Þjóðviljinn - 31.03.1944, Page 2
Þ J ÓÐVILJINN
Föstudagur 31. marz 1944.
arwttHnHki
& napwttk
Íþróttahátíð K. R.
K. R.-iugar héldu myndarlega í-
þróttahátíð, í íþróttahöll ameríska
setuliðsins, s. 1. sunnudag. Um slíkt
er að vísu gott eitt að segja, en
ýmsir munu nú minnast þess, að
eitt sinn gátu reykvískir íþrótta-
menn vegna þjóðarmetnaðar síns,
ekki tekið þátt í hlaupa-keppni á
millivegalengduni, sem þcim var
boðin þátttaka í af Bretum,
skömmu eftir hernámið.
Annaðhvort er, að nú hefur þjóð
armetnaður íþróttamanna vorra
orðið að þoka, eða að farið hefur
hér, sem svo oft fyrr, að „neyðin
kenni naktri kónu að spinna“. Að
skortur á viðunandi húsakynnum
til slíkrar sýningar, sem þessarar,
hefur knúið íþróttamennina til að
leita í þeim sökum á náðir hers-
ins. Þetta er holl áminning, um að
bæta, sem fyrst, úr því vandamáli,
að við eigum ekkert íþróttahús,
þar sem hægt er að halda íþrótta-
sýningar, svo að viðunandi sé.
Stærsta íþróttahús bæjarins
rúmar ekki nema takmarkaðan
hluta þeirra mörgu, sem vilja vera
áhorfendur að slíkum sýningum.
Umrædd íþróttahátíð K. R. tókst
mjög vel og er bæði félaginu og
reykvískum íþróttamönnum til
sóma. Áhorfendur að sýningunni
voru um 1000.
Ó. Þ.
Hljóðlaus umferð
Lögreglustjórinn í Reykjavík
hefur nýlega aðvarað bifreiða-
stjóra sem keyra bifreiðar sínar hér
innan bæjar um að þeyta ekki
horn sín nema sérstaklcga standi
á. Eins óg vera ber er það jafn-
framt tilkynnt að rikt verði geng-
ið eftir að breytt verði eftir þessu
boðorði.
Það er sízt vanþörf að brýna
þetta fyrir bifreiðarstjórunum, því
þó maður gæti hugsað sér, að sem
afsökun fyrir sínum leiða horna-
blæstri, bæru þeir fram ásökun á
hendur Iögreglunni og bæjaryfir-
völdunum, að umferðinni væri illa
stjórnað og það væri látið líðast
að þröngar götur væru gerðar að
bílastæði, ennfremur að skipulagi
gatna væri ábótavant; þá er það
alrangt af bifreiðarstjórum að láta
gremju sína, yfir þessu í ljós með
óþarfa hornablæstri, sem eingöngu
bitnar á saklausum vegfarendtim.
Hávaði að næturlagi
Þá er í þessari sömu aðvörun
lögreglustjórans skorað á fólk sem
ekki hefur svefnfrið um, nætur
vegna hávaða í bifreiðum, að gera
iógregiunm aðvart og láta hcnni
í té númer bifreiðar þeirrar er há-
vaðanum olli, og aðrar upplýsing-
ar er þurfa þykir.
Slæm prentvilla
Prentvillupúkinn hljóp heldur ó-
tugtarlega í Bæjarpóstinn í gær.
Undir bréfi um heimsóknartíma
í sjúkrahúsum átti að standa
„ferðamaður“ en elcki „gúttógest-
ur“ eins og prentvillupúkinn kom
inn á síðuna með einhverjum ó-
skiljanlegum klækjabrögðum.
Þar sem órannsakað er hvort
þessi „ferðamaður“ sem ritaði
greinina, hefur nokkurntíman kom
ið í Gúttó leiðréttir Bæjarpóstur-
inn þetta hér með, og heitir því
að láta púka skrattann ekki leika
svona á sig næst, þegar Bas,jar-
pósturinn birtir bréf frá „ferða-
manni“.
Málverkasýning
Þ>að hefur komið fyrir að lista-
menn hér heima hafa verið óá-
nægðir. með verk frístundamálar-
anna er þeir hafa komið fram með
þau opinberlega og stundum hafa
fýrrnefndir látið skoðanir sínar hér
að lútandi í ljósi með fullri ein-
urð og hispursleysi. Þetta er auð-
vitað ágætt bæði vegna þess að
nauðsynlegt er að gerður sé grein-
armunur á góðu og lélegu, en engu
síður vegna þess að meta ber að
verðleikum það starf og þá elju er
þarf til þess að ná árangri í list-
inni. Þrátt fyrir þetta verður að
gæta þess að ekki er útilokað að
menn, sem ekki stunda listina sem
aðalstarf geti sýnt alvarlega og ein
læga viðleitni á listasviðinu.
Málverkasýning Benedikts Guð-
mundssonar er ekki einungis sú
langbezta er ólærður málari hefur
haldið hér á landi, heldur og ein
sú athyglisverðasta er haldin hefur
verið hér upp á síðkastið. Þrátt
fyrir ýmsa galla, ber hún vitni um
ótvíræða hæfileika málarans og að
hann hefur orðið snortinn af mörg
um þeim lífshræringum sem nú
eiga sér stað í myndlistinni. Það
er líf í þessum myndum og glímt
við margt, sízt af öllu er sýning-
in leiðinleg. Byggingu og niður-
röðun lína og forma er í mörgu
ábótavant, myndbyggingin er
stundum vanhugsuð, verkar stund-
um óþægilega, en litameðferð er
oft sérkennileg og falleg, dökkar
línur, — afmarkaðir litafletir, í
senn þægilegt og sterkt. Áferð
myndanna er oft skemmtileg, mál-
arinn hefur tilfinningu fyrir mögu
leikum litarins sem efnis, engu síð-
ur en litar.
Upphengingu myndanna er ábóta
vant, og er það skaði, því margar
þeirra myndu njóta sín betur í
meira innbyrðis samræmi. En það
er sérstök list að hengja myndir á
vegg svo vel fari — og það er
ekki eins auðvelt og margir halda.
Þessi sýning er sem heild eftir-
tektarverð ekki sízt vegna þess að
hún er í mörgu mjög í samræmi
við þá viðleitni sem nú er uppi
meðal myndlistamanna víða í
öðrum löndum. #
Akránessferðimar
Það hefur verið furðu hljótt í
blöðum hér um ferðirnar á milli
Akraness og Reykjavíkur þrátt
fyrir sleifarlag j>að sem þar hefur
á verið í seinni tíð eða að^ mestu
frá áramótum 1942—’4I3. Á þeim
tíma sem m.s. Fagranes hafði
ferðirnar eða til hausts 1942 hafði
skapazi það öryggi um þessar ferð-
ir, að því mátti treysta að fylgt
væri áætlun að-öllu leyti ef veð-
ur leyfði. Eftir að Fagranes hætti
tók Skipaútgerð ríkisins að sár
þessar ferðir og hefur haft þær
síðan og haft í• þær ferðir leigu-
skip.
Fyrst í stað eða til ársloka 1942
var m.b. Sjöfn á Akranesi í þeim
ferðum og var þá fylgt sömu reglu
og verið hafði. En eftir að m.b.
Sjöfn hætti ferðum lim áramót
1942—’43 þá var úti um 'öryggi
ferðanna. Það mátti víst heita
undantekning, ef hægt var að
treysta á ferðirnar í fyrravetur og
jafnvel allt þar til m.s. Hólmsberg
tók við þeim í júní s.l.; eftir það
munu ferðir hafa verið viðúnandi
þar til eftir Laxfossstrandið í vet-
ur; en síðan hefur verið það ólag
þar á, að ekki er viðunandi.
Það var í vctur snemma tekin
upp sú regla að skijiið fór úr
Reykjavík kl. 11 f. h. á mánu-
dögum, miðvikud., föstud. og laug-
ard., cn burtferð af Akranesi kl.
3 e. h. sömu daga; í sambandi
við þessar fcrðir voru ferðir mjólk-
urbíla í svcitir utan Skarðsheiðár
af Akranesi kl. 10 f. h. á tveim
Ieiðum, að Belgholtsvegi í Mela-
FaslelgnelgsndalMð illl líla Inn-
halnila heimOaglaið felí hierlum
Það vildi láta leigjendur greFa heimæða-
gjaldskostnaðinn á 5 árum
Stjórn Fasteignaeigendafélags Reykjavíkur hefur
sent blöðunum langa greinargerð fyrir þeim vilja hús-
eigenda, að heimæðagjald hitaveitunnar sé ekki inn-
heimt hjá húseigendum, heldur hjá sérhverjum not-
anda heita vatnsins.
„Fór stjóm félagsins fram á
það við húsaleigunefnd, að hún
heimilaði húseigendum, að
jafna öllu heimæðagjaldinu
hlutfallslega niður á alla leigu
t|ka húsanna, á lengsta lög-
leyfða greiðslutímabili heim-
æðagjaldsins, 5 árum.“
Húsaleigunefnd varð ekki við
vilja húseigenda hvað þetta
snertír, en „féllst þó á að heim
sveit og Ferstiklu á Hvalfjarðar-
strönd og til baka frá þeim stöð-
um að lokinni afgreiðslu. Nú fór
svo fram um hrí^ eða þar til í
byrjun febrúar, þa var áætlunar-
ferð mjólkurbíla á laugardögum-
felld niður. Um svipað leyti fór
m.s. Hólmsberg að hafa Borgar-
nessferðir að nokkru á þeim dög-
um, sem áður voru ákveðnir í
sambandi við mjólkurflutninga úr
sveitinni, eða föstudaga, mcð við-
komu á Akranesi á leið til Borgar-
ness, en mjög óvíst um viðkomu
i bakaleið, og nokkru síðar var
ákveðið að það skyldi ekki hafa
viðkomu á Akranes á leið til
Reykjavíkur á þeim dögum, og
þar af leiðandi mjólk sú, er á
Akranes kom á föstudögum, færi
ekki til Reykjavíkur fyrr en á
laugardag, í stað þess að áður var
mjólkin send suður samdægurs.
Þegar svo var komið þá hófust
aftur bílferðir á laugardögum.
Nú munhig lýsa hvern veg gekk
með ferðir á föstudag síðast til
mánudags. Á föstudag fór Hólms-
berg til Borgarness að morgni. í
slæmu veðri og versnandi, me.ð
þeim afleiðingum, að skipið fór
ekki úr Borgarnesi fyrr en að
morgni á laugardag, kom það þá
við á Akranesi fyrir hádegi, en
þar sem áætlun skipsins var að
fara af Akranesi kl. 3 e. m. á laug-
ardaginn þá voru margir farþegar
staddir á Akranesi, sem ætluðu
suður, sem ekki vissu af fcrSinn;
og ennfremur voru mjólkurbílarn-
ir í ferð að sækja rnjólk, sem vit-
anlega várð einnig eftir til mánu-
dags, -sem var næsta ferð sem fá-
anlcg var.
Á mánudag kom svo Hólmsberg
á Akranes kl. næst'um því 1 e.. h.,
fullhlaðið af vörum, sem átti að
afferma, og svo að taka aftur farm
á Akranesi sem var að mestu leyti
mjólk, á 2 klst., sem vitanlega
ekki var hægt, énda fór svo, að
kl. var 5% jægar skipið fór af
Akranesi í stað kl. 3. Þegar ákveð-
inn burtfarartími skipsins var
kominn kl. 3 var kominn rnikill
fjöldi fólks niður að skipi, ca. 5—6
tugir, sem svo urðu að bíða á
bryggjunni í 2]/2 klst. og var þá
margur orðinn óþolinmóður, sem
von var.
Að sjðustu vil ég taka það fram,
að skipstjórinn á m.s. Hólmsberg
mun ekki eiga að neinu leyti sök
á því sem ég hef gert hér að um-
talsefni.
P.t. Reykjavík, 28. marz 1944.
Þ. S.
ilt væri að hækka húsaleiguna
mn ákveðinn hundraðshluta —
9% — af heimæðagjaldinu, er
jafna mætti framvegis árlega
hlutfallslega niður á alla
greidda húsaleigu í húsinu.“
t greinargerð Fasteignaeigenda-
félagsins segir m. a. svo :
„Félagsstjórnin h cfur frá upp-
hafi beitt áhrifavaldi sínu fyrir
því, að fá því til leiðar komið að
afnotagjaldið væri innheimt hjá
sérhverjum notenda þess, en ekki
aðeins hjá húseigendum. Stjórnin
taldi og telur enn óviðunandi fyr-
ir lniseigendur að hlýta sltku inn-
heimtufyrirkomulagi og algerlega
óverjandi af bæjaryfirvöldunum,
að leggja slíka vinnukvöð sem ó-
hjákvæmilega hlýtur að fylgja tals
verð fjárhagsleg ábyrgð á herðar
húseigenda. Hér er og um hættu-
legt fordæmi að ræða, að velta all
tímafreku og víðtæku innheimtu-
starfi ákveðinnar bæjarstofn-
unar, — og í því sambandi sltila-
og greiðsluábyrgð á jjárhœðum,
sem fljótlega munu nema milljón-
um króna, — yfir á herðar aðeins
lítils hluta (sennilega um 30%)
heitavatnsnotenda, þ. e. húseig-
endur. Næsta skrefið yrði senni-
lega að krefjast þess, að húseig-
endur innheimtu t. d. útsvör leigu-
taka þeirra og bæru auk þess á-
byrgð á greiðslu þeirra.
Félagsstjórnin telur sjálfsagt,
cnda ekki aðeins eðlilegt heldur
beinlínis nauðsynlegt, að afnota-
gjald heitavatnsins verði innheimt
hjá sérhverjum notenda þess, en
ekki beint hjá húseigendum“.
Leiðrétting
Ég get ekki látið l>að ógjört að
leiðrétta þá leiðu villu í Þjóðvilj-
anum frá 29. marz, þar sem ég er
talinn vera endurkosinn í stjórn
— gjaldkeri — Árnesingafélagsins.
Maður sá, er þetta sæti skipar,
tel ég alveg vafalaust vcra nafna
minn Þórð Jónsson frá Stbkkseyri.
Þenna heiður, að skipa þetta
sæti í stjórn Árnesingafélagsins,
vil ég með engu inóti ræna af
nafna mínum og góðvini.
Ég hef um margra ára skeið
kennt mig við Eyrarbakka, til
þcss að forðast þrálát misgrip á
okkur nöfnunum og þvo þar mcð
þenna nafna minn hreinan, þar
sem hann er hið mesta prúðmenni,
en ég mjög stórlyndur og því átt
í ýmsum erjum af þeim sökum.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
Þórður Jónsson frá Eyrarbaklca.
Jekobsson
I
Dauðinn er eins og óboðinn
gestur, sem enginn dekkar fyrirr
en setzt þó til borðs án þess við
fáum við ráðið. Við vitum að
sönnu að þessari heimsókn verður
ekki afstýrt, samt er hún alltaf ný,
alltaf jafn sár. Þó orð hafi enga
þýðingu í þessu sambandi, þá
langar menn til að segja þau um
vini, sem í valinn faila.
Sigurður er fæddur 30. sept. 1910
dáinn 23. mai-z 1944. Foreldrar
hans voru Þuríður Björnsdóttir
frá Snotrunesi í Borgarfirði eystra
og Jakob Sigurðsson frá Unaósi í
Hjaltastaðaþinghá. Ungur fluttist
Sigurður hingað til Reykjavíkur,
með foreldrum sínum, en þó 'dvald
ist hann um skeið á Snotrunesi,
hjá móðurbróður sínum.
Sigurður ólst ekki upp við neinar
alsnægtir,, en móðir hans, eins og
allar góðar mæður, mun hafa lagt
honum drjúgan farareyri, þó ekki
væri hún rík af fé.
Sigurður var greindur vel eins
og hann átti kyn til og hugur hans
mun snemma hafa byrjað að
marka sér braut. Það sýndi sig
líka fljótt, að hann snéri sér ó-
trauður að því, að skapa sér lífs-
starf. Lár í lofti, með tvær hend-
ur tómar, kom hann sér til tré-
smíðanáms og laúk því. Eg man
eftir hinni óþrjótandi elju hans
við að útvega sér aukavinnu til að
hafa fyrir brýnustu þörfum, með-
an námið stóð yfir.
Sigurður var kvæntur Kristínu
Borghildi Thorarensen, ágætri
konu, sem lifir mann sinn ásamt
tveim börnum í æsku. Þau hjónin
voru bæði samhent með það, að-
skapa sér þann reit, sem heimili
þeirra bar vott um.
Árum saman átti Sigurður í
iioggi við sjUiýuoiii þann, er <tð lok-
um dró hann til bana og síðustu:
árin var hann oft á sjúkrahúsi,
eða óvinnufær.
Þegar af honum bráði, stundaðí
hann iðu sína langt fram yfir það,
sem heilsan leyfði.
Síðan hvert starfið af öðru, eft-
ir því sem kraftarnir heníuðu til.
Staðreyndir þjóðfélagsins tala
kannski berast til lieilsulausra
manna, sem hafa fyrir hcimili að
sjá, þær staðreyndir að tilviljun
ein ræður, hvað lífið réttir börn-
unum, þegar heimilisfaðirinn fell-
ur frá. *
Engin orð græða þau sár sem
dauðinn veitir, þess er lífið eitt
megnugt, annars væri það fyrir
löngu orðið sámherji dauðarys.
Fyrir eitthvað 12 árum vorum
við Sigurður staddir í kunningja-
hópi. Þar vár meðal annars rætt
Framh. á 8. síðu.