Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1995, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1995 31 Fréttir Flugbjörgunarsveitin og Radíómiölun kynna ARGOS gervihnattakerfið: Nýtt kerfi þar sem er fylgst með hálendisförum í framtíðinni geta einstaklingar og hópar, sem halda til fjalia eða út í óbyggðir, fengið leigð senditæki sem gera að verkum að björgunarstöð fylgist með ferðum þeirra. Flugbjörg- unarsveitin í Reykjavík og Radíó- miðun hf. standa að þessari þjónustu í samstarfl við ARGOS, alþjóðlegt fyrirtæki, en enn er óljós hver kostn- aður verður af þjónustunni sem verður í „áskriftarformi". Grétar Bjarnason hjá FBSR sagði í samtali við DV í gær að samningavið- ræður stæðu yfir við franska aðila sem reka öflugt gervihnattakerfi en á því byggist neyðarsendiþjónustan sem tengist umræddum senditækj- um sem ferðalangar taka með sér. Áður en haldið er af stað gera við- komandi ferðamenn ferðaáætlun, leið frá A til B, og síðan er reiknað með ákveðnum frávikum. Þá fá áskriftarhafar útprentun af staðsetn- Kristján Gíslason segir ARGOS- kerfið byltingu á sviði boðkerfis i björgunarmálum jafnt sem eftirliti með fiskiskipum ef af slíku eftirliti verður. DV-mynd S ingarpunktum, um stefnubreyting- ar, fjarlægðir á milli ákveðinna leggja og ýmsar aðrar uppiýsingar um fyrirhugað ferðasVæði. Áætlunin er að þessu loknu sett inn á sendikerfið í tölvum. Fari ferða- maðurinn síðan út fyrir „öryggis- svæðið" lætur kerfið vita þannig að hægt er að fylgjast með ferli ferða- mannanna á korti og grípa til ráð- stafana ef á þarf að halda. Ferðamennirnir geta sjálfir kallað eftir hjálp með því að styðja á neyð- arhnapp tækisins sem þeir bera á sér. Gervihnattasendingarnar gera síðan kleift að kanna allt ferli ferða- mannsins fram að þeim tíma. Hætti tækið að senda gerir tæknin engu að síður kleift að finna þann stað þar sem það hætti að senda - t.a.m. í sprungum. Með því móti er fundið út hvar dó á sendinum og leiðin rak- in að þeim stað. Tekjumöguleikar fyrir íslendinga Kristján Gíslason hjá Radíómiölun segir að hér sé um að ræða byltingu í boðtækni. Þegar og ef björgunarað- gerða verður þörf þegar neyðar- sendar eru notaðir verður einnig hægt að fylgjast með farartækjum og mönnum sem fara í leit og björgun gagnvart þeirri staðsetningu sem ferðamennirnir eru í neyð. Á þann hátt er miðað við að fylgjast með ferðum um óbyggðirnar, skálum, ökutækjum og svo framvegis og þannig gert kleift að spara með því að takmarka umfang björgunarað- gerða á sem árangursríkastan hátt. Auðveld lausn fyrir veiðieftirlit? Kristján sagöi að ARGOS-kerfið væri jafnframt hægt að nota við veiðieftirlit með því að hafa gervi- hnattasenditæki um borð í fiskiskip- um. Um þetta er verið að fjalla í nefndum hjá aðilum í sjávarútvegi. Kristján sagði jafnframt að tekju- möguleikar væru fyrir íslendinga að taka að sér vöktun á stærri svæðum viil Norðurlöndin eða önnur svæði. notað var þegar í fyrsta skipti var um álfta til og frá íslandi á síðasta en við ísland, t.d. Grænland og ef til Umrætt kerfi er nánast það sama og fylgst með óyggjandi hætti með ferð- ári. -Ótt GEGNHEILT PARKET Kambata, Guatarnbu, Jatoba, Merbau, Eík Evrópa, Bk Nature, V Mosaik Eík J LAMELLA TUBODSDAGAR 22. ágúst - 2. septemben Finnskur gaðaviður við hvertfót- mál, það er Lamella parketið svo sann- arlega. Nú er tækifærið til að skapa hlýlegt andrúmsloft á heimilinu eða vinnustaðnum. Við bjóðum Lamella parketið áfrábæru tilboðs- verði dagana 22. ágúst til 2. september. LAMELLA® - gólflist frá Finnlandi! BVKO HÚSASMIOJAN Útsölustaðir: Húsasmíðjan Suðarvogi og Hafnartirði, Byko Breiddinni, Hafnarfirði og Hringbraut, KB Bygg.vörur Borgarnesi, KH Bygg. vörur Blönduosi, KS Bygg. vörur Sauðarkroki, KÞ Bygg. vörur Husavík, KEA Bygg. vörur Lónsbakka, KEA Bygg. vörur Dalvík, KHB Bygg. vörur Egilsstöðum, KHB Bygg. vörur Reyðarfirði, KASK Bygg. vörur Höfn, Húsey Vestmannaeyjum, Járn og Skip Keflavík, Bygg.vöruverslun Steinars Árnasonar og S.G. búðin Selfossi. Innflutningsaöili Lamella á Islandi: Krókháls hf. Slmi 587 6550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.