Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1995, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFANSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Skynsemin látin ráða Því ber aö fagna að norsk stjómvöld létu skynsemina ráða í máli togarans Hrafns Sveinbjamarsonar GK áður en í óefini var komið og leyfðu skipinu að koma til hafhar í Honningsvág til að fá varahluti í bilaða vél. Þótt enginn fáist til að fiillyrða að um stefnubreytingu sé að ræða hjá Norðmönnum er í það minnsta ljóst að þeir vildu ekki búa til nýtt milliríkjamál af því tagi sem bilunin í togaranum Má frá ólafsvík oUi í sumar. Þegar DV birti fyrstu fréttir af máh Hrafns Sveinbjam- arsonar GK á fimmtudaginn höfðu norskir embættis- menn þegar ákveðið að neita togaranum um leyfi th að koma tíl Noregs. í fyrstu virtust embættísmennimir hafa stjómmálamennina með sér. Bjöm Tore Godal, utanrík- isráðherra Noregs, sagði þannig í DV á föstudaginn að þar sem skipstjóri togarans hefði ekki lýst yfir neyðará- standi væri engin ástæða til að veita honum aðstoð. Eftír að máhð varð opinbert, og íslenskir aðhar settu aukinn póhtískan þrýsting á norsk stjómvöld, fóm Norð- menn augljóslega að leita leiða th að bakka út úr mál- inu. Fyrst reyndu þeir á ný að fá skipstjórann á Hrafih Sveinbjamarsyni GK th að lýsa yfir neyðarástandi um borð. Þegar það gekk ekki ákváðu þeir sjálfir að lýsa því yfir að skipið væri í slíkri neyð. Þetta gerðu þeir th þess eins að geta haldið andhtinu út á við um leið og þeir breyttu fyrri ákvörðun og hleypu skipinu að landi. Togar- inn fór því th hafnar í Honningsvág, fékk þar nauðsyn- lega varahluti, sem áhöfnin setti sjálf í vélina, og hélt svo á ný th veiða í Smugunni. Þessi atburðarás er merki um að Norðmenn séu að átta sig á því að fjandsamleg afstaða þeirra th islenskra sjómanna sem stunda veiðar í Smugunni sé óveijandi, hvað sem hði dehunum um veiðiréttindin. Enda benda fréttir frá Noregi eindregið th þess að það sé fyrst og fremst norskir stjómmála- og embættismenn og forystu- menn nokkurra öflugra hagsmunasamtaka sem standa fyrir ófriðinum gegn íslendingum. Skipverjar á Hrafni Sveinbjamarsyni GK fengu þannig ágætar viðtökur hjá íbúum í Honningsvág sem sýndu þeim fuha vinsemd. Vonandi verður undanhald Norðmanna að þessu sinni th þess að þeir fari varlegar næst þegar bhaður íslenskur togari leitar th Noregs th viðgerðar. í því sambandi lofar góðu að sá yfirmaður norsku strandgæslunnar, sem upp- haflega tók ákvörðunina um að neita Hrafih Sveinbjam- arsyni GK um leyfi th að leita hafnar í Noregi, sagði í DV á laugardaginn að kannski hefði það verið fljótfæmi. Það vekur enda athygh að þeir virðast einungis hafa fi’amfylgt banni við aðstoð við erlenda togara í Smug- unni gegn skipum sem sigla undir íslenskum fána. Að minnsta kosti fekk htháski togarinn Anykscial, sem gerð- ur er út af íslenskum aðhum en undir erlendum fána, aha þjónustu í norskri höfn fyrir skömmu, eins og DV hefur þegar skýrt frá. Það ber hins vegar að harma hversu htið gengur að leysa grundvaharatriðin í dehu íslendinga og Norðmanna um úthafsveiðamar. Um hríð vom vonir við það bundn- ar að niðurstaða úthafsveiðiráðstefhunnar í New York auðveldaði lausn ágreiningsmálanna en svo hefur ekki reynst. Samkomulagið á ráðstefhunni setur að vísu al- mennan ramma en það er alfarið undir íslenskum og norskum stjómvöldum sjálfum komiö að fyha út í þann ramma með sérstöku samkomulagi. Og þar virðist htið sem ekkert hafa þokast í áttina, þótt öhum hljóti að vera ljóst að samkomulag er eina lausnin. Elías Snæland Jónsson „Þaö er rétt aö við íslendingar uröum rikir af fiskveiðum. Hins vegar verðum við að minnast þess að fiskurinn er hverful auðlind." Nú verður bókvitið í askana látið Við fslendingar stærum okkur gjama af gáfum, enda komnir af skáldum og sagnariturum. Þó hef- ur gamalt máltæki verið lífseigt meðal þjóðarinnar, að „ekki verði bókvitið í askana látiö". Á nútíma- máli þýðir það að menntun skapi ekki verðmæti. Margir kvarta yfir offramleiðslu menntafólks, sem sé baggi á þjóðinni, meðan hin „vinn- andi stétt" afli fisks sem skapi út- flutningstekjur. Það er rétt að við íslendingar urðum ríkir af fisk- veiðum. Hins vegar verðum viö að minnast þess aö fiskurinn er hverf- ul auðlind. Við vorum fátæk þjóð fram á þessa öld og við getum orð- ið fátæk aftur. Sagan geymir mörg dæmi um ríki sem misst hafa auð- lindir sínar eða markaði. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var t.d. Austur- ríska keisaradæminu skipt upp og missti þá Austurríki námur sínar og landbúnaðarhéruð. Þetta olh efnahagshruni og óðaverðbólgu. Uruguay tilheyrði eitt sinn ríkari löndum heims með háþróað vel- ferðarkerfi. Landið byggði afkomu sina á sölu landbúnaðarafuröa en missti markaði sína og er nú eitt af fátækari löndum heims. Stig atvinnuuppbyggingar Atvinnuuppbyggingu þjóða er oft skipt upp í fjögur stig: 1) frumgrein- ar, 2) iðnað, 3) þjónustu og 4) há- tækni- og samskiptaiðnað. Er efna- hagskerfi ríkja oft metið eftir því hvar þau standa á þessum þróun- arferll. Þróunarlöndin byggja t.d. efnahagsafkomu sína á frumgrein- unum, svo sem landbúnaöi og fisk- veiðum. Háþróaðar þjóðir eins og Bandaríkin, Japan og fremstu ríki Vestur-Evrópu byggja hins vegar í auknum mæli á fiátækni- og sam- skiptaiðnaöi. Með nútímaþróun at- vinnuuppbyggingar hefur hugtak- ið auðhndir öðlast nýtt gildi. Fyrir frumgreinamar eru helstu auð- hndirnar fiskimið, akurlendi og Kjallarirui Bjarki Jóhannesson doktor í skipulagsfræði námur, en fyrir hátækni- og sam- skiptaiðnað era menntun og þekk- ing í vaxandi mæli sú auöhnd sem rennir stoðum undir sterkt efna- hagslíf. Frændþjóðir okkar eru óðum að vakna tíl vitundar um þetta, Stokk- hólmssvæðið hefur t.d. sérhæft sig í tölvuiðnaði og Eyrarsundssvæðið (Kaupmannahöfn og Skánn) í heil- brigðis- og lyfjaiönaði. Bæði þessi svæði era talin meðal fremstu þekkingarsvæða Evrópu. Hafa há- skólar þar byggt upp sambönd við aðra háskóla og vísindamenn verið ötuhr að koma sér á framfæri á alþjóðavettvangi, t.d. með skrifum í vísindarit, ráöstefnuhaldi o.þ.h. Stórþjóð Við Islendingar erum smáþjóð, en þar með er ekki loku fyrir það skotið að við getum orðið stórþjóð á okkar sérsviðum, t.d. sjávariðn- aði, haffræöi, orkuiðnaöi og jarð- fræði. Framskilyrði fyrir árangri er að litið verði á menntun og rann- sóknir á þessum sviðum sem fjár- festingu fyrir framtíðina. Meint of- framleiðsla á menntafólki og of- þensla Lánasjóðsins mega ekki leiða til almenns niðurskurðar á framhaldsmenntun, heldur mætti reyna að efla þær brautir sem skila mestu til þjóðarbúsins. Eitt af því sem bæta má er inntökukerfi Há- skólans. Það er t.d. sóun á fjármun- um að á annað hundrað manns hefji nám í sálarfræði, til að meiri- hlutinn falli á síuprófi í sögu sálar- fræðinnar. Víða erlendis era inn- tökuskilyrði og inntökupróf notuð jafnframt síuprófunum til að tak- marka fjölda nemenda. Með því fyrirkomulagi mætti spara fjár- muni í húsnæði og kennslu og mætti í staðinn nota þá fjármuni til að styrkja kennslu og rannsókn- ir á ofannefndum sérsviðum ís- lendinga. Nú verður bókvitið í ask- ana látið, og gáfur íslendinga geta orðið sú auðlind sem eftir stendur ef fiskurinn bregst. Bjarki Jóhannesson „Við Islendingar erum smáþjóð, en þar með er ekki loku fyrir það skotið að við getum orðið stórþjóð á okkar sér- sviðum, t.d. sjávariðnaði, haffræði, orkuiðnaði og jarðfræði.“ Skoðanir aimarra Efnahagslegt jafnvægi í veði „Ástæðan fyrir því, að afkoma ríkissjóðs hefur far- ið batnandi að undanfómu, er fyrst og fremst sú, að vaxandi efnahagsumsvif í þjóðfélaginu hafa aukið tekjur ríkissjóðs. Þann bata þarf að nota til að eyða ríkissjóðshahanum. Hættan sem við blasir er, að ráðherrarnir og stjómarþingmenn vilji nota féð til að auka fjárframlög til gæluverkefna og til að létta af sér þrýstingi hagsmunahópa. Slíkt má ekki ger- ast, því efnahagslegt jafnvægi í þjóðarbúinu er í veði.“ Leiðari Mbl. 25. ágúst. Tölvufjárfestingar „Fjárfestingar í tölvum og tölvubúnaði era ofboðs- legar og oft miklu meiri en þörf er á. Fyrirtæki og einstaklingar fjárfesta í dýrum tæKjum, oft án þess aö gaumgæfa hvort nokkur þörf er á tölvu og enn síður að athuga hvort ekki sé verið aö kaupa miklu dýrari og flóknari búnað en þarf til að sinna einfold- um verkefnum." Leiöari Tímans 25. ágúst. Einkavæðing ríkisbanka „Síðasta ríkisstjórn hafði það á stefnuskrá sinni að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög og einkavæða þá - í það minnsta Búnaðarbankann. Núverandi rík- isstjóm hefur ákveðið - við htinn fögnuð sumra stjórnarliða - að breyta báðum ríkisbönkunum í hlutafélög sem allra fyrst. Þessari ákvörðun ber auð- vitað að fagna, enda brýn þörf á því að bankakerfið búi við eölileg rekstrarskilyröi. Þessi breyting á rekstrarformi krefst góðs undirbúnings og mikilvægt að bankarnir fái nægan tíma til aö festa sig í sessi sem hlutafélagabankar áður en mikil umræða hefst um einkavæðingu þeirra." Leiöari Alþbl. 25. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.