Þjóðviljinn - 10.02.1944, Page 2

Þjóðviljinn - 10.02.1944, Page 2
2 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. febrúnar 1944 Gamall pokamaOur leysir frá Sjómannssamtökin þurfa að fá öryggiseftirlitið í sínar hendur. — Athyglisverð tillaga sjómanns um sjómannaráð um borð í skipunum Sjómenn hafa verið óþarflega þögulir um málefni stéttar sinnar, því margt hefur á daga þeirra drifið, sem ekki er aðeins vert frásagnar, heldur er beinlínis þörf að komi fram í dagsljósið. Umræðumar undanfarið um öryggismál sjómanna hafa orðið til þess, að sjómennirnir hafa látið meira til sín heyra um þessi mál og er það sannarlega vel farið, því engir vita betur en einmitt sjómennirnir sjálfir, hverju helzt er ábótavant með Öryggismálin og hvað nauðsynlegast er að gera og ættu sem flestir sjóemnn að láta álit sitt í ljósi. í eftirfarandi grein lýsir sjómaður nokkuð veru sinni á togara. Auk þess kemur hann fram með þá at- hyglisverðu tillögu, að sjómenn myndi ráð um borð í hverju skipi, til þess að hafa eftirlit með öryggismálun- um. Fer grein hans hér á eftir: Það gleður mig að umræður eru byrjaðar um ofhleðslu tog- aranna, og er það von mín, að þær verði upphafið að víðtækri rannsókn á hinum allt of tíðu sjóslysum. Ástæðan til þess, að ég birti þessar línur er sú, að ég veit að ekki muni af veita, að allir þeir, sem eitt- hvað geta lagt til þessara mála, er að gagni mætti koma geri það. ÖRYGGISBARÁTTAN ER IIAFIN f „Vísi“ er fyrir skömmu bent á það, að æskilegast hefði verið að félagssamtök sjó- manna hefðu getað ráðið bót á þessu mikla vandamáli, en ef þau reyndust þess ekki megnug yrði löggjafarvaldið að taka í taumana, og mér skilst að láta þá félagssamtök sjómanna eiga sig. Þetta er ekki hægt að mín- um dómi. Það eru félagssamtök sjómanna, sem eiga að heyja baráttuna fyrir öryggi þeirra, sem starfa á sjónum, með stuðn ingi hvaðan sem hann kemur. Það verður hver og einn einasti meðlimur sjómannasamtak- anna að gera skyldu sína 1 þessu efni. Sjómenn verða að gera sér það ljóst, að ekki er hægt að rannsaka nokkurt sjóslys, nema með aðstoð þeirra, t. d. ef rannsaka á, hvort breyting- ar togaranna skaða öryggi þeirra. Og hvernig er það bet- ur hægt en að sjómennirnir, sem á togurunum eru, segi af- dráttarlausan sannleikann um það, hvernig skipin eru eftir breytinguna. Hvar fást betri upplýsingar við rannsókn á Max Pemberton-slysinu en með vitnisburðum sjómanna, ef til eru, sem verið hafa á skipinu á undan og eftir breytinguna er á því var gerð. Eins er með löggjöfina. Það er hægt að búa til lög um öryggi fyrir sjómenn, en það er engin vissa fyrir að þau verði haldin, nema með aðstoð og fulltingi sjómannanna sjálfra. Bn eftir á að hyggja, erum við ekki menningarþjóð? Er ekki til löggjöf til öryggis fyrir sjó- farendur? Jú, en samt hefur allt þetta skeð. En af hverju? Af því að sjómannastéttin sjálf hefur því miður verið óvirkur aðili. Þessi umbótaalda í öryggis- málum sjómanna, sem nú er risin, hefur einskorðazt mjög við ofhleðslu togaranna eins og eðlilegt er, þar sem álit margra er að tveir togarar hafi farizt á skömmum tíma af ofhleðslu með allri áhöfn. Eínnig hér verða sjómexm að gera skyldu sína. Við getum lagt það mik- inn skerf í þessa baráttu, að hún ekki einungis skoli í burt ofhleðsluhættunni, heldur einn ig öðrum hættum, sem skip og skipshafnir komast í af alger- lega viðráðanlegum ástæðum. Togaramenn vita bezt sjálfir hvar skórinn kreppir að og hvar umbóta er helzt þörf og þeir eiga ekki að hlífast við að koma með allan sannleikann í dagsljósið, þá myndi það vafa- laust koma í ljós, að sumir togaraskipstjórar mega ekki undir öllum kringumstæðum vera sjálfráðir gerða sinna. ÁBYRGÐARLEYSI SUMRA TOGARASKIPSTJÓRA Eg er með bók fyrir fram- an mig. Það er vanaleg bók í stóru broti. Hún er skrifuð meira en til hálfs. í hana eru skrifaðar endurminningar, sem ná yfir sjö ára tímabil, sem eg var háseti hjá Vilhjálmi Árnasyni, Bárugötu 35 í Reykja vík, núverandi skipstjóra á tog aranum „Venus“. Eg ætla að birta úr þessum endurminning- um tvo viðbm’ði sem sérstak- lega snerta öryggi skips og skipshafnar. Eg fletti upp í bókinni á 25. blaðsíðu. Þar hefst þessi frásögn, sem ég birti hér orðrétta: SIGLT INN í HAFÍS Við vorum að fiska djúpt úti af Vestfjörðum að vetri til. Vorum þá á ísfiskveiðum. Það var náttmyrkur en ágætisveð- ur. Við vorum að virma við fisk og litum auðvitað ekki upp frá okkar verki, vitum við því ekki fyrr en árekstur verð- ur og við köstumst í allar átt- ir og þótti okkur nóg um. Við fórum að líta í kringum okkur. Kom þá í Ijós, að siglt hafði verið með fullum toghraða inn í hafísbreiðu. Vilhjálmur skip- stjóri kemur út í brúarglugg- ann, hafði víst sofið í rúmi sínu, er hann hafði í brúnni. Það er sírax farið að draga vörpuna inn og „stímað“ spöl- korn frá ísnum. Höldum við síð an áfram og ljúkum veiðiferð- inni á þessum slóðum. Við komum heim til Reykja- víkur að nóttu til með skipið fullt af fiski. Duglegur var Vil- hjálmur. Síðan var lagt af stað til Hollands með aflann, áður en birti af degi, án þess að nokkuð væri athugað, hvort áreksturinn hefði valdið skip- inu skaða. Skipstjórinn og tveir eða þrír hásetar urðu eftr í landi og var ég einn af þeim. Hér á eftir mun ég því halda mér við frásögn stýrimannsins, sem var skipstjóri í Hollands- ferðinni. Honum segist svo frá: Við fengum blíðskaparveður alla leiðina, þótt vetur væri. Eg var að velta því fyrir mér, sagði hann, af hverju það staf- aði að skipið var framhlaðnara en vanalega og lét ég gera gangskör að því að athuga það. Lét ég losa hlemm sem er yfir vatnsþéttu öryggisrúmi fremst á skipinu, en drottinn minn, hvað skeður, — blíðalogn og sólskin var —, þegar við tökum hlemminn af, þá sjáum við hvorki annað eða meira en sólskinið í gegnum skipið. Kom þá í ljós, að við áreksturinn hafði ísinn sett stærðar gat inn með stefninu. Er við komum til Hollands, segir þáverandi skip- stjóri, var reynt að fá leyfi til að sigla skipinu til Englands eins og það var, en öryggiseft- irlit Hollendinga sleppti því ekki úr höfn fyrr en viðgerð hafði farið fram á því. í HÆTTU VEGNA KOLA- LEYSIS Það er á vertíð. Við erum að fiska djúpt úti á „Köntum“ sem kallað er. Við erum búnir að vera lengi í „túrnum“ og tókum þá eftir því, að 1. vél- stjóri gerir sér tíðar ferðir upp í brú til skipstjóra. Gizkuðum við því á, að nú riiyndu kolin komin að þrotum, en samt er haldið áfram að fiska og ekk- ert heimferðarsnið á neinu. Leiðin var ekkí löng heim. Mig minnir 5—6 tíma sigling, svo að ólíklegt var að öllu eðli- legu að kolin mvndu ekki duga. Nú er loks lagt af stað að kvöldi til, en skipstjóri hafði Hver á að leika hlutverk Guðm. 1 Guðmundssonar? Það var myndarleg fjögurra dálka fyrirsögn á annarri síðu Al- þýðublaðsins í gær. Hún var þann- ig; „Krafa Alþýðuflokksins: Útsvör- in á hátekjumar og eignaaukning- una.“ Þetta er nú svo sem ekki ný krafa, Alþýðuflokksmenn hafa með- al annars verið meðflutningsmenn að frumvarpi um sérstakan skatt á eignaaukningu, ekki bara einu sinni, heldur þrisvar. Þetta var nú gott og blessað. En svo bar það til tíðinda, að greiða skyldi atkvæði um frumvarpið í efri deild. Guð- mundur f. Guðmundsson, einn af þingmönnum Alþýðuflokksins, vissi að framgangur málsins valt á hans atkvæði. Hann laumaðist út, frum- varpið um eignaaukaskattinn féll með jöfnum atkvæðum. Nú þykir rétt að spyrja Alþýðu- flokkinn: Ef svo skyldi nú fara að krafan um að leggja útsvör á eignaaukn- ingu ylti á atkvæðum Alþýðuflokks manna. Hver á þá að leika hlut- verk Guðmundar f. Guðmundsson- ar? Hverjir sköpuðu þessar milljónir? íslendingar hafa auðgazt um hundruð milljóna króna á stríðs- tímunum. Allir vita að það eru verkamenn á sjó og landi, sem hafa skapað þessa auðlegð. Hverjir eru taldir eigendur? Ekki eru það verkamennimir, sem auðinn sköpuðu, sem taldir eru eiga hann. Þeir hafa haft góða atvinnu og laun, sem hafa veitt þeim sæmilegt lífsframfæri, og annað ekki. Þeir eru nú, alveg eins og fyrri, örsnauðir menn, þeir eiga ekkert nema vinnuaflið, bregðist ekki skorðað vindstöðuna nógu fast og var vindur orðinn mót- drægur. Fljótlega er farið að „stíma“ með hægri ferð til þess að spara kolin. Verður mér það lengi minnisstætt, þeg ar við, sem vorum í svefni er- um kallaðir upp á þilfar kl. 12 á miðnætti. Var þá allt í upp- námi, við vorum ekki komnir að Skaga, en kolin að verða búin. Hásetamir eru nú settir til starfa. Nokkrir eru látnir tína saman allt það á þilfarinu, sem hugsanlegt er að brenna, en aðrir voru settir til aðstoðar kyndurunum og var ég á meðal þeirra. Það er fleygt niður til okkar plankabútum, gömlum botnrúllum, lifur, grút og ýmsu öðru skrani. Að fá upp gufuna gekk illa, því að ekkert vildi brenna nema grúturinn. Eg lít til þilfars eftir nokkurn tíma. Sé ég þá, að haldið er inn með Skaga. Mér er sagt að ferðinni sé heitið til Keflavíkur og að þar eigi að taka kol. Þegar við komum þangað er kominn sterkur stormur, er stendur á land. Nú verður að hafa hraðann Framhald á 5. síðu. það, bili heilsan, eða þóknist at- vinnurekendum ekki að gera kaup- tilboð í það, þá bíður skorturinn verkamannanna. Það eru örfáir menn, sem tald- ir eru eiga allan þann auð, sem hér hefur safnazt saman á stríðs- árunum, flestir hafa þeir litlu eða engu fómað fyrir þá auðsöfnun. Hvemig verður svo auður- inn notaður? Nú er það vissulega satt og rétt sem sumir segja, að það skipti ekki öllu máli hverjir séu taldir eigendur auðsins, heldur hitt, hvem ig hann verði notaður. Aðalat- riðið er vissulega að auðurinn verði notaður til þess fyrst og fremst að tryggja öllum vinnufær- um mönnum atvinnu og sómasam- leg laun. En það er ekki til snef- ill af tryggingu fyrir því, að þeir auðmenn, sem nú eru handhafar þessa fjár, noti það þannig, þeir hugsa fyrst og fremst um sinn hag, um hvemig þeir geti ávaxtað fé með sem minnstri áhættu. Stríðsgróðinn ætti að vera sameign þjóðarinnar Af þeim ástæðum, sem nú hafa verið fram færðar er það augljóst mál, að stríðsgróðinn ætti að vera sameign þj-óðarinnar, það er að segja, hann ætti að vera í vörzlu ríkisins og bæja- og sveitafélaga. Þessvegna hefur Sósíalistaflokkur- inn barizt fyrir að leggja á allríf- legan eignaaukaskatt, þ. e. a. s. að taka nokkum hluta striðsgróð- ans í vörzlu ríkisins. Ólík sjónarmið rekast á Þegar þetta mál var fram kom- ið á Alþingi varð auðvitað harður árekstur milli hinna gjörólíku sjónarmiði íhalds og sósíalista. Morgunblaðið barðist fast gegn hugmyndinni um eignaaukaskatt, eins og við var að búast, blaðið og flokkur þess heldur því sem kunnugt er fram, að fjármunum þjóðarinnar og framleiðslutækjum sé bezt borgið í höndum fárra „fjár aflamanna“. Þeir sem þykjast vera en eru ekki Við þessa deilu sósíalista og í- haldsmanna var ekkert sérkenni- legt, ekki heldur það, að hún kom upp um þá menn, sem þykjast vera sósíalistar eða hlynntir megin- sjónarmiðum sósíalista, en eru það ekki. Allar harðar deilur milli í- halds og sósíalista koma upp um fleiri eða færri slíka menn. Fram sóknarmenn hafa þótzt vera hlynnt ir sjónarmiðum sósíalista hvað af- stöðuna til stríðsgróðans snertir, og Alþýðuflokksmenn þykjast vera sósíalistar. Það er því rétt að muna að það var formaður Framsóknar- flokksins og Guðmundur í. Guð- mundsson, sem felldu frumvarpið um eignaaukaskattinn. Þeir komu upp um sig. í dag í dag er fundur í bæjarstjórn Reykjavíkur, þar verður tekin á- kvörðun um fjárhagsáætlun bæjar- ins fyrir árið 1944, og þar með ákveðið eftir hvaða meginreglu bænum skuli stjómað þetta ár. Tillögur sósíalista miða allar að því að bærinn taki forustu í atvinnu- málunum og tryggi að hér komi aldrei framar atvinnuleysi. Kynnið ykkur þær tillögur, sem greitt verður atkvæði um í dag í bæjarstjóminni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.