Þjóðviljinn - 11.12.1943, Side 2
2
ÞJÓÐVILJINN
Athugasemd til Útvarpstíð-
inda.
Vill „Bæjarpósturinn“ birta eft
irfarandi athugasemd:
I jólablaði Útvarpstíðinda, sem
er all fjölbreytt, eru m. a. birtar
hugleiðingar um dagskrárefmð
eftir ónafngreindan höfund, at-
hugasemdalaust af ritstjóminni,
og verður því að ætla, samkvæmt
gildandi venjum, að hún sé höf-
undinum samþykk, m. a. um
fremur naglaleg ummæli um tvo
vinsæla útvarpsfyrirlesara, þá
Jón Magnússon fil. cand. og Axel
Thorsteinsson rithöfund, en vitan
lega verður að narta í þá, til
þess að koma því að, að þáttur-
inn Minnisverð tíðindi hafi aldrei
náð sinni ‘fyrri reisn síðan Sig-
urður Einarsson hætti að flytja
hann (hér er ekki tekið ólíkt til
orða og líkt væri S. E. sjálfum).
Þeir Jón og Axel eru taldir
ekki reglulega áheyrilegir (þó
þeir séu ekki leiðinlegir“. Ekki
væri skaði, segir bréfritarinn, þótt
fleirum væri hleypt að hljóðnem-
anum til þess að flytja þessa
þætti, og gerir blaðið enga at-
hugasemd við þau ummæli, en
eitt sinn flutti S. E. þessa þætti
einn, og kunni hann því vel og
vinir hans, en það er ekki víst,
að menn almennt hafi kunnað þvi
eins vel, því að þótt S. E. sé
áheyrilegur fyrirlesari, mátti
margt með rökum að erindurn
hans finna, og munu minnisstæð
ummæli hans varðandi þátttöku
Rússa í styrjöldinni og þótti þar
gæta lítillar sanngimi og skiln-
ings, og mætti margt fleira
nefna.
Umskipti til bóta.
Það mun sönnu nær, að í tíð
þeirra Jóns og Axels hefur er-
indaflokkurinn Minnisverð tíðindi
(sem nú hefur fengið annað
nafn) náð mjög mikilli hylli og
þessi erindi hafa aldrei verið vin-
sælli en nú, hvað sem þeir segja
sem eru að gylla S. E.
Voru það mikil umskipti tll
bóta, eftir að Axel fór að flytja
erindi í þessum flokki, að jafnan
var talað með fullri sanngirni
um Rússa. Þetta hneykslaði
marga í byrjun. Þá, sem trúað
höfðu öllum rógi um Rússa, en
viðhorf manna hefur breytzt,
menn eru farnir að skilja rúss-
nesku þjóðina betur, baráttu
hennar og hvaða þýðingu það
hefur sem hún hefur gert í verk-
smiðjum og á vígvöllum.
J. M. hefur líka jafnan rætt
um málin í sama anda og án
þess að halla á neinn. Hef ég
heyrt menn úr öllum flokkum
viðurkenna það, sem hér er hald-
ið fram.
Sannlcikurinn er sá, að þessir
tveir utvarpsfyrirlesarar eiga
miklum vinsældum að fagna um
land allt. Báðir eru allgóðir
ræðumenn. J. M. talar skýrt en
dálítið þreytulega á stundum. Ax-
el . mætti tala hærra, en fái”
þeirra sem í útvarp tala. hafa
eins viðfeldna útvarpsrödd og
hann. .
Það mættu fleiri flytia þætt
ina „Minnisverð tíðindi“.
Enginn mund’i hafa á móti því,
að fleiri en þeir tveir flyttu þessa
þætti, og það hefur einmitt verið
gerð breyting í því efni nýlega,
því að Björn Franzson tekur nú
þátt í þessum erindaflutningi all-
títt og er það vel, því að B. F.
er vel til þessa fallinn.
Ekki datt ritstjórn Otvarps-
tíðinda í hug að benda á, að út-
varpið væri búið að fjölga fyrir-
lesurum í þessum þáttum. Það
var aukaatriði, hitt aðalatriði, að
hlaða undir kempuna S. E.
Svona eiga ekki ritstjórar blaða
að rækja starf sitt. Þeir eiga að
birta athugasemdir við það, sem
ekki er rétt að komi athuga-
semdalaust. — En kannske eru
þeir bréfritaranum hjartanlega
sammála ?
Frjálslyndur.
Ófremdarástandið í skóla-
málum sveitanna.
í fréttum frá Alþingi, ekki alls
fyrir löngu, var m. a. skýrt frá
því að tillaga um all-verulega
hækkun styrks til skólabygg-
inga í sveitum, var kolfelld af í-
haldsflokkunum þremur.
Varla verður þó um það deilt,
að í þessu efni ríkir hið mesta
ófremdarástand. í stað vistlegra
héimavistarskóla, eru enn mjög
víða farskólar, sem hvorki eru
boðlegir bömum né kennurum.
Þar eru börnin látin hópast sam-
an í baðstofum (með heimafólki),
geymsluhúsum eða þröngum,
dimmum og köldum stofum.
Þanniff er aðbúnaður skóla
bamanna í „dreifbýlinu“.
Til áréttingar því, að hér er
ekkert of mælt skulu nefnd þrjú
dæmi aðeins, um það, hvað skóla-
nefndir og valdhafar láta við-
gangast þegar börnin í dreifby!-
inu eiga í hlut. Fyrir nokkrum
árum gekk sá, er þessar línur
ritar, í bamaskóla í sveit, 5 km.
leið. Þegar frost vom mikil urð-
um við að byrja á því að þíða
blek okkar sem var botnfrosið
í byttunum.
Oft var reiknað (á spjöld) mtð
vetlinga á höndum og ekki farið
úr • yfirhöfnum allan daginn.
Kennt var í framhýsi einu,
gömlum og innsviðnum hjalli.
Var þar hálf dimmt er degi hall-
aði. Skólaáhöld þekktust varla,
aðeins 5 landabréf, löngu úrellt.
Nokkrum ámm síðar var böm- •
um í sömu sveit boðið upp á
kennslu á geymslulofti einu, inn-
an um mjölvöm og ýmiskonar
skran eins og gerist í slíkum vist-
arverum. Þarf ekki að gera því
skóna hve vistlegt hefur verið
þar. Loks skal geta þess, að 3—
4 ár var 8—12 börnum kennt í
óinnréttuðu smáherbergi, er hér-
aðslæknir bannaði að nota til
skólahalds.
Fleira er til í pokahorninu ef á
þarf að halda, og má vera að
þessum ófagra þætti fræðslumál-
anna verði gerð betri skil áður
en lýkur.
Menningarfrömuðirnir
miklu.
Verst er, að þessu líkt er um-
horfs enn í dag - allvíða, sökum
tregðu og sofandaháttar forráða- !
manna í sveitum og á Alþingi. ;
Hvenær myndi vera færi á, ;
DAGSBRUN
blað Dagsbrúnarmanna
stækkarum áramótin
Dagsbrún, blað Dagsbrúnar
maima, er nýkomið út.
Þetta mun vera síða>ta
blaðið á þessu ári, en eftir ný-
árið kemur blaðið stækkað.
en verð þess helzt óbreytt.
ASalgreinin í þessu blaöi
nefnist Atvinnuleysiö er viö
bæjardymar. Þá er grein um
nauðsyn þess að hafa trún-
aðarmenn á hverjum vinnu-
stáð. Dagsbrúnarannáll heitir
fastur greinaflokkur í blað-
inu og er þar rætt um innan-
félagsmál Dagsbrúnarmanna.
Birtar eru 1 blaðinu nokkrar
samþykktir síðasta félags-
fundar Þá er smágrein um
undirbúning orlofsferða. Enn-
fremui skrá yfir kaupgja’d
ýmissa ai únnustétta í Reykja.
vík, vinnureikningur o. fl.
Vinsældir ,Dagsbrúnar‘ fara
vaxandi jafnt og þétt. Fastii
áskriiondur eru nú 550 cg á-
lika mikið selst af blaðinu i
jausasöTu.
að gera verulegt átak til útbóta
fjármagnsins vegna, ef ekki nú ?
En þingið lætur sér sæma að við-
halda ósómanum.
Einkennilegt er að sjá þing-
mann Rangæinga í þeirri lest,
menningarfrömuðina miklu, sen
öllum vilja. gefa Njálu.
Margur myndt mæla, að fyrir
bókagjafir slíkar skuli engar
þakkir gjalda, því að þær eru ó-
þarfar, en á hitt skyldi leggja
inikla áherzlu, þegar farið er að
kenna óþroskuðum bömum að
meta og virða gullaldarrit vor,
þá sé ekki svo að þeim búið, að
þau býði tjón á líkamá og sál.
Þá staðreynd ættu þingmenu
að hafa í huga, þegar þeir neita
um fulltingi sitt til að koma við-
unandi skipan á þessi mál.
H. G.
Klofnmgrurmn í sjálfstæð-
ismálinu.
Bjólfur hefur sent Bæjarpóst-
inum þessar hugleiðingar sínar
urn sjálfstæðismálið og afstöðu
sína til þess. Gef ég svo Bjóiíi
orðið:
Góði Bæjarpóstur!
Ekki skil ég klofninginn í sjáif
stæðismálinu. Mér finnst það
brýnasta skylda okkar, sem þjóð
ar, að ganga endanlega frá því
við fyrsta tækifæri. Og Danir
verða ekkert reiðir þótt við ger-
um þetta, en þeir eru visir til að
hæðast að okkur ef við látum það
ógert. Það væri aurnt ef við
þyrðum ekki að hirða þessi
perlu okkar, frelsið, sem búin er
að liggja öidum saman í sorpinu.
Það er meir en furðulegt að til
skuli vera meðal Islendinga tvær
skoðanir á þessu. Eg hef fundið
til með Dönum og Norðmönnum
eins mikið og mér er unnt að
finna til. En það kemur ekki
þessu máli við. Við verðum að
hirða okkar eigið fjöregg, hvem-
ig sem ástatt er í- heiminum. Eg
cr viss um að Alþýðuflokkurlnn
hefur ekki starfað í umboði kjós-
endanna, þegar hann skarst úr
leik í þinginu, og það mun koma
á daginn.
Ekki skil ég heldur „hneyksl-
ið‘! með Tjarnarbíó. Eg las í ein-
hverju blaðinu frásögn á þá leið
Laugardagur 11. desember 1943
Sameinaðír munu launþegar sfanda
gegn htnni síðusfu árás
Alþýðusambandið, fjölmennustu launþegasamtök lanxís
ins, hefur þegar svarað síðustu árás stríðsgróðamannanna
á hendur vinnandi stéttimum, sem gerð var með frum-
varpi ríkisstjómarinnar mn tekjuöflun vegna dýrtíðarinn-
ar.
Með mótmælum sinum hefm- Alþýðusambandið þegar
fylkt launþegum landsins til baráttu gegn þessari árás á
kjör þeirra.
Engum getur nú lengur
dulizt þjóðstjórnarinnræti
þeirrar stjómar er nú situr,
eftir síðustu árás hennar á
kjör latmþeganna í landinu.
Þetta síðasta tiltæki henn-
ar sýnir að þessi svokalláða
utanflokkastjórn er fyrst og
fremst stjórn til vemdar hags
munum stríðsgróðamami-
anna og auðvaldsins í land-
inu, sem tekið hefur upp
vinnubrögð þjóðstjórnarinnar
sálugu, óvinsælustu stjórnar,
sem setið hefur í þessu landi.
Samkvæmt fnunvarpi ríkis-
stjómarinnar eigum við laun
þegar áð greiöa aukna tolla
til þess að hægt sé að lækka
vísitöluna. Vísitalan þarf aö
lækka til þess áö hægt sé að
lækka kaupiö okkar.
M. ö. o. við eigum aö
leggja , fram fé til þess aö
lækka laun okkar og rýra kjör
okkar.
Auömjúkari þjónustu við
atvinnurekendur og meiri
fjandsemi gagnvart vinnandi
stéttunum gat ríkisstjórnin
ekki sýnt.
Margir hafa haldið að
spor þjóðstjórnarinnar og
þau endalok er hún hlaut.
myndu hræða, en ríkisstjómin
virðist ekkert af þeirri reynslu
hafa lært.
Sameinaöir stóðum viö
verkamenn gegn kúgunar- og
hungurárásum þjóöstjómar-
innar og bárum sigur af
hólmi.
Sameinaðir munum viö
enn snúast til varnar gegn
þessari síöustu árás.
Verkamaðui*.
„Syrpa“ nefnist dægradvöl, sem H.
A. Tulinius & Co. hefur gefið út.
Eru það ýmis spil, bæði gamalkunn
og ný. Þar er refskák, „mylla“, ludo,
slönguspil, „Derby“-spil og kappreiða
spil með hindrunum. — ÖUum þess-
um leikjum er haganlega fyrir kom-
ið í einum kassa og mun margur
hafa ánægju af því að stytta sér
stundir við dægradvöl þessa.
að húsið liefði verið til reiðu eí
ræðumaðurinn hefði viljað beia
ábyrgð á því sem sagt yrði, og
það get ég ekki skilið sem neituu.
Bjólfur.
Að gefnu tilefni
Bæjarpósturinn vill taka það íram
að gefnu tilefni, að hann hefur það
fyrir fasta reglu að birta ekki grein
ar, sem honum eru sendar r.afn-
lausar, og gildir það sama, þó að
greinarnar eigi að birtast undir dul
nefni. Rétt nafn og heimilisfar.g
sendarida verður ávallt að fylgja.
Vinur Háskólans
Frumvarp um breytingu á
happdrættislögnnum vai- lil
2. umræðu í efri deild Alþing-
is í fyrradag. Fi'umvarpið fel-
ur í sér leyíl Háskólans til aft
reka happdrættið og megi
framlengjast til 1. janúar
„Vinur Háskólans“
Fjárhu;' snefnd deildarinnar
haíði iagt meö því, aö fru-u
varplö yrði samþykkt eins o,;;
þaö var korúð frá neðri deúd
En þá reis upp vinur Háskól-
ans, Jónas j'j á Hriflu, og hey,
hverja r. singaræðuna af ann-
ari gegn frumvarpinu. Taldi
hann það brot (!) á happ
drættislögunum ef nú væri
farið að breyta þeim — og
yrðu þá víst nokkur vand-
kvæði á yfirleitt að breyta
eldri lögum, sem þó er ekki
ákaflega óalgengt.
Jónas vildi láta vísa málinn
frá með svohljóðandi dag-
skrártillögu:
„Þar sem háskólabygging-
unni er nú lokið, en mikii
þörf að nota gróðánn af ríkis-
happdrætti til að koma upp
nauðsynlegum byggingum
handa stjómarráðinu, Alþingi,
Hæstarétti og Menntaskólan-
um, samkvæmt lögum nr. 44
áriö 1933, tekur deildin fyrir
næsta mál á dagskrá“.
Jónas heimtaöi nafnakaU
um dagskrártillöguna, en svo
fóru leikar, að hann fékk eng-
an, nema sjálfan sig, til að
greiöa henni atkvæöi, en all-
ir aðrir viöstaddir deildai’-
menn, 13 aö tölu, greiddu at-
kvagði gegn henni.
Var frumvarpinu síðan vísaö
til 3. umræðu.