Þjóðviljinn - 30.11.1943, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 30.11.1943, Qupperneq 7
Þríðjudagur 30. nóv. 1943. ÞJÓÐVILJINH 7 MATTI AIKIO: BJÖRKIN í LÍFSHÆTTU „Orðaði vindurinn nokkuð, hverjum þetta væri að kenna?“ spurði hann. „Ójá. En það er nú einmitt það sem ég þori ekki með neinu móti að segja. En ungur maður var það, einhver þrjóturinn. Það var hans vegna að henni var þungt fyr- ir hjartanu." „Það hefur líklega ekki verið neinn, sem ég þekki, einhver af vinum mínum?“ , ..Onei,“ sagði björkin. „Ekki veit ég það. En ég segi bara það, sem ég hef heyrt, það, sem vindurinn sagði mér. Og vindurinn sagði-----, að það værir þú.“ Björkin hafði aldrei á ævi sinni séð nokkurn mann taka annað eins viðbragð. Hann brá á leik og hljóp á stað, eins og örskot og gleymdi alveg að kveðja og þakka fyrir sig. En björkin reiddist ekkert, þó að hann gleymdi að kveðja. Hún var sjálf ánægð. Það var gaman að hafa glatt hann. Hitt var auðvitað verra, ef hún skyldi fá orð fyrir að vera kjaftakerling. En hún treysti unga mann- inum. Það er sagt, að karlmenn geti oft þagað yfir leynd- armáli. Björkin var reglulega ánægð með sjálfa sig, og fór að rifja það uppL hvað oft ungt fólk hafði leitað hingað þegar það átti ekki athvarf annarstaðar. Og hún ásetti sér, að bera það með þolinmæði áfram, að ungu menn- irnir brytu af henni ofurlitlar greinar einstöku sinnum, til að gefa unnustunni. Hitt var verra, að stundum komu íitlir strákar sem ekki gátu séð tré í friði án þess að klifra upp í það. Þeir héngu í greinunum, - svo að björk- ina verkjaði í allan kroppinn. Þá átti hún það til að klóra þeim, og það kom oft fyrir, að einhver þeirra fór heimleiðis með rifnar bux- ur. Það er nú einu sinni svona í þessum heimi. Menn verða að gjalda verka sinna. Það er sagt að hvergi sé kúa- mjólk lélegri til manneldis en í Indlandi. Kemur það til af því, að kýr verða að jafnaði elli- dauðar þar í landi og kúakynið því rírt og úrkynjað. Kýrin er, ems og kunnugt er álitin heil- agt dýr í Indlandi og var það til skamms tíma dauðasök að drepa kú, en varðar nú ekki nema sjö ára fangavist. Það þyk ir einnig í fyllsta máta óviðeig- andi, að hirða dauða kú, og er leðuriðnaður ekki talinn heið-' ursmönnum samboðinn. í Ind- landi eru 200 milljónir naut- gripa og er það þriðjungur alls nautpenings í heiminum. Evrópumenn, sem ferðast hafa um Kína hafa tekið eftir því í mörgum afskekktum bæj- um, að stór áletruð spjöld hafa verið fest upp á torgum og gatnamótum. Þetta hafa þeir í fljótu bragði álitið vera auglýs- ingar, en komist að raun um, að það eru leiðbeiningar til al- mennings um það, hvérnig menn eigi að forðast djöfla og forynjur og komast hjá að verða á vegi þeirra. Það er til 1>ETE\ dæmis áhtið þar í landi, að ill- ir andar gangi alltaf beint af augum og er því ráð, að hafa ekki beinan gang inn íbúðar- hús, heldur haga því svo, að gengið sé fyrir horn. í Skarðsárannál frá 1625 er sagt svo frá: „-----Drepsótt í Danmörku, dóu 1300 manns um jól, bráðum dauða. I Kaupinhöfn var sér- lega mikil pestilentía, svo þar í borginni burtdóu 4884 menn, meðal hverra voru margir fyr- irmenn, og um vorið dó margt gamalt fólk. — Item er margt að skrifa frá þeim múrmeistara Marteini í Curlandi, er engill- inn skyldi séð hafa og við tal- að. f Sellandi í Danmörk féll á einum stað blóð af himni of- an á jörðina, svo sem helt hefði verið heilum skjólum. Plássið var eigi meira heldur en hálft stofugólf, sem blóðið féll á. — Flóð kom úr vatni einu í Þýzka landi, stóð um þrjár nætur, drukknaði margt fólk, flutu húsin úr stað. — Einn uxi átti, eður bar, kálfi í Danmörk“. ELÍ og RÓAR SAGA EFTIR NORSKU SKÁLDKON V N A NINI ROLL A N K E R. ið þið svo vel að borða,“ sagði hún og leit á öll dökku og ljósu höfuðin. ,J>ú líka, fjandmaður," hugsaði hún og horfði á hnakk- ann á Per. Það var komið langt fram á nótt, þegar systkinin tcku á sig náðir. Annik hafði margt að segja Ingrid. Hún talaði um skólann, skíðaferð- ir, dansleiki og margt fleira. Og hún vildi fá að sjá undir eins allt, sem Ingrid átti: kjóla, skó, sokka! „Guð; hvað hún er flott. Hún gefur þér allt mögulegt. Frú Stiirland hefur skrifaö mömmu, að hún sé fínasta frúin í bænum“. „Hún saumar allt sjálf. Hún saumar handa mér líka“, sagði Ingrid. „Það er jafn gott, að þú kemur þér vel við hana. Það mundi ég gera líka 1 þínum sporum, þó að Per spryngi af vonzku“. „Hann þekkir hana ekki“, sagöi Ingrid. „Heldurðu, aö hann kæri sig um að kynnast henni? Hann kallar hana alltaf „jóm frúna“. Og svo segir hann, að bráðum veröi meyfæðing hérna hjá ykkur“. Annik hló og mátaði ullarvestið, sem Ingrid átti, frammi fyrir speglinum. Eldri systirin roðnaði. Per var vanur að hafa ruddalegt orðbragð. En samt greip hana kvíði. Hún mundi eftir fyrstu nóttinni eftir að faðir henn- ar kom heim með stjúpunni — hvað hún hafði hugsað þá nótt.. Og hvert sinn, sem hún fór í kirkju með frú Stur- land eftir það, hafði hún beð- ið til guðs: „góði guð! Láttu þau ekki eignast barn“. „Þú getur ímyndað þér, að pabbi vill ekki eiga fleirr krakka“, sagöi hún ergilega, Annik anzaði því ekki. Hún var að skoða sig í speglinum og var næsta ánægð. „Viltu skipta við mig, Ing- rid? Mitt vesti er rautt“. „Eg held nú ekki. Elí segir að mér fari rautt ekki vel“. Hún tók bláa vestið af Annik. Inni í herbergi bræðranna, stóð Per á sokkunum uppi í rúminu og tók niður mynd- irnar, sem Sverre hafði hengt upp á þilið. Hann losaði teiknibólurnar með vasahníf. Þegar einhver myndin datt upp fyrir rúmið, varö;Sverre að skríða þangað til að ná henni. Honum lá við að gráta. Per skammaöi hann í sífellu. „Þú ert asni: Þú hengir myndir af pabba og ',,döm- unni“ upp yfir rúminu mínu. Hana! Taktu við!“ Per fleygði myndunum á gólfið, hverri eftir áðra. „Skógarmynd! Pabbi með höfuöiö í kjöitu „jómfrúarinnar“! Og þú stendux hjá þeim. Kanntu ekki að skammast þín? Og þú átt lifandi móður. Svona nú! Svikari! Nú brennir þú allt saman, svo ég sjái“. Drengurinn grét. Per rétti honum eldspítur. „Opnaðu ofninn! Þessi mynd af þér og Ingrid á bryggjunni, má verða eftir“. Sverre saug upp í nefið, en hann mótmælti ekki. Hann kveikti í myndxmum hverri eftir áðra og fleygði þeim inn í ofninn. Hann horfði á log- ann glefsa í minningar sum- arsins og gleypa þær. Per stóð hjá með hendur í vösum. Hann beit saman vör- unum. Hér var verkefni handa honum. Og því varð áö vera lokið áður en hann færi héðan. ★ Daginn eftir bauö Liegaard læknir syni sínum inn á skrifstofuna. „Heyrðu Per. Þú hlýtur að skilja það, að þú getur ekki þéráð Elí til lengdar. Viltu vindling?“ „Nei, þakka þér fyrir, ég reyki ekki. Eg er hættur því“. „Þáð var rétt af þér. Eg vildi að ég gæti þaö líka“. „Það var bara af fjárhags- ástæðum. Mamma hefur ekki of mikið“. Roar Liegaard fölnaðj. „Ég hélt, að þú værir ekki í svo mikilli klípu“. „Jú, þaö er ég. Ég býst við að verða aö taka lán í vor. Þáð er dýrt að vera í Osló“. „Roar hleypti brúnum. „Mamma þín hefur aldrei far- ið vel með peninga“. „Það er þér að kenna líka. Þáð var ekkert sparað hjá okkur síðustu árin“. Roar þagöi. Hann var að hugsa um, hvað hann ætti að segja. Loks þreif hann papp- írshnífinn og sló honum 1 borðið. „Þú verður að skilja þáð, að ég vil aö þú umgangist konuna mína vinsamlega. Þið Annik getið bæði lært mikið af því að kynnast henni, al- veg eins og Ingrid og Sverre. Hún er ekki eins og fólk er flest“. Sonurinn glotti í laumi. „Ég get ekki gert þér það til geðs, að þúa ókunnuga konu, pabbi. — Neyddu mig ekki til neins. Þú verður að vera sanngjarn. Láttu okkur af- skiptalaus, konu þína og mig“. Róar Liegaard svaraði engu. „Láttu mig vita þegar þú ferð upp að sjúkrahúsinu. Ég hlakka til að sjá tilraimimar þínar“, sagði Per. Hann snaraöist út úr skrif- stofunni. — Um kvöldiö lágu þau hjónin vakandi í rúmi sínu og töluðust við. Þá sagði Roar: „Per er orð- inn harðlyndur og óbilgjam. Þaö endar með því, að hann verður kommúnisti“. „Ég var einmitt að hugsa um Per. Hann er ekkert nema vilji. Hann kemst áfram,enda er hann þegar fullorðinn mað ur, miklu fulloröinslegri og þroskaöri en Thore. Ég var einmitt aö hugsa um þetta núna“. Róari fannst blóöið fara að renna- hraðar í æðum sér. „Það er satt. Og þaö er lífsbar áttan, sem hefur þroskaö hann, hert hann. Hann er maöur og veit hvað hann vill. Lofaðu mér að fáðma þig. Elí“. -----Þáð leið á jólaleyfiö. Hver hátíðardagurinn tók viö af öörum. Feögamir skildu aldrei. Því meir sem þeir töl- uöu um læknisfræöi, því meira höföu þeir að tala um. Sonurinn vildi verða skurð- læknir, faðir hans hvatti hann til þess og áleit, að hann væri vel til þess fallinn. Þá kæmi harkan honum að liði. Per sökkti sér niður í vinnubrögð föður síns aö svo miklu leyti, sem hann skildi þau. Hann las og las. Loks leit hann upp úr handritinu og sagöi: „Það er hraustlega gert af þér, pabbi, að ráðast í þetta hér í þessum afkima“. Annik lagði undir sig allt húsið. Hún íeit niður í komm- óöuskúffurnar, tyllti sér upp á stóla til áö skoöa myndirn- ar á veggjunum, bað Elí að lofa sér að skoða kjólan& hennar og fékk að fara í Par- ísarkjólinn hennar. Hún fór út í bæ með Ingrid og Sverre og kom heim aftur með vini, og vinkonur. Það var dansað eftir grammofón, tínt góðgæti af jólatrénu og brotnar hnet-- ur. í fyrstu var Annik vön áð kalla til Elíar: „Elí, viltu færa okkur eitt- hvaö gott“. Þetta geröi Elí tvisvar. En í þriðja skiptið sagöi hún bros- andi: „En ef þú hugsaöir sjálf um gestina þína, Annik“. „Það segiröu alveg satt“, svaraði Annilc og lét sér hvergi bregða. Hún fór sam- stundis fram í eldhús með Sverre á eftir sér og sótti kök Tor. Elí varð dálítið undrandi og vandræðaleg, þegar hún uopgötvaði, að Annik skoðaði hana sem hentuga þjónustu-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.