Þjóðviljinn - 12.04.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.04.1944, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. apríl 1944. Sumarfrí verkamanna Þegar vora tekur vaknar umhugs unin um sumarfrí og skemmtiferða- 12g hjá öllum þorra starfandi fólks. í>aö er ekki langt síðan lögin um sumarfrí verkamanna öðluðust gildi. Þau lög eru einn hinna stóru sigra, sem unnist hafa í baráttu verkalýðsins fyrir baettum kjörum. Þeir, er vinna baki brotnu, all- an ársins hring, eiga sannarlega skilið að „létta sér upp“ einhvem- tima yfir sumarmánuðina, og eng- inn efi er á því, að verkamenn eru ekki ver að slíkum fríðindum komn ir, en aðrar stéttir þjóðfélagsins, þótt mennirnir, sem sífellt eru að staglast á því, að kaup verkamanns ins sé of hátt, kunni að líta þac óhýru auga, að hann hefur nú feng ið þessa réttarbót, löngu síðar en flestir aðrir launþegar. Vandamál En nú verður mörgum verkamanr inum á að spyrja: Hvernig á ég ac eyoa sumarfríi mínu, svo að þac verði mér til gagns og ánægju, og ekki of kostnaðarsamt? Fáir geta leyft sér þann munað, að fara í langferðalög, sem taka viku eða meir. Til þess þarf aðstöðu, sem verkamenn hafa, undantekningar- lítið, ekki. Kvæntir menn kjósa auðvitað að taka konur sínar með, en þær eru þá, í mörgum tilfellum, bundn- ar heima yfir börnunum og geta ekki farið. Alla samhjálp skortir, til að koma þessu fyrir á viðunandi hátt, og verkamaðurinn éyðir svo „sumarfríi" sínu heima, vegna þess að annars er ekki kostur. E. t. v. fer hann í betri fötin sín og gengur eitthvað út, með sum af bömunum. Ó; þvílíkt sumarfrí, i bæ, sem lyktar af óhreinindum, meðan loftið er svo mettað af ryki og reyk, að sólin tapar eðlilegri fcirtu sinni og grillir í hana, eins og grútarlampa, bak við óhreint gler. Þetta er óvjðunandi ástand, sem þarf skjótrar og góðrar úrbót- ar. Eina sjáanlega lausnin er að verkamenn láti þetta mál sjálfir til sín taka, í fullri alvöru. Ekkert virðist liggja nær en að stjórnir verklýðsfélaganna leiti sér upplýsinga, erlendis frá, þaðan sem verklýðsmálunum er mestur sómi sýndur, um hvað hægt sé að gera í þessu efni. Það má telja lítt' afsak anlegt, sé jafn þörfu og aðkallandi máli og hér hefur verið gert að umtalsefni, lítill eða enginn gaumur gefinn. Verkamenn mega ekki, frekar öðrum stéttum þjóðfélags vors, við því, að verða afskiptir þeirri upp- örfun, þeim hollu áhrifum, sem sumarferðalög og stuttar sumar- dvalir úti í náttúrunni, í hreinu og tæru fjalla- og sjávarlofti, veita sérhverjum, sem á kost á að njóta þeirra. í því fellst líka skemmtileg tilbreytni frá hversdagslegu lífi bæjar, sem auk þess að vera sár- fátækur af öllu heilbrigði, getur ekki séð stórum hluta íbúa sinna fyrir forsvaranlegu húsnæði, hvort sem vera skal til íbúðar, starfa eða leiks. Ó. Þ. Þmghald Framsóknarmenn ríða til þings í dag. Vissulega mun þeim finnast margs að minnast „þá á þing kem- ur.“ Nær þrjátíu ára flokksstarf. Seytján hin síðustu árin, algjör eða mikil vold í „hvíta húsinu við Lækj artorg“. Já, miklu hlýtur að hafa verið lorkað M Mrf il tidnrhinla frl innl allf aftliiallf Viðtal við Þorhel Björnsson formann verkalýðs- félagsins Fram Seyðisfirði Við skulum athuga málið. Fram- sóknarflokkurinn var stofnaður til þess, fyrst og fremst, að stöðva flóttann úr sveitunum. Ekki átti þó að láta þar við sitja. Nei, ónei, það átti að beina straumnum „frá möl til moldar", eins og hinir róman- tísku ,en ekki raunsæju, rithöfund- ar „flokks sveitasælunnar“ orðuðu það. Það átti að rækta jörðina, það átti að byggja bæina. (í bustastíl, af því ónýtt byggingarefni hafði knúð forfeður okkar til að byggja þannig). Það átti að leggja vegi og síma, það átti að byggja brýr, og reisa skóla. Vissulega hefur allt þetta verið gert í allríkum mæli. Sjómennimir hafa fært þjóðarbúinu auðinn, og stjórnarvöldin hafa sáð honum um íinar dreifðu byggðir. En hvernig gengur svo með flótt- ann úr sveitinni? Hvernig hefur t’ek izt að beina straumnum frá möl til moldar? Hvernig géngur að búa á framsóknarnýræktinni? Um hina nýju vegi liggur stríð- ari straumur frá „mold til malar“, en nokkru sinni fyrr. Þegar sveita- jarnið hefur notið fræðslu í héraðs skóla einn eða tvo vetrarparta, axlar það sín skinn, heldur í „ver- :ð“, og vill ekki hverfa aftur til ,,moldarinnar“, • hversu hátt sem Framsóknarhanarnir gala um .veitasælu. Og þeir sem eftir eru i sveitinni vinna nótt með degi, og þarf þó árlega að leggja fram stór- íé úr ríkissjóði til þess að gera þeim kleift að selja eitthvað af framleiðsluvöru sinni á erlendum markaði. Þegar stríðinu lýkur, og ríkið hættir að borga bændum millj ónir og aftur milljónir fyiþr vör- urnar, sem þeir framleiða, hefst hér hatramari landbúnaðarkreppa, er dæmi eru áður‘ til. Svona er málinu komið þegar Framsóknarmenn ríða til þings eft- ir nær 30 ára flokksstarf, og 17 ára valdaaðstöðu við Lækjartorg. Mistök, sem þarf að leið- rétta f Þessi mistök Framsóknarflokks- ins stafa af því, að hann hefur ekki borið gæfu til að skilja til hlýtar, að landbúnaðu^inn verður að taka vísindin og véltæknina í þjónustu sína, til þess að geta keppt við aðr- ar atvinnugreinar, en vísindin og véltæknina getur landbúnaðurinn ekki tekið í sína þjónustu til neinn- ar hlýtar nema að myndað verði þéttbýli í sveitunum, — bæir og þorp. — Strjálbýli er þröskuldur á vegi trumskilyrði mennilegra atvinnu frumskilyrði mannlegra atvinnu- hátta og andlegs frama. Þetta ættu Framsóknarmenn að gera sér ljóst, er þeir nú líta yfir farinn veg, og leggja Jónas til hliðar, þeir þurfa að leiðrétta þau mistök, sem þeim hafa orðið á, og sýna þar með að þeim sé ekki vamað að læra af reynslunni. Eðlilegrt og nauðsynlegt samstarf Þegar hafizt verður handa um að breyta sveitabyggðinni frá strjál- býli til þéttbýlis, ríður á að bænd- ur, verkamenn og menntamenn vinni saman. Sú breyting sem verða þarf á íslenzkum búnaðar- háttum, verður aldrei gerð nema þessar stéttir ráði í þjóðfélaginu Áhrif stóratvinnurekenda á ríkis- valdið munu hindra eðlilega og nauðsynlega þróun landbúnaðarins. Ekki þarf að efa, að þetta samstarf hefst, fyrr eða seinna, en hvort bændur þurfa að bylta af sér Fram sóknarflokknum til þess að það Þörkell Bjömsson, formaður verkamannafélagsins Fram á Seyðisfirði, var staddur hér í bænom nýlega. Á vertíðinni leita flestir Seyðfirðingar sér atvinnu utan Seyðisfjarðar og er hann einn þeirra. Þjóðviljinn hitti hann að máli og spurði hann frétta af Seyð- isfirði og atvinnulífi bæjarins. — Er það rétt að fólkið flýi Seyðisfjörð og öll atvinnutæki séu þar í afturför? — Já, íbúar Seyðisfjarðar munu vera eitthvað innan við 800, en á síðasta ári fluttust þaðan um 30 manns. Atvinnutæki eru þar of fá og smá. HVAÐ VILJA SEYÐFIRÐINGAR GERA? Það dylst því engum, að hefjast verður þar handa með verklegar framkvæmdir sem eitthvað kveð- ur að, ef skapa á lífvænleg og eðliieg þróunarskilyrði á Seyðis- firði. Hagur manna á Seyðisfirði hef- ur þó batnað allverulega á sein- ustu árum, en fyrir stríð var bær- inn raunverulega gjaldþrota. En undanfarandi velgengnistímabil varð til fyrir „ástandsvinnu“ og því aðeins stundarfyrirbrigði og því hætt við að fljótt gangi á þær krónur sem menn hafa eignazt, ef þeir ætla að lifa að mestu leyti á þeim. Fimm manna nefnd hefur haft með höndum athugun á því hvað þyrfti að gera til þess að reisa atvinnulíf bæjarins við. Frá bæjarstjórjiinni eru í henni Hjálmar Vilhjálmsson sýslumaður og Gunnlaugur Jóhannsson, frá verkamannafélaginu: Ingólfur Hrólfsson, frá verkakvennafélag- inu: Inga Jóhannsdóttir og frá út- gerðarmönnum: Jón Sveinsson. Fyrsta verk nefndarinnár var það, að senda til allra atkvæðis- bærra manna allítarlegar og víð- tækar spurningar um það, hvað viðkomandi maður álíti að þurfi að gera til þess að bjarga bænum og koma atvinnulífinu á nýjan grundvöll. Niðurstaðan af þessu starfi nefndarinnar varð mjög lítil að því leyti að lienni mun hafa bor- izt mjög fá svör. — Vildu „háttvirtir kjósendur“ engu svara? — Menn munu almennt ekki hafa áttað sig á þessu og flestir álitið það litla þýðingu hafa fyrir framkvæmd máísins hverju þeir svöruðu, og því fæstir svarað eins og þeir hefðu gétað, en þó munu nokkur góð svör hafa borizt nefnd- inni. Væntanlega vinnur nefndin á- fram að þessu máli og mun þá geti hafizt, eða hvort hann verður þátttakandi í því, skal ósagt látið. Ur því kann að verða skorið á því Framsóknarþingi sem hefst í dag. Tvö þing Það eru ekki aðeins Framsóknar- menn sem koma saman til alvarlegs þinghalds í dag. Finnska þingið hefur einnig verið kvatt til mjög örlagarikra fundarhalda. Vonandi bera bæði þessi þing giftu til að ráða málum sínum til farsælla lykta. leggja fram sínar eigin tillögur, en þátttakan í tillögum um fram- kvæmdir hefði þurft og átt að vera meiri. NÝ SKIP, RAF- STÖÐ OG IÐNAÐ. — Hvað álítur þú að þurfi að gera til þess að koma atvinnulífi Seyðisfjarðar í lífvænlegt og eðli- legt horf? — Við, sósíalistarnir, álítum að endurreisa þurfi atvinnulíf bæjar- ins frá grunni. Afstaða bæjarstjórnarinnar hef- ur verið sú, að nota fé það, sem komið hefur inn undanfarandi ár, til þess að greiða með skuldir, en það er ekki nóg að standa með pálmann í höndunum og geta sagt: við skuldum ekki neitt, ef atvinnutækin eru engin, allt situr í sama farinu og sama eymdin er framundan og var fyrir stríð. Þess vegna hefði þurft að nota féð eins og hægt var til þess að eignast ný atvinnutæki. Við þurfum ný skip, nýjar bryggjur, nýja rafstöð og nýjar verksmiðjur eða einhverskonar iðnað. RAFMAGNSMÁLIÐ VERÐUR AÐ LEYSA. — Það sem mesta áherzlu þyrfti að leggja á er að sjá bænurn fyrir nægjanlegu rafmagni. Rafstöðin sem nú er hefur 2 véla samstæður, eldri samstæðan er ó- nýt, enda þótt hún sé notuð. Allt rafmagnið er fullnotað, án þess þó að síldarbræðslan gangi. En það kemur oft síld á Seyðisfjörð seint á hausti. Ef bræðslan væri í gangi myndi þurfa að taka fyrir alla raf- magnsnotkun nema til ljósa. Aukinn atvinnurekstur á Seyð- isfirði byggist því á nægjanlega auknu rafmagni. Ráðagerðir hafa verið uppi um rafvirkjun uppi á Iléraði fyrir væntanlegt þorp þar eða byggða- hverfi og fengju svo Fjarðakaup- staðirnir rafmagn þaðan, en óþarf- lega mikill seinagangur virðist vera á því máli, og þyrftu Seyð- firðingar að fá úr því skoric? hvort eða hverjar framkvæmdir verða í því máli á næstunni. Bæjarstjórn þarf að láta athuga hve mikið rafmagn bærinn þarf í framtíðinni til ljósa, hita og iðn- aðar, miðað við þann iðnað sem þarf að rísa þar upp. Skilyrði til virkjunar Fjarðarár munu vera talin góð, og verði eigi hafizt handa með virkjun á Hér- aði, sem Seyðisfjörður getur einn- ig notið góðs af, þyrfti að undir- búa nýja virkjun Fjarðarár. NÝ OG STÆRRI SKIP. — Hvað segirðu um sjávarút- veg á Seyðisfirði? — Við þurfum að fá ný og stærri skip. Við þyrftum að fá tvö 100—150 tonna skip til fiskflutn- inga og ca. fjóra 40 tonna fiski- báta, myndi það verða ágæt lausn. í bili — þó með því að þeir bátar,. sem fyrir eru, gengju áfram, en þeir eru orðnir gamlir og úreltir og auk þess of litlir, innan við 20 tonn. Auk þe.ss þarf að endurnýja bryggjurnar. Það væri ekki fjarri að hugsa sér, að ein af hinum nýju fram- kvæmdum til viðreisnar Seyðis- firði væri að koma þar upp skipa- smíðastöð og mun bæjarstjórnin liafa látið rannsaka möguleika fyrir því, en mun hinsvegar vanta. mann til þess að taka verkið aÖ sér og starfrækja það. — Heldur þú, þrátt fyrir allt,. að Seyðisfjörður eigi góða framtíS fyrir sér? — Já, ég er ekki í neinum vafa um það, að hægt er að skapa líf- vænlegan atvinnugrundvöll á stað sem hefur að mörgu leyti eins góð skilyrði og Seyðisfjörður. VANTAR SAMKOMUIIÚS. — Ilvað er í almennum frétt- um af Seyðisfirði? — Nokkuð er nú liðið síðan ég fór þaðan. En félagslíf bæjarins má nokkuð marka á því, að hann á ekkert samkomuhús. Var félags- skapur stofnaður í því augnamiði að byggja samkomuhús, sem bær- inn gæti notað, en ótrúlegt að það; verði gert í bráð því kostnaður við bygginguna, eins og hún var hugsuð, mun vera áætlaður um % milljón kr. 'Verkamannafélagið kaus því á s.I. vetri nefnd til þess að vinna að því að koma upp samkomuhúsi er félagið gæti not- að til sinna þarfa. — Það er líklega ekki mikið um byggingar á Seyðisfirði yfirleitt? — Nei, á síðustu 10 árum munn hafa verið byggð þar um 20 hús., — Ilvað er að frétta af verka- mannafélaginu? — Það hefur starfað sæmilega undanfarið. Stjórnin var öll end- urkosin í vetur nema varaformað- urinn, sem baðst undan endur- kosningu. Þá hefur félagið sam- þykkt að hækka ársgjaldið úr 15 kr. í 40 kr. Eins og þú munt vita er aldreí róið á Seyðisfirði á vetrum nú orðið. Bátarnir fara til Horna- fjarðar og Suðurnesja og á sumr- um sækja verkamenn atvinnu tií annarra staða og torveldar þetta. félagsstarfið. Af þessum sökum er t. d. eng- inn úr stjórn verkamannafélagsins heima á Seyðisfirði, þar sem þeir hafa orðið að leita sér atvinnu: annars staðar. /. B. Ejafír fll S. i. B. S. Herbert Jónsson, Ilveragerði,. Ölfusi, 365 bindi bóka, auk íslend- ingasagnanna. Firma, sem ekki vill láta nafns síns getið 2500 kr» H.f. Miðnes, Sandgerði, og starfs- fólk 2000 kr. Dósaverksmiðjan h.f. 500 kr. Jón Þorsteinsson, Vík,. (safnað) kr. 441.70. Sigrún Berg- vinsdóttir, Hrísey, (safnað) 1150 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.