Þjóðviljinn - 04.08.1939, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.08.1939, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGINN 4. ÁGÚST 1939. ÞJÓÐVILJINN 5 EVENNASIDAN 13. ping Alpjoðasambands kvenréttindaféUganna var haldið í Kaupmannahöfn dagana 8.-15. jðii Eftír Þóru Yígfúsdóttur Corbett Ashbi/ Við vorum-7 í'ulltrúar, sem fór- um frá Kvenréttindafélagi Islands til að sækja 13. þing Alþjóðasam- bands kvenréttir.dafélaganna. sem haldið var í Kaupmannaliöfn dag- ana 8.—15. júlí. Við tókum far með Lyru 29. júní. Okkur langaði til að leggja leið okkar yfir Noreg og fara með hinni frægu háfjallabraut frá Berg en til Osló. Þó tveggja daga járn- brautarferðalag sé þreytandi fyrir þá, sem óvanir eru slíkum farar- tækjum, þá er þessi leið sérstaklega fögur og tilkomumikil, Við dvöld- uitl einn sólarhring í Osló og kunnum vel við okkur í höfuðborg frændþjóðar okkar. Pólkið, landið, allt var eitthvað svo kunnuglegt, maður var hálfgert heima hjá sér ennþá. — Svo að kvöldi hins 5. júlí komum við á áfangastaðinn, í borg hinna mörgu turna og hjól- reiðarmanna — Kaupmannahöfn. Nokkrar konur frá hinu danska Kvenréttindafélagi voru á járn- brautarstöðinni tii að taka á móti okkur og höfðu slæðst með þeim tveir blaðaménn. sem smelltu af okkur myndum, án þess að tími væri til að líta í spegil eða snotra sig nokkuð til. Þar sem við vorum gcstir danska Kvenréttindaféla.gs- ins, meðan á þinginu stóð, var bú- ið að sjá okkur öllum fyrir sama- v stað, og mun okkur öllum minnis- stæð gestrisni sú og alúð, sem hin- ar dönsku stailsystur sýndu okkur íslenzku fuiltrúunum, meðan við dvöldum í Höfn. Eftir 6 daga ferðalag vorum við komnar í hóp kynsystra okkar frá 22 löndum. Það var allt í einu komin ys, þýs og hraði yfir tilver- una. Enska, fránska, þýzka, danska, við urðum að hafa okkur allar við að skilja og átta okkur á hlutunum. Við, sem heyrum að- eins óm atburðanna í fjarska, vor- um nú komnar sjálfar inn í hring- iðuna. Þingið var sett laugardaginn 8. júlí um kvöldið í Ráðhúsi Kaup- mannahafnar að viðstöddum 1500 manns. Salurinn var skreyttur fán um þeirra þjóða, sem áttu fulltrúa á þinginu, og var mikill viðhafnar- blær yfir öllu. Stauning forsætisráðherra hélt ræðu fyrir hönd rikisstjórnarinn- ar. V. Christensen, yfirborgar- stjóri, bauð gestina velkomna fyr- ir hönd bæjarins, og frú Edel Saunte, lögfræðingur, formaður danska kvennasambandsins, talaði í nafni dönsku kvenréttindafélag- anna. Þvínæst komu fulltrúar hinna ýmsu landa og fluttu kveðj- ur. F'rú Aðalbjörg Sigurðardóttir flutti kveðjuorð frá Islandi og sómdi sér prýðilega innan um þennan alþjóðakvennaskara. Að síðustu talaði forseti Alþjóðasam- bandsins, Frú Corbett Ashby. Hún minntist þess, að þegar Alþjóða- sambandið hefði verið myndað í Berlín 1904, hefði hinn menntaði heimur verið sammála um að per- sónulegt frelsi væri fyrsta skilyrði fyrir þeim andlega þroska og fram förum, sem mannkynið gæti náð, Konur gætu ekki lokað augunum fyrir því, að þar sem maðurinn væri frjáls, væri konan það líka, en í þeim löndum sem maðurinn væri sviptur frelsi sínu, væri kon- an bundin þyngri hlekkjum en hann. Um raunverulegt lýðræði væri fyrst að tala í þjóðfélögum, sem settu samvinnu milli manns og konu í stað samkeppni og kúg- unar. Næsta dag, sunnudag, byrjuðu svo þingfundirnir og stóðu þeir alla vikuna. Meðal þeirra má!a, sem voru á' dagskrá, var aðstaða konunnar í nútímaþjóðf.élagi, bæði sem móður, húsmóður og starfandi konu á atvinnusviðinu. Það var hiti í konunum, þegar þær ræddu á- hugamál sín, og þótt þeim bæri ýmislegt á milli og sjónarmiðin væru ekki alltaf þau sömu, voru þær ákveðnar, hver úr sínu landi, að berjast á enn breiðari grund- velli en áður fyrir rétti sínum og auknum áhrifum í þjóðfélaginu, krefjast meiri skilnings og við- urkenningar á heimilisstörfum kon unnar, jáfnhárra launa og karl- maðurinn fyrir sömu vinnu, jafnra vinnuskilyrða o.s.frv. Áherzla var lögð á það að vekja konuna til umhugsunar og skilnings á þjóð- félagsmálum og heimta, að gerð- ar yrðu sömu siðferðiskröfur til beggja kynja. En það, sem i rauninni var að- almál þingsins, var hin nýja stefnu skrá kvenréttindahreyfingarinnar, sem lögð var fyrir þingið. Forseti sambandsins hafði löngu áður sent út tilkynnngu um stefnuskrár- breytingu (declaration of Prin- ciple) þar sem bent er á, að við hin breyttu viðhorf í heiminum, hafi kvenréttindasambandið um tvennt að velja, annaðhvort að halda áfram eins og liingað til, scm alger kvenréttindahreyfing, eða taka upp pólitíska baráttu við hlið mannsins fyrir verndun mann- réttinda og lýðræðis og var það lagt til í nýju stcfnuskránni. Um þessa stefnuskrárbreytingu urðu miklar umræður og heitar. Frú Corbett Ashby hélt því fram, að ef kvenréttindahreyíingin hikaði við að taka afgtöðu á milli einræð- Fimm af íslénzku fulltnianum. Talið frci vinstri: Jónina Jönatans- dóttir, Kdtrín Pálsdóttir, Ingi- björg Benedilctsdöttir, AZalbjörg Sigurdardóttir og Guörún Ryden. Mgndin er tekin á tröppnm Rá'ö- hússins i Kaupnutnnaliöffi af ind- verskum manni, konnn hans er med i hópnum. is ocr lýðræðis, væri hún komin út af stefnuskránni og gæti eins hætt að vera til, Lady Astor, enska stjórnmálakonan, lýsti yfir því, að hún hefði aldrei verið meiri kven- réttindakona en nú, vildi halda kvenréttindamálunum aðskildum og var algerlega á móti stefnuskrár breytingunni. Skiptist nú þing- heimur í tvo flckka, því að þótt þarna væru konur frá flestum lýðræðislöndum heims, var þeim misjafnlega ljóst, að verndun lýð- ræðis og persónulegs frclsis væri grundvöllurinn fyrir kvenréttinda- baráttunni. En þó fór svo að lok- um, að meirihlutinn sá, að kven- réttindi eru óhugsandi, þar sem traðkað er á almennum mannrétt- indum, og var stefnuskrárfcreyt- ingin samþykkt með 138 atkv. gégn 102. Eitt fundarkvöldið var helgað Norðurlöndum eingöngu og töluðu þar fulltrúar frá hinum 5 Skand- ínavisku löndum. Frú Katrín Páls- dóttir talaði fyrir hönd Islands. Var umræðuefnið kosningaréttur- inn, hvað hann hefði fært konum og og hvað sé ennþá ófengið. Á eftir ræðunum var Islands-kvik- myndin sýnd og þjóðsöngurinn leikinn á eftir. Myndin vakti mikla hrifningu og var strax farið að spyrja okkur hvað .farið kostaði til Islands og margar af konunum stungu upp á því að gaman væri að halda næsta alþjóðaþing í Reykjavík, en það eru nú 3 ár þangað til. Einn opinber fundur var haldinn um friðinn og vernd- un manngildisins og þrír æsku- lýðsfundir. Það var kraftur og bar áttuhugur í ungu stúlkunum og töluðu þær marga.r af mikilli mælsku og þekkingu um vandamál nútímans, viðhorf æskunnar til menningar- og atvinnumála, og voru róttækar og heitar í kröfum sínum. Um þetta 13. þing Alþjóðasam- bánd kvenréttindafélaganna mætti skrifa mikið og margt og veit ég, að þær pennafæru konur, sem voru með í ferðinni, láta til sín heyra, áður en langt um líður. Eitt er Ungu stúikurnar Við ungu stúlkurnar fáum oft orð í eyra fyrir hirðuleysi, einkum þó um föt okkar og hirzlur. Það er sagt. að við séum latar að stoppa i sokkana okkar og að við höfum ekki hvern hlut á' sínum stað, sé- um alltaf auralausár vegna þess að við kaupum meira en við höfum efhi á. Þetta ér auðvitað mjög. mis- jafnt; margar okkar eru beint til fyrirmyndar i allri reglusemi, en aðrar gefa sér minni tíma til að liafa allt í röð og reglu. Ef við athúgum nákvæmlega hvað reglu- . semi er þýðjngarmikil fyrir okkur, ! þá munuin við leggja mikið á okk- 1 ur til þess að hafa allt í lagi. j í þess orðs fyllstu merkingu. I Fyrst og fremst ættum við að fá okkur litla vasabók, sem við höfum1 í veskinu okktJr. i þessa bók skrifum við svo daglega allt sem við kaupum, allt sem við látum úi peninga fyrir, hvort sem það kost- ar 5 aura eða 50 krónur. Það er engin hætta á að það gleymist. Fyrstu dagana er þetta nýjung og síðan nauðsynlegur vani. Ég segi nauðsynlegur vani vegna þess, að ef þessari reglu er fylgt nákvæm-, lega, þá veit hver og ein okkar hvað verður af peningunum. sem hún vinnur sér inn, en sem ann- ars virðast hverfa fljótt og á dular- fullan hátt. Eftir nokkurn tíma getum við svo gert okkur áætlun um útgjöldin; í næsta ínánuði og framfvlgt áætluninni að mestu leyti. Á þessari reglu byggjast margar aðrar, sem við verðum að taka upp og fara eftir. Til dæmis að- stoppa sokkana okkar strax og gat kemur á þá, þvo þá oft, helzt eftir hvern dag, sem þeir eru notað-' ir; með því móti endast þeir betur, og þá þarf sjaldnar að kaupa nýja Sömuleiðis þarf að hengja kjóla og kápur á herðatré og inn í skáp strax og farið er úr þeim, það sparar hreinsun og þar með fata- slit. Hafa kjóla og skó alltaf hreina og tilbúna að fara í þá, og 'ganga ekki í sömu skónum eða sama kjólnum mjög lengi í einu ef þú átt til skiptanna, ])vi að ef ein- ir skór endast með daglegri notkun eitt ár, þá endast tvennir skór. notaðir til skiptis, meir en tvö ár. Svo þarf hver hlutur að vera á víst, að áhrif frá svona fundum eru sterk og varanleg. Á þessum alvöruþungu og langt frá því hættulausu tímum safnast konur frá 22 löndum heims að ræða á- hugamál sún. Þær koma frá fjarstu álfum, leggja á sig allt að mánaðarferðalagi í járbbrautum og á sjó. Margar þeirra standa mjög framarlega í stjórnmála- og mannúðarstarfsemi þjóða sinna, en allar eiga þær sameiginlegt að vilja berjast til hlítar fyrir rétti sínum og standa sem samherji mannsins á verði fyrir frelsi og lýðræði. Þóra Vigfúsdóttir. sinum stað, og staður að vera til handa hverjum hlut, ef allt á að vera í lagi. Ef við fleygjum frá ökkur hlut á stað, þar sem hanu á ekki að vera, getur það orðið til þess, að sá hlutur eða aðrir eyði- leggist, og það er oft dýrt að kaupa nýtt til þess að bæta sér skaðann. Þetta eru bara nokkur sýnishorn af nauðsynlegustu reglu- semi, og ef við tem'jum okkur þess- ar reglur, lærum við margar fleiri, svo að við yerðum alldrei sakað- ar um hirðuleysi framar. H. Btréf frá hús- módur Kona nokkur hér í bæ skrifar Kvennasíðunni eftirfandi bréf, sem hér er að vísu nokkuð stytt, vegna þess, hve Kvennásíðan hefur yfir litlu rúmi að ráða: „Ég vildi gjarna leyfa mér að spyrja, hvort ekki Vceri liægt að fá því framgengt, að verð á grænnieti yrði la:kkað svo, að alménningur gæti haft ráð á að kauga það sér til neyzlu. Tómatar liafa að vísu lækkað að miklum mun nú nýlega, en þar fyrir er svo hátt verð á flestu grænmsti, að mörg alþýðu- heimili verða að fara á mis við þessa hollu fæðu. Það þýðir lítið að læknar og efnafræðingar skýri fyrir fjöldanum næringargildi grænmetis, þegar fólk getur svo ekki keypt það vegna þess hve dýrt það er. Aftur á móti sjást vörur þessar liggja undir skemmd- um, í búðunum, og verða þar með e'ngum að gagni. Væri nú ekki rétt- ara að selja grænmetið við þvi verði, sem fólk getur keypt það, heldur eu að bera það stórskenunt í sorpið? Ég er húsmóðir, og legg það til málanna, að vörur, hvort sem um grænmeti eða aðrar vöru- tegúndir er að ræða, verði seldar á meðan þær eru nýjar og óskenimd- ar.‘‘ M. M. Kvi nnasíðan er þessari konu al- veg sammála. Það ætti að vera ke])])ikefli allra lslendinga að auka grænmetisrækt og grænmetis- neyzlu hér á landi svo sem auðið er. Og á meðan kostnaðurinn við ræktun grænmetis er enn svo hár og nú er, og eftirspurnin eftir vör- unni sivaxandi, þá ætti ekki að vcra leyfjlegt að láta neitt rotna ,og( fara í sorpið, lieldur selja það ödýrt ahnenningi til gagns. Þarna er verkefni fyrir Grænmetisverzlun ríkisins að vinna, í stað þess að leyfa kaupmönnum og öðrum milli liðum að láta grænmetið rotna al- menningi til ógagns, aðeins til þess að halda uppi of háu verði á þess- um, einu ávöxtum lancisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.