Þjóðviljinn - 04.08.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.08.1939, Blaðsíða 1
Hvað hefur þú gerf III að úfbreíða Pfódvíljann I Verkt'allsóeirðir í Bandaríkjunum Verkfðll I Bandarfkjoon Umsáfursásfand i Colorado EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJANS, KAUPMANNAH. I GÆRKV. 1 Colorado-riki hefur komið iil verkfallsóeirða. Notuðu atvinnurek- endur verkfallsbrióta, ,og kölluðu f>á verkfallsmenn á aðra verkamenn sér tjl hjálpar, til að hindra verk- fallsbrjótana. Sló þá í vopnaðan bardaga. Féllu tveir menn í bar- daganum. Stjórn Colorado-ríkis hef- ur nú lýst yfir umsátursástandi í ríkinu. Bæjarstjórn fellir launahækkun nið nrjðfnunarnefodarmanna með 6:5 Bæjarráð hafðí eínróma samþykkt að hækka þau úr 2520 upp í 3000 krónur Bæjarstjómarfundur var liald- inn í gær og var liann stuttur. Fyrir fundinum lá tillaga frá bæjarráði um að greiða kjömum niðurjöfnunarnefndarmönnum kr. 3000 í þóknun á ári hverjum. En áður hafa þeir haft 2520 kr. Talaði Einar Olgeirsson gegn þessari hækkun og benti jafnframt á, að vafasamt væri hvort hækk- unin væri leyfileg samkvæmt fyr- irmælum laganna um gengislækk- un. Urðu ekki frekari umræður og fór fram nafnakall um tillög- una og var hún felld með 6 atkv. gegn 5. Með hækkuninni voru: Guðm. Ásbjörnsson, Guðrún Guð- laugsdóttir Gunnar E. Bene- diktsson, Jakob Möller og Sigurð- ur Jóhannsson. En á móti voru: Bjöm Bjarnason Einar Olgeirsson Guðmundur Eiríksson, Guðrún Jónasson, Ragnhildur Pétursdótt- ir og Soffía Ingvarsdóttir. Fellt var með 5 : 3 atkv. að veita Jóni ísleifssyni söngkennara 6 mánaða frí með fullum launum, til utanfarar. Frestað var að taka ákvörðun um ,hvort bæjarsjóður gengi í 35 þúsund króna ábyrgð fyrir Jó- hönnu Knudsen, hjúkrunarkonu, til að koma upp sjúkrahúsi fyrir börn hér í bænum. Fram varð Islands- meistari með 4 st. K, R, og Yalur gerðu jalnteflí 2:2 Síðasti kappleikur Islandsmóts- ins fór fram í gærkveldi á milli Vals og K. R. Fóru leikar svo, að jafntefli varð milli liðanna, 2 : 2. Hefur þá Fram unnið fslands- meistaratitilinn með 4 stigum. K. R. og Víkingur fengu 3 stig og Vralur 2 stig. Veður var gott í gærkveldi og fór leikur K, R. og Vals hið bezta fram. Var hann yfirleitt fjörugur og nokkuð jafn allan tímann.Segja má og að leikurinn hafi verið góð- ur sem heild. Undir leikslok voru líkur til þess að Valur mundi sigra með 2 : 1, en á síðustu mínútunni settu K. R.-ingar mark og var þá leiknum lokið með jafntefli. Snýst Júgóslavia á sveif með lýðræðisríkjunum á ný LýðræðíshreYfíngín í landínu vínnur þýðíngarmíhínn sígur EINKASK. TIL ÞJÓÐVILJANS KHÖFN 1 GÆRKV ÖIJ)! Talið er að þýðingarmiklir stjórnmálaatburðir séu í .vændum í Júgóslavíu á næstunni, þegar ríkisstjóri Iandsins, Páll prins og kona hans, Olga prinsessa, koma heim úr Bretlandsför sinni. Forsætisráðherra Júgóslavíu, Zwetkovitsj, er kominn tii bæj- arins Bled, er liggur skannnt i'rá landamærum Austurríkis, og er ekkert opinberlega látið uppi um för hans, en bær þessi er ör- skammt frá sumarhöll Páls prins. Vænzt er eftir yfirlýsingum frá Zwetkovitsj og foringja kroatisku sjálfstæðishreyfingarinnar, Mats- jeks og fleiri stjórnmálaleiðtogum. Almennt er talið, að náðst hafi samkomulag milli Serba og Króata mn öll þau mál, er'deilt liefur verið uin, og munu Króatar .fá þátttöku í ríkisstjórn Júgóslavíu og mörgum þjóðréttindakröfum sínum framgengt. Fellsf sfjófnín á kröf- ur þjóðernistnínní- hlufanna? Reynist þetta rétt, getur það liaft mikil áhrif á afstöðu Júgó- slavíu í utanríkismálum. Eins og . kunnugt er, hefur ríkisstjórnin undanfarið hnegzt að samstarfi við fasistaríkin, þrátt fyrir sterk- ar andfasistiskar hreyfingar með þjóðinni. Öll lýðræðisöfl landsins hafa snúizt á sveif með þjóðréttinda- baráttu minnihlutaþjóðanna (Kró- ata, Slóvena o. fl.), og má telja liklegt að samkomulag við Mats- jek, leiðtoga Króata og hinnar lýð ræðissinnuðu stjórnarandstöðu þýði það, að Júgóslavía snúizt á sveif með lýðræðisríkjunum. Vaxandí orðrómur um að Þjóðverjar afhendí Ungverjum Slovakíu Utanríkisráðherra Ungverja- lands hefur í ræðu ráðizt harðlega á stjórnina í Slóvakíu. Lét ráð- herrann svo um mælt, að meðferð Slóvaka á ungverskum mönnum væri svo ósvífin, að þolinmæði ungversku stjórnarinnar væri senn á þrotum. J Arás þessi er talin sönnun þess orðróms, að Hitlersstjórnin ætli að afhenda Ungverjalandi Slóvakíu, gegn því að þýzki herinn fái ó- hindrað að fara yfir lönd Ung- verja að landamærum Rúmeníu og Póllands. Tilkynningar þýzka flughersins um að flugæfingarnar hafi sannað það, að flugherinn geti hindrað erlendar flugvélar í því að komast inn yfir Þýzkaland, þykja benda á það, að þýzka stjórnin sé að reyna að sefa vaxandi ótta fólksins við loftárásir í komandi striði, Elnstefnn- akstnr nm Anstnr- stræti Einstefnuakstur hefur verið fyrjrskipaður á eftirfarandi göt- um: Austurstræti, Hafnarstræti, Vallarstræti, Liljugötu og Bjarkar- götu. Komu ákvæði þessi til fram- kvæmcla í |gær kl. 1 e. h. Um Austurstræti má aðeins aka til vesturs og gildir það bann öll farartæki, svo sem reiðhjól og hestvagna. Hefur verið komið fyrir umferðamerkjum á hornum Aðal- strætis og Austurstrætis og Póst- hússtrætis og Austurstrætis. Um Hafnarstræti má aðeins aka til austurs, og gildir þetta þó að- eins bíla. Sama máli gildir um hin- ar göturnar. Lögreglan skýrði frá þvi í gær- kvöldi, að menn hefðu brugðizt al- mennt vel við þessari ráðabreytni þó að sumir hafi ekki gætt breyt- inganna af gömlum vana. Mófsfaða ftrönsku þjóðar- ínnar $egn eínræðísbrölfí sfjórnarínnar harðnar Bandalag fíl verndar lýðveldínu í uppsíýlínýu Verkamenn, láfið skrá ykkurí da$ I dag er síðasti dagur hinnar opinberu átvinnuleysisskráningar er í dag. Fyrsta dagimi komu að- eins 120 menn til þess að láta skrá sig og sára fáir í gær. Verkamenn, sem eru atvinnulitl- ir, verða að minnast þess, að það er félagsleg skylda þeirra að koma til skráningar og að það er einn liðurinn í atvinnuleysisbaráttunni. X gær höfðu 258 menn látið skr i. sig atvinnulausa á vinnumiðlunar- skrifstofunni. Sýnir þetta glöggt, að atvinnuleysi er stórum meira en líkur eru til að skráning sú, ei nú fer fram í Góðtemplarahúsinu leiði í ljós, ef að venju fer. Ei þar sem skráning þessi er hið eina opinbera yfirlit, sem til er. FRAMH. Á 3. SÍÐU EINKASK. TIL ÞJÓÐViLJANS, KHÖFN I GÆRKVÖLDI Andstaðan gegn þeirri ákvörðun frönsku stjórnarinnar að fresta þingkosningum um 2 ár, fer vax- andi. ' Stjórn Sósíalistailokksins liefur gei'ið út ávarp til allra lýðveldis- sinna að standa vörð um lýðræð- ið. Duclos, einn af leiðtogum Kom-« múnistaflokksins franska, komst svo að orði í viðtali við „Le Soir”, að Iiann vonist til þess, að sam- band það, er ráðgert hefur verið að stofna til varnar lýðveldinu, verði að veruleika sem fyrst. Poul Boncour mófmael- ír fresfun kosnínganna, Mikill fjöldi félaga hefur skor- að á Daladierstjórnina að hverfa frá því ráði að fresta kosningun- um. I sama streng taka þeir La- croze, senator úr hópi sósíal-radi- kala flokksins og Poul Boncour. < Duelos Einn frönsku stjórnmálamann- anna, Frossard, hefur lýst því yf- ir, að hann telji aðgerðir stjórnar- innar brot á stjórnarskrá ríkisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.