Þjóðviljinn - 12.02.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.02.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. febrúar 1944. Hér jara á eftir no\krar þingið hefur gert undanfarið: SKIPASMÍÐA- RÁÐUNAUTUR. „Fiskiþing ályktar að fela stjórn- inni að ráða mann með fagþekk- ingu í skipasmíðun eigi síðar en frá ársbyrjun 1945, og fái hann sömu kjör og aðrir ráðunautar fé- lagsins. Jafnframt verði komið á fót skipateiknistofu“. HAFNAMÁL. „Fiskiþingið telur brýna nauð- syn bera til, að hafnarbótamálið umhverfis landið verði nú þegar skipulagt og sett í fast kerfi og að framkvæmdum verði fyrst og fremst beint að því, að gera sem fullkomnastar fiskveiðahafnir á þeim stöðum, sem liggja í námunda við góð fiskimið og liafa góð skil- yrði til hafnargerðar frá náttúrunn- ar hendi og nægilegt uppland. En horfið verði frá þeirri stefnu, sem ríkt hefur mjög síðari árin, að veita að lítt atluiguðu máli, stórar fjár- upphæðir til hafnagerða víðs veg- ar um landið, þar sem framtíðar- skilyrði virðast ekki fyrir hendi“. LENDINGARBÆTUR. „Þótt Fiskiþingið hafi ]>egar gert till. um að hafnarbótamálið verði skipulagt kringum landið og þing- ið Ieggur áherzlu á að svo verði í framkvæmdinni, telur þingið samt sem áður rétt að Alþingi veiti fé til nauðsynlegustu lendingarbóta á einstökum stöðum, þar sem annars gæti farið svo, að smábátaútgerð torveldist að miklum mun eða jafn- vel legðist niður með öllu. 1 því sambandi vill Fiskiþingið skora á Alþingi, að fé verði veitt til Iend- ingarbóta á Alviðru við Dýrafjörð og Vattarnesi við Reyðarfjörð“. SAMGÖNGUMÁL. „Fiskiþingið skorar á ríkisstjórn- ina, að sjá um að samgöngur með ströndum landsins séu sem beztar og greiðastar og séu teknar til greina þarfir og aðstæður hinna ýmsu landsfjórðunga á hverjum tíma árs“. Greinargerð. Siðan millilandaskipin hættu strandferðum, samhliða millilanda- siglingum, hefur vandræða ástand ríkt í þeim efnum, þrátt fyrir góða viðleitni hjá Skipaútgerð ríkisins að leysa það vandaYnál. Skip hafa ekki fengizt til slíkra ferða og allra sízt hentug, og þótt til þessa hafi verið varið miklu fé, hefur árang- urinn verið mjög ófullnægjandi. Eðlilegasta lausnin á þessu máli væri, að millilandaskipin hefðu við- komu í nokkrum stærstu höfnun- um og svo væru minni skip er flyttu vörur til smáhafnanna. Mætti í þessu efni benda á, að athugað yrði hvort Eimskipafélag íslands sjái sér fært að láta ein- hver af skipum sínum koma á helztu hafnir Austfjarða, þó ekki væri neina einu sinni í mánuði. Einnig myndi það hjálpa Austfirð- ingum mikið ef bátur sá, er Al- þingi fól ríkisstjórninni að láta smíða til strandferða á Austfjörð- um, yrði smíðaður sem fvrst er ástæður leyfa. þeim samþyhfytum, sem fisþi- TRYGGINGARMÁL SJÓ- MANNA „17. þing Fiskifélagsins lítur svo á, að óréttlátt sé að útgerð- in ein greiði slysatrygginga- og stríðstryggingagjald eins og lög boðið er nú, þar sem um hluta- ráðningu er að ræða. Hinsvegar telur þingið rétt að gjöld þessi verði tekin af óskiptum afla og leggur því til, að Fiskiþingið samþykki áskorun til Alþingis, að lögum þessum verði breytt á þá lund, sem að ofan greinir og sé sama gjald á vélbátum er stunda flutninga á flóum og innfjörðum“. ORLOFSLÖGG J ÖFIN ,,Fiskiþingið samþykkir, að fara þess á leit við Alþingi, að orlofslögunum verði breytt þann ig, að orlofsfé verði ekki greitt af aflahlutum sjómanna við fisk og síldveiðar og lækkað til ann- arra í 2% úr 4%, sem nú er. Ennfremur, að ekki verði greitt orlofsfé til þeirra manna, sem hafa haft 20 þús. króna tekjur eða meira næsta ár á undan. Einnig telur Fiskiþingið sann- gjarnt og eðlilegt, að allt orlofs- fé sé skattfrjálst“. GREINARGERÐ Lögin um orlof voru sett 16. febrúar 1943 að tilhlutun milli- þinganefndar, sem starfaði að athugun málsins. Sú reynsla sem fengin er af lagasetningu þessari er misskilningur og mik- il skriffinnska og þarafleiðandi óvinsældir. Af framangreind- um ástæðum og fleirum, sem gerð verður grein fyrir í fram- sögu, telur fjárhagsnefnd, að full ástæða væri til þess, að löggjöf þessi yrði afnumin. En þar sem segja má, að enn sé ekki fengin full reynsla um þessa nýsettu löggjöf, vill fjár- hagsnefndin ekki fara lengra að sinni, en leggja til að þessar breytingar á orlofslöggjöfinni verði gerðar: 1. Að orlofsfé á aflahlutum sjómanna falli niður. 2. Að upphæð orlofsfjár vevði 2% (í stað 4% nú). 3. Að ekki verði greitt orlofs- fé til þeirra, sem hafa haft 20 þús. kr. tekjur næsta ár á und- an. 4. Að orlofsfé verði skatt- frjálst. RÉTTINDl FORMANNA Á FISKIBÁTUM „Að próf það, sem veitir skip- stjóraréttindi á skipum 6—15 rúml. hækki upp í 30 rúml., en lærdómur og önnur skilvrði breytist eftir tillögum skóla- stjóra stýrimannaskólans í Reykjavík og að stjórn Fiski- félagsins leggi áherzlu á, að breyting þessi fáist nú þegar á þessu Alþingi". GREINARGERÐ Það er öllum Ijóst, að megnið af hinum minni mótorbátum eru Sveinbjöm er hreykinn af dómnum Séra Sveinbjörn Högnason virð- ist all hreykinn yfir að hafa feng- ið þá frumlegu hugmynd í kollinn eitt vetrarkvöld, að bíllinn hans væri flugvél. Eins og kunnugt er, hegðaði Sveinbjöm sér í samræmi við þetta. En svo undarlega fór, að | harðbrjósta menn, bæði erlendit og innlendir, voru ekki eins hrifnir af þessari hugmynd klerksins, þeir sögðu blátt áfram að hann væri fullur, og harðsvíraðir dómarar dæmdu prófastinn fyrir brot á á- fengis og ökulögunum, þei'n gat alls ekki skilizt að bíllinn hans væri flugvél. Nú héldu margir að prófastin- um hefði fallið þetta illa, mönnum datt jafnvel í hug að hann kynni að skammast sín, og l.'gur tí’.ni leið áður en minnzt var á málið opinberlega. Á fimmtudaginn birti prófasturinn grein um málið í Tímanum, sem tekur af öll tviinæJi um að þetta er mesti misskilning- ur, hann er bara hreykinn af þessu öllu saman, hann kann alls ekki að skammast sín, enda varla þess að vænta af formanni Mjólkursam- sölunnar, sem sagði að sér væri ánægja að því að neita kerlingur.- um í Reykjavík um smjör. Annars er þessi grein Sveinbjarn ar að mörgu leyti athvghsverð, og þykir því rétt að birta úr nni valda kafla. Á annað hundrað „Svein- bjamarlíkar“ á tveimur árum Séra Sveinbjöm upplýsir að á annað hundrað manns, þar á meðal forstjórar, stórkaupmenn, lögmenn, verkfræðingar, skipstjórar, stýri- menn og dómarar hafi sætt líkum dómum og hann á tveimur síðustu árum. Um þetta farast prófastinum þannig orð: „Nú mun það flestum kunnugt, að brot þetta hendir svo að segja daglega einhvern borgara þessa bæjar. Meðal þeirra eru æði marg ir, sem blöð þau, er áfella mig harðast, telja hina mætustu borg- ara og mér miklu fremri um flesta eða alla hluti. Samkvæmt upplýs- ingum sakadómara eru þeir á ann- orðnir mjög gamlir og úr sér gengnir og stendur endurnýjun þeirra óhjákvæmilega fyrir dyr- um. Og þaS er einnig öllum ljóst að þeir verða ekki endur- byggðir í sömu stærð, bæði vegna þess að það er aukið ör- yggi að vera á stærri bátum og svo bera þeir meiri afla að landi, og hægt að sækja á þeim á fjar- lægari mið, víðsvegar kringum landið. Og þar sem öll sann- sýni mælir með því að sá mað- ur sem átt hefur 15. smál. bát og endurnýjar hann með stærri bát, eða þótt hann aðeins stækki gamla bátinn, fái hann að vera með hann áfram, þá getur hann það ekki eftir núgildandi lög- um, og -skapast þá sama öng- þveitið og hefur verið með beiðn ir um^undanþágur til skipstjórn- ar. MEÐFERÐ VEIÐARFÆRA Fjárhagsnefnd er því einhuga samþykk, að veitt verði fé, þeg- ar á þessu ári til þess að halda Framh. á 5. síðu. að hundrað, sem á liðlega tveim árum hafa fengið samskonar dóm. Hjá lögreglunni mun tala þeirra manna, sem hún hefur haft til meðferðar fyrir svipaðar sakir vera mun hærri og má upplýsa það síðar. Meðal þessara manna eru forstjórar mikilsmetinna fyr- irtækja, stórkaupmenn, lögmenn, verkfræðingar, skipstjórar og stýri menn og jafnvel menn, sem með dómsvald fara yfir öðrum, auk fjölda manna, sem hafa haft bif- reiðastjóm að atvinnu árum eða áratugum saman. Og ekki er fyrir það að taka að upplýsa mætti, að einhverja þingmenn flokka þeirra blaða, sem harðast áfella mig, hafi hent eitthvað svipað, þótt vandlega hafi verið yfir því þagað og engin tíðindi talin vera.“ Prófasturinn ber fram réttmæta gagnrýni Séra Sveinbjörn gagnrýnir harð- lega í grein sinni að sagt sé frá dómum sem „sumir“ hljóta en öðr um sleppt. Þessi gagnrýni er rétt- mæt, en eins og prófasturinn við- urkennir, stafar þetta af því að blöðin fá ekki að vita um þessa dóma nema þeim, sé vísað til hæsta réttar. Prófastinum íarast þannig orð: ,,Nú er það hinsvegar vitað, að blöð þau, sem mest far hafa gert sér um að gera sem mest úr þessu broti og dómi mínum, hafa ekki skýrt frá með nafni samskonar brotum eins einasta þeirra á ann- að hundrað manna, sem það hafði áður hent, á ,undan mér, nema í þeim örfáu tilfellum, þegar hæsti- réttur hafði fengið málin til með- ferðar. Svo leynt hafa lögreglubrot þessi farið, og svo lítið úr þeim gert af lögreglu og blöðum, að náustu vandamenn og fjölskyldur hinna brotlegu hafa ekki einu sinni um þau vitað, í ýmsum til- fellum. Er mér kunnugt um þetta, meðal annars af þvi, að síðan ég fór að kynna mér meðferð þessara mála hjá lögreglunni, hafa ýmsir þessara manna komið til mín og mælzt til þess, að ég opinberaði ekki nöfn þeirra í þessu sambandi, þar sem fjölskyldum þeirra mundi falla það illa, og í sumum tilfell- um væru náustu vandamenn þeirra veikir eða ístöðulitlir og myndu því hafa illt af að fá vitneskju um dóm þeirra. Þegar lögreglan tók einn þekkt- an borgara hér á s.l. ári, fyrir að aka undir áhrifum áfengis, — mann, sem Mbl. telur sér mjög ná- í kominn, — þá veittist blaðið að lög i reglunni með ásökunum og að- i dróttunum fyrir að hún væri að sitja fysir mönnum til að taka þá, er þannig væri ástatt um þá. Þar var sökin orðin lögreglunnar, en þessi ágæti borgari, sem sekur gerðist og dæmdur var fyrir sama brot og ég, hann hefur enn ekki fengið þennan dóm sinn birtan í blaðinu, — hvað þá að hann hafi verið / níddur og ofsóttur fyrir hann.“ Vill ekki prófasturinn vinna að því með Þjóðviljanum að nöfn allra þeirra, sem dæmdir eru fyr- ir refsivert athæfi verði birt án undantekningar? Það er jafnrétti, og það kynni að geta orðið ýmsum til góðs. Prófasturinn dæmir sjálf- an sig Af þessum tilvitnunum í grein séra Sveinbjarriar verður ljóst, að hann er ekki alveg saklaus af að fara með „dylgjur og aðdróttanir". Um slíkt athæfi segir hann sjálfur í sömu grein: Jsveinn Steindórssoi I í dag er til moldar borinn Sveinn Steindórsson í Hveragerði. Það eru þrjár vikur síðan ég gekk stilltan og bjartan sunnu- dagsmorgun yfir hálsinn fyrir of- an Hvcragerði. Þegar yfir hálsinn kemur stendur lítið nýbyggt hús í litlum hvammi upp af Varmá. Ég vissi að þarna bjó Sveinn Steindórsson, og þótt hann væri mér ekki einu sinni málkunnugur, þá kvaddi ég dyra, til að tala við þennan unga mann, sem mér var kunnur af afspurn að miklum á- huga um mál þau, er þorpið varð- ar. Við ræddum fram á liádegið og skyldum þar við, að því miður var ekki strax hægt að snúa sér að undirbúningi að skipulögðum samtökum um einstök atriði. Við' þurftum báðir skjótlega að skreppa til Reykjavíkur, en þeg- ar við yrðum svo báðir komnir heim, þá ætluðum við að hittast á ný og. kalla fleiri til ráðagerða. En nokkrum dögum síðar barst mér sú fregn hér í bænum, að Sveinn Steindórsson í Hveragerði hefði farizt í brunanum mikla. Hann hafði komið austan yfir fjall degínum áður í allri ófærðinni, þegar allar bifreiðaferðir stöðvuð- ust, kom á skíðum yfir heiðina. Sveinn féll í valinn þrítugur að aldri, var fæddur að Efri-Steins- mýri í Meðallandi 9. des. 1913, og var elzta barn þeirra hjónanna Sigurbjargar Þorkelsdóttur og Steindórs Sigurbergssonar. Þegar hann var 12 ára að aldri fluttust foreldrar hans búferlum vestur í Olfus, og þar andaðizt faðir lians 4 árum síðar. Stóð ekkjan þá úppi með 5 börn, Sveinn elztur þeirra, lö ára og tók þá að sér forsjá heimilisins við hlið móður sinnar. Ári síðar brugðu þau búi og fluttu til Ilveragerðis, og stóð hann þar fyrir heimili móður sinnar, þar til hann giftist fyrir þrem árum, Ástu Jónsdóttur frá Sauðárkróki. Sveinn hafði miklar athafnir með höndum hin síðari ár. Hann veitti hitaboruninni forstöðu og síðastliðið ár.hafði hann reist eitt stærzta gróðurhúsið, sem byggt hefur verið í þorpinu. Við það hafði hann reist lítið íbúðarhús og með þessu ári áttu að hefjast nýir möguleikar, er gróðurhúsið tæki til starfa. Sveinn var hinn mezti áhuga- maður um almenn mál og sérstak- lega þó um félags- og framfaramál Hveragerðis í sambandi við þau sérstöku skilyrði, sem þar eru fyr- ir hendi. Hann var hugkvæmur og reifur starfsmaður, og livers inanns hugljúfi, er honum kynnt- ist. Blessuð sé minning hans. G. Ben. „Hitt er svo vitanlega aumara en tali taki, að blanda inn í rök- ræður um almenn mál dylgjum og aðdróttunum um að einhverjum hafi orðið eitthvað á, og sýnir að- eins auman málstað og aumkunar- vert innræti. — Enda hygg ég að við því liggi viðurlög í hegningar- lögum, engu síður en þau, að aka bifreið undir áhrifum áfengis." Er svo prófasturinn, alþingis- maður, yfirmaður mjólkursamsöl- unnar, endurskoðandi Búnaðar- bankans og hugvitsmaður, sem hélt að bíllinn sinn væri flugvél, úr sögunni um sinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.