Þjóðviljinn - 18.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.11.1943, Blaðsíða 1
HALLDÓR KILJAN LAXNESS ritar grein á 3. síðu: „Gagnrýni og menning". 8. árgangur. Fimmtudagur 18. nóv, 1943. 260. tölublað. háðar innan shdI- slúFsholaliflslns Bartet í úfhverfum borgaríaaar Ríkífsa Rauði herinn hefur, þrátt fyrir erfið sóknar- skilyrði, þokast nær Gomel. f gærmorgun voru þeir á einum stað innan við 10 km. frá borginni. Ligg- ur borgin og járnbrautin til norðvesturs, sem er síð- asta samgönguæð hennar, er Þjóðverjar hafa á sínu valdi, undir skothríð rússneska stórskotaliðsins. Seinna í gær bárust fréttir um að Þjóðverjar væru byrjaðir að flytja lið frá Gomel, en talið mjög ólíklegt, að þeir mundu geta komið nema litlu und- an af því. í nágrenni Rikitsa tók rauði herinn marga staði i gær, og eru nú háðir bardagar í vestur-úthverfum hennar. Rauði herinn er nú kominn að úthverfum Kor- osten að austan. Rússar segjast hafa bætt að- stöðu sína á vesturbakka Sosj fyrir norðan Gomel. í gær tóku þeir nokkur þýzk virki í ná- grenni borgarinnar. Rikitsa er á járnbrautinni vest ur af Gomel í um 40 km. fjar- lægð. j Er hún á vesturbakka Dnjepr. Á norðurhluta Kieffvígstöðv- anna tóku Rússar í gær yfir 30 þéttbyggð svæði og nokkra smá bæi. En sunnar, á milli Sítomír og Fastoff, yfirgáfu þeir í gær nokkra staði eftir margra daga ákafar gagnárásir Þjóðverja, er oft hafa verið nefndar í fréttum undanfarna daga. Var það til- gangur Þjóðverja að neyða Rússa til að draga lið frá norð- ur hluta þessara vígstöðva. En þeim varð ekki kápan úr því klæðinu eins og sókn Rússa þar sýnir. Poul Winterton símar frá Moskva, að á svæðinu milli Korosten og Rikitsa, báðum megin við Pripet-fenin, séu margir þýzkir herflokkar, sem búast megi við að verði inni- króaðir þá og þegar. Eru þeir aðallega á þrerri stöðum. I Dnéprbugðunni tóku Rúss- ar í gær marga vel víggirta staði, þ. á m. bæinn Tomakofka, um 35 km. norðaustur frá Niko pol. I gær eyðilögðu Rússar 146 skriðdreka og 14 flugvélar fyr- ir Þjóðverjum. Ifi ín íiíliia n bröun iflaaflar í Kína Tilætlunin að Kína verði á næstu áratugum eitt mesta iðnaðarland í heimi. Kínverska stjórnin er að láta semja tíu ára áætlun um þró- un kínversks iðnaðar. Er hún fyrsta sporið í einni aUsherjaráætl- un, sem búizt er við að taki 30—50 ár að framkvæma. Þegar áætlanirnar eru bornar saman við áætianir Sovét- ríkjanna er fyrirsjáanlegt, að Kína mun verða efnahagslega meðal fremstu ríkja heimsins. Sumum Vesturlandabúum kann að virðast áformin heldur hæpin, segir í brezkri fregn, en Kínverjar benda á afrek Sovét- ríkjanna og halda því fram, að áætlanir sínar séu.ekki djarfari en áætlanir Rússa, sem báru jafnglæsilegan árangur á 25 ár- um. Sem' svar við hugsanlegunv ótta Breta við, að Kínverjar muni, ef iðnaður þeirra verður stórfelldur, geta undirboðið Breta á heimsmarkáðinum vegna ódýrs vinnuafls í Kína, benda talsmenn Kínverja aftur til Sovétríkjanna, sem voru svo önnum kafin við að fullnægja Jókulhlaup á Skeið- arársandi Súla á Skeiðarársandi hefur stöðugt farið vaxandi undan- farna 12 daga- Enn hefur áin þó ekki brotið af sér jökulinn og „hlaupið". Allur sandurinn er undir vatni svo langt sem séð verð- ur frá Núpsstað, sem er næsti bær fyrir vestan Skeiðarársand. Enn hefur þó enginn síma- staur á sandinum brotnað, þrátt fyrir stöðugt vaxandi vatn. Áin heldur enn áfram að auk ast. Skozkir og brezkir náma menn treysta samtök sín Skozkir námumenn hafa nœst um einróma samþykkt með leynilegri atkvœðagreiðslu að sameina 6 félög sín í eitt sam- band skozkra námumanna.' Umræður. fara nú fram um myndun eins sambands fyrir brezka námumenn, sem komi í stað hins lauslega samtengda bandalags, sem nú er. Búizt er við, að bráðlega ná- ist samkomulag um náin tengsl einstakra náma í Bretlandi við vissar námur í Sovétríkjunum. í þeim felst m. a., að brezku námumennirnir munu heim- sækja verkamennina í rúss- nesku námunum, og Rússamir heimsækja svo aftur Bretana. William Lawther, forseti Bandalags námamanna talaði í Evrópuútvarp brezka útvarps- ins nýlega um þessi áform. í samtali við blaðamenn sagði hann: „Þetta samkomulag mun verða stórt skref fram á við, ekki aðeins fyrir námamenn, heldur líka" fyrir alla verka- menn í báðum ríkjunum. Við erum sannfærð um, að því bet- ur, sem við og Rússar kynn- umst, því nær munum við vera því að skilja verkefni dagsins og möguleika framtíðarinnar". þörfum heimalandsins, að út- flutningur þeirra rétt fyrir stríð ið var minni en útflutningur Danmerkur. Ennfremur muni kaup kínverskra verkamanna hækka með tímanum og verða jafnhátt kaupi því, sem almennt verður goldið á Vesturlöndum. M3 dansHir yflmmDÐlsfap iiiif i Ms (í Aksel Larsen og Martin Níelsen meððl þeirra Danskir kommúnistar fá engu síður en Gyðingar að kenna á ofsóknum Þjóðverja. Sænska blaðið Dagens Nyheter upplýsti 22. okt., að 143 danskir kommúnistar hefðu verið fluttir úr íandi ásamt Gyðing- unum. Um 20 þeirra voru konur. Kommúnistarnir voru látnir í þræikunarfangabúðir í Stutthof nálægt Danzig. Á meðal þessara kommúnista voru: Þingmennirnir Aksel Lar- sen og Martin Nielsen; formað- ur Járnsmíðasveinafélagsins, Ove Kjeldsen; Tomas Christ- ensen, starfsmaður bæjarins í Árósum;T7ior Vang, meðlimur stjórnar Sjómannasambandsins; Ludvig Gamburg, meðlimur stjórnar Félags hafnarverka- manna og Ragnhild Andersen, kunnur verkakvennaleiðtogi. Tillaga um hækkun á taxta rafveitunnar Á bæjarstjórnarfundi í dag verður tekin fyrir tillaga raf- magnsstjóra um hækkun á gjaldskrá rafveitunnar. Er það hækkun á töxtum til hitunar, en rafmagnsstjóri er jafnframt fram á að tekið verði til athugunar að hækka taxtana almenn, en tillögu um það var vísað frá í fyrrahaust. Meirihluti þeirra hafði verið í haldi í „nýrri deild" í fanga- búðum í Horseröd, en afgang- urinn í Vestre-fangelsi. Níutíu og sjö kommúnistum, sem voru í fangabúðunum í Horseröd, tókst að flýja. Amerískur hermaður bjargar sjómanni frá drukknun Charles Kennedy, sergent í ameríska hernum, bjargaði á þriðjudaginn sœnskum sjó- manni, sem stökk í sjóinn af skipi við höfnina. Sjómaðurinn hefur lengi und anfarið ekki verið heill heilsu og er talið að hann hafi ætl- að að fyrirfara sér. Þjóðviljasðfauaía komíayfír 70 þúsuad króaur Tveir sjómenn á togara söfnuðu 1500 krónum. Þjóðviljasöfnunin er komin yfir 70 þúsund, og er nú jafn og stöðugur skriSfur kominn á hana, þó hann mætti vera enn þyngri og þurfi að v.era það. Tvéir sjómenn á togara hafa safnað 1500 krónum. Söfnunin á einstökum stöðum er sem hér segir: Reykjavík ................................................ 60 432.11 kr. Hafnarfjörður........................................ 965.00 — Sigluf j'örður........................................ 1 200.00 — Akureyri ................................................ 1000.00 — Vestmannaeyjum ................................ 1000.00 — Selfoss .................................................... 1000.00 — Húsavík.................................................... 296.00 — Fáskrúðsfjörður .................................... 280.00 — Neskaupstaður .................................... 300.00 — Tálknafjörður....................................... 200.00 — Raufarhöfn ............................................ 127.00 — Hveragerði ............................................ 120.00 — i Vopnafjörður ........................................ 60.00 — Vallahreppur í N.-Múlasýslu ............ 150.00 — 67 130.11 kr. Styrktarloforð ........................................ 2 960.00 — Samtals 70 090.11 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.