Þjóðviljinn - 04.08.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.08.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 4. ÁGÚST 1939. ÞJÓÐVILJINN 3 Frá rannsóknunum í ÞjörsárdaI. Effír Kr, Eldjárn Þórarínsson, Fornleifarannsóknir þær, sem sagt var frá hér í blaðinu fyrir skömmu, eru enn í fullum gangi. Hafa fornleifafræðingar þegar unn ið að þeim i hálfan mánuð. Ein- muna veðurblíða hefur verið und- anfarið, og er það þehn stór hægð- arauki, þvi að ill veður trufla slík- ar rannsóknir öllu öðru fremur. Góðviðrið er útlendingunum hið mesta gleðiefni, því að þeir liöfðu gert ráð fyrir sífelldum rigningum. Rannsóknunum miðar áfram hægt og-hægt. Hver dagur leiðir eitthvað nýtt í ljós og smátt og smátt skýr- ist myndin af hinmn fornu býl- um, bæði sjálfar byggingarnar, lil- högun innanhúss og nokkuð af þeim lilutum, sem algengir hafa verið á bæjunum. ^Dr. Márten Stenberger frá Upp- sala hefur nú þegar lokið rann- sókn sinni í Snjáleifartóftum, milli Haga og Ásólfsstaða, þar sem sum- ir ætla að bærinn í Haga hafi staðið tii forna. Þar hefur verið 13 m. iangur bær, sem skipt er •tiiðujr í nokkur þröng herbergi. Er breidd þeirra aðeins 2 m. og sætir það undrum, liversu mjó þau eru. Fornra rnuna hefur ekki orðið vart en svínstönn, sem þarna fannst á gólfi, þykir sanna, að bærinn sé mjög gamall, þar eð svínarækt mun hafa lagst niður á landi hér um 1200. Dr. Stenberger hefur einnig grafið einn dag í rústurn Ásláks- tungu hinnar fremri, undir fjall- inu Dimon, neðarlega í Þjórsárdal. Var sú rúst örfoka og fljótgrafin. Þar kom i ljós langhús í tveim hólfum og eitt hús til, á bak við. t tóftinni fannst látúnshringur prýddur grönnum silfurþræði. Dr. Nilsson, sem dvalið hefur við bæjarannsóknir á Norðurlandi undanfarið, hefur nú slegist í för með Stenberger. Mattlnas Þórðarson, þjóðminja- vörður grefur enn á Skeljastöðum, "kirkjubýlinu forna. Hefur liann þeg ■ar fundið um 50 beinagrindur i kirkjugarðinum. Öll eru líkin jörð. tuð í þröngum trékistum. Þykir þeim er á staðinn koma, all tilkomumik. Ið og uppörfandi fyrir hugmynda- Tlugiö að sjá söfnuðinn. Á Skelja- stöðum hefur verið stór og merki- legur bær, en hann er ekki enn það mikið grafinn, að ljóst sé lag hans. Nokknð hefur fundizt. af munum á Skeljastöðum, m. a. kola úr steini. Magister Voionmaa er í þann veg inn að ljúka við jrannsókn sína á rústinni undir Stórhólshlíð, sem er skanunt frá Ásólfsstöðum. Þar kom í ljós fornt langhús, með fer- kantaðri eldstó á miðju gólfi, en rústin var svo illa farin að erfitt: er að átta sig á smáatriðum. Kringl ótt steinskál stendur vinstra megin við dyrnar, þegar kornið er að utan. Ef til vill er það mundlaug. Fátt er fornmuna og ber helzt aö nefna tvo snældusnúða og helming af rauðri glerperlu, sem sýnir að húsið er frá vikingaöld. Ofan á þvi er svo yngra hús og skilur ljóst .goslag það frá liinu forna húsi, svo að hægt er að skilja nýtt frá gömlu. Russell danski fornfræðingurinn og ég ertun langt komnir að grafa upp skálatóftir fornar í Skallakoti rétt hjá Ásólfsstöðum. Skáliim er 30 m. á lengd og 5 m. breiður. Veggir eru þykkir og veigamiklir úr grjóti og torfi. Eftir endilöngu hafa staðið stoðifl í fjórum röðum, tvær raðir innstafa og tvær út- stafa. 1 gólfskáninni gremir vel nokkrar holur eftir stoðirnar. Staf imir skipta rúininu í þrennt, gólf í miðju, og upphækkanir, sennilega pallar, til beggja hliða. Stórar dyr eru að skálanum, og inn af þeim breið og falleg hellulagning. Rétt fram við dyrnar, vinstra megin við hellurnar er stórt aflangt steinker, niðurgrafið í gólfið. Sennilega er þetta þvottaskál líkt og i Stórólfs hlíð. Annað markvert í skálanum eru tvær skállaga grófir, all-djúp- ar. Það hefur nú komið i ljós að önnur þeirra er þannig til kornin að í gólfskáninni hefur myndast dæld yfir jámvinnsluholu, bræðslu ofn, sem verið hefur á staðnum, áð- ur en húsið var byggt. Vera má að liin sé sömu tegundar, en þó getur skeð að hún sé „seyðir" eða hola til að steikja kjöt í. Allmargt muna hefur fundizt á þessum stað s. s. töflur fimm úr hnefatafli, mathnif- ar, brýni, næla úr bronsi, þrjár prlur úr rafi og gleri og pottbrot úr norskum eða grænlenzkum tálgu’ steini. Á töflunum er vikingaraldar- snið og perlurnar eni ótviræður vitnisburður þess, að húsið sé frá víkingaöld. Hefur rannsóknin á þess um stað borið hinn bezta árangur. Aðrar rústir i Þjórsárdal eru mjög uppblásnar, svo að þar er ekki nóg verkefni fyrir alla forn- fræðingana. Er þvjíj i ráði að Sten- berger og Voionmaa fari til Borg- arfjarðar og rannsaki rúst eina við Norðtungu, en hinir haldi áfram rannsóknum í Þjórsárdal. Mun Stöng, býli G^uks Trandilssonar, ,verða grafið upp næst. Sigurður Þórarinsson, jarðfræð- ingur, hefur undanfarið dvalið á rannsóknarstöðvunum, ef ske kynni að ákveða mætti aldur rústanna eftjr goslögum þeim, sem ofan á liggja. Heldur Sigurður áfram rann- sókn sinni enn um nokkurn tíma. Síðan grein þessi var rituð hefur Sigurður Þórarinsson hætt i bili rannsóknum sínum í Þjórsárdal vegna annarra starfa. X BAsmæðnrl Athugíd ad bfrrgja ydur upp med tomaía, því ad þad etr ósennílegt að þetta verð haldíst lengí ennþá. Sfrand í Eyrarsundí. Hér á landi er til sértrúarflokk- ur er nefnir sig aðventista. Mun söfnuður þessi að mestu myndaður af fátæku alþýðufólki, sem telur trúarsiði þessa sértrúarflokks færa daglegt líf þess nær því að líkjast daglegu lífi Jesú Krists og læri sveina lians, heldur en á sér stað í öðrum trúarflokkum hér á landi. Að öðru leyti verður sá er þessar línur ritar, að játa, að liann hefur lítil kynni af störfum þessa fólks að öðru leyti en því, að honum hef- ur fundizt þeir menn, er liann þekk ir úr þessum sértrúarfíokki, leggja meiri áherzlu á að vanda dagfar sitt heldur en aðrir menn. sem við trúmál fást, og ekki virðast þeir hræddir við að bera birðar, sem öðr um kynnu að fjnnast þungar. Gamli maðurinn frá Hriflu er nýkominn úr löngu sumarleyfi, sól- brenndur og í beztu brúkunarholdum Nú hefur hann brugðið sér til bæjar ins svona til tilbreytingar og til að lofa erlendum gestum að sjá ( að ekki hefur kreppan rist þung- ar rúnir á enni þess manns er tel- ur sig „tslands stærke Mand“. Og auðvitað gat hann ekki á sér setið að skrifa nokkrar línur um kommúnista, en því íiafni heita á lians máli þeir menn. sem ekki vilja hlevpa honum i stjómarráð- ið sem ráðherra. Eftir því er hóp- ur kommúnista hér á landi nokkuð fjölmennur og ekki hvað sízt inn- an Framsóknarflokksins, og mun þá væntanlega telja í sinum hópi tvo ráðherra og vafalaust nógu m'arga þingmenn (il að mynda starfshæfa rikisstjórn. t viðleitni sinni til að spilla fyr1- ir bókaútgáfunni Mál og menning^ sem liann telur hákommúnistiskt fyrirtæki, velur hann sér sértrú- arsöfnuð þann, er að framan getur sem einskonar tilraunadýr. Er blátl áfram ógeðslegt að sjá á prenti heimildafalsanimar, og blekkingarn- ar, sem gamli maðurinn notar þegar hann er að Iýsa starfsemi þessa tr&flokks, og maður hefur það á tilfinningunni, eftir að sjá meðjferð liöfundarins á viðkvæmum tilfinn- ingamálum viðkvæms alþýðufólks. að maður sé nýbúinn að horfa á strákbullu henda grjóti I smábörn. Mt/nd pessi sýnir eina cif ferjum þeim er ganga tjfir eyrarsund simnd(i(>:í í sundinu. En það er eins og gamla rnannin- um finnist allt leyfilegt, sem geti stuðlað að því að knésetja frjáls samtök íslenzkrar alþýðu. Mál og menning er hiklaust vin~ sælasta útgáfufyrirtæki, sem ís- lenzk alþýða stendur að, enda er það engin furða, þar sem menn úr öllum stjómmálaflokkum eiga hlut að máli, þó um marga þeirra megi segja, að þeir eigi fátt sameigin- legt nema að vera unnendur ís- lenzkra bókmennta. Ein hin stærsta og merkilegasta bók, sem Mál og menning hefur gefið út, er bókin Vatnajökull. Er hætt við að Jónasi verði nokkuð þungt undir fæti að sýna fram já Lenindýrkun þessa merka jarðfræðirits, og hætt er við, að Framsóknarmönnum sem öðrum finnist þær kenningar hans næsta furðulegar, að þeim stafi mikil pólitísk hætta af íslenzkum jöklum og sennilega alveg fráleitt að jöklar séu heppilegir til koin- múnisiskrar áróðursstarfisemi. Jónas Jónsson var .einu sinni ung- ur Hann var einu sinni í fremstu röð í baráttu íslenzkrar alþýðu fyr- ir aukinni menningu og frelsi. Nú stendur hánn í fremstu röð þeirra afturhaldsseggja, sem kalla frjáls- huga íslénzka alþýðu kommúnista og boða ' lieilagt stríð gegn henni vegna þess að lnin sé það. Það er ákaflega sennilegt, áð hreinrækt- aðir skoðanabræður lians séu næsta fáir1 og mætti hann því skrá á sinn pólitíska skjöld hið fornkveðna: Köld er mold við kórbak, kúrir þar undir Jón flak. Vtar snúa austur og vestur, allir nema Jón flak. Ausfurrískír sósíalísfar um II. Infernafíonale. I nýkomnu hefti af „Sozialist- ischer Kampf'* er yfirlýsing frá stjórn „Byltingarsinnaðra sósíal- jsta'' í Austurríki, en það er sá hluti af sósíaldemókrataflokknum austurríska, er ekki sameinaðist Kommúnistaflokknum eftir að Schus snigg hafði barið verklýðslireyfing- una niður. I yfirlýsingu þessari seg- ir m. a.: „Árum sarnan hefur starfsemi Al- þjóðasambands jafnaðarmanna ver- ið< í lafturför, svo að nú er aðeins eftir félagsskapur, sem ekki er leng- ur pólitísks eðlis. Alþjóðasamband jafnaðarmanna er orðið aðeins svip' ur hjá sjón hjá því sem það ætti að vera. Það eru liðin átta ár síðan sam- bandið hélt síðast þing, sex ár síð- an það liefur haldið ráðstefnu. Al- þjóðasambandið hefur á þessum mes'u stomiatímum, eryfir það hafa dunið látið vera að halda þing þar sem hægt væri aö ræða fyrir opn_ um tjöldum þá pólitík er á að vera leiðarvisir fyrir flokka jiá, er í sambandinu eru. Allar tillögur urn þinghald hafa verdð felldar. En e kki nóg með það, heldur eru hættar umræðnr innan stjómarinnar um lífsspursmál hinnar alþjóðlegu verklýðshreyfingar þá sjaldan að stjórnin og framkvæmdanefndin halda fundi er varla annað gert en ræða orðalag einhverrar álykt- unar‘‘.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.