Þjóðviljinn - 05.01.1944, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 05.01.1944, Qupperneq 1
1 9. árgangur Miðvikudagur, 5. jan. 1944 2. tölublað luir MI Bjelaja Tsérkoff tekín eftír — Nevel járnbrautín SllðPB Dags&Fúnar 1944 Uppstillingamefnd og trúnaðarráð Dagsbrúnar hefur nú lagt fram lista með nöfnum stjórnar og trúnaðarmanna við væntanlegar stjórnarkosningar í Dagsbrún. Listinn er skipaður þessum mönnum: Formaður: Sigurður Guðnason, Hringbr. 188. Varaform.: Hannes Stephensen, Hringbr. 176. Rit- ari: Jón Agnars, Hallveigarstíg 9. Gjaldkeri: Árni Kristjánsson, Óðinsgötu 28 B. Fjármálaritari: Ed- varð Sigurðsson, Litlu-Brekku. — Varastjóm: Er- lendur Ólafsson, Ástþór B. Jónsson og Gunnar Daní- elsson. — Er þetta eini listinn, sem komið hefur fram, og er tæplega að vænta þess, að aðrir listar verði í kjöri, því að engin Dagsbrúnarstjórn hefur notið jafn al- mennra vinsælda og trausts verkamanna og núver- andi forusta Dagsbrúnar. Upplýsíngar Eggerts Claessens: Heiir laones á Bofi gerzl H' leoiF olð Fáir munu þeir vera, sem heyrt hafa getið um rithöfundinn Eggert Claessen. En Egger.t Claessen, mað urinn, sem virðist lialdinn fjand- semi gegn íslenzkum verkalýð, hann er alþekktur. Þessi maður geystist nú fram á TÍtvöllinn í gær og var mikilvirkur. Honum entist ekki siða í Morgun- blaðinu. — I>að var fjandsemin gagnvart verkalýðnum, sem knúði hann til ritstarfanna. í grein þessari, sem er skrifuð til varnar athæfi Jóhannesar á Borg og gegn hljóðfæraleikurunum, Al- þýðusambandinu og framkvæmda- 4 daga bardaga. Velíkí Luki á valdí rauða hersins « Fleiri og fleiri rússneskar hersveitir streyma stöðugt yfir fyrrverandi landamæri Póllands. Opinberlega er ekkert tilkynnt um það í Moskva, en kunnugt er, að rauði herinn er kominn marga kílómetra vestur fyrir landamærin. Það voru Kósakkahersveitir sem fóru fyrstar yfir landamærin. Gerðist það skammt frá bænum Olevsk, sem Rússar tóku í gær. Er hann sunnarlega í Pripet- fenjasvæðinu, á járnbrautinni milli Kíeff og Varsjá. Meginþungi sóknarinnar beindist þó suður á bóginn í gær, þar sem Rússar tóku Bjelaja Tserkoff í áhlaupi. Á norðurvígstöðvunum hafa Rússar náð járnbraut- inni milli Veliki Luki og Nevel alveg á sitt vald. Framkoma Jóhannesar á Borg gagnvart liljóðfœraleikurunum, og þó ■sérstaklega hið síðasta tiltœki hans, að nota erlenda liermenn sem verk- fallsbrjóta á áramótafagnaði sínum, hefur vakið andúð og fyrirlitningu. Þjóðviljinn sagði í gœr, að enginn mœlti framkomu hans bót. Þar skjátlaðisi honum. Slíkur „íslendingur“ var til. — Það var Eggert Claes- sen, formaður Vinnuveitendafélags tslands. stjóra þess, Jóni Sigurðssyni, er eitt atriði, sem hlýtur að vekja eftir- tekt. 1 grein þessari segir Claessen svo: „Vegna undangenginnar reynslu setti Jóhannes Jósefsson hljóðfæraleikurunum það skilyrði, að þeir skyldu „sjá um“, að Félag íslenzkra hljóðfæraleikara „segði sig úr Alþýðusambandinu". Undir héraðlútandi skuldbindingarskjal skrifuðu þeir fimm, sem voru í hljómsveitinni á Hótel Borg. En úr þessu varð ekkert nema svikin ein- tóm. Var Jóhannes Jósefsson samt svo vægur í viðskiptum, að hann Framhald á 8. síðu. Stalín tilkynnti í sérstakri dag- skipan um miðjan dag í gær töku borgarinnar Bjelaja Tserkoff. Loka bardaginn um liana byrjaði fyrir fjórum dögum og var mjög ákafur. Borgin er mikil járnbrautarmið- stöð, og var eitt höfuðvirki Þjóð- verja. Hún er 80 km. fyrir sunn- an Kíeff, og liggur um hana járn- braut úr Dnépr-bugðunni. llússar sóttu' að borginni úr norðri, vestri og suðri. Sendu Þjóð- verjar liðsauka þangað og gerðu margar gagnárásir. Var auðséð, að þeir ætluðu ekki að sleppa lienni fyrr en í fulla hnefana, en borgin hefur nú verið á þeirra valdi í liálft þriðja ár. Rauði herinn hefur tekið mikið landsvæði fyrir suðvestan Bjelaja Tserkoff í sókn sinni að fljótinu Bug og síðustu járnbrautinni, sem Þjóðverjar hafa á valdi sínu úr Dnépr-bugðunni. Hafa um 40 bæir og þorp verið tekin á þessum slóð- um. Álíta hernaðarsérfræðingar, að þessi leið liggi svo til opin fyrir núna, og hafi horfur Þjóðverja aldrei verið alvarlegri en núna. — Sunnar og vestar liafa Rússar tekið bæinn Kliska, sem er 60 km. fyrir norðvestan Vinnitsa. Er nú mjög þrengt að setuliði Þjóðverja í Ber- diséff, sem er eina stóra vígið, sem þeir eiga eftir á Kíeff-vígstöðvun- um. — Á norðurvígstöðvunum tóku Rússar yfir 100 bæi og þorp í gær. Áttatíu og einn skriðdreki var eyðilagður fyrir Þjóðverjum og 36 flugvélar. Herstjórn Þjóðverja hefur" mikl- ar áhyggjur út af því, að rússnesk- ir skæruliðar hörfa vestur á bóginn með þýzka hernum, í stað þess að sameinast rússnesku hersveitunum. Ilefur ekkert lát orðið á árásum þeirra á samgöngur Þjóðyerja að baki vígstöðvjmum. Sókn Rússa hefur víðtæk áhrif á stjómmálasviðinu Hin hraða sókn rauða hersins vestur á bóginn hefur vakið mikl- ar og margvíslegar hrœringar á stjórmnálasviðinu. Pólska stjórnin í London Icallaði saman fund í gœr til að rœða við- burðina. Talsmenn ungversku stjórnarinn ar hafa látið í Ijós ótta um, að á- Framhald á 8. síðu „Vér heiðrum nafn Georgi Dimitroffs og minnumst dirfsku hans'1 250 frægir Bandaríkjamenn hylla hetjuna frá Leipzig LONDON. — General News Service. „Á þeirri braut sem Dimitroff lagði einn inn á fyrir tíu árum ganga nú allar hinar sameinuðu þjóðir. Á þessu tíu ára afmœli Rík- isþihghúsbrunans heiðrum vér nafn og minnumst dirfslcu Georgi Di- mitroffs“. Þannig lýkur ávarpi, er 250 fræg- ir Bandaríkjamenn undirrlta og birt var í New York Times. Meðal þeirra er undirrita ávarpið eru hljómsveitarstjórarnir Toscanini og Koussevitsky, vísindamaðurinn heimsfrægi Albert Einstein, frönsku blaðamennirnir Genevieve Tabouis og Lillian Hellman, og margir þekktir kirkjuleiðtogar. „Loginn, sem Dimitroff kveikti hcfur lifað þessi tíu löngu og skelfi- legu ár“, segir í ávarpinu, „og hann mun ekki slokkna fyrr en úrslita- sigurinn hefur verið unninn yfir myrkraöflunum. í nafni Dimitroffs heitum við öllum þeim milljónum manna, sem farizt hafa saklausir og hetjum þeim, sem falla munu, að linna ekki starfi fyrr en sigur er unmnn Lækkun á farmgjöld- um Eimskip Viðskiptaráðið hefur ákveðið að lœkka farmgjöld með skipum Eim- skipafélagsins, um 20%, frá þess- um áramótum. í inaí s. 1. voru farmgjöld á öil- um öðrum vörum en kornvörum, sykri, kaffi, áburði, fóðurbæti og smjörlíkisolíum hækkuð um 50%. Þessi hækkun hefur nú verið lækkuð niður í 30%. Einnig hefur verið ákveðið að fella niður 20% viðbótarflutnings- gjald á timbri. Japonsku auðhringarnir og hernað- arklíkan í órjúfandi bandalagi Verkalýður Japans býr við verstu kúgun LONDON. — General News Service. Japanskir stríðsfangar í Kína hafa myndað með sér „Bandalag gegn stríði”, og gefa út málgagn í Sjúnking. Hafa komið þár fram athyglis- verðar upplýsingar um stríðið heima fyrir í Japan. Það verður Ijóst af skýrslum, er birzt hafa ítmálgagnz þessu, að japönsku auðhringarnir Mitsúi og Mitsúbisi hafa notað styrjaldarástand- ið til þess að ná algjörðum yfirráðum í atvinnidífi landsins. Lög hafa verið sett, er gefa ríkisstjórninni heimild til „samfœrslu framleiðslunn- ar“, og þýðir framkvœmd þeirra í rauninni, að fjöldi lítilla iðnfyrirtœkja hafa verið lógð undir stjórn hringanna, Þelta hefur orðið til þess, að gíf- urlegur stríðsgróði hefur safnazt til örfárra auðhringa, er fengið liafa ótakmarkaðan aðgang að hinum auðugu hráefnalindum í löndum þeim, er Japanir hafa hernumið. Pólitísk afleiðing þessarar þróun- , ar hefur orðið sú, að fjármálaauð- valcl Japans og hernaðarklíkurnar eru nú bundnir órjúfandi böndum og áframhald styrjaldarinnar til hins ýtrasta eina hugsanlega stjórn arstefnan. Oll hin skipulagða verkalýðs- hreyfing hefur verið bæld niður, og kúgun verkalýðsins grimmari en nokkru sinni hefur þekkzt í Jap- an, og er þá mikið sagt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.