Þjóðviljinn - 09.05.1944, Side 2
ÞJÓÐVILJ ÍNN
. Þriðjudagur 9. maí 1944.
Végavinnpdeilan
Fram að s.l. mánaðamótum
höfðu staðið yfir samningaumlcit-
anir milli Alþýðusambands ís-
lands og ríkisstjórnarinnar um
. kaup og kjör í vega- og brúagerð.
Umræður nöfðu farið fram í
mesta bróðerni, og var ckki annað
sýnna en að samkomulag og gagn-
kvæmtir skilningur væri ríkjandi
í öllum megin atriðum. —Af hálfu
fulltrúa ríkisins var það ótvírætt
látið í Ijós og bundið fastmælum
af þeggja hálfu, að fylgt skyldi
sömu reglu og samkomulag varð
um í fyrra varðandi skiptingu
vinnu. En þessi regla var sú, að
um kaup og kjör á hverju vinnu-
svæði, færi eftir kjarasamningi og
viðurkenndum taxta þess verka-
lýðsfélags, sem starfaði næst, inn-
an sömu sýslu.
Þá var og lagt til af hálfu full-
trúa Alþýðusambantlsins, að 48
stunda vinnuvikunni yrði skipt á
5 daga í stað 6, þar sem svo hagaði
til að viðkomandi verkamönnum
þætti sér henta það betur, en um
þetta höfðu komið áskoranir frá
fjölda verkalýðsfélaga, sem
byggðu þessa áskorun ie reynsl-
unni frá í fyrra.
Þetta gerðu fulltrúar ríkisins
ekki að neinu verulegu ágreinings-
efni, en vildu hins vegar fá sam-
komulag um, að unninn yrði 10
stunda vinnudagur með dagvinnu-
taxta, eða 60 klukkustundir á
viku á nokkrum tiígreindum fjall-
vegum og heiðum, og færðu það
'ram máli sínu til stunðnings, að
að 8 stunda vinnudagur eða 48
stunda vinnuvika hentaði þar ekki
vegna aðstæðna, þó skyldi þessi
undanþága ekki koma til greina,
nema meiri hluti viðkomandi
verkamanna væri því samþykkur.
— Fulltrúar ríkisstjórnarinnar
héldu því fram, að þessar undan-
tekningar kæmu ekki tii greina
nema á 3—4 tilgreindum stöðum á
iandinu.
Fulltrúar Alþýðusambandsins
töldu hins vegar fulltrúa ríkis-
tjórnar gcra of mikið úr örðug-
leikum á framkvæmd 8 stunda
vinnudagsins eða 5 daga vinnu-
vikunnar á 48 klukkustundum á
jressum tilgreindu stöðum, en
tjáðu sig þó fúsa til að taka tillit
til tæknilegra aðstæðna í þessu
efni og ræða málið áfram á þessum
grundvelli. — Þetta atriði virtist
vera ])að eina, sem skoðanir skipt-
ust um, en þó ekki það veigamik-
ið, að samningar gætu strandað á
bví. —. Þegar þetta var leyst,
töldu *báðir aðiljar, að skipting
kjarasvæðanna væri tiltölulega
létt framkvæmdaratriði, sem ekki
gæti valdið friðslitum, þar eð sam-
komulag var um að fylgt yrði í
bví efni meginreglum, sem sam-
komulag varð um í fyrra milli
,ömu aðilja.
En svo bregður við á síðustu
stundu,- þegar löglegur vinnu-
stöðvunarfyrirvari var að renna
út, og búast mátti við því, að
gengið yrði , á samkomulagsgrund
velli, frá þessu eina ágreinings-
;fni, að fulltrúi ríkisstjórnar, vega-
málastjóri, leggur fram, frá at-
vinnumálaráðherra, skjal, sem
hafði í meginatriðum eftirfarandi
boðskap að flytja:
1. Kaup- og kjarasvæði skulu ekki
len^ur helgast af samningum
eða taxta þess verklýðsfélags,
sem starfar næst vinnustað
innan sömu sýslu.
2. Á félagssvæðum skulu að vísu
gilda samningsbundin kjör við-
komandi verklýðsfýlaga, en þó
ekki á öllum félagssvæðum.
Starfssvæði Verkamannafélags
Raufarhafnar, Verklýðsfélag's-
ins Esjan, Vhrklýðsfélags
Ölfusárhrepps o. fl. skulu að
mestu eða öllu leyti þurrkuð
út, til þess að rýra kjörin, þvert
ofan í löglega samninga og
taxta félaganna.
3. Framkvæmd 48 stunda vinnu-
vikunnar á «5 dögum skal sett
í sjálfdæmi eins mánns, verk-
stjórans, en ekki skcitt um
vilja meiri hluta viðkomandi
verkamanna í þessu efni.
4. Utan félagssvæðanna skal
greiða sama kaup og í fyrra,
þrátt fyrir það, að samkvæmt
þá gildandi reglu á kaupið á
sumum svæðum að vera
nokkru hærra, vegna nýrra
kjarasamninga viðkomandi
verkalýðsfélaga. — Hvað hér
er átt við kemur í ljós í yfir-
lýsingu vegamálastjóra f. h. at-
vinnumálaráðherra 3. maí s. 1.,
en hún hljóðar svo’:
„Ríkisstjórnin hefur falið
mér að lýsa yfir því, að vega-
gerð rílcissjóðs mun á þessu
sumri greiða gildandi verka-
kaup verklýðsfélaga á jélags-
svœðum þeirra, en utan félagS-
svæða sama kaup og s. I. ár og
eftir sömu kau'psva;ðaskiptingu
og veita verkamönnum sömu
hlunnindi og áður“ • ,
Eins og sjá má á þessari yfir-
lýsingu, er ekki minnzt á ann-
að en kaup og hlunnindi, en
ekki cinu orði á vinnudag eða
vinnuviku. Þetta segir hvorki
meira né minna en það, að rík-
isstjórnin ætlar sér ekki aðeins
að láta 10 stundá vinnudaginn
ná til hinna tilgreindu 3—4
fjallvega. Af þessu verður ekki
annað ráðið en að atvinnumála-
ráðherra ætli_ sér að þurrka út
með öllu 8 stunda vinnudaginn
og 48 stunda vinnuvikuna í
dreifbýli og sveitum,- og ekki
nóg með það, heldur einnig á
sjálfum félagssvæðunum, hvað
sem samningum félaganna líð-
ur.
5. Allt, sem bundið var fastmæl-
um á samningafundum, um
■ samkomulag í meginatriðum og
stóð að því er virtist óhaggað
til elleftu stundar, reynist nú
helber blekking og fals af hálfu
atvinnumálaráðherra og full-
trúa hans.
Málshöfðun ráðherrans á hend-
ur Alþýðúsambandinu vcgna „ó-
Iöglegrar“ vinnustöðvunai' er mjög
í stíl við þá eindæma framkomu,
sem hér ór lýst að framan. Lög-
legur frestur, þ. e. vika eða meira,
líður frá því tilkynuingin um
vinnustöðvun berst ráðherranum,
án alhugasemda eða móftmæla, á
meðan aðiljar ræða lausn málsins,
sáttir um aðalatriðin, en hvort-
tveggja skeður í senn á síðustu
stundu: Fulltrúar ráðuneytisins
renna frá öllu því, sem þeir frá
upphafi málsins virtust vera sam-
þykkir, höfða mál á hendur Al-
þýðusambandinu. Og til að kóróna
þetta, auglýsa enn betur siðferðis-
ástandið innan þessarar háu stofn-
unar, er vitamálastjóri hindraður
í því að semja við Alþýðusam-
bandið um kjörin við vitabygg-
ingar, sem enginn ágreiningur var
um, enda sams konar kjör og gilt
liafa í þessari vinnu árum saman,
— til þess eins að koma af stað
ófriði J landinu,
Þessa fjandsamlegu og fjar-
stæðukenndu málshöfðun skal
taka sérstaklega fyrir í blaðinu
mjög bráðlega, ef rúm leyfir. •
En eitt má hverjum manni Ijóst
vcra: Deila sú, sem nú er hafin við
fýrirtæki ríkisins, er framkölluð
af sjálfuin atvinnumálaráðherran-
um og miðar að því, af lians hálfu,
að hefja allsherjar árás á launakjör
alþýðunnar, þurrka út lögleg fé-
lagssvæði verklýðsfélaganna, af-
nema 8 stunda vinnudaginn en
innleiða 10 stunda vinnudag og fá
skertan samtakarétt alþýðunnar í
heild, undir yfirskyni laga, en gegn
lögum. IJér er ekki um að ræða á-
rás *á vegavinnuverkamenn ein-
ungis, heldur á alla launþega
landsins og samtakarétt þeirra.
Þetta skilur öll hin vinnandi þjóð,
og hún mun ekki svara þessari'
árás afturhaldsins með minna afli
en þcgar hún braut af sér fjötra
þrælalaganna sællar minningar.
Sfyrkir til leikara
Fé því er Menntamálaráð
veitti á þessu ári til leikara hef
ur nú verið úthlutað af nefnd
þeirri er Félag leikara kaus til
þess.
Var fénu úthlutað þannig:
1200 krónur fengu Gunnþór-
unn Halldórsdóttir og Friðfinn-
ur Guðjónsson, 1000 krónur frú
Guðrún Indriðadóttir, 900 kr.
fengu Arndís Björnsdóttir,
Brynjólfur Jóhannesson, Gest-
ur Pálsson, Haraldur Björnsson,
Indriði Waage, Lárus Pálsson,
Soffía Guðlaugsdóttir, Valur
Gíslason og Svava Jónsdóttir,
Akureyri.
700 krónur fengu: Jón Norð-
fjörð, Akureyri, Þóra Borg Ein-
arsson, 650 kr. fengu: Alfreð
Anrdésson, Alda Möller, Lárus
Ingólfsson, 550 krónur: Emelía
Borg, Jón Aðils, Sigrún Magn-
úsdóttir, og 500 krónur Edda
Kvaran og Hildur Kalman.
Barni bjargað frá
drukknun
Á suimudagsmoi'guniim féll 6
ára gamall drengur út af bryggju
á Siglufirði.
Tv^ir Siglfirðingar, þeir Jón Jó-
hannsson og Oskar Garibaldason,
voru þar nærstaddir og tókst þeim
að bjarga barninu.
Skoðanaskipti
Margur maðurinn hefur stært sig
af því að vera énginn „veifiskati“
í skoðunum, og vissulega má telja
það til kosta, að vera ekki háður
hverjum skoðanaþyt, sem um loftín
líður. En þessi kostur getur breyzt
í hinn herfilegasta ókost ef hann
er iðkaður án skynsemdar.
Tímarnir breytast, það er stað-
reynd. Nýir tímar færa ný viðhorf
að höndum, og það er einkenni hins
gáfaða og þroskaða manns að fylgj-
ast vel með tímans rás, og mynda
sér skoðanir með tilliti til hinna
nýju viðhorfa. En þetta þýðir að
gáfaður maður endurmetur skoðan-
ir sinar og viðhorf til lífsins, — til
manna og málefna, — oft, á langri-
ævi, og það er hverjum manni van-
sæmd að gera það ekki. Þessar
staðreyndir er hverjum manni gott
að hugleiða, því sannleikurinn er
sá, að réttmæt varúð gegn hvers-
konar veifiskatahætti, verður hjá
mörgum að steinrunninni þjóðhættu
legri íhaldssemi, sem varnar honum
að mynda sér skoðanir í samræmi
við breytta tíma.
Það er hverjum manni sómi að
breyta um skoðun þegar hann finn-
ur að forsendur fyrri skoðana eru
brostnar og forsendur fyrir nýjum
. skoðunum til orðnar.
Breyttir tímar
Aldrei hafa breytingar tímanna
verið stórstígari en nú. Nýir at-
vinnuhættir, ný tækni hefur gjör-
breytt öllum þjóðfélagsástæðum.
Allt stefnir að því að vefa örlög
einstaklinganna í hverju þjóðfélagi
fastar saman, og sömuleiðis örlög
þjóðanna. Um leið og hinar ytri að-
stæður breytast þannig, er það hin
brýnasta nauðsyn að hugsunarhátt-
ur almennings breytist að sama
skapi. Tímar einstaklingshyggjunn-
ar verða að hverfa, og í þeirra stað
að hefjast tímar félagshyggjunnar,
atvinnulífið verður að reka á grund
velli sameignar og samvinnu. Það
er hverjum m'anni sómi að kunna
að draga réttar ályktanir af þess-
um bréyttu forsendum, og hafa
skoðanaskipti í samræmi við það.
Munið lýðveldið
Kosningaskrifstofa lýðveldiskosn-
ii^ganna er á Hótel Heklu. yeitið
henni alla þá aðstoð og upplýsingar
sem þér getið í té látið. Nú er að-
eins hálfur máúuður til kjördags.
Hvað eruð þið að rífast?
Piltarnir við Aiþýðublaðið eru
eitthvað að rífast út af því að
Þjóðviljinn benti þeim á að allar
líkur Úentu til að Alþýðuflokkurinn
væri að semja við Framsókn um
að koma á einmenningskjördæmum
og að afnema uppbótarþingsæti, og
ennfremur um kauplækkun og auk-
ið vald til handa forseta. Þjóðvilj-
inn taldi sennilegt, og raunar víst,
að Alþýðuflokkurinn væri reiðubú-
inn að mynda stjórn með Framsókn
upp á þessi bíti. Út af þessu hafið
þið fengið kast kæru kollegar við
Alþýðublaðið.
Viljið þið gera svo vel að svara
eftirfarandi spurningum:
1) Samþykkti ekki Framsóknar-
þingið að flokkurinn skyldi beita
sér fyrir að koma á einmennings-
kjördæmum og afnema uppbótar-
þingsætin?
2) Samþykkti ekki sama þing að
flokkurinn skyldi beita sér fyrir að
auka forsetavaldið?
3) Samþykkti flokkurinn ekki að
raunverulega nauðsyn bæri til að
lækka launin í landinu?
4) Sagði ekki Alþýðublaðið að
stefna þingsins væri í samræmi
við jafnaðarstefnuna, og lét þá undr
un sína í ljósi yfir því að Framsókn
armönnum skyldi detta í hug að
framkvæma stefnu sína með íhald-
inu, fannst því ekki sjálfsagt, að
slíka stefnu ætti að framkvæma
með vinstri samvinnu?
— Öllum þessum spurningum
verðið þið að svara játandi, ef þið
ætlið að segja satt. Hvað eruð þið>
svo að rifast?
Iðnnemaf
er luku prófi í vor
Áður hefur verið skýrt frá
uppsögn Iðnskólans hér í blað-
inu. Hér fara á eftir nöfn þeirra
104 iðnnema er luku prófi,
flokkuð eftir iðngreinum: .
Bifvélavirkjar: Sigurður V.
Þorvaldsson, Sigurgeir Guðjóns
son.
Prentmyndagerð: Eggert Lax-
dal, Sigurbjörn G. Þórðarson.
Málmsteypumenn: Gunnar
Guðmundsson, Loftur J. Jóns-
son.
Klæðskerar: Friðrik Welding,
Guðbjörn Jónsson, Guðm. V-
Sigurðsson, Haraldur Ö. Sig-
urðsson, Kristbergur Guðjóns-
son.
Gullsmiðir: Haukur Guðjóns-
son, Jón Björnsson.
Bólstrar: Guðm. H. Halldórs-
son, Ingólfur A. Gissursson, Jó-
hann E. Bjarnason.
Jámsmiðir: Agnar J. Sigurðs-
son, Andrés Bjarnason, Atli
Halldórsson, Gunnlaugur P.
Steindórsson.
Ljósmyndari: Guðrún Guð-
mundsdóttir.
Veggfóðrari: Guðmundur J.
Kristjánsson.
Myndskeri: Friðrik M. Frið-
leifsson.
Tréskeri: Engilbert Ólafsson.
Listmálari: Einar G. Baldvins
son.
Glerslípari: Benedikt I. Arn-
kelsson.
Ketilsmiðir: Auðunn G. Guð-
mundsson, Stefán G. Jónsson..
Feldskeri: Stefán V. Þorsteins.
son.
Blikksmiður: Andrés Haralds;
son.
Netagerðarmaður: Gísli P. J6
hannsson.
Bókbindarar: Arnkell Berg-
mann, Ásgeir Ármannsson, Geir
Þórðarson.
Rafvirkjar: Ásgeir Sæmunds-
son, Guðjón Kr. Eymundsson.
Guðjón Ragnar Stefánsson. Guð>
mundur Guðmundsson, Guð-
mundur H Þórðarson, Hörður
Ðavíðssun, Ingvar J. Guðjóns-
son, Narfi Þorsteinsson.
Rakarar: Auður Runólfsson,
Eg'ill Valgeirsson, Kári Elías-
son. Páll O. Kjartansson.
Hárgreiðsludömur: Áslaug
Jónsdóttir, Gunnlaug K. Guð-
mundsdóttir, Ingunn Jensdóttir,
Þórunn Björnsdóttir.
Húsgagnasmiðir: Einar D.
Davíðsson. Guðjón Árnason.
Framh á 8 síðu.