Þjóðviljinn - 04.08.1939, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.08.1939, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN FÖSTUDAGINN 4. ÁGÚST 1939. Amóf Sígurjónsson; 4. ágúst Aftur heimtist Olifant. En um það sögu þeirri fer; að nær sem Frakkar eiga annt og auðnuvant, það blæs af sjálfu sér. Það er gamalt mál, að öll fram- sókn sé í því fólgin að leysa lífið úr fjötnim. Ekki á þetta máltak jafn vel við um allar aldir. En á dögum stjómarbyltingarinnar frönsku og langt fram á 19. öld var þetta sannmæli. Enn og aftur er þetta sannmæli á okkar dögum. Einmitt með þetta sjónarmið í huga, er 4. ágúst 1789, þegar sér- réttindi stétta, héraða og borga voru afnumin með konunglegri tilskipun, markverðasti og eftir- tektaraverðasti markasteinninn í frönsku uppreisnarsögunni, mark- verðastur fyrir byltinguna sjálfa, eftirtektarverðastur fyrir okkur. Frakkland hefur um langan ald ur verið bændaland umfram önnur lönd. 1 engu landi Norðurálfunnar, nema Rússlandi, er eins mikill hluti af fólksfjölda þjóðarinnar bændur. En fyrir byltinguna 1789 var öll bændastéttin frn:.p) a, þrátt fyrir mannmergð sína í þvílíkrr ánauð, að tæpast verður talið að nokkur bóndi lifði mannlegu lífi. Bændurnir voru þrælbundnir á höndum og fótum. Þeir lifðu við átthagafjötra, af því að þeir voru í reyndinni eign þess aðalsmanns, sem hafði (eða átti) lénið, þar sem þeir fæddust, Þeir urðu að hlýða óteljandi skyldu- kvöðum og köllum, Svo mjög, sem þeim lá á að leysa eitthvert verk af hendi vegna sjálfra sín eða búa sinna, urðu þeir að láta hitt sitja fyrir að leysa kvöð á aðalssetrinu eða hlýða kalli, sem þaðan kom, oftast óvænt. En auk þessa og fastrar leigu til lénsherrans urðu þeir að greiða tíund til kirkjunnar — og skatt til ríkisins. En órétt- ur bændanna var um leið réttur og fríðindi yfirstéttanna, aðalsins og klerkastéttarinnar. Þær lifðu á vinnu og sveita bændastéttarinn- ar, voru skattfrjálsar, en tóku við leigum og tíundum, höfðu einar aðgang að embættum og annari þegnlegri upphefð. Þær höfðu for- rétt til alls, sem land og ríki höfðu bezt að bjóða. Þegar stéttaþingið var kallað saman í Frakklandi 5. maí 1789, áttu fátækir bændur og verka- menn þar enga fulltrúa. Þingið var skipað nær 300 fulltrúum klerka- stéttarinnar, 300 fulltrúum aðals- ins og 600 fulltrúum þriðju stétt- ar, borgarastéttarinnar. Það má því merkiegt heita, að frumkvæði um afnám sérréttindanna — en það var í raun réttri mannréttindi til handa allri alþýðu manna — skyldi koma þaðan. Það var held- ur ekki þann veg — nema að nafn- inu. Saga málsins er í fáum orð- um sögð þannig: Áður en stéttaþingið var kallað saman, hafði gengið á þrálátum bændaupphlaupum. En það voru máttlitlar tilraunir þrautþjakaðs, menningarlauss og samtakalítils lýðs, til að kasta af sér oki, sem ekki varð lengur undir risið. Þessi upphlaup voru kæfð í blóði, en sú var helzt huggun alþýðunnar, að engu var að tapa nema lífinu, sem var lítils virði eða einskis. Þessi upphlaup þóttu lítillar frásagnar verð, en þau urðu þó nokkur und- irbúningur undir meiri átök, þegar færið bauðst. * Það varð eftir að bastillan var felld 14. júlí 1789. Sá atburður hafði eitt og sama boð til allrar alþýðu Frakklands : harðstjóminni er hnekkt, frelsið er í vændum! Allur hinn þjakaði lýður fylltist sigurvon, skipaði sér í raðir eins og ósjálfrátt, í baráttu gegn ó- rétti, fyrir eigin frelsi. Borgirnar urðu fyrri til, Hvar- vetna var borgarstjórum, um- sjónarmönnum og öðrum embætt- ismönnum konungsvaldsins hrint af stóli og í staðinn kosin bæjar- ráð, sem síðan reyndu að ná sam- bandi sín á milli til að tryggja að- stöðu sína og vald. Hér voru það borgaramir, sem forustuna höfðu og mestu réðu, svo að byltingin varð ekki sérstaklega djúptæk. Verkamannastéttin var þá tæplega til, stéttartilfinning verkamann- anna ósköpuð, greining milli þeirra og borgaranna svo lítt á veg komin, að hún var hvorugum Ijós. Bændurnir fengu boðin lítið eitt seinna. En þegar aldan reis meðal þeirra, náði hún alveg niður að grunni þjóðfélagsins. Því kom hún eins og náttúruviðburður, sem fyllti alla aðra en þá skelfingu. Af því að landið allt logaði í einu upp reisnarbáli, kom afturhaldið sér hvregi fyrir að kæfa það. Aðals- hallir og klaustur voru brotin í grunn eða brennd til ösku, hálf- sprottnir akrar voru slegnir og uppskeran hirt af bændunum til eigin neyzlu. Um öll austurhéruð Frakklands tóku bændurnir jörð- ina í sína umsjá og skám upp eins og hún væri þeirra eigin eign. Fram til þessa hafði þingið ekki tekið bændamálin til meðferðar. Bændurnir áttu þar — eins og áður er sagt — enga fulltrúa. Þar voru að vísu nokkrir búauðgissinn- ar, en þeirra gætti lítið, og jafnvel sjálfa þá brast tilfinningu fyrir, að þessi mál þyrftu brýnnar úrlausn- ar. En er bændurnir unnu sigur eftir sigur í uppreisn sinni, sá þingið, að hér varð eitthvað að gera. Það varð þó að minnsta kosti að finna einhvem grundvöll fyrir friði og skiptingu herfangsins. Ef til vill má það merkilegt telja, að í þetta sinn vom það aðals- mennimir, sem frumkvæði áttu að því að málið var tekið til umræðu í þinginu. En þeir höfðu bezt skil- yrði til að skilja málið, þar sem bændurnir áttu þarna enga full- trúa. Svo tók þingið málið upp til þess að reyna að stilla ólgandi flóð, ekki til þess að veita því fram, Kvöldfundur stéttaþingsins 4. ágúst 1789 hófst ekki með neinum fögnuði, heldur með skelfingu. Sumir aðalsmennirnir áttu þegar borgir sínar brenndar eða brotnar, aðrir gátu við því búizt, að röð- in kæmi að þeim, þegar hinn næsta dag. Uppreisnaraldan meðal bænd- anna breiddist óðum lengra og lengra til suður og vesturhérað- anna. Ekki var hægt að kalla á her konungsins, því að þaðan gat þingið ekki vænzt hjálpandi hand- ar heldur hnefa, og sjálft átti það ekkert vald bak við sig gegn fólk- inu. Því var það tillaga ýmissa hinna glöggskyggnustu meðal aðalsmann anna, að þingið skyldi strax gefa út boðskap um, að bændunum væri veittur sá réttur að nokkm, er þeir höfðu þegar tekið allan. Þeir lögðu til, að þegar í stað væri gef- in út tilskipun um afnám mikils hluta sérrréttinda aðals og klerka stéttar, afnám þess þyngsta oks, er hvíldi á herðum bændanna. Sum ir þeir, er til máls tóku, buðust til að láta af hendi sín forréttindi. Þeir buðu það í nafni almennrar nauðsynjar, vegna ættlandsins, vegna Frakklands, alls mannkyns, menninge.r þess og framfara. .En "djúpt í hugarfylgsnum þeirra var skelfingin, sem kynnti undir eld- móðinn. Og eins og „margur verð- ur vaskur í einangrinum”, þá urðu þessar þrengingar, er sýndust ' nærri vonlausar, og þessi blending ur skelfingar og tilfinningar um nauðsyn snarræðis og stórræðis á úrslltastund, til þess að kveikja guðmóð og skapa einirngu hjá þess um sundurleita hóp franska stétta- þingsins. Áður en dagur rann hinn 5. ágúst, hafði þingið samþykkt afnám sérréttindanna sem kon- unglega tilskipun. Og til þess að allt væri fullkomnað, lýsti þingið sjálfan fulltrúa hins svartasta aft urhalds, Lúðvík konung hinn 16. sem höfund (og þó réttara end- urgefanda) hins franska þjóðfrels is! Ekki var það ætlun frönsku yf- irstéttarinnar, að láta öll sín for- réttindi af hendi endurgjaldslaust. Þau skyldu greind í tvo flokka: yfirráð yfir mönnum og yfirráð yfir eignum. Yfinrráð yfir mönn- um töldust t. d. átthagaböndin, kvaðirnar, köllin, dómsréttur, for- réttur til embætta o. fl, þvílíkt. Allt þetta skyldi afnumið endur- gjalds og bótalaust. Hinsvegar skyldu öll leiguréttindi — hvort sem leigan galzt i peningum eða fríðu — afnemast gegn endur- gjaldi, þritugföldu við ársleiguna. — Jafnframt þessu skyldu öll for- réttindi landshluta og einstakra borga afnumin en í stað þess koma sameiginlegur borgararéttur, gild- andi fyrir allt Frakkland, og allir franskir borgaraar skyldu skatt- skyldir ríkinu eftir gildandi stétta- lögum á hverjum tíma. Jafnframt skyldi svo það afnumið, sem þá þótti skýrast tákn póitískrar spill- ingar, að embætti ríkisins gæti gengið kaupum og sölum, og því lofað að taka alla iðnlöggjöf og iðnréttindi til fullkominnar endur- skoðunar. 1 framhaldi alls þessa var og afnám tíundarinnar sam- þykkt nokKrum dögum seinna. Þannig hafði „hinu ráðandi þjóð skipulagi” verið velt í rústir með samþykktum franska stéttaþings- ins á einni nóttu, nóttinni milli 4. og 5. ágúst 1789, eða öllu heldur þó: Það var viðurkennt með sam- þykktum þeim, er gerðar yoru þessa nótt, að þetta ráðandi þjóð- skipulag væri fallið í rústir. Með því voru ævargömul forréttindi og réttarhugmyndir úr gildi numdar. Eftiy það hófst svo nýr áfangi í sögu franska stéttaþingsins. Nú varð næst að taka til óspilltra mála að leggja grundvöll að nýju þjóðskipulagi. Hornsteinarnir að því voru lagðir með yfirlýsingu þingsins um mannréttindi rúmum 20 dögum síðar (26. ág.), og er það önnur saga. Hér verður ekkert úr því dregið, að stéttaþingið franska hafi unn- ið afreksverk nóttina 4.—5. ágúst fyrir 150 árum. Eins og málum var komið, leysti það frábærlega fljótt og vel úr vandanum, En hinu skal þó ekki gleymt, að þingið gerði rétt, sem frönsk alþýða hafði þeg- ar tekið og átti samkvæmt því grundvallarlögmáli, að allir menn séu jafnbornir bræður. Og það var alþýðan sjálf — og fyrst og fremst bændurnir — sem höfðu leyst sig úr Læðing og drepið sig úr Dróma með uppreisn sinni — byltingu. Franska þjóðin, alþýðan, hafði sjálf sótt sér frelsi. Öfrelsið, forréttindi yfirstéttanna, hafði hrunið af henni eins og ryð af góð- málmi, sem hefur rutt sig. Herlúð- urinn Olifant, ímynd franskrar þjóðarsáíar, hafði blásið (að því er mönnum fannst) af sjálfu sér og kallað hermenn þjóðarinnar undir vopn á réttum tíma, þegar hún átti að vísu auðnuvant, en mikið í vonum. En þó að alþýðan hefði leyst sig úr Læðingi og drepið sig úr Dróma, var eftir sterkasti fjötur- inn, Gleipnir, hið ósýnilega erfða- vald liðins kúgunartíma. Það var hvorugt, að alþýðan franska skildi það, að hún hefði tekið við öllum þeim rétti, er henni var ( fenginn í hendur, né heldur að hún lcynni þegar að meta hann eða að fara með hann. Því hvarf hún aft- ur að nokkru leyti til liðinnar ald- ar og varð svo síðan að hefja bar- áttuna að nýju. Þó varð sigurinn 4. ágúst 1789 að vissu leyti var- anlegur. Það merki, sem þá var reist blaktir enn yfir allri jörð — gunnfáni stríðandi alþýðu, en fáni fengins sigurs. Isfírðíngarnír fara hcím í kvöld Framh. af 4. siðu með allt sumarið, en á Isafirði fara margir á síldveiðar yfir sumartím- ann, og er svo nú að okkur vant- ar 3—4 af okkar beztu mönnum. Að þessu leyti er líka þessi tími fyrir mótið óheppilegur fyrir okk- ur, en færi það fram nógu snemma (í byrjun júni) yrðu menn ekki komnir í þá þjálfun sem þeim er nauðsynleg, svo það er vont að koma þessu heim,sennilega verður þessi tími þó skárri. Knattspyrnu- keppni heima er fremur dauf og erum við því ánægðir að vera konmir í víðtækari sambönd og vona ég að þau haldizt. Tel ég þetta landsmót mjög þýðingarmik- ið spor í þá átt að fá félögin* út á landsbyggðinni með og þessi ár- angur af okkar för gefur þeim á- byggilegar vonir. ! « — Hvað er með aðrar íþróttir | hjá ykkur? ! — Frjálsar íþróttir hafa verið lítið iðkaðar hjá olckur, en nú er Hörður að taka þær upp með j krafti og hefur efnt til námskeiða á því sviði. Ennfremur hafa verið stofnaðir handknattleikaflokkar kvenna og spáir það góðu. — Ann- ars bíðum við „spenntir” eftir því hvernig Fram reiðir af í þessu móti. Hvort við verðum að leika við þá aftur eða ekki. Þannig endar þessi áhúgasami fararstjóri Isfirðinganna og for- maður Harðar þetta samtal. Á Isafirði eru tvö knattspyrnu- félög, Vestri, og Hörður og eru 4 úr Vestra hér ,en 10 úr Herði, auk fararstjórans. Þökk fyrir komuna, Isfirðingar, sjáumst síðar. Mr, Arásírnar á knaffspyrnu dómarana Framh. af 4. siðu en Iaun þessa eina manns, gætu þessi tvö úrvalslið keppt svo sem 2—3svar á sumri og þá aðeins sýnt fallega og vel leikna leiki. Ég ef- ast ekki um að mikil aðsókn yrði að þeim leikjum, ef dæma má eft- ir áhuga manna hér i bænum fyrir knattspyrnu. Ég vænti þess að þessar uppá- stungur mínar verði athugaðar og ræcldar af áhugamönnuin um þessi efni, en sérstaklega væri mér kært að dagblöð bæjarinns tækju máh'ð í sínar hendur og leiddu ]>að fram til sigurs, því eins og vitað er, eru blöðin áhrifamestu vopnin, er við ráðum yfir. Jóhs. L. ÞAÐ ER EINS MEÐ Hraðferðlr B. S. A. og ÞJÓÐVILJANN Alla daga ncma mánudaga Afgreíðsla í ReyLjavih á BIFREIÐASTOÐ ÍSLANDS. — Sími 1540. Bífreidastöö Akureyrar. ekki meira en viðurkenna þann Hraðferðir Steimdórs ííl Akutreyiratr um Aktranes etru; FRÁ REYKJAVÍK: alla mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. FRÁ AKUREYRI: alla mánudaga, fimmtudaga og laug- airdaga. Afgrcíðsla okkar á Aburcyrí er á bífreíðaslöð Oddeyrar, símí 260. M. s. Faglranes annast sjóleiðina. — Nýjar upphitaðar bifreið- ar með útvarpi. Biireiðastðð Steindórs Sírrti: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.