Þjóðviljinn - 12.02.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.02.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. febrúar 1944. ÞJÓÐVILJINN LECK FISCHER: ■ *y«« ÖVERKLÆGNI DRENGURINN (Þýtt) Steini varð ekki glaður. Hann gat ekki annað en hugs- að til þess, hvað hann var sjálfur mikill klaufi, þegar hann sá svona vinnubrögð. Steini stundi þungan. „Hvað er þetta. Þykir þér ekki vænt um, að þú getur gefið ömmu þinni fallegri afmælisgjöf en allir aðrir?“ spurði dvergurinn. „Það er eiginlega ekki gjöf frá mér. Eg hef ekki smíð að skrínið sjálfur,“ sagði Steini dauflega. „Enginn þarf að vita það. Allir halda að þú hafir smíðað það,“ sagði dvergurinn. „Nei, svo vitlaus er enginn,“ sagði Steini. „Þá skal ég alltaf hér eftir koma á.kvöldin og hjálpa þér, svo ekkert sjáist eftir þig framar nema fallegir smíðisgripir. Þá halda allir að þú sért orðinn mikill smiður — miklu meiri smiður en bræður þínir.“ „Eg mundi ekki hafa neina ánægju af því. Eg verð alltaf jafnmikill klaufi sjálfur, þó þú smíðir fyrir mig,“ sagði Steini. „Gáðu að því, drengur,“ sagði dvergurinn, „að með þessu móti vinnur þú þér bæði fé og frægð. Eg skal smíða fyrir þig, hvað sem þú vilt. Og ég er góður smið- ur, skal ég segja þér.“ Nú varð Steini reiður og lamdi hnefanum í hefil- bekkinn, svo hann hljóðaði við. „Er það ekki nógu leið- inlegt fyrir mig að vera svona óverklaginn, þó ég sé ekki lýginn .Jíka? Mér dettur ekki í hug að segja, að ég hafi gert það, sem ég hef ekki gert.“ Dvergurinn horfði lengi á Steina. Seinast sagði hann: „Má ég taka í hendina á þér?“ <% ÞETTA Hóf' er í hverju bezt: Á fjórtándu og fimmtándu öld voru í tízku víða um Ev- rópu skór með langri, upp- beygÖri tá úr járni, og þóttu skórnir því fínni, sem táin var lengri. Að vísu voru þeir að- eins notaðir við hátíðleg tæki- færi en ekki til göngu á vond- um vegi. Þar kom þó að, að ekki var unnt að keppa lengur 1 fögrum fótabúnaði. Það var ekki hægt að lengja skótærnar endalaust. Víða t. d. í Frakklandi, tóku löggjafirnar í taumana. Var gef- in út opinber tilskipun um fóta- búnað, sem hér segir: Almenn- ingur mátti hafa sex þumlunga langar skótær, borgarar hálfa alin, riddarar átján þumlunga, greifar eina alin og. þjóðhöfð- ingjar eins og þeim þóknaðist. Þar með var öllu réttlæti full- nægt. Þetta eru ekki munnmæli ein og sögusagnir. Er hægt að sjá þennan fótabúnað á myndum tiginna manna frá þessum tím- um, bæði á málverkum og leg- steinum. Kvenfólk mun ekki hafa fylgt þessari tísku jafn rækilega og karlmenn. Englendingar héldu lengst við þennan sið og lagðist hann ekki niður þar í landi fyrr en á 16. öld. Eftir að þessir tálöngu skór lögðust niður, komu í tízku skór með sex þumlunga breiðri tá líkastri andarnefi í laginu. Og þegar þeirri plágu lauk, fóru menn að ga-nga á upphækkuð- um skóm, sem voru allt að því ein alin á hæð. En sá siður barst aldrei til Norðurlanda. Hann var einkum vinsæll í Frakk- landi, bæði meðal karla og kvenna. Um eitt skeið komust tréskór í tízku meðal æðri stéttanna, en lögðust mjög fljótt niður, því að almenningur hafði um langan aldur gengið á tréskóm og gerði það áfram, svo það gat bersýni- lega ekki orðið tákn velmegun- 1 ar og mannvirðinga. lofað að liða á henni hárið. Og Karl beið. Lundbom laut yfir dagblaðið á borðinu. Hann vissi það vel, að Henrik langaði til að tala við hann, en hann lézt hafa allan hugann við feitletruðu nýjungarnar á fremstu blað- síðunni. Síðan sneri hann blað inu við og virtist hafa sama áhuga fyrir öftustu síðunni. Þyrfti Henrik að tala við hann, þá var bezt að þeir væru tveir einir. Henrik vissi það vel, að hann átti hér heima og það var ljótt af honum að ráðgera að fara Ieiðar sinnar. Fram og aftur — fram og aftur. Völtustóllinn hjakkaði í sama farinu, en var þó á stöð- ugri hreyfingu. Þetta var enda- laust ferðalag, langa daga og löng kvöld innan fjögurra veggja rétt eins og vonlaus vængjatök fugla í búri. Henrik vissi að hann mundi aldrei gleyma gráu og dökk- rauðu ferhyrningunum á vegg- fóðrinu, myndunum á veggjun- um — myndum í gulum um- gerðum. Hann horfði á hús- gögnin, ljósakrónuna — allt. Hann ætlaði að sjá það einu sinni enn úr þessum stól. Rign- ingin beið hans úti. Það var erfitt að faía alfar- inn úr þessari stofu, þar sem hann þekkti hvern hlut. Skyldi þetta vera Fríða ? Lundbom leit upp, þegar dyra- bjallan hringdi. Karl hreyfði sig ekki. Hann stóð kyrr við glugg- ann og horfði stöðugt á það, sem fram fór í kjötbúðinni hinu megin við torgið: Þar var pilt- ur að þvo búðarborðið og ann- ar var að bera frosna svíns- skrokka inn í kælirúmið aftur. Það var auðséð, að piltarnir voru í góðu skapi. Fríða kom inn. Hún var í kápu. Það var auðséð að hún kom utan úr illviðri og hanzk- arnir hennar voru blautir. Hún kyssti tengdaföður sinn á kinn- ina og hann fann kuldan af vör um hennar lengi á eftir. Síðan sneri hún sér að manni sínum. ,,Við verðum víst að bíða eft ir Henny. Hún er ekki alveg tilbúin,“ sagði Fríða. „Hversvegna komstu svona seint?“ spurði hann. Hann dró sig heldur í hlé, af því að hann var í nýjum fötum og hræddur um að kæmi á þau bleyta. Hann vissi ekki, hvort hann átti að vera reiður við Fríðu Þeir voru enn að vinna þarna í kjötbúðinni, svo það gat vel verið, að mikið annríki væri í búðum á laugardagskvöldum. ,,Eg fór heim og hafði fata- skipti.“ ,,Við vorum búin að tala um að þú hefðir kjólinn með þér í tösku.“ ,,Æ, það var alveg eins gott að bregða sér heim. Heyrðu, tengdapabbi. Ertu orðinn at- vinnulaus ?“ Fríða hneppti frá sér káp- unni. Karl sá, að hún var í kjól úr ullarefni. Hversvegna hafði hún ekki farið í samkvæm iskjól ? ,,Mér var sagt upp vinnunni. En þið skuluð ekki hafa á- ^yggjur af því í kvöld. Þið eigið að hugsa um að skemmta ykkur. — En mér sýnist þú þreytuleg." ,,Eg er líka þreytt.“ Fríða tók af sér hattinn og settist við borðið. Henrik var enn að vagga stólnum. Fríða sneri sér að honum og sagði ró- lega: „Viltu ekki hætta þessu að- eins augnablik. Henrik hætti strax að hreyfa stólinn. Karl ætlaði víst að segja eitthvað, en þessa stund- ína hugsaði hann mest um sam- kvæmiskjólinn. „Hversvegna fórstu ekki í samkvæmiskjólinn ? Er þér al- veg sama, hvernig þú lítur út ?“ ,,Eg er svolítið kvefuð,"" sagði Fríða og hallaði sér fram á borðið, eins og hún væri of þreytt til að sitja upprétt. Lundbom sat enn með dag- blaðið fyrir framan sig og var að vona að Henny færi að koma, svo að þau hefðu sig af stað. Hann var hræddur um að Karl færi aftur að tala um fjár- málin og framtíðina og það var þreytandi. Auðvitað ætti Fríða ekki að fara á dansleik, fyrst hún var lasin. En unga fólkið varð að ráða sér sjálft. Henny kom inn og kvaddi pabba sinn, áður en hún fór. Hun var í siðum ljósbláum kjol, sem fell þett að brjóstun- um, og hún notaði meira ilm- vatn en hann hefði viljað. En hann horfði samt hrifinn á eft- ir henni þegar hún gekk fram gólfið. Henny var ekki lík móð- ur sinni. Og ekki þekkti hann neitt af sjálfum sér í henni. Hún var eins og ókunnug kona í fjölskyldunni, þó að hún væri barnið hans. Lundbom stóð í stofudyrun- um og horfði fram á ganginn, meðan þau fóru í yfirhafnirnar. Henny varð að kippa upp kjóln um og festa hann einhvernveg- inn, svo að hann stæði ekki allt of langt niður undan kápunni. Karl beið óþolinmóður, með- an Fríða lét á sig hattinn frammi fyrir speglinum. Lund- bom tók eftir hverri hreyfingu þeirra og það lá við að hann gleymdi áhyggjum sínum. Þetta var venjulegt laugardagskvöld og borgin kallaði á alla til að njóta hvíldar sinnar við gleði og glaum. Lundbom blekkti sjálfan sig og brosti áhyggjulaus til Fríðu og Henny. En begar hann hafði lokað dyrunum á eftir þeim ogfheyrði að Svea var við vinnu sína frammi í eldhúsinu, þá mundi hann allt. Hann átti eftir að tala við Henrik. Lundbom gekk inn ganginn framhjá kápunum á Patasnög- unum, og að stofudyrunum. ANNAR KAFLl. Iþróttamenn dansa. Henny stóð í afturklefa spor- vagnsins þó að nóg sæti væru inni í vagninum. Hún vildi held ur vera ein og henni leiddist að heyra Karl og Fríðu rífast. Ekki kom tíminn aftur, þó að þau rifust. Auk þess hafði Fríða á- reiðanlega komið of seint vegna annríkis í búðinni, svo að Karl átti að skammast sín. En Karl var alltaf svona ó- rólegur, þegar hann fór á dans leik með íþróttaköppum. Hann vildi helzt koma fyrstur og fara síðastur. Hann var formanns- efni og varð að afla sér vin- sælda. Vinir hans biðu eftir honum og hann mátti ómögu- lega láta þá bíða of lengi. Regnið döggvaði sporvagns- rúðurnar. Götuljósin sáust í móðu. Jafnvel ljósadýrð búðar- glugganna og marglitar rafljósa auglýsingar urðu dauflegar í þokunni. Henny sneri baki að öðrum farþegum og horfði út um glugg ann. Hún sá skófatnað, raf- magnslampa, barnavagna, ný- lenduvörur og allar hugsanleg- ar sýningarvörur verzlananna, þar sem vagninn rann framhjá. Og þarna var kaffihús með dökkum gluggatjöldum — þarna mannfjöldi utan við kvik myndahús. Henny horfði á allt, sem fyrir augun bar eins og myndir á kvikmyndatjaldi, þeg- ar þeim bregður fyrir í skyndi og ekki er hægt að veita ein- stökum atriðum athygli. Sporvagninn nam staðár öðru hvoru. Þar beið fólk í rigning- unni og vatnið draup af hatt- börðunum. Henny varð þess vör að margmennt var orðið í vagnin- um. Hún sneri sér við og leit inn í vagninn. Þar sat Karl, súr á svipinn og Fríða þreytuleg við hlið hans. Gömul kona sat við hlið Fríðu. Það fóru kippir um herðar hennar í hvert skipti sem vagninn tók hnykki. Það er undarlegt að eiga a hættu að verða þreklaust gamal menni og hætta alveg að veita viðnám — bara hreyfast svona. í og með umhverfi sínu, hvort sem maður vill eða ekki, hugs- aði Henny og horfði á gömlu konuna. Henny hafði átt í miklum vandræðum þennan dag vegna viðskiptavina, sem komu og fóru án þess að kaupa nokkuð af því, sem þeir létu sýna sér. Og forstjórinn skildi ekki enn hvermg stóð á því. Folk beið eftir sporvögnum rétt fyrir ut- an búðardyrnar og í rigningum vildi alltaf svo til að ös var í búðinni. En forstjórinn skildi það ekki samt, hversvegna svona margir komu inn, án þess að verzla. Henny hafði alltaf verið að hlakka til kvölds- ins, því að Rúdólf átti frí og þau ætluðu á dansleik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.