allt getur þetta leitt th þess að löggæslan sjálf fari fyrir ofan garð og neðan meðan undirmenn eru að rýna í reglugerðina th aö geta heilé: að lögum samkvæmt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.