Þjóðviljinn - 22.12.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.12.1943, Blaðsíða 4
Miðvikfidagur 22. des. 1943. ÞJÓÐVILJINN. — Miðvikudagur 22. des- 1943. þJÓÐVILJINN Úigefendi: Sameiningarjio'n.kar albýSa — Sósialistcjlobkurinn. Ritst;óri: Sigaróur Gutmundrwn. Stjórmnálaritstjómr: Einar Olgeirsson, Si. J Sigurhjariarson. Ritstjórnarskrifstcí c : A nsturstræti 12. stmi 2270. ’ Afitreiísia og auglýsingar: Skól'áOÖrÓustig 19, simi 2184. Prentsrmðja: Víkingsprent h. /., Garöastrœti Í7. Áskiiftarverð: i Reykjavík og igrenni: Kr. 6,00 á mánuði. landi: K.\ 5.ÖC á mánuði. Úti á Stjórnarflokkarnir? Það hefur verið litið svo á að núverandi ríkisstjórn hefði ekki stuðning neinna þingflokka, og væri því ekki þingræðisstjórn í venjulegri merkingu þess orðs. Naumast verður þessu haldið fram með rökum, ef litið er á þá meðferð og afgreiðslu, sem mál ríkis- stjórnarinnar fengu á nýafstöðnu þingi. Ríkisstjórnin hefur talið að hennar hlutverk væri að vinna gegn dýrtíðinni, raunverulega hefur hún talið þetta sitt eina hlut- verk, og mætti því ætla að hún stæði og félli með því. Fái hún lagaheimild til að framkvæma vilja sinn í þessu máli, er henni ugglaust ljúft að sitja, fái hún þær ekki, hlýtur henni að vera jafn ljúft að fara. Meginstefna stjórnarinnar í dýrtíðarmálinu hefur verið sú, að leggja fram fé úr ríkissjóði,' til að lækka verð á vörum á inn- lendum markaði, en af þessu leiðir lækkun á vísitölunni og þar með kaupgjaldi, slíkt er veruleg hagsbót þeim, er selja vörur á er- lendum markaði, en öðrum ekki. Ekki hefur þessi stefna ríkisstjórnarinnar átt miklum vinsæld- um að fagna meðal almennings, og engin blöð, nema helzt Tíminn, hafa mælt henni bót. En á Alþingi hafa tveir flokkar fallizt á þessa stefnu ríkisstjórnarinnar. Allir þingmenri Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins hafa gefið ríkisstjórninni ótakmark- aða heimild, til að verja fé úr ríkissjóði til að lækka verð á vörum á innlendum markaði. Allir þingmenn Sósíalistaflokksins og Al- þýðuflokksins greiddu atkvæði gegn þessari heimild og virðist því greinilega hafa komið í ljós, hvernig Alþingi skiptist um stefnu ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa tekio afstöðu með henni, og virðast þar með hafa áunnið sér heitið — stjórnarflokkar. — En það eru fleiri stórmál, en niðurborgunarstefnan, sem tengja þessa flokka saman innbyrðis, og þá báða við ríkisstjórnina. Alþingi samþykkti heimild til að verja 10 milljónum króna úr ríkissjóði til að verðbæta þær landbúnaðarafurðir, sem fluttar eru úr landi. Þessi samþykkt þýðir raunverulega verðbætur á allar útfluttar landbúnaðarafurðir, þannig að fyrir þær fáist sama verð og sexmannanefndin ákvað að gilda skyldi á innlendum markaði, og má því telja víst að útgjöldin samkvæmt þessum lið verði ekki 10 milljónir, heldur 15—16 milljónir. Þessi heimild var samþykkt með atkvæðum Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna, gegn at- kvæðum allra þingmanna Sósíalista og Alþýðuflokksins. Eftir því sem bezt verður vitað var þetta áhugamál ríkisstjórnarinnar, og ber hér aftur að sama brunni — Sjálfstæðismenn og Frarnsóknar menn hafa sameinazt um stefnu stjórnarinnar og eru bví rétí- nefndir — stjórnarflokkar. — Ef litið er yfir afgreiðslu fjárlaganna í heild, kemur í ljós, að þessir tveir flokkar hafa staðið saman um öll meginatriði fjár- laganna, bæði í fjárveitinganefnd og á þingfundum. Þeir samein- uðust um að fella framlög til bygginga fiskiskipa, framlög til að tryggja hlutasjómönnum viðunandi laun, framlag til( að gera stór- felldar umbætur á búnaðarháttum o. fl. þessu líkt. Það eru því þessir tveir flokkar sem bera ábyrgð á fjárlögunum eins og þau voru afgreidd, og ríkisstjórnin tók við þeim, þeir eru því réttnefnd- ir — stjórnarflokkar. — i Auk alls þessa sameinuðust þessir flokkar um að hindra fram- gang allrá breytinga á skattalögunum. Framsóknarflokkurinn þótt- ist raunar vera með ýmsum breytingum, en það var bara til að sýnast, í reyndinni réðu þeir því að skattfrelsi varasjóða allskonar braskfélaga hélzt. Um þetta eins og annað var ágæt samvinna milli stjórnarflokkanna — Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins. — SMa liiiuiálaiefnðaF Reyhiaoibuphieiar Hér fer á eftir áframhald af skýrslu atvinnumála- nefndar Reykjavíkurbæjar. — Verður niðurlag hennar birt síðar, eftir því sem rúm leyfir. IIAFNARVINNA Tala fólks, sem vinnur nokkurn veginn að staðaldri hjá útgerðinni í landi, er sem hér segir: Þ. a. verkam. og Karlar Konur Sanit. bifr.stj. MiIIil.siglingar 145 10 155 113 Strandferðir 85 5 00 7C> Botnvörpungar 85 7 02 62 Onnur fiskiskip 32 7 30 12 Samtals 347 20 376 257 I tölu vei kamanna eru um 20 bifreiðastjórar. Auk þeirra verka- manna, sem hér eru taldir vinna hjá Eimskipafélagi íslands og Skipautgerð ríkisins allt að 250 I mfenn í ígripavinnu við afgreiðslu I skipánna, þegar þau eru í höfn. Um aðra ígripavinnu við höfnina er eng ar ákveðnar upplýsingar hægt að gefa, en vitað er, að hún er allmik- il á ýmsum tímum. Til frekari skýringar má þó gera nokkra grein fyrir starfsmanna- haldi þeirra vinnuveitenda, sem aðallega hafa með höndum af- greiðslustörf við höfnina, auk þéirra, er áður voru taldir. Jóhannes Grímsson annast aðal- lcga afgreiðslu kolaskijta og togara, annarra en stærstu Logarafélag- anna. Hjá honum starfa 10 fastir verkamenn og 35—50 menn í í- gripavinnu. Hjá Hállgrími llene- diktssyni starfa einnig 10 fastir verkamenn, en 100—150 menn við afgreiðslu sementsskipa, þegar af- ferming þeirra fer fram. Loks vinna hjá tveimur stærstu togarafélöguri- um 40—00 verkam. í ígripavinnu við afgrciðslu togaranna. — Þeir menn, sem stunda hlaupavinnu við höfnina, vinna hjá hinum ýmsu vinnuveitendum á víxl, eftir því, sem vinnunni er háttað. AFGREIDSLA KOLA OG OLÍU Tala starfsmanna, sem vinna nú að staðaldri hjá kolaverzlunúnum, er nú um 100, þ. a. ca. 75 verka- menn og bifreiðastjþrar. — All- margir verkamenn hafa og unnið í ígripavinnu lijá kolaverzlunum nú að undanförnu. Þessi tala verka- manna er töluvert hærri en hún var áður en hernámið fór fram, enda hafa sumar kolaverzlananna haft; mikla afgrciðslu mcð höndum fyrir setuliðið, en sú vinna fer nú ört minnkandi. Starfsemi kolaverzi ananna mun og færast saman j)eg- ar Hitaveitan tekur til starfa. — Væntanlega fækkar því verkamönn um til nokkurra muna í jiessari starfsgrein, jjótt óvíst sé, að j>ess gæti verulega í vetur. Hjá olíufélögunum unnu 114 manns í byrjun okt.. j>. a. 10 verka- menn og 10 bifreiða.stjórar, en auk þess mun nokkuð af verkamönn- uin vinna í ígripavinnu hjá félög- unum, eða allt. að 50 manns. Olíu- félögin gera ráð f.yrii' að fjölga stárfsniönnum uin 40—50. Aðal- fjölgunin er hjá Shell, en það fé- lag tekur að sér afgreiðslu við olíu- stöð setuliðsins, og mun ráða jiang- að 35—40 menn, af þeim 20—<-25 verkamönnum, en aðra að ein- hverju leyti fagmenn. IÐNAÐUR (>T/rlit) Eftirfarandi yfirlit sýnir starfsmannahald iönaöarins, samkvæmt þeim gögnum, er tekizt hefur aö afla um þann atvinnurekstur í bænum: Kárlar Konur Samt. 1. Matvælagerð 511 420 940 II. Húsagerð og liús- búnaður 1408 65 1473 III. Járn- og vélsraíði 1063 18 1081 IV. Skipasmíði, 'veiðar- færi og umbúðir 266 100 366 X. Bóka- og myndag. 330 172 502 VI.. Fatnaður og bún- ingsstörf 495 1145 1640 VII. Efnaiðnaður 30 23 53 Samtals 4103 1052 6055 l>ar af: Faglærðir iðnaðann. 1469 102 1571 Lærlingar 494 78 572 Verkanienn 1704 1318 .1022 Annað stárfsfólk 436 454 800 Þetta yfirlit þarnast nokk- urra skýringa. — Fyrst skal bent á þaö, aö nokkuö mun vanta á, að náðst hafi til allr- ar iðnaöarstarfsemi í bænum, og aö tölurnar séu því of lág- ar. Einkum má gera ráö fyr- ir að vanti inn í liöi II og VI, eða nánar til tekið, í bygging- ariönaö og kvenfatagerð. Verö ur nánar vikið aö því síöar, einkum byggingariönaöinum. Þá má geta þess, að upp í yfirlitiö er tekið það starfs- fólk, er vinnur viö verzlanir, sem reknar .eru í sambandi viö iönaö, enda er þá jafnan um sameiginlegan rekstur aö ræöa, eins og t. d. 1 brauS- gerö og víöar annars staöar Skrifstofufólk fyrirtækjanna er einnig taliö meö, svo og eigendur þeirra, sem vinna við þau. — Yfirlitið nær til um 670 atvinnurekenda. Af þeim teljast 550 atvinnuveit- endur, en 120 einyrkjar. Tak- mörkin á milli hinna ýmsu greina iönaöarins eru vlöa næsta óljós, enda rekur sama fyrirtækið oft ( margs konar starfsemí, en of langt mál yröi aö skýra þaö í einstök- um atriðum. Eins og áður getur, er iðn- aðarstarfsemi ríkisins talin hér með, og er hún færð und- ir þá flokka, sem við á. Verk- takar í byggingariönaði, sem vinna aö framkvæmdum fyrir setuliöið (Alm. byggingarfél. og Ing. Guömundsson), eru og taldir hér, með allt sitt starfsfólk. Samkvæmt upplýsingum frá fagsamtökum iönáöar- manna er tala iönnema í hin- um ýmsu iöngreinum sem hér segir: /. M(tlrœlaiðnaðiir:1 Tala 1. Ilrnuðfjerð II //. IhtmgeriT og húxbúiuiður: 1. Húsnsmíði og múrun . . 77 2. Málun og veggfóðrun .. 28' 3. Rörlagninflíirmenn . . . 18 4. Ral'- og útvarpjvirkjun .. 66 5. Jlúsgagnasmíði og -bólslrun .. . . 46 II samtals 230 * III. Jdm-----vcUtníði: 1. Járniðnaður ...................... 138 2. Blikksmíði ........................ 11 3. Bifreiðasmíði *.■.................. 13 4. Bifvélavirkjun .................... 27 III s&wtals 189 IV. Sk'ipasmíði og veiðarfœri: 1. Skipasmíði *.................... 20 2. Netagerð ....................... 9 IV samtals 29 V. Bóka- og myndagcrð: 1. Prentun og prentmyndagerð .... 45 2. Bókband ....................... 9 3. Ljósmyndágerð ................. 4 V. samtals 58 VI. Fatnaður og búningsstörf: 1. Klæða- og feldskurður............. 19 2. Kvenhattagerð .................... 10 3. Skó- og reiðtygjasmíði ............. 7 4. Gull-, silfur-*og ursmíði ........ 13 5. Hárskera- og rakaraiðn ........... 16 6. Hárgreiðsla ....................... 26 VI samtals 97 Alls 614 Þetta yfirlit um tölu iön- nema í bænum á að vera mjög nærri réttu lagi, enda eru þeir töluvert fleiri sam- kvæmt því en í heildaryfirlit- inu hér aö framan. Vantar þar aöallega inn í flokk II, húsagerö og húsbúnaö. BYGGINGARIÐNAÐUR Upplýsinga um byggingar- iönáðinn er mjög erfitt áö afla, einkum hjá múrurum og trésmiðum, enda er starf- semi þeirra miklum og tíðum breytingum háð. Nokkuð ööru málí gegnir um veggfóðrara, málara, pípulagningarmenn og jafnvel rafvirkja. í þeim iöngreinum vinna nálega eingöngu fagmenn, og störf þeirra eru ekki eins háð utan að komandi áhrifum, t. d. veðr- áttufari, eins og múraravinn- an eða sjálf byggingarvinnan. Eftir því, sem næst veröur komizt, unnu við byggingar- framkvæmdir 1 bænum (auk veggfóðrara, málara, pípu- lagningarmanna og rafvirkja) um 700 manns í byrjun þessa mánaðar, þ. a. um 170 á veg- um setuliðsins. Af þessum mönnum töldust 170 vera fag-1 læröir iönaöarmenn, en um 20 lærlingar. Tala verka- manna í þessari vinnu heföí eftir því átt að vera rúmlega 500. Af þeim unnu samkvæmt framansögöu um 330 við húsa byggingar fyrir innlenda menn, því áö í setuliösvinn- unni munu mjög fáir iönaö- lærlingar, auk þeirra, sem vinna á vegum byggingar- vöruverzlana. ViÖ innlagning- ar fyrir hitaveituna vinna þvi sennilega nú um 80—90 ófag- lærðir menn, og við lagnir í húsum fyrir einstaklinga munu og vinna nokkrir menn án þess áö hafa réttindi. Tala manna, sem vinna aö fagvinnu í byggingariönaðin- um, er sem hér segir (auk múrara og trésmiöa): Sveinar og meistarar Lærl. Samt. Veggfóðrun ... 16 o 18 Málun 90 11 101 Pípulögn 30 16 46 Rafvirkjun .... 60 49 118 Samtals 205 78 283 Á vegum rafvirkja vinna ennfremur 50—60 manns, sumpart viö annan iönaö (t. d. skermagerð), en þó eink- um við afgreiðslustörf í verzlunum. Líkur virðast til, áö starfs mönnum fækki ekki í hinum almenna byggingariönaöi í vetur, nema veður eða skort- ur á byggingarefni hamli. Nóg verkefni virðast m. ö. o. vera fyrir þá menn, sem nú starfa aö þessum framkvæmd um. Um tölu utanbæjar- manna í byggingariönaöinum er yfirleitt ekki vitaö. ANNAR IÐNAÐUR EN BYGGINGARIÐNAfeUR Þess er ekki kostur að rekja hér hverja einstaka grcin iðnaðarins á sama hátt og gert hefur verið um byggingariðnaðinn. Það er og ekki nauðsynlegt í þessu sambandi. Á þeirri iðnaðarstarfsemi verða ekki eins snöggar breytingar og bygg- ingariðnaðinum. Allt virðist benda til þess, að í heild dragist hann ekki saman, heldur fari fremur vaxandi, noma tilfinnanlegur efnisskortur geri vart við sig til langframa. í öllum iðnaðinum, fyrir utan byggingariðnaðinn, sem ræddur hefur verið hér að framan, teljast vinna um 1200 fagmenn, 475 lærl- ingar, 1200 iðnverkamenn og 1320 iðnverkakonur, eða alls um 4200 manns við þessi iðnaðarstörf. En eins og áður var minnzt á, er sú tala vafalaust of lág, og eru 4500 sennilega'nær réttu lagi. Vinnuveitendur hafa gcfið upp, ð 70 karlar og 35 konur, sem starfa í þessum iðnaði, eigi lögheimili ut- anbæjar. Þær ’tölur eru óefað til mikilla muna of lágar, einkum að því er snertii> konurnar, enda erf- itt fyrir atvinnurekendur að gefa réttar upplýsingar um }>að atriði. armenn starfa. Samkvæmt upplýsingum frá endurskoöanda bæjarins unnu um 120 menn viö inn- lagningar fyrir hitaveituna í mánuöunum okt. nóv. Eru þaö sumpart faglæröir pípu- jlagningarmenn, en sumpart verkamenn, og munu þeir ekki vera taldir meö undir hinum almennu byggingar- framkvæmdum hér aö fram- an. Samkvæmt heimildum frá félagi pípulagningarmanna starfa nú um 30 faglæröir pípulagningarmenn í bænum (meistarar og sveinar) og 16 Atvinnurekendur í iðnaðinum telja sig geta bætt við starfsfólki sem hér segir, ca.: Iðnaðarmönnumjaglærðnm ...... 120 Iðnaðarmönnum, ófaglærðum .. . 100 Lærlingum .................... 20 Stiilkum í................... 320 Samtals 560 Á móti })essari fjölgun á starfs- fólki, er gert ráð fyrir tiltölulega lítilli fækkun, eða samtals aðeins um 50 manns, aðallega ófaglærðum körlum. Ilrein fjölgun starfsmanna í iðnaðinnm á næstu mánuðum ætti ])ví að nema rúmlegá 500 manns, um 200 karlar og’ 300 konur. En Þfóðvíliasöfnunín nemnr mi 85 435, ll kr Áfta sósíalistar gefa þúsund krónur hver í jólagjöf, í þeirri von að fleiri komi á eftir. Það er orðið nokkuð langt síðan birtar hafa verið tolur um Þjóðviljasöfnunina, enda hefur henni miðað aliverulega, þó mikið vanti á að nóg sé að gjört. Átta félagar í Sósíalistaflokknum hafa gefið Þjóðvilj- anum þúsund króna jólagjöf hver, og skora á fleiri að gera slíkt hið sama, Söfnunin er nú sem hér segir: Reykjavík ........................ kr. 77 99211 Akureyri ........................... — 1325.00 Siglufjörður ...................... — 1200.00 Hafnarfjörður ...................... — 1115.00 Selfoss ........................... — 1000.00 Vestmannaeyjar ..................... — 1000-00 Neskaupstaður ..................... — 500.00 Húsavík ........................... — 296.00 Fáskrúðsfjörður ................... — 280.00 Tálknafjörður .................... — 200.00 Vallahreppur N-M.................... — 150.00 Raufarhöfn ......................... — 127.00 Hveragerði ......................... — 120.00 Borgarfjörður eystri ............... — 70.00 Vopnafjörður ...................... — 60.00 Samtals kr- 85 435.11 jjegár allar aðstæður eru athugað- ar nokkru nánar, verður útkoman ekki eins glæsileg og tölurnar benda til. — Yfirleitt er þessi fjölgun starfs- fólks bundin skilyrðum, sem ókleift er að fullnægja, eins og sakir standa — auk þess, sem hún miðast við nú verándi viðskiptaveltu og kaup- getu almennings, en það hvoru- tveggja getur skyndilega breytzt. Um fagmennina fer það að segja, að þeir eru ekki til, qg fyrirtækin geta því ekki bætt þeini við sig, cn fjölgun ófaglærðra karla stendur oft í béinu sambandi við fjölgun fagmanna, eins og t. d. í vélsmíði og bifvélavirkjun. Sum fyrirtæki gætu bætt við sig starfsfólki, ef viss skilyrði væru fyr- ir hendi, eins og rýmra húsnæði, aukinn innflutningur á efnivöru og áhöldum, linun á verðlagsákvæð- um, lækkun skatta o. s. frv. Þó er beinlínis vöntun á starfsfólki (ná- lega eingöngu kvenfólki) í sumum iðngreinum fyrir núverandi atvinnu rekstur, eins og honum er háttað, og við j)au skilyrði, sem hann á nú að búa. Á ])að einkum við um fata- gerð, Sú atvinnuaukning fyrir karla í iðnáðinum, sem virðist aðallega hafa þýðingu í vetur, er í fiskiiðn- aðinum. Þau frystihús, sem nú eru starfandi, gera ráð fyrir að bæta við um 20 körlum og 50 konum, yfir vertíðina. Auk þess tekur til starfa nýtt frystihús (Ingvars Vil- hjálmssonar) nú eftir áramótin, en starfsfólk þar mun verða um 30— 40. Eins og nú er háttað um at- vinnumarkað l^venna, er nokkuð vafasamt, að frystihúsin fái nægj- anlega margt kvenfólk, og verður þeim ])ví ef til vill nauðugur einn kostur, að taka í þess stað fleiri karla. en nú er gert ráð fyrir. Véla- og járniðnaðurinn, sem og bifreiðaiðnaður, færir nú allmikið út kvíarnar, eins og kunnugt er, m. a. taka tvö ný bifreiðaverkstæði til starfq, innan skamms (Þróttur h.f. og Stillir h.f.). Gera má ráð fyr- ir, að nokkurt, áframhald verði á aukningu þessara iðngreina, eink- um véla- og járniðnaðinum, en eins og áður var minnzt á, er skortur á faglærðum iðnaðarmönnum all- veruleg hindrun á vegi þeirrar þró- unar. Þess má geta, að slakað mun hafa verið til á hömlum þeim, sem verið hafa á upptöku lærlinga í þeim iðngreinum, er hér um ræðir, t,. d. bifvélavirkjun. Nokkur tregða er þó á, að lærlingar gefi sig fram, en breyting verður sjálfsagt á j)ví, ef atvinnuskilyrðin breytast, eða um leið og atvinnumöguleikarnir minnka. En ])á má jafnframt gera ráð fyrir samdrætti í þessum iðn- greinum, og kemur það fyrst niður á ófaglærðu mönúunum, iðnverka- mönnunum, sem þar starfa nú. Afmælisbókin Fjallkonuútgáfan. Reykjavík 1943. Steindórsprent h.f. Þetta mun eiga að vera ein af þeim bókum, sem ætlast er til að verði mönnum til fróð- leiks og ánægju, ekki aðeins um jólin, heldur allan ársins hring. Auk afmælisvísunnar eru við hvern dag ársins skráðir nokkr- ir merkisviðburðir svo sem dán- ar- eða fæðingardagar einhvers mikilmennis eða stórviðburðir sögunnar. Afmælisbókin dagset ur heimsstyrjöldina fyrri tvisv- ar, í fyrra skiptið 28. júní, í síðara skitið 31. júlí. Sigurjón á Álafossi og rússneska bylting- in eiga afmæli saman, 9. marz, ef trúa á bókinni, en ekki er þess getið, að nein bylting hafi orðið í Rússlandi 7. nóv. Aftur á móti er ráðstjórn stofnuð þar 15. sept., og kannast ég ekki við þá dagsetningu. Það eykur ekki traust manna á bókinni, að kona Hannesar Hafsteins er kölluð Ragnhildur, eða Þorleifur Skaftason prófastur er kallaður prófessor, eða að afmælisvísa Jóhanns Sigurjónssonar eftir sjálfan hann er orðuð svona: Bak við mig bíður dauðinn, ber í hendi styrkri... Flausturslegur prófarkalestur ber vott um jólaannir útgefend- anna. Sjálft er formið á bókinni mjög smekklítið. Hver afmælis- dagur er innrammaður eins og vörumiði eða kvittun og ráðlegra er mönnum.að eignast ekki of marga vinina, því að hverjum degi eru úthlutaðar þrjár línur, hvar á menn skulu letra nöfn sín. Eg er hræddur um, að á- nægja manna af þessari bók verði jafn vafasöm og fróðleik- urinn. Sv. Kr. Vitar og sjómerki Ljóseinkenni Vatnsgeymisvit- ans, fyrir innsiglinguna til ReyVjavíkur, eru nú þannig fyrst um sinn: ljós, 2 sek., myrkur 13 sek. samtals 15 sek. VOPN GUÐANNA Framh. af 1. síðu. flestra þeirra karlmanna er hér fást við leiklist. En leikkonurn- ar fá flestar að hvíla sig að þessu sinni. Einn leikaranna kemur hér iram í fyrsta skipti. Er það’ Haukur Óskarsson, en hann hef- ur nú undanfarið stundað leik- nám í leikskóla Lárusar Páls- sonaf’. Lárus Ingólfsson hefur séð um útbúnað allan, búninga og leiktjöld í austurlenzkum stíl. Ásta Norðmann hefur samið og æft dansana í leiknum. Blýantur og kveikjari Eínn og samt hltifun — Vindla- og cigarettu- kveikjarar fyrir konur og karla. Laglegir. — Nokkrar tegundir. Eru á förum. Koma ekki meir til landsins. Ennfremur: Pappírs- og bókahnífar úr hreindýrahorni, útskomir. — Mesta gersemL Verzl. Bristol BANKASTRÆTI. Kolviðarhóll Hér er matseðillinn yfir hátfðisdagana Aðfangadag Jóladag Canapi Consamme a la Madeira Tarteletter Bonne Femme Gans Rouennais n Ja Presse Svínakótelettur a la Flanv.iudt-: Desséizs Coupes He’Lena Café Café ísl. jólagrautur Annan jóladag Consomme Americaine Lambasteik a Italienne Fromages Café Báða dagana verður kalt borð með einum heitum rétti GLEÐILEG JÓL! GOTT NÝTT ÁR! tl|limil»millllllMII»IIMItlllll»MII»IIIMIIIim*" illlllllMIIHlMMIIIIIMInWlMnMlHllllimilMMIIlllllllÍllllllllllimilllllllllllHlllllllliailliinillllllllMIIUIIHMIIHIIIIMIIIIIIIMIIIIIIMHIIIIMIIIIHIim iiiiiiiiiiinMiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimm"ii»ii,ii|»iiiiuiai»iiiiimiimii»nuiiiHiiMiiiiiiiuiH,iiniiii||ininHmiiiiiiiii>||,inii,|i|>,,minmii,mi,|,ii>iiiii|iiii|,iii Jólabókin er: Hin ágæta skáldsaga TIFIINIBIRIIR eftir Lion Feuchtwanger

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.