Þjóðviljinn - 12.04.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.04.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. apríl 1944. »JÖÐTIL JINN Halvor Floden: ENGLAHATTURINN tekið hattinn af mér, hefði hann viljað. En hann vissi það víst drengurinn, að það var ekki vant að ráðast á menn, sem komu úr kaupstað. Það var líka skynsam- legast að koma sér vel við mig, fyrst ég átti fullan poka af sælgæti. Pétur lét mig líka í friði, en hann tók tií fótanna og hljóp heim. Eg flýtti mér eins og ég ga't á eftir honum, en ég var orðinn lúinn og hafði poka á bakinu. Pétur var kominn heim á undan mér og þegar ég kom inn, heyrði ég, að hann var að tala við mömmu. „Mamma. á ég ekki að fá nýjan hatt eins og Halli?“ spurði hann. En þá tók ég fram í: „Mamma,vþað var ekki til neinn hattur, sem kostaði tuttugu og fimm aura. Þeir ódýrustu kostuðu tuttugu aura“. Mamma tók hattinn og skoðaði hann. „En hvað var þessi dýr?“ „Hann kostaði bara — Ja, hann er nú svo fínn og fallegur, eins og þú sérð, mamma. — En ég fékk hann fyrir — ja, hann kostaði bara — “ Mér var ómögulegt að minnast á hvað hatturinn var dýr, svo Pétur heyrði. Eg skildi það svo sem vel, að það var eitthvað bogið við það, að ég æt’ti svona dýran hatt, þegar hinir strákarnir áttu enga hatta. Eg var svo heppinn, að Pétur hljóp út. Hann ætlaði sjálfsagt að segja hinu fólkinu frá hattinum. Þá kom ég nær mömmu, náði í aðra hendina á henni og sagði henni alla söguna eins og hún var. „Þú mátt ekki verða vond við mig, mamma. En hon- um Pétri búðarmanni fannst hatturinn fara mér svo vel, að ég mætti til að kaupa hann. Og þá gat ég ekki annað,“ sagði ég seinast. Mamma hlustaði á mig og skoðaði hattinn á meðan. Svo sagði hún: „Ef þú verður vænn og duglegur drengur, þá máttu gjarnan eiga fallegan hatt.“ LECK FISCHER: HVÍLBátDáOál ÞETT4 Úr bréfi frá Jóni Árnasyni biskupi til séra Magnúsar Ein- arssonar, Kaldaðarnesi, dagsett 13. janúar 1733: „----Eg hefi meðtekið yðar vinsamlegast sendibréf, í hverju þér gefið mér að merkja, að vökunætur og gleðileikir séu í brúki niður í Flóa, í sóknum yðar, hverja þér viljið ekki líða og brúkið vandlæti í svoddan sökum, vegna yðar embættis. Þér viljið og einnin vita, hverja þanka ég hefi um svoddan gleðileiki og yðar fyrirtekt. Eg svara: svodd an vökunætur og gleðileikir eru að minni meiningu, svívirð- ing, bæði fyrir guði og öllum guðhræddum mönnum og eigi þessvegna engan veginn að líð- ast. Þeirra nytsemi er engin svo ég sjái, heldur eru þeir sæði andskotans^ í vantrúuðum mönnum, sem eru fullir af gjá- lífi og vondum gimdum og til- hneigingum, í hverjum djöfuls- ins ríki hefur fengið yfirhönd. Svoddan leikir koma fram af holds vellyst og elsku til heims ins. En ef nokkur elskar heim- inn, í honum er ekki kærleiki föðurins, segir Jóhannes, og allt það í heiminum er, það er ekki annað en fýsn holdsins, girnd augnanna og drambsam- legt líferni. Heimurinn forgeng ur og hans fýsn, svo og einnin allir þeir, sem dansa eftir hans pípu. Gefum gaum að því er sankti Páll skrifar Eph. 5. 3. etc. Forðist allt, sem hefir illt álit. í Thess. 5. 22. Eg hef ekki fram að færa margar skriptar- innar greinir, sem hér að lúta, hefi heldur ekki tíma til að uppleita. Það er oss nóg, að kóngleg majestæt bannar út- þrykkilega svoddan leiki, sem eru ekki annað en verk myrkr- anna — —.“ baráttunni áfram. Engixm vissi hvað á dagana gat drifið. Hann heyrði umgang frammi og leit til dyranna. Það var Svea. Hún gekk hægt og lokaði á eftir sér. Svea leit undrandi á opna kommóðuskúffuna. „Eg ætlaði bara að gá að hvort þú værir háttaður. Hvar hefurðu verið?“ „Hvar ég hef verið. Eg fór að tala við Járvel." Lundbom bjó sig undir að segja sögu sína, en Svea tók fram í fyrir honum: „Hvað ertu með í höndun- um?“ Hún tók líftryggingarbókina af honum, rétti honum hana aftur og leit á hann spyrjandi augum. Hann gaf enga skýringu, stóð á fætur og lagfærði í skúffunni. Hann var góða stund að því og Svea hjálpaði honumekki. Hún stóð í sömu sporum og horfði í hann. „Járvel sagði mér hversvegna ég væri látinn fara frá Salo- monsen. Þeim finnst ég vera orðinn of gamall og hafa tekið ungan mann í minn stað. Þeir getS. ekki einu sinni notað mig til óvandaðrar vinnu.“ Svea tók eftir glerbrotum á gólfinu og tíndi þau upp. Þá fór hann aftur að hugsa um Henrik. „Hittir þú Henrik, þegar hann Jj:om heim?“ „Nei, hann þorði ekki að tala við mig. Hann hitti engan nema Henny. Ætlarðu ekki að hátta?“ „Henny fór út strax og ég kom heim. Hún þurfti endilega að fara, því að Rudolf kom og spurði eftir henni. •— Hvers- vegna þorði Henrik ekki að tala við þig? Það finnst mér einkennilegt.“ Hann var hræddur, að ég mundi biðja hann að fara ekki aftur,“ sagði Svea og gekk út með glerbrotin. Hún hafði ætl að að biðja Henny að fara upp og vera hjá barninu, þangað til hjónin kæmu heim. En nú var Henny farin. Sveu gramdist ekkert við hana. Það var eðlilegt að hún yrði sjálf að vera heima en ekki Henny. Það hafði alltaf verið svo. Þegar hún kom inn, hélt pabbi hennar á rammanum í' hendinni. „Henrik hefur tekið myndina af þér. Mér fellur þetta illa, að hann sé að reyna að lifa á eig- in spýtur. Hefur hann fengið sér herbergi?" „Já. — Ætlarðu ekki að hátta?‘“ „Bara að við gætum hjálpað honum! Bara að ég væri tutt- ugu árum yngri!“ Lundbom lagði ramman frá sér og horfði út um gluggann. Nokkrir ungir menn stóðu við pylsuvagninn niðri á torginu og voru að borða. Utan við kjötbúðina var annar hópur unglinga að tala saman. „Það er ef til vill betra fyrir hann, að við getum ekki hjálp- að honum,“ sagði Svea og opn- aði svefnherbergisdyrnar. Hún bjóst við svari og leit við. Henni sýndist pabbi hennar riða á fótunum. „Er þér illt, pabbi?“ spurði hún og gekk til hans. „Það er ekkert. En eg hef orðið fyrir mörgu í dag og er þreyttur." „Eg skal styðja þig.“ Hún lagði handlegg hans um hálsinn á sér og studdi hann inn í svefnherbergið. Hann fór að hugsa um það, sem hún hafði sagt, að hún ætlaði að sjá um hann. Auðvit- að yrði það Svea, sém hlynnti að honum í ellinni, eins og hún hafði alltaf gert. Hann settist á rúmstokkinn til að jafna sig. „Á ég að hjálpa þér úr föt- unum?“ „Nei, nei, það get ég sjálfur, en það væri gott ef þú gæfir mér vatn að drekka.“ Hann fór að taka af sér skóna og tíndi utan af sér eina flík - ina eftir aðra. Hann .lagði ekki fötin frá sér eins snyrtilega og hann var vanur. Svea gat lag- fært það á eftir. Hann hefði þurft að biðja hana að taka af sér hálsbindið. en hún kom ekki aftur. Líklega var hún að hita te. Hann heyrði suðuhljóð í katli framan úr eldhúsinu og lagðist rólega útaf. Hann var ekki veik- ur, aðeins dauðþreyttur. Nú leið honum strax betur. Og á morg- un yrði hann albata. • Á morgun átti hann að fara á fætur og ganga að vinnu eins og ekkert hefði í skorist. Hann hafði ekki ráð á öðru en vinna meðan hann hafði tækifæri til. Þeir máttu þá gefa honum horn auga á verkstæðinu. Svea kom inn með bakka og settist á rúmstokkinn hjá hon- um og beið meðan hann drakk. Hann fór eftir öllu, sem hún sagði. Það var eins og hann væri orðinn barn aftur og tæki því eins og einhverju sjálf- sögðu. að aðrir réðu yfir hon- um. Hann drakk úr bollanum og lagðist útaf aftur. En þá hvarflaði það strax að honum aftur að þrátt fyrir allt yrði hann að bera ábyrgð á ýmsu. Hann langaði til að vita um hvað Svea var að hugsa. Hún var svo óvenjulega rjóð í vöngum. „Svea hversvegna segirðu ekk ert? Hvað ertu að hugsa um?“ „Eg er að hugsa um morgun- daginn og um þig. Mér þótti svo einkennilegt, að þú skyldir vera með líftryggingarbókina áðan.“ „Einhverntíma eigum við öll að — —. Eg er nú kominn á þann aldur, að ég get fallið frá þegar minnst varir. Og ég mundi ekki fyrir víst, hvað upphæðin er mikil. Annars fór ég að skoða bókina, af því að hún varð fyrir mér. Eg var að gá að hvort Henrik hefði tekið myndina af mömmu sinni, en hann hafði gleymt því.“ Hann fann að Svea tók þetta gilt og varð feginn. „Eg kvíði ekkert fyrir morg- undeginum,“ sagði hann. „Eg verð að venja mig við þá stað- reynd, að ég er orðinn gamall. Það er sjálfsagt hægt að venj- ast því með tímanum.“ „Eg vona líka að ég fái eitt- hvað að gera, svo að við getum einhvernvegin komist af,“ sagði Svea. Hún fór að hugsa um ýmsa möguleik^. Einu sinni hafði hún unnið tvo mánuði í blóma- . búð. Það kunni hún þó. Lundbom svaraði engu. Það var bezt að lofa henni að ráða. Þau heyrðu, að Henny var að koma. Svea stóð á fætur. Hún kallaði ekki á Henny. Hún beið róleg, því að hún hafði sætt sig við að vera heima. Til hvers var að Henny kæmi nú? Það var orðið of seint að heimsækja Henrik. Hún vildi ekki gera ókunnugu fólki ónæði svona seint. Auk þess var Henrik líka sofnaður. Henny gekk hægt inn í svefn herbergið. Hún hafði ekki tek- ið af sér hálsklútinn. Henni var auðsjáanlega kalt og hún neri saman höndunum. „Nú hefurðu ofkælt þig,“ sagði pabbi hennar og reis upp í rúminu. „Það var svo þröngt í spor- vagninum, að ég varð að standa aftan á.“ Henny leit bænaraugum á Sveu og Svea fyrirgaf henni. Hún fyrirgaf líka pabba sín- um, þó að hann myndi ekki eft ir öðru en eftirlætisbarninu. Svea var ekki öfundsjúk. Hún vissi að Henny yrði alltaf tek- in fram yfir, hvort sem hún átti það skilið eða ekki. Það j gat ekki breytzt. Lundbom sá að eitthvað fór á milli systranna í hljóði um leið og þær litu hvor á aðra. En hann vissi ekki hvað það var. Hann kyssti þær báðar á vangann og bauð þeim góða nótt. Þær héldust í hendur, þeg - ar þær fóru út úr herberginu. Það var langt síðan hann hafði séð þær gera það. Hann slökkti ljósið. Rétt á eftir heyrði hann að gengið var út bæði forstofumeg in og eldhúsdyramegin. Hann skildi ekkert í því, en hugsaði ekki mikið um það heldur. Hann hafði um annað að hugsa einn í myrkrinu. Gústa systir hans hafði einu sinni sagt, að myrkrið og kyrrðin væri margra meina bót. Hún hafði verið greind og athugul strax á unga aldri. Nú hlaut Gústa að vera búin að læra mikið af lífinu. Hún var orðin gömul kona.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.