Þjóðviljinn - 12.02.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.02.1944, Blaðsíða 1
34. tölublað. 9. tölublað. Laugardagur 12. febrúar 1944 ÁRÁSIN Á SEYÐISFJÖRÐ Ein flugvél varð senni lega fyrir skoti úr loftvarnabyssu Lokaþáttur inníkróunarorusfunnar hafínn Stalín tilkynnti í sérstakri dagskipan í gær töku bæjarins Sépetofka, sem er um 70 km. fyrir suðaustan Rovno. Var svo komizt að orði, að taka ^bæjarins tákn- aði þáttaskipti í sókn rauða hersins inn í Vestur-Úkra- ínu. Verður sóknin á miklu hreiðari grundvelli hér eftir. Fréttaritarar telja, að hafinn sé síðasti þáttur inni- lokunarorustunnar umhverfis Korsún. Hefur hinum innikróuðu herfylkjum (8. herinn þýzki) verið skipt í tvennt. Eru í öðrum partinum leifar þriggja herfylkja. BURT MEÐ TANNER. Sænska blaðið Arbetaren ræðst hvasslega á finnska sósíaldemo- kratann og milljónerann Tanner, sem nú gegnir forsætisráðherra- störfum í forföllum ráðherrans. Segir blaðið að liann muni hverfa af hinum pólitíska vettvangi eftir stríöið. ,,Fólkið“, segir blaðið „mun ekki liika við að taka upp vinsam- lega sambúð við Sovétþjóðirnar, en fyrst verða þeir, sem hafa haft samvinnu við Hitler, að hverfa úr Tillaga sósíalista um niðurfellingu skóla- gjalda við Gagntræða- skóla Reykvíkinga samþykkt Tillaga sósíalista urn að jramlag til Gagnfrœðaskóla Reykvíkinga hœkki úr kr. SO þús. uj>p í kr. 150 þús. og skuli skólagjald við skól- ann falla niður, var samþykkt á bœjarstjórnarfundi í fyrradag með atkvœðum vinstri flokkanna og Árna Jónssonar. Hefur þar með verið bætt úr því óréttlæti að nemendur þessa skóla skuli greiða skólagjald, er nemend- ur við aðra tilsvarandi skóla í bæn- , Þjóðviljanum ba<rst i gœrkv. svohljóðandi tilkynning frá amerísku herstjórninni, um á- rás þá, sem Þjóðverjar gerðu á Austurland í fyrradag, og skýrt var frá í blaðinu i gcer: „Árás þýzku flugvélanna var gerð á Seyðisfjörð s. I. fimmtudagsmorgun. Ekkert manntjón hlauzt af völdum árásarinnar hvorki hjá íslendingum né herliðinu. Það er álitið, að ein hinna þriggja flugvéla, sem árásina gerðu hafi orðið fyrir skoti úr loftvarnabyssu“. Fréttaritari Þjóðviljans á Seyðisfirði hefur skýrt svo frá að sprengjurnar hafi fallið í sjóinn, og hafi hús, er stóðu alllangt frá þeim stað, er sprengjurnar komu niður, nötrað undam loftþrýstingn- um af völdum sprenginganna. Sépetovka er við aðaljárbraut- , ina frá Kieff til Brest-Litofsk. \ Hún hefur mikla þýðingu sem járnbrautamiðstöð. Varnir Þjóð- verja voru afar öflugar. Höfðu þeir breytt sykurverksmiðjum í útjaðri bæjarins í sterk virki. Rússum tókst að lokum að kom- ast að baki varnai'liðinu og brjót- ast þar inn í bæinn um leið og þeir ruddust inn í hann að fram- an. Rússneska stórskotaliðið átti mikinn þátt í úrslitunum. Yfirhershöfðingi 8. hersins þýzka, sem innikróaður er, hef- ur flutt aðalstöðvar sínar frá Korsún til þorps nokkurs norð- 1 vestar. Engin flutningaflugvél komst til hersins í gær. Öflugar tilraunir voru gerðar t.l að rjúfa hringinn utan frá af miklúm fjölda fótgönguliðs og skrið- dreka, en þær báru engan ár- angur. Hafa Rússar rekið fleyg inn í afkróaða svæðið og tóku í gær 9 bæi og þorp. Rauði herinn er nú víðast hvar um 15 km. frá Lúga. Voru marg- ir byggðir staðir teknir þar í gær. I fyrradag eyðilögðu Rússar 89 skriðdreka og 62 flugvélar fyrir Þjóðverjum. Rauði herinn gcrði í gær tveggja tíma loftárás á finnska hafnarbæ- inn Kotka, 'sem er miðja vegu milli Leningrads og Helsingfors. Segja Finnar 150 flugvélar hafa gert á- rásina. Stjórn Dagsbrúnar og samstarfsnefnd hennar áttu í gær viðræður við stjórn Vinnuveitendafélags- ins. Það kom strax í ljós, að Claessen og menn hans vildu sem minnst við verkamenn ræða um sámnings- uppkast Dagsbrúnar. Sögðu þeir, að þýðingarlaust væri að ræða mál þetta, þar sem atvinnurekendur gætu á engan hátt fallist á kröfur Dagsbrúnar. Hins- vegar vildu þeir fyrir hvern mun vísa öllu málinu til sáttasemjara ríkisins og mun Vinnuveitendafélagið því væntanlega gera það fyrir sína hönd. Með þessum fyrsta viðræðufundi er samninga- umleitunum raunverulega slitið af hálfu atvinnu- rekenda. Er ekki hægt að líta öðruvísi á framkomu þeirra, en að þeir treysti sér ekki til að rökræða samnings- uppkastið við verkamenn, jafnframt því sem hún er í hæsta máta ósvífin. Þá má geta þess, að ein helzta röksemd Claessens gegn leiðréttingu á kaupi Dagsbrúnarmanna, var sú, að hann sagðist vita til þess, að einn verkamaður hefði keypt sér stól á tvö þúsund krónur! opinberu lífi. um þurfa ekki að greiða. Fíárhagsáætlun Reyfefavífeurbæíar 1944 Umbótatillögur vmstri flokkana yfirleitt felldar með 7 at- kvæðum íhaldsms gegn 7 atkvæðum vinstri flokkanna — íhaldið stendur enn gegn auknum byggingaframkvæmdum. — All- 11 mörgum tillögum sósíalista vísað til bæjarráðs. Umræður og atkvæðagreiðsla um fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1944 stóðu yfir frá kl. 5 síðdegis í fyrradag til kl. að ganga 5 í fyrrinótt. Útsvör bæjarbúa á þessu ári eru áætluð 25 millj. 151.100,00 kr., en s. 1. ár voru þau áætluð 19 millj. 942 100,00 kr. og nemur því hækkun útsvarana rúml. 20%. Hin áætluðu útsvör verða innheimt með 10% álagi. Við atkvæðagreiísluna kom yfirleitt í ljós ágæt samvinna milli vinstri flokkanna í bæjarstjórninni, en eins og að undanförnu stóð íhaldið gegn breytingartil- lögum þeirra og voru þær flestar felldar með jöfnum atkvæðum 7:7, en öðrum tillögum vísað til bæjarráðs. Finnar eiga von á fniklu harðari loft- árásum ,ef.... LONDON. — General News Service. Sœnsk blöð láta í Ijós undrun yf- ir því, að Rússar hafa ennþá að- eins varpað niður tiltólidega litlum sprengjum í loftárásum sínum á Finnland. KAUP NÝRRA FISKISKIPA. Tillögu sósíalista um að bærinn keypti 10—15 af þeim skipum sem byggja á í Svíþjóð, var vísað til bæjarráðs með 8 atkv. gegn 5, en tillaga frá Sjálfstæðisflokknum um að fela borgarstjóra og bæjarráði að vinna að því að „tiltölulegur hluti“ þessara skipa verði gerður út frá Reykjavík, var sam]>ykkt. Samþykkt var að vísa til bæjar- ráðs tillögu sósíalista um að fela bæjarráði „að athuga möguleika á útvegun fiskiskipa í*stórum stíl í nánustu framtíð“. HAGNÝTING BÆJAR- LANDSINS OG FRAM- LEIÐSLA BARNAMJÓLKUR. Sam])ykkt var að vísa til land- búnaðarnefndar bæjarins tillögu sósíalista um aukinn búrekstur bæj arins á löndum hans í Mosfellssveit og á Kjalarnesi og framleiðslu barnamjólkur á þessum löndum. ENN ÞRJÓZKAST ÍIIALDIÐ GEGN AUKNUM BYGG- INGAFRAMKVÆMDUM. Tillaga sósíalista um að framlag til húsabygginga hækkaði úr 3.3 millj. kr. upp í 6 millj. kr. var felld með 7 atkv. íhaldsins gegn 7 at- kvæðum vinstri flokkanna. Samþykkt var með 8 atkv. gegn 4, að vísa til bæjarráðs þeirri til- lögu sósíalista að hefja á árinu, ef byggingarefni fæst, byggingu barnaskóla á Melunum, tveggja gagnfræðaskóla og íbúðarhúsa með 40—50 íbúðum. ÓNOTAÐ ATVINNU- BÓTAFÉ RENNI í FRAMKVÆMDASJÓÐ. Sósíalistar tóku aftur tillögu sína um að það, sem ónotað kann að Séu ltússar auðsjáanlega að von- ast eftir að Finnar biðji um frið, án þess að þeir þurfi að beita þá hörðu. En Rússar hér í London fullyrða, að þessi aðferð muni brátt verða látin víkja fyrir öðrum harð- hentari, ef Finnar láti hjá líða að steypa fljótlega af stóli fasistavin- unum, sem nú ráða stefnunni. verða af fé því sem ætlað er til atvinnubóta á árinu, skuli renna til framkvæmdasjóðs og greiddu samskonar till. frá Alþýðufl. at- kvæði, og var lnin samþykkt. Tillaga sósíalista um að verði eigi byggt á þessu ári fyrir allt það fé, sem áætlað er til þess, þá verði afgangurinn geymdur til bygginga- framkvæmda síðar, var samþykkt með 8 atkv. vinstri flokkanna og Á. J. Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.