Þjóðviljinn - 09.03.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.03.1944, Blaðsíða 7
Fimmtiidagur 9. marz 1944. Þ J Ó © V IL J I N W LECK FISCHER: UNDRABLÓMIÐ Lauslega þýtt. Palii hafði heyrt að uppi í Klettagjá yxi undrablóm, spryngi út á nýársnótt, og ef það væri slitið upp þá, gæti það læknað blind augu. Palli var hræddur að fara út á nýársnótt, því að hann hafði heyrt að þá væri margt á ferli, bæði álfar og óvætt- ir. En þegar amma var sofnuð um kvöldið, læddist hann út. í>að var dimmt. Hann lagði af stað upp í f jallið. Þar var skógur og ákaflega skuggalegt. „Palli, Palli", kallaði einhver rámur í röddinni. Palli leit við og sá mórauðan ref inni í kjarrinu. „Hvað ert þú að fara, Palli*?" sagði refurinn. „Veiztu það ekki, að álfakóngurinn kemur út úr ,f jallinu í nótt með allt sitt hyski og það er hættulegt að vera úti? Eg ætla heim í grenið mitt. Þú mátt koma með mér og sofa hjá yrðlingunum mínum í nótt". „Þakka þér fyrir", svaraði Palli, „en ég ætla upp í Klettagjá og sækja undrablómið til að lækna augun hennar ömmu". Refurinn flýtti sér burt eins og fætur toguðu en Palli hélt áfram ferð sinni. „Palli, Palli" var kallað á eftir honum ofan af háum kletti. Það var krummi gamli, sem sat þar. Palli nam staðar. „Veiztu það ekki, að álfakóngurinn kemur út úr f jall- inu í nótt? Engum er óhætt, sem verður á vegi hans. Komdu fljótt með mér hérna upp í klettaskoruna. Við getum falið okkur þar báðir". „Það er fallegt af þér að hjálpa mér, Krummi minn", svaraði Palli. „En ég er að sækja undrablómið, sem á að lækna hana ömmu í augunum, svo ég verð að halda áfram". Krummi beið ekki boðanna. Hann flaug eins og ör- skot upp í f jallið. Palli hélt áfram og var ákaflega hrædd- ur. Hann heyrði þrusk inni í skóginum og hélt að álfa- kóngurinn væri að koma. En það var þá bara gömul, hornbrotin ær. Og hún gat talað eins og allar aðrar skepnur, sem Palli mætti þessa nótt. „Hvert ætlar þú, Palli?" spurði gamla ærin. „Álfa- lcóngurinn tekur alla, sem eru úti í nótt. Komdu með mér. Eg er vön að liggja í hellisskúta hérna skammt frá". „Eg verð að flýta mér. Eg er að sækja blóm, sem get- ur læknað hana ömmu", sagði Palli og hélt áfram. $(5#(^ÞETTA Fangavörðttrinn: Hvers vegna voruð þér tekinn fastur. maður minn? Fanginn: Ég var ekki nógu fljót- nr að hlaúpa. * A.: Hver var afstaða þín í bann- jeálinu? B.: í stuttu máli sagt: Eg var ¦aeð þeim, sem voru á móti fjand- jnaörtmim andstæðinga málsins. • Hann: Allar stjömurnar horfa niður til okkar. MtVn: Sama er mér. Ég cr ný- k«»UH úr penaaame»ti. • Húsbóndinn: Ég gerði satt að segja boð eftir þér bara til þess að biðja þig að hjál'pa mér til að flytja búslóðina. Nú skulum við hjálpast að og bera út úr íbúðinni. Gesturinn: Þá ber ég allar þess- ar kristalsskálar út í bílinn. en þú berð ábyrgðina. • Gamla árið: Ekki vildi cg vera í þínum sporum. Nýja árið: Hvers vegna ekki? Gamla árið: Það er búið að yrkja til þÍH einhveris ó.ð. „Já, ég segi þaö bara aS hann hefði vel getað kvatt áð- ur en hann fór". „Bara að hann gæti nú aö sér, svo ekkert verði aö hon- um". „O, hann er fulloröinn mað ur og ætti að geta séó um sig sjálfur. Mér hefur alltaf fundizt að hann ætti að fara. Það er svo sem gott aö fólk hjálpi hvað öðru en það verða að vera einhver takmörk fyr- ir því. Þú hefur nóg með þig og þína. Hefðir þú ekki þurft að borga meö þessum krakka fyrir Henny, þá hefðirðu átt eitthvaö. Nú áttu ekki græn- an eyri". „Það er nú of mikið sagt. Gáðu aö því aö — " „Hvað áttu þá mikið í spari sjóðbókinni?" greip Karl fram í og beiö með óþreyju eftir svari. Lundbom fór hjá sér. Hann hafði ekki verið við þessari spurningu búinn. En hvað um þaö? Henny fékk kaup sitt greitt hvern mánuö og hún gat farið að grynna á skuldinni smám saman. „Það er ekki mikið í bók- inni. En við höí'um þó nóg að bíta og brenna í bráðina. Það höfum við". „Já, þú hefur vinnu hálfan mánuð enn". Karl þagnaði, því að Henny kom inn með bakka í hönd- um. Mún setti glös á borðii?, þegar hún lét glasið hjá Karli spuröi hún: „SVaf Fríða þegar þú fórst í morgun?" „Hví spyrðu að því? Auðvit- að svaf hún. Eg för svo snemma á fætur". „Þá finnst mér á'ð þú ættir aö fara heim og borða", sagði Henny. » „Sérðu eftir matnum ofan í mig?" spurði Karl reiðilega. En nú' var það Henny sem var róleg: „Mín vegna máttu boröa allan matinn, en það getur vel verið aö Fríða þurfi frek- ar á hjálp þinni aö halda en við". Henny lagði áherzlu á síð- asta oröið og fór. Karl góndi á eftir henni og skildi ekki neitt. Hann leit spyrjandi á föður sinn en hann virtist ekki hafa tekið eftir neinu. Hvaö hafði Henny átt við. Kvenfólk haföi þann undar- lega hæfileika, að hafa veftuf af öllum leyndarmálum. Og konur skildu hver aðra, ef eitthvað var að. Karl hugsaði sig um, en skildi samt ekki þetta rósamál. Fríða hafði reyndar ástæðu til að vera ó- ánægð með skemmtunina og ef til vill hafði hún*minnzt á þaö við Henny. Já, Fríöa var vís til að verða með ólund allan daginn. En var það nokkuð annað? Ekki gat Henny vitað að húsa leigupeningarnir voru farnir, því að Fríöa vissi þaö ekki enn. „Eg fór heim til Perssons i dag. En hann þekkti engan, sem mundi vilja taka mig í vinnu, og þekkir hann þó marga".,, Lundbom haf'ði ekki sagc dætrum sínum frá hinu ferða- iaginu, og hann þagði líka um það við Karl. Karl mundi bara hlæja að því að hann hefði lesið gamalt blaö og sjö- tíu og sjö umsækjendur urðu á undan honum. „Eg býst heldur ekki við aö þú fáir neitt að gera fyrst um sinn". „Þú heldur þá ekki aö ég gæti verið neitt viö afgreiðslu, þarna sem þú vinnur?" „Nei", svaraði Karl. „Hvern ig dettur þér það í hug? „At- lantic" ræður ekki til sin nema unga menn". Það var eins og Karli heföi gramizt spurningin. „Mér datt nú bara í hug að spyrja". Lundbom nennti ekki a'ö þræta við son sinn og þagði. Henny kom inn og settist við borðið. Rétt á eftir korh Svea og sagöi: „Gjörið þið svo vel". Það var sunnudagsmorg- unn og þá voru þau ailtaf vön að vera skrafhreyfin. En nú sagði enginn neitt fram yfir það sem nauðsynlegt var. Lundbom sat beint á móti auða stólnum og það gerði hann enn órólegri. Karl var annars hugar. Henny hafði ekki matarlyst. Hún ásetti sér aö fara og finna Kurt, þó aö hún væri búin að lofa Rudolf því aö gera það ekki. Svea hlustaði í hvert skipti, sem gengið var um útidyrnar. Þau voru ÖU að reyna að halda lífinu í einhverri veikri Von. Framtíð þeirra allra var undir því komin að batnaði í ári. Lundbom fór að hugsa um það, að auðvitað mundu báð- ar systurnar gifta sig strax og eitthvað raknaöi fram úr. Og þá yrði það þeim til óþæg- inda og byrði að hafa gamal- menni á heimilinu. En dapurt var að hugsa til þess a'ö eiga í vændum að verða utanveitu í fjölskyldu sinni. „Eg ætla að sjá um pabba", sagði Svea rólega og braut saman pentudúkinn. Rödd hennar var svo ákveðin að hin þrjú litu öll upp. Lundbom reyndi að brosa. „Eg er nú ekki kominn í kör enn. Eg vona að ég geti unnið fyrir mér". „Hvernig ætlar þú að sjá fyrir pabba?" spurði. Karl undrandi og forvitinn. Hafði Svea fundið eitthvert úrræði? En svar hennar færði honum vonbrigði. „Eg veit það ekki ennþá. En þú hefur nóg meö þig, Karl. Henny giftist. Þess vegna er ekki um annaö að ræða en að við paoui reynum að draga fram lífið í samein- ingu". „En viö skulum bíða róleg og sjá hverju fram vindur. Það hef ég alltaf sagt". Lundbom vildi ekki heyra meira. Börnin hans gátu tal- að um hann, þegar hann var ekki viðstaddur. Var ekki hægt að hlífa honum við að hlusta á það? „Við getum líka lagt eitt- hvað af mörkum. Eg er aö vísu í dálítilli klípu núna í svipinn. En það lagast. Og við Fríða viljum gjarnan — " Karli var þetta alvara. Hon- um var óhætt að lofa á á- byrgð framtíöarinnar. En Henny gaf honum ekki ráff rúm til aö tala út. „Æ, þú hefur nóg meö þig áður en lýkur. Það treystlr enginn á þína hjálp. En er hvergi til heimli þar sem pabbi gæti fengiö aö vera?" „Hvað er það, sem þú ert 'alltaf aö gefa í skyn?" spurði Karl reiðilega og fór nú að hugsa um það, að Fríða mundi vera vöknuö og komin á fætur. Hann varð aö fara heim. Henny ætlaði að svara en hætti við það, því að t pabbi hennar stóð á fætur. Hann færði stólinn að borðinu aft- ur og var lítið eitt óstyrkur í hreyfingum. „Nú fer ég út — að viöra mig í góða veðrinu. Takk fyr- ir matinn". „En — pabbi, ertu að' fara út aftur? Þú, sem varst svo þreyttur, þegar þú komst heim. Og svo er alls ekki gott veður". Svea reis á fætur. „Ef pabbi ætlar sér út, þá er bezt aö lofa honum að ráða því", , sagði Karl önugur. Hann'var svo úrillur, að hann gat ómögulega stillt sig. Hon- um gramdist við pabbi sinn og þótti hann skilningslaus. Henny hæddist aö honum og Svea var svo sem ekki skemmtileg heldur. Það var eins og hún væri aö leika eitt- hvert hlutverk og vildi láta hrósa sér fyrir hvað hún léki vel. Karl var gramur við þau ölí. „Eg hef gott af því að koma undir bert loft. Og svo fæ ég kaffið þegar ,ég kem heim". Lundbom varð að herö'a sig upp með þessum hversdags-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.