Þjóðviljinn - 30.11.1943, Side 2
2
ÞJÓÐVILJINN
Þriöjudagur 30. nóv. 1943-
Sneglu-Halli:
Hver fremur vinnusvik?
yyœjamfotnrinn
Það heyrist ekki ósjaldan nú
á tímuxn talað inn það, sem kall
að er vinnusvik. Orðrómur
þessi bitnar þó mjög sjaldan
nema á einni ákveðinni stétt
vinnulýðsins, sem sagt þeim,
sem vinna hin algengu störf
úti við. Verkalýðurinn, sem í
verzlunum vinnur, fær aldrei
slíkar sneiðar með ofanálagi.
Vel geta þó verið þar og eru
sjálfsagt einhver vinnusvik með
aílskonar mælgi. í vinnutíman-
um á vinnustaðnum og í sím-
anum. Öllum hugsandi mönn-
um er kunnug uppspretta þess
arar elfu og hvert henni er
ætlað að renna. Frá íhaldinu
er hún komin, og fyrst og
fremst skal henni veitt á þann
hluta verkalýðsins, sem mann-
dóm hefur átt til að mynda sér
félagsskap til baráttu fyrir
bættum lífsskilyrðum, og skil-
ið hefur þau einföldu sannindi
að .sameinaðir stöndum vér.
Aftur á móti hlífir íhaldið þeim
hluta verkalýðsins, sem á skrif
stofum og í verzlunum vinnur.
Ástæðan til þess er sú, að þar
hefur það átt sitt aðalfylgi og
þar er fólk, sem ekki er að
mynda neinn sérstakan félags
skap fyrir sig, heldur lætur sér
nægja að vera í sama félagi og
atvinnurekandinn. Ekki til
þess að ráða þar neinu um,
hvemig verzlunin er rekin eða
til að skammta honum nein á-
kveðin laun, heldur til þess að
láta hann skammta sér. Hitt er
svo annað mál, af hve auð-
mjúku hjarta mikill hluti þess
arar stéttar þiggur molana, er
að henni eru réttir. Einnig er
þetta frá íhaldinu séð mjög
sniðug aðferð til að kljúfa hin-
ar vinnandi stéttir, sem samleið
eiga og sameiginlegan óvin hafa
við að glíma. Ein er svo enn
ástæðan fyrir þessari þvælu
um vinnusvik hjá ákveðnum
hluta verkalýðsins, og hún er
sú að læða þeirri skoðun inn
hjá almenningi, að verkamað-
urinn sé ekki verður launanna,
að kaupið sé of hátt. Verka-
menn! Hafið þið heyrt þessa
setningu fyrr?
Nú skal því ekki neitað, að
í svo stórum hóp sem verka-
lýðurinn er, þá getur sjálfsagt
verið og >eru einhver lítilháttar
vinnusvik, eins og alltaf hlýtur
að vera í auðvaldsþjóðfélagi,
en almennt er það ekki.
Mér finnst, að Þjóðviljinn,
eina dagblað alþýðunnar í þessu
landi, eigi að ræða þessi mál á
opinberum vettvangi í fullri
hreinskilni. Hann á ekki aðeins
að vera baráttumálgagn fólks-
ins, Þjóðviljinn á einnig að
rækja úppeldisskyldur við al-
þýðuna, ræða við hana á félags
legum grundvelli og í bróðerni,
það sem aflaga fer.
Fátt er ógeðfelldara en sjá
menn hanga við verk, sem
manni er trúað fyrir, og gildir
þar sama hver í hlut á. Nú skul
um við reikna með einhverjum
smávægilegum vinnusvikum,
þó hvimleitt sé þetta eilífa nart
í ákveðinn hluta verkalýðsins.
En hverjar eru þá orsakirn-
ar? Og hverjir ryðja brautina?
Orsakimar eru þær, að við lif-
um í sundurvirku þjóðfélagi,
þar sem hinn vinnandi maður
fær aðeins brot af því kaupi,
sem honum ber. Rök þess liggja
mjög ljós fyrir, því enginn verð
ur ríkur af eigin vinnu, hve
duglegur sem hann er. Undir
eins og einstaklingurinn (oftast
nær með aðstoð kunningja)
hefur „startað“ einhverju smá-
fyrirtæki, þá fer vonin að
glæðast hjá honum að verða
bjargálna maður. Og hefur sú
barátta verið skörp hjá mörg-
um manninum.
Á hinum qpinberu skrifstof-
um, þótt auðvitað sé þar hinn
vinnandi lýður, finnst hinum ó-
viðkomandi, sem inn lítur, að
það sé ekki hálft dagsverk, sem
einstaklingnum sé ætlað.
Hversu oft heyrast ekki þessar
setningar, þegar komið er út
af slíkum skrifstofum: Það
flækist þama hver fyrir öðrum
og afgreiðslan er eftir því.
Það er ekkert óeðlilegt, þó
setningar eins og þessar hrjóti
af vörum manna, sem vinna á
eyrinni, sjónum eða í bygging-
arvinnu. En hins ber að gæta,
að þeim er ekki um að kenna,
sem vinna á þessum stöðum,
þó skipulagið hagnýti vinnuafl-
ið af svona dásamlegri list.
Einnig er það kunnara en frá
þurfi að segja, að því hærra
sem einstaklingurinn kemst,
eins og það er orðað, hvort
heldur það á að vera 1 gríni eða
alvöru, því sjaldnar er hann við
kannski er hann af guðs náð
einn klukkutíma til viðtals á
dag, stundum eru það aðeins
tveir tímar í viku. Þetta getur
svo aftur á móti kostað margra
daga vinnutap hjá öðrum, sem
þurfa að hitta þá. Ofan á þetta
bætist svo, að loksins þegar til
þeirra næst, geta þeir ekki af-
greitt viðkomandi aðilja og
vísa þá til næsta, og svo hann
til þess næstnæsta. Fljótt á lit
ið getur þetta virzt allra
skemmtilegasta grín. En svo er
þó ekki. í fúlustu alvöru er
þetta þjóðfélagsmein, sem' hef-
ur siðspillandi áhrif á allar
stéttir þjóðfélagsins. Því ennþá
standa góðar í gildi setningarn
ar hans Hallgríms okkar Péturs
sonar: Það höfðingjarnir hafast
að hinir ætla sér leyfíst það.
Til þess, sem hér að ofan er
nefnt liggja meðal annars ræt'
ur þess, hve stundum er af
mörgum mönnum úti á vinnu-
staðnum reynt að svindla sér
inn 5 til 10 mínútur með því
að koma of seint til vinnu, eðá
frá mat, úr kaffi o. s. frv.
Þótt ég viti, að þetta er ekki
almennt, þá er þetta tii. Og það
verður að hverfa. Enda græðir
hinn vinnandi. maður aldrei á
þessu. Hann er þá í staðinn lát-
inn vinna fram yfir ákveðinn
tíma og hefur sjálfur stungið
upp í sig og getur ekkert sagt.
Við ykkur sósíalista vil ég
segja þetta: látið ekki hin sið-
spillandi áhrif, sem þjóðfélag-
ið hefur á einstaklinginn, festa
rætur í hugsun ykkar né at-
höfnum. Verið alstaðar fyrir-
myndin, hvar sem þið standið
og starfið. Látið það aldrei
koma fyrir, að þið mætið ekki
á réttum tíma til vinnu, og
vinnið ekki eina mínútu fram
yfir þann tíma, sem áskilinn er.
Því aðeins hef ég skrifað
þessa grein, að það hefur verið
reynt að læða þeirri hugsun
inn hjá almenningi af blöðum
afturhaldsins, að kenning
kommúnista og nú sósíalist-
anna væri sú, að verkalýðurinn
ætti að svíkjast um við vinnu
vegna þess arðráns, sem hann
er beittur. Allt er þetta áróður,
sem ekki hefur svo mikið sem
eitt prósent af sannleikskorni
inni að halda.
Frá því fyrsta, að ég kom í
Kommúnistaflokkinn, og síðan
Sósíalistafl. var stofnaður, hef-
ur mér verið kennt það, sem hér
að ofan greinir, en aldrei hitt
að svíkjast um.
íhaldið verður sigrað. Órétt-
ur sá og arðrán það, sem verka
lýðurinn er beittur verður af-
numinn með skynsamlegri leið
um.
Sneglu-Halli.
Leiðrétting
Herra ritstjóri.
Þar sem blað yðar flutti í
fyrradag þriðju árásargrein Arn
finns Jónssonar um ungmenna
eftirlitið, vil ég hér með biðja
yður fyrir eftirfarandi leiðrétt-
ingu á þeim atriðum, er ég tel
máli skipta að rétt sé frá skýrt:
1) Ungmennaeftirlitið er ekki
einkafyrirtœki mitt. Starfsemin
var hafin fyrir tilstilli ríkis-
stjórnarinnar og falin iögiegiu-
stjóra. Allur kostnaður er
greiddur úr ríkissjóði.
2) Eg beiti götulögreglunni
ekki GEGN neinum. Tn þess
hef ég ekki vald. Þegar ég bið
götulögregluna um aðstoð liggja
ætíð til þess gildar astæður.
Flutningur telpna t:l og frá
Kleppjárnsreykjum eru mér ó-
viðkomandi, því fulltrúi barna-
verndarnefndar eða skólastjóri
vinnuskólans haia annazt um
hann.
3) Eg framkvœmi ekki yfir-
heyrslur í heimildarleysi. Störf
um mínum er hagað samkvæmt
fyrirmælum lögreglustjóra.
Barnaverndarnefnd hefur tví-
mælalaust fallizt á rétt minn
til yfirheyrslu með því að veita
skýrslum mínum viðtöku at-
hugasemdalaust og byggja úr-
skurði á þeim. Ungmennadóm-
stóllinn hefur í því nær tvö ár
úrskurðað fjölda mála eftir
skýrslum frá mér og nokkrar
yfirheyrslur hafa farið fram
beinlínjs samkvæmt fyrirmæl-
Framsóknarmenn velja sér
„þjóðhetjur“
■ Framsóknarflokkurmn er orðinn
gamall, forystumenn hans af létt-
asta skeiði, og í ellinni dunda þeir
við gamlar endurminningar, og velja
sér þjóðhetjur. Auðvitað eru þær
sniðnar eftir dagdraumum þeim, er
þá dreymdi um sjálfa sig og flokk-
inn, þegar þeir og hann voru ungir.
Jónas byrjaði: Hann valdi Mann-
erheim hinn finnska, Jónas kvað
hann að minnsta kosti jafnoka Jóns
Sigurðssonar. Næstur kom Bem-
harð. Hann valdi Gissur jarl Þor-
valdsson.
Ætli Hermann verði ekki næstur.
Hvem skyldi hánn velja?
Útvarpið má ekki gera upp
á milli Bemharðs og
Jónasar
Bemharð flutti útvarpserindi um
sína „þjóðhetju" á föstudaginn. Gísli
Ásmundsson lýsti „hetjunni“ frá
sínu sjónarmiði kvöldið eftir. Það
fór vel á því.
Útvarpið ætti nú tafarlaust að
bjóða Jónasi að flytja erindi um
Mannerheim, svo mætti t. d. fá
Laxness til að flytja þátt um hann
kvöldið eftir. Þá væri ekki gert upp
á milli Bernharðs og Jónasar.
f baráttu fyrir betri heimi
Auðvitað haldið þið að ég ætli
nú að fara að tala um byltinguna
og ríki sósíalismans. Nei, .svo alvar-
legt er það ekki að þessu sinni,
þó ekki skuli því gleymt, að bar-
áttan fyrir sígri sósíalismans er mál
málanna. Hér í borginni starfar tón
listarfélag. Það hefur unnið mikið
verk að því að auka þekkingu Reyk-
víkinga á tónlist, það stefndi að
því að gera tónlistina að almenn-
ings eign, takist það, verða íslend-
ingar betri þjóð og mannaðri en áð-
ur. Hver sem berst fyrir að gera
tónlistina að almennings eign, er að
berjast fyrir betri heimi.
Eg vildi með þessum orðum
minna á starf Tónlistarfélagsins og
segja: Skömm er það höfuðstaðn-
um og ríkinu,. að félag þetta skuli
um hans. Barnaverndarnefnd
er kunnugt um þetta, því vara-
formaður hennar á sæti í dóm-
stólnum. Eitt þessara mála hef
ur verið lagt fyrir hæstarétt,
en engin athugasemd kom frá
honum um rangan málsútbúnað
að því er skýrslur snerti:
4) Skýrslur mínar eru ekki
„ósamboðnar siðaðri þjóð“.
Væru þær það hefðu hinir
ekki látið yfirheyrslurnar við-
gangast í hér um bil tvö ár.
Hið raunverulega áhyggjuefnj
í sambandi við þessar skýrslur
er sá sannleikur, sern þær
greina frá um athafnir og hugs
unarhátt, sem nú breiðist óð-
fluga út meðal æskunnar. Er
það ekki í raun og veru þessi
sannleikur, sem Arnfinni Jóns
syni blöskrar, miklu fremur en
það þó um hann séu skráðar
skýrslur? Og hvort er betur
sæmandi siðuðu þjóðfélagi að
breiða yfir galla sína, eða reyna
að upþræta þá hispurslaust?
Reykjavík, 29. nóv. 1943.
Jóhanna Knudsen.
ekki ráða yfír voldugn tónlistar-
höll, sem hæfir baráttu þess fyrir
betri heimi.
Er ekki skipulagið tfl
fyrirmyndar?
Úr því ég minnist á Tónlistarfé-
lagið, get ég ekki látið hjá líða, að
minnast á hverjir það eru, sem fé-
lagið mynda. Það eru ekki tónlistar-
menn, en það eru áhugamenn, sem
hafa yndi af tónlist og kunna nokk-
ur skil á henni, en þeir stunda ekki
tónlist, nema ef vera akyldi sér til
,Jiugarhægðar“, á helmilum sínum.
í þjónustu þessa félagsskapar starfa
svo ýmsir af færustu tónlistarmönn-
um höfuðstaðarins, og með þessu
eru tónlistarmennimir sjálfir los-
aðir við þann vanda að skipta með
sér störfum.
í því sambandi kemur leik
félagið í hug
Leikfélagið er ein hin merkasta
stofnun sem unnið hefur mikið verk
fyrir íslenzka menningu og vinnur
enn af miklum áhuga. En það er fé-
lag leikaranna sjálfra. Eðlilegar á-
stæður liggja að þessu; áhuginn fyr-
ir leikíist hefur sem sé til þessa
ekki náð langt út fyrir leikarahóp-
inn, en þar hefur áhuginn líka ver-
ið mikill og ódrepandi. En væri
ekki æskilegra, að leikaramir gætu
myndað sitt stéttarfélag, en áhuga-
mennimir, sem ekki leika, haldið
uppi leikfélagi, sem leikaramir
ynnu hja? Vonandi er áhuginn fyr-
ir leiklis orðinn það almennur, að
slíkt sé hægt.
Þessu er skotið fram til athugun-
ar.
Hættumerkið á fótstall-
inum
,ji. þessum fótstalli óstarfshæfD-
innar situr nú hæstvirt ríkisstjóm.
eins og hættumerki á blindskeri,"
sagði Magnús Jónson í eldhúsum-
ræðunum á dögunum.
Skyggn maður sá mynd bregða
fyrir í hug Magnúsar er hann mælti
þessi orð. Hann hefur lýst henní
þannig:
Voldugt líkneski rís af öldum út-
hafsins. Það ber Janusarhöfuð, horf-
ir annað andlitið í suður, það er
Ólafs, hitt í norður, það er Jónas-
ar. Bæði gjóta homauga í vestur.
Fótstallurinn er gerður af mönn-
um, og ekki allfriðlegum. Að sunn-
an ber Ingólfur Sigurð kjötbeinum.
Garðar eys Pétur olíu, Bjarni þreyt
ir fang við Þorstein. Aðrir leika
einkaframtakshagsmunaleik og ger-
ast með þeim hrindingar og pústrar.
Að norðan leikur Jömndur bíóleik
í olíutunnu og gælir við mynd af
Garðari. Sveinarnir Hermann, Svein
bjöm, Eysteinn, Páll, Bernharð o. fl-
leika bitlingaleik, og verður gaman
þeirra grátt. Miklar og ægilegar
sprungur eru í fótstallinum. Á suð-
vesturhomi • hans situr Vilhjálmur
cola, hann horfir til suðurs en sér
til vesturs, á norðvesturhorni Bjpm
coca, hann horfir til vesturs, á norð-
austurhorni Björn, hann ‘horfir sljó-
um augum til himins, á suðaustur-
urhorni Einar, hann hvarlar augum
víða. Vilhjálmur cola tautar. Verði
sprungurnar víðari. Gerist atgangur
inn harðari, bætir Bjöm coca við
Drottinn mirin láttu stallinn ekki
bresta, andvarpar Bjöm. Ef hann
brestur, föllum við með líkneskj-
unni í hið djúpa haf, og upp af öld-
um þess stígur stjóm þingsins, mæl
ir Einar me'ð stóiskri ró.
Hann má hvorki vera heill 'né
kiofinn ef vér eigum lífi að halda,
heyrist tónað tvíraddað. Dýrð sé
coca-cola —. Amen.