Þjóðviljinn - 24.02.1944, Side 8

Þjóðviljinn - 24.02.1944, Side 8
NtáA BtÓ Os® borgfnnl Nœtnriœknlr er I Læknavaröstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- om, sími 5030. Ljósatími ökutœkja er frá ld. 5.45 að kvöldi til kl. 7.40 að morgni. ÚTVARPIÐ í DAG. 18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guð- mundsson stjórnar: a) Raymond-for- leikurinn eftir Tliomas. b) „Einn dagul í Feneyjum“ eftir Nevin. c) Vals eftir Mackebn. d) Mars eftir Heinecke. 20.50 Frá útlönduiri (Jón Magnússon). 21.10 Hljómplötur: Lög leikiu á cello. 21.15 Lestur Islendingasagna (dr. Einar Ol. Sveinsson). 21.40 Hljómplötur: Islenzk lög. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Vopn guð- anna kl. 8 í kvöld. -— Aðgöugumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. ' Arshátíð Bifreiðastjórafélagsins Ureyfill verður haldin í Oddfellowhúsinu sunnudag- inn 28. þ. m. og hefst kl. 10 e. h. — Að- göngumiðar verða seldir eftir hádegi í dag á Bifreiðastöðinni Hreyfill og Litlu bíla- stöðinni. Skemmtinefndin. Skrifstofa ðlœdrastyrksnefndur, Þing- holtsstræti 18, er opin á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtu- dögum kl. 3—5. A fimmtudögum er lög- fræðingur nefndarinnar, frú Auður Auðuns, til viðtals. A föstudögum er opið kl. 5—7 og eru þá borgaðir reikningar. Mánudags- kvöld kl. 8—10 er Laufey Valdimarsdóttir til viðtals, og á miðvikudagskvöldum kl. 8—10 Katrín Pálsdóttir. \ Heilbrigt líf Framh.af 3. síöu í tímaritinu eru m. a. þessar greinar: Berklavarnir eftir Sig. Sigurðs- son berklayfirlækni, Hættur kyn- þroskaáranna eftir H. Guðmunds- son húð- og kynsjúkdómalækni, Lesið í bolla eftir Pálma Hannes- son rektor, Ritstjóraspjall eftir dr. Gunnlaug Claessen ritstjóra tíma- ritsins, íþróttir og heilsuvernd eft- ir dr. Halldór Hansen, Læknishjálp á vígstöðvunum eftir dr. med. Karl Kroner, íslenzkt heilsufar, Heil- birgðisskýrslur 1940, samdar af landlækni, Ársskýrsla R. K. í. 1942 og fleira. Verklýðsfélfigin f Húsavlk fylgjandi lýðveldisstofn- un 17. júnf Á sameiginlegum fundi Verkamannafélags Húsavíkur og Verkakvennafélagsins Von í Húsavík var samþykkt eftir- farandi ályktun í sjálfstspöis- málinu: „Sameiginlegur fundur Verkamannafélags Húsavíkur og Verkakvennafélagsins Von í Húsavík, haldinn 21. febrúar 1944,- lýsir sig eindregið fylgj- andi stofnun lýðveldis á ís- landi eigi síðar en 17. júní 1944 og verði forseti lýðveldis- ins kosinn af þjóðinni sjálfri“. Samþykkt með dynjandi lófataki. | f FRÉTTÁItlTRÁI. í l Hneykslaniegur forseti Framh.af 3. síðu samkomulag, að konungssam band yrði ekki tekið aftur upp við Dani eöa utanríkis- málin seld í hendur Dönum á ný. « En það kom i ljós furöU fljótt, að einn þein-a, er und- irskrifaði þetta samkomulag hvarf fljótlega frá því. Menn mega kalla það hvað þeir vilja, en allir vita hvað það heitir á íslenzku máli að ganga frá gerðu samkomulagi. hetta varð mönnum yfirleátt hryggöarefni. Næst geröist þaö svo, að 3 þingflokkar, er stóðu saman aö lýðveldismálinu, gerðu meö sér samkomulag 30. nóvember s. l. um að standa fast á á- kvörðunum frá 8. apríl, þ. e. að hér yrði stofnað lýðveldi eigi síðar en 17. júní 1944. Þessir 3 flokkar kusu svo 9 manna nefnd til aö vinna að undirbúningi þessa máls fyr- j ir næsta þing, er samþ. var aö kæmi saman 10. janúar til þess aö ganga frá þessum málum. Auk þess skipuöu þessir flokkar 3ja manna full- trúaráð til að vinna eins að þessum undibúningi. Síðan eru teknir upp samn- ingar við þann eina mann, er brugðizt hafði samkomulag- inu frá 8. apríl, og þvert ofan í samkomulag 3ja flokkanna, sem ekki var hægt að breyta nema með samþykki þeirra alh-a, var ákvæðiö um 17, júní tekið út úr stjskr. Þetta em brigö á samningnum frá 30. nóvember, og er raunalegt tii þess að vita, Hvers vegna er þetta gert? Ráðamenn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, hv. þm. Gull- br. og hv.. þm. Str. sögöu þá að þaö skyldi eigi aö síður tryggt, að lýðveldi yrði stofn- aö hér eigi síðar en 17. júní, og til þéss að sanna þetta fylgdu þeir þeirri þál., sem hér er til umræðu. En rétt eins og þeir hafi brennt sig á fingmnum kippa þeir að sér hendinni og vilja nú forðast þessa samþykkt Alþ. Hvaö er hér á ferðinni? Hvaöa spor verður stigiö næst? Hver er tryggingin fyrir því að lýðveldiö verði stofnað eigi síöar en 17. júní? Eg heyrði hv. 6. þm. Reykv. segja hér, aö hann væri með því aö þetta yrði ekki dregið lengur en til þessa umsamda dags, og mér dettur ekki 1 hug að væna hann um fais í málinu, ég veit að það er hans einlægt áhugamál . En hvers vegrta er þá verið áð þurrka þessa dagsetningu út úr stjskr. og þessari þál.? Er þaö ekki til að halda dyr- unum opnum fjrrir nýjum brigðum. Eg tek skýrt fram, aö ég væni hv. 6. þm. Reykv. ekki um slíkt, en ég væni hv. þm. Gullbr. um það, og vænti ég þess að hann megi heyra mál mitt. Eg trúi honum til að beygja af stig af stigj í öllum þessum málum og fylgja því aö lýðveldisstofnun yrði di’egin lengur en til 17. júní, ef svo byði við að horfa _ Og mér þykir rétt að rök- étyöja það, hvers vegna ég væni hann um brigð og eins hv. þm. Str. P. Herm.: „Þetta er óprest- lega mælt“. Eg væni þá um brigð af þvi þeir beittu sér fyrir að rjúfa gert samkomulag 3ja flokk- anna og af því hvernig hv. þm. Gullbr. og hv. 2. þm. S- Múl. hafa lýst orðheldni -og trúleik hvors annars í stjóm- arsamstarfinu. Eg hef líka lesið blaðaskrif hv. þm. Gull- br. og hv. þm. Str. um sömu éfni, og eftir þessar ræður og skri f þá verð ég aö segja að ég treysti hvorugum, því mið- ur, hvort sem það þykir ó- prestlega mælt eða ekki. Og þegar þeir geta beitt sér fyrir að brigð séu gerð í alvarleg- asta og örlagaríkasta máli þjóöarinnar, þá óttast ég aö þeir gangi alltaf lengra og lengra frá geröu samkomu- lagi, og ég treysti þeim ekki til aö standa viö aö fylgja lýðveldisstofnun hér eigi síðar en 17 . júní í vor. Gísli Sveinsson (forseti): Hv. þm., sá er síðast talaði hér, hefur viðhaft óviðeigandi ummæli, og skal því lýst yfu úr þessu sæti. Kristján Einarsson Framhald af 1. síðu vikningar hans, þá leyfir fund- urinn sér að fara þess á leit við háttvii’ta stjóm og fram- kvæmdarstjórn Síldarverk- smiöja ííkisins að þessir aðil- ar endurskoði afstöðu sína gagnvart téðum Kristjáni Ein- arssyni og feli honum verk- stjórastarfið hér áfram“. Kaupum fusfeör allar tegundír, hæsta veröi HÚSGAGNÁVINNUSTOFAN Baldursgötu 30. VERKAMENN! Gerizt áskrifendur að ÞjcðviljanuKn. " TJA«NA» Btð______ Casablanca Spennaætdi leikur um fiótta- fólk, njósnir og ástir. Humphrey Bogart, Ingrid Bergman, Paul Ilendreid, Claude Bains, Conrad Veidt, Peter Lorre. Sýnd kl. 7 og Sýniug kl. 5. SMÁMYNDIR m. a, íslendingar í Kanada, (litmynd með íslenzku tali) Rafmagnið og sveitimar (amerísk mynd með ís- lenzku tali) Kanadaherinn á íslandi 1940 jDansíon dunar! : i („Time out foc Rhytíim“), 5 RUDY VALLY ; ANN MILLER. Í ROSEMARY LANE. Sýnd kl. 9. * ——| \ HETJUR Á HESTBAKI • („Ride, Tenderfoot, Ride“) • „Cowboy“ söngvamynd með Gene Autry : Sýnd kl. 5 og 7 • Sala hefst kl. 11, f. h. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••<*•♦ WJVJVJ%V^WWVWUVJVWWUVS KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN Eflíng skípastólsíns Framhald af 1. síðu. eignast, nieð peningagjöfum. Enn þá liggja að vísu engar ábyggileg- ar heimildir fyrir um möguleika á skipakaupum í Svíþjóð né hvaða verð yrði á skipuru þaðan. en ein- mitt vegna þess, að óvíst er um verð skipanna, teljum við með öllu óráðlegt að fara að ákveða um styrki til kaupanna. Við Iítum svo á, að þeirn 5 millj. króna, sem Alþingi veitti til skipa- kaupa, beri að ráðstafa á þann hátt, að sem mestu gagni komi til eflingar fiskiskipaflotanum, en slíkt verður ekki gert með því að eyða ölli: fénu í gjafir. Við leggjum því til, að fénu verði fyrst og fremst varið til þess að kaupa inn í landið fiskiskip, ef hagstæð kaup eru fyrir hendi, og verði þau skip seld þeim, sem þau geta keypt, fullu verði, eftir á- kveðnum reglum. í öðru lagi verði féð lánað þeim, sem fullvíst er um, að frekari lán þurfa en hinar al- mennu lánsstofnanir veita, svo að þeir geti eignazt skipin líka. Samkv. okkar till. mundi féð ekki eyðast strax, heldur geta ver- ið til eflingar skipastólsins til fram búðar. I öðru lagi eruin við algerlega inótfallnir því ákvæði frumv. meiri hlutans, að einn maður, atvinnu- málaráðherra, skuli eiga að hafa svo til óskoraðan rétt til ráðstöf- unar á fénu og það því fremur, sem um beina styrki er að ræða. Þó að lagt sé til, að Fiskifélag íslands hafi rétt til að gera tillögur í til ráðh. urn ráðstöfun fjárins, Jxi leggjum við lítið upp úr því. Ilvoru tveggja er, að Fiskifélag íslands getur ekki enn sem koinið cr talizt fullnægjaudi eða réttur aðili fyrir alla þá, sem hér eiga mjög hlut að rnáli, svo sem alla sjómannastétt- ina, bæði yfirmenn og háseta, og svo er hitt, að sainkv. frv. hefur það aðeins tillögurétt, en ráðherr- ann hefur einn allt valdið. I frv. okkar er lagt til, að sérstök 5 manna nefnd hafi með ráðstöfun fjárins að gera og að í þeirri nefnd séu fulltrúar þeirra aðila, sem hér eiga mestra hagsmuna að gæta. Þannig leggjum við til, að einn nefndarmanna verði tilnefndur af Alþýðusambandinu sem fulltrúi hinna ófaglærðu sjómanna, einn tilnefndur af Farmanna- og fiski- mannasambandi Islands sem full- trúi yfirmanna á fiskiskipum og einn frá Fiskifélagi íslánds sem fulltrúi útgerðarmanna. Við sjáum ekki ástæðu til, að svo vöxnu máli, að fara fleiri orð- uin um frv. meiri hl. nefndarinnar og ekki heldur um það frv., er við höfum lagt til, að nefndin sam- þykki og hér fylgir með. Við vilj- um þó taka fram, að við gætum vel hugsað okkur að breyta ýms- uin ákvæðum okkar frv. til sam- komulags, en teljum, að í höfuð- dráttum væri æskilegast að haga meðferð fjárins eins og lagt er til í frv. okkar. Roosevelt tnæSir mót- spyrnu frá flokki sínom Miklum tíðindum þótti sæta í gær í Bandaríkjunum, er for- maður Demokrata í öldunga- deild þingsins sagði af sér þeirri stöðu til að mótmæla því, að Roosevelt hefur neitað að und- irskrifa hin nýju skattalög þingsins. Forsetinn hefur algjört neit- unarvald, og hefur oft komið fyrir áður að í odda hafi skor- izt milli Roosevelts og þings- ins, en vanalega hafa málin verið útkljáð með málamiðlun. r Ikvífenun Síödegis í gær kviknaöi í húsinu Staðarhóll viö Lang- holtsveg. Kviknaði í gluggatjöldum, út frá rafofni. Skemmdir uröu litlar og var búiö áö slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staöinn. Hringið í síma 2184 og gerizt á- skrifendur RÉTTAR /

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.