Þjóðviljinn - 12.04.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.04.1944, Blaðsíða 3
iMiðvikudagur 12. apríl 1944. ÞJÓÐVILJINN RITSTJÓRI: RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIK Almenningur og hinir sérfróðu Hvernig stendur á því að hér á landi skammast menn sín svo oft fyrir að spyrja sérfræðing? Og hvernig stendur á því að sérfræðingarnir gera svo lítið að því að leita álits hjá ýms- um mönnum, sem eru vanir starfi sínu og vita hvar skórinn kreppir, þó að þeir hafi ekki jafna menntun til brunns að- bera og sjálfir þeir. Mér virð- ist stirðleikinn í samstarfi þess- ara tveggja aðila vera meiri en sumstaðar annarsstaðar, hef ég því oft velt því fyrir mér af hverju þetta stafaði og aldr- ei komist að annarri niðurstöðu en þeirri, að orsakirnar lægi í því hve ung hin sérfræðilega menntun okkar er, og í hinni aldagömlu einangrun hins sjálf stæða búþegns. Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. segir Stephan G. og lýsir með því lífi landnemans og einyrkj- ans. En margir hafa búið sér tif'hugsjón úr staðreynd er þeir enga úrkosti áttu til þess að breyta henni. Hugsjónin getur svo orðið ágæt hjálp í bamtt- unni fyrir daglegu brauði, en um leið og hinar ytri aðstæður breytast, og menn eygja nýja vegi, verður hún oft óhugnan- leg afturganga, sem erfitt er að kveða niður. Menn vilja er.nþá vera og telja sig geta veiið læknir ,lögfræðingur, prestur o. s. frv., þó að vísindin og öll þróun atvinnuveganna hafi fvr ir löngu sýnt okkur að slík: er ógerningur ef við viljum njóta þeirra gæða sem tæknin getur veitt okkur. En afturgangan lifir og við erum hrædd við hana. Þessi gagnkvæma hræðsla -sérfræðinga við almenning og almennings við sérfræðinga, virðist mér hafa komið allra skýrast í ljós í ýmsum bygg- ingamálum. Það er t. d. mjög algengt, að sjá hús, sem ekki eru reist eftir neinni teiknúigu, eða þar sem svo mjög hefur verið vikið frá teikningu, að byggingin hefur fullkomlega misst hinn fyrirhugaða svip sinn, og heyra eigandann jafn- framt stæra sig af því að hann hafi ekki þurft að leita til sér- fræðinganna. Á hinn böginn gleymast oft á tíðum ýmsir þarfahlutir í byggingum og húsaskipan verður óhaganleg, vegna þess að sá sem teiknar hefur ekki nægilega kynnt sér líf og starfsaðferðir þeirra sem í húsunum búa. Hinúm lærða sérfræðing og sérfræðing hins daglega starfs hefur þannig láðst að vinna saman. Erlendis er nauðsyn slíks samstarfs al- staðar viðurkennd og engum dettur í hug að telja þann mann minni, sem hefur einurð tii þess að spyrja um hluti, sem enginn getur ætlast tii að hann viti sjálfur. En við erum hrædd við að spyrja. Margir munu telja slíka hræðslu óbreytanlegt sérein- kenni ísleHdinga, þeir séu sjálf stæðir í lund, ómannblendnir og óháðir öðrum, en barnasál- arfræðingar telja aðeins tvenns konar hræðslu vera börnum meðfædda: hræðslu við há hljóð, og röskun þeirrar undir- stöðu, sem þau liggja á. Öll önnur hræðsla er talin félags- legs eðlis, þ. e. hinar ytri að- stæður og fólkið sem börnin • alast upp með segja þeim að þau eigi að vera hrædd við þetta en ekki hitt. Að þessu athuguðu og því að hér telur almenningsálitið alla vita allt er hið framangreinda sennilega ekki svo einkenni- legt, aðeins mannlegur breysk- leiki sem æskilegt væri að menn gætu sigrast á, og sem aukin þekking hlýtur að hjálpa mönnum til að sigrast á, hugs- aði ég. En alltaf eru menn að verða fyrir vonbrigðum. — Og undan farna mánuði hef ég rekizt á þriðju tegund sérfræðinga- hræðslu, þ. e. hræðslu sérfræð- inga við sérfræðinga, og þessi hræðsla er svo alvarleg, að með henni virðist vera hægt að binda alla gagnrýni innan heilla stétta. í haust kom út bók. sem nefndist Heilsurækt og manna- mein, og var mikið auglýst sem vizkulind fyrir almenning. Bók in átti að vera auðskilin, hrein- skilin, margfróð og sannfróð — var dýr í innkaupi, eins og vænta mátti um slíka bók. Eft- ir jólin kom svo önnur bók: Heilsufræði handa húsmæðr- um — og slagaði upp í hana að dýrleika. Um hvoruga bók- ina birtist nokkur ritdómur. Kvennasíðunni hefur virzt báð- ar þessar bækur varða svo mjög starf húsmóðuxinnar, að hún hefur hvað eftir annað leit að fyrir sér um að fá einhvern sérfræðing til þess að láta álit sitt í ljós. En alltaf er sama svarið. Eg vil það ekki og get það ekki af því að N. N. er vinur minn, en mér líkar ekki bókin Niðurstaðan verður sú, Hvar ájég "að láta dagblöðin? Það er oft ekki svo létt fyrir húsmóðurina að leysa úr þess- ari spurningu. Það er óþægilegt að láta þau liggja á borðum og stólum, sem notaðir eru til ann ars, en hinsvegar mjög gremju- legt fyrir heimilisfólkið að hafa aldrei stundinni lengur frið með blöð, tímarit og bæk- ur fyrir húsmóður, sem sífellt er að taka til. jxeasuam Hf. Smjörsókn Þarna eru myndir af tveimur þarfahlutum, sem leysa vanda- málið svo að allir, verða ánægð- ir.- Þetta eru blaðakörfur, önn- ur búin til úr tágum og rennd- um trjárimum, hin úr krossvið með haldi úr tágum. Alltaf eru menn jafn smjör- I lausir hér í bæ og alltaf er borg 1 að fé úr ríkissjóði til þess að | verðbæta smjörið. Sum heimili hafa alltaf smjör hvaðan sem það kemur og með , hvaða verði sem það er selt. Oft mun kunningsskapur ráða mestu um hverjir fá smjörið, en hitt dylst heldur engum að hinn kaupgetumeiri hluti bæj- arbúa stendur mun betur að vígi um að höndla hnossið. Mikið hefur verið um það rif- izt hvort heldur ætti að telja verðuppbætur landbúnaðaraf- urða styrk til framleiðanda eða neytenda. Sé þetta' styrkur til neytenda er honum undarlega varið þar sem hin efnaðri heim ili verða hans aðnjótandi, en hin ekki. Gremjan, sem smjör- leysið veldur, eykst stöðugt hjá húsmæðrunum, sem vonlegt er, og snýst nú gegn maggadúllu, sem verður bragðverri með degi hverjum. H. f. Smjörsókn, sem er ný- stofnaður félagsskapur smjör- dýrkenda, hefur sent Kvenna- síðunni eftirfarandi fyrirspurn- ir og tillögur um maggadúllu: I. Getur Kvennasíðan ekki aflað sér upplýsinga um það, hvaða efni séu notuð í smjör- líki hér á landi? 2. Hafa þau efni það mikið næringargildi, að það borgi sig bragðsins vegna að borða það smjörlíki? 3. íslenzkt smjör kostar 13 að læknarnir skammast sín fyr- ir Heilsurækt og mannamein og forðast að hafa hana uppi við á heimilúm sínum ef gestir koma, en almenningur er búinn að kaupa og kaupir bókina. „Heilsufræði handa húsmæði- um“ er góð bók að mörgu leyti, en okkur líkar alls ekki hjúkr- unarkaflinn“. segja allar þær hjúkrunarkonur, sem ég hef hitt að máli, og þar að auki er bókin alltof dýr til þess að hægt sé að skylda nemendur húsmæðraskólanna til þess að kaupa hana eins og til var ætl- ast. Hversvegna getur nú hinn ágæti læknir, Kristín Ólafsdótt ir, ekki haft samvinnu við ein- hverja hjúkrunarkonu um samningu slíks kafla? Er það þessi upphafna dýrkun hins „sjálfstæða óháða verks“ eða aðeins skeytingarleysi um að nota sér sérþekkingu á öðru sviði, þó að það vissulega sé mikið skilt, eða þá hin gamla rótgróna hræðsla við að spyrja, og biðja annan bónar. Gaman væri að fá að álíta það, því að það er alltaf svo auðvelt að fyrirgefa það sem stafar af svo mannlegri viðkvæmni sem hræðslu, en sennilega er þó ekki því að heilsa, heldur er það blákaldir eiginhagsmunir einstaklinga og útgáfufyrir- tækja, sem fá að nota sér fá- fræði almúgans í skjóli þess að hræðsla sérfræðinganna haldi allri gagnrýni í skefjum. Hvenær verður þjóðfélagslíf okkar svo þroskað að sjálfsagt teljist að nota sérfræðinga á hvaða sviði sem er til þess að setja saman og bera fyrir al- menning það sem sannast og réttast reynist á hverjum tíma? Að lokum þetta: Kvenfólkinu hefur löngum lið ist að spyrja heimskulega, af því að karlmönnunum þykir svo gaman að finna til yfir- burða sinna og leysa úr slík- um spurningum með mjúklát- um rembingi. í fullu trausti þeirra gömlu sérréttinda og með lotningu og aðdáun fyrir hverskyns sérþekkingu leyfir Kvennasíðan sér að skora á ykkur lækna og hjúkrunarkon- ur, að segja húsmæðrunum hvernig þið teljið hinar um- getnu bækur uppfylla þær kröf ur, sem til þeirra þarf að gera. Þar sem heimskan og mistökin eru tákn yndisþokka, hljótum við að mega spyrja um hina fyrri, og á þeim grundvelli virðist einnig mega gagnrýna hina seinni þannig, að allir geti unað vel við. kr. kílóið, með því úrelta bú- skaparlagi sem hér tíðkast, og ameríska smjörið var mun ó- dýrara hingað komið. Er þá nokkur sanngimi í því að selja þennan bölvaðan óþverra á 5 kr. kílóið. — Og væri ekki at- hugandi að koma hér á alls- herjar smjörlíkisbindindi? Fyrir smjörlíkispeningana mætti stofna minningarsjóð, t. d. um Eggert Ólafsson, og verja síðan fénu til hagnýtra landbúnaðarframkvæmda, í þeirri von að næsta kynslóð þurfi ekki að verða að athlægi fyrir að biðja um íslenzkt smjör. H.f. Smjörsókn. SVAR KVENNASÍÐUNNAR. Samkvæmt rannsóknum nær- ingarefnafræðinga á smjörlíki fyrir stríð, hafði það hér um bil sama næringargildi, miðað við hitaeiningar, þ. e. jafn mikið af smjöri og smjörlíki lét lík- amanum jafn margar hitaein- ingar í té. Aftur á móti var , Framhald á 5. síðit. Húsráð Blekblettum er auðvelt að ná úr, ef þeir ná aldrei að þorna. Þerrið fyrst blekið burt eins og hægt er, vætið síðan blettinn í örlitlu volgu vatni og þerrið jafn harðan, endur- takið þetta þar til bletturinn er horfinn. Náist bletturinn ekki alveg þannig, er gott að leysa svolítið af bórax upp í vatninu, en það þarf að þvost vel burt aftur, því bórax inni- heldur bleikiefni og getur haft áhrif á lit efnisins, sem verið er að hreinsa, ef það liggur lengi á. Venjulegt matarsalt er mjög gott til að hreinsa ýms matar- ílát, t. d. er gott að ná mjólkur- skán úr flöskum með því að setja í þær gróft salt og svolítið vatn og hrista síðan vel og vandlega. Oft er mjög vont að hreinsa potta, ef illa brennur við þá. Langbezta ráðið undir slíkum kringumstæðum er að strá sóda í pottinn, bleyta í örlitlu vatni og láta liggja næturlangt. Skóf- in liggur þá oftast nær laus að morgni. ★ Nú er lopi seldur í öllum regnbogans litum, en ýmsir kvarta undan því að litimir vilji renna saman t. d. í peys- um með útprjónuðum bekkjum eða röndóttum. Þetta má alveg varast með því að setja dálítið edik í skolvatnið, þegar flíkum ar eru þvegnar a. m. k. nokkur fyrstu skiptin, seinna er eins" og liturinn festist í.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.