Þjóðviljinn - 09.05.1944, Side 3
J>riöjudagur 9. mawl944.
ÞJOi) VILOINN
3
Mál og menning gefur út stór-
merka bók um vísindaleg efni
tlargir beztu vísindamenn íslendinga vinna að þýðingu ritsins, sem verður um 1000 bls. að stærð
Mál og menning hefur afráðið að gefa út stórmerka
bók um vísindaleg efni. Er skýrt frá útgáfu hennar í hefti
af Tímariti félagsins, er kemur út innan skamms. Þjóðviljinn hef-
ur beðið formann Máls og menningar, Kristinn E. Andrésson
alþm., að segja lesendum blaðsins frá þessari útgáfu, og fer frá-
sögn hans hér á eftir.
Þegar Mál og menning gaf út
„Efnisheiminn“ eftir Björn Franz-
son, var sú bók hugsuð sem fyrsta
rit samfelldrar iitgáfu bóka um
vísindaleg efni, og átti næsta rit
að verða um þróunarsögu manns-
ins. En önnur aðkallandi verkefni,
samdráttur útgáfunnar vegna dýr-
tíðar, og ekki sízt erfiðleikar á
því að fá bækur um þeSsi efni
frumsamdar á íslenzku, hefur allt
valdið því, að ekkert framhald hef-
ur hingað til orðið á þessu nauð-
synjaverki, sem Mál og menning
taldi sér strax í upphafi skylt að
leysa af hendi. ,
J>ær bækur eru vandfundnar, er
segja mætti um, að væru eins og
sjálfkjörnar til útgáfu í félagi eins
og Máli og menningu, sem hefur
ákveðið ínenningarlegt takmark
og getur ekki sætt sig við neitt
handahófs val á bókum. En jafn
vandfundnar sem slíkar bækur eru,
koma þær þó einstöku sinnum upp
í hendur, og þær eru þá því meiri
fengur, er þær berast mönnum. Nú
hefur okkur einmitt borizt í hend-
ur bók, sem við teljum eiga ein-
stakt erindi til allra félagsmanna
í Máli og menningu, og við höfð-
um ekki fyrr kynnt okkur iiana
en við sögðum: Petta rit verður
Mál og rnenning að gefa út.
Hver er þessi bók?
Hún heitir á ensku A Treasury
of Science (orðrétt þýtt Fjársjóður
■visinda), en titillinn Vndur verald-
9-
<ir svarar bezt til efnis og anda
bókarinnar og fer betur á íslenzku.
Þetta rit, sem cr vfir 1000 síður
í Skírnisbroti, gefur einstaklega
Ijósa og töfrandi mynd af starfi
hinna frægustu vísindamanna og
þeim sannkölluðum undrum ver-
aldar, sem vísindin ljúka upp á
fjölmörgum sviðum. Bókin er sam-
an tekin af forseta vísindafélags-
ins í Bandaríkjunum, llarlow
Shapley. prófessor við Harvard-
háskóla, og nefnd vísin
mcð honum. Hún cr samin r í
það fyrir augum 1 vera úr ,al
hins bezta, sem hiað hefur veríð
í vísindum. Framsetningin er ótrú-
lega Ijós og skemmtileg Ritstjór-
urnir settu sér að gefa bókina auð-
lœsilega hverjum leikmanni. llún
■dregur upp alhliða mynd nútima
vísinda og sýnir þrómiarsögu
þeirra í stœrstu dráttum.
Ef til vill gerir ekkert bókina
jafn hrífandi sem það, að við finn-
um þar alls staðar nálægan anda
og persónuleika vísindamannanna
sjálfra. Þeir eru víðast í bókinni
látnir sjálfir flytja mál sitt. gefa
lýsingu á starfi sínu og uppfinn-
ingum. Þarna eru greiiiar og kafl-
ar úr ritum eftir hina heimskunn-
iistu vísindamenn: Kopernikus,
Galilei, Newton, Darwin, Pasteur,
Pavloff, Einstein, Thomas og Julian
Húxley o. fl„ o. fl. Okkur íslend-
ingum þykir gaman að sjá Vil
hjálm Stefánsson vera einn í hópn-
um. Við kynnumst með andblæn-
um í orðuni þessara vísindamanna
hinni ástríðufullu leit mannsand-
ans eftir þekkingu og ráðningu á
gátum tilverunnar, ráðningu á
undrum veraldar, sem verða
reyndar því óumræðilegri, sem
þckking man'iisins nær lengra. Við
■- lesum í þessari bók það, sem vís-
indamennimir hafa að segja um
• þau efni, er þeir þekkja bezt, um
menn og himintungl, um jurtir og
dýr, um veðrið, landskjálfta, aldur
I og framtíð jarðar, röntgengeisla,
j afstœðiskenninguna, liugarstarf
j mannsins, rúm og tíma, slcorkvik-
indi, frumeindimar, lifsskilyrði á
öðrum hnöttum, uppruna lífsins og
kerfi stjarnanna. *
Hér er sannarlega einstæð bók:
þrungin að efni, einstök að fjöl-
breytni, spenningi, undrunarefn-
um, jafnvel fyndni, og það er eins
og töfrar, fegurð og leyndardómur
umleiki allt efni hennar.
Undur veraldar gefur svör við
þessum spumingum og ótal fleir-
um.:
Er líf á öðrum hnöttum?
Hvernig sannaði Galilei, að jörð-
in snerist kringum sólina?
Hve gömul er jörðin?
Ilvað er landskjálfti?
Geta vísindamenn nú á tímum
raunverulega kveikt líf í rann-
sóknarstofum síniirh?
Hvernig er farið að því að
sprengja frumeindina?
Hvaða áhrif hefur stærðfræðin
á þróun siðmenningarinnar?
Hvers vegna geta skordýr aldrei
orðið svo stór, að þau sigri mann-
inn?
Hvers vegna eru blöðin'á trján-
um græn?
Ilvað er „náttúruúrval“?
Ilvernig uppgötvaði frú Curie,
að radium væri til, löngu áður en
hún sá það raunverulega?
Ilvað ræður því, hvort barn
verður piltur eða stúlka?
Ilvaða lögmál ráða erfðum?
Um hvað hugsa fuglarnir?
i Hvert verður hlutverk vísind-
i anna í framtíðinni?
Eitt vekur sérstaka athygli:
bjartsýni þessa verks. A tínmrn*
sem þessúm, er einlægt klingja í
eyrum manna frásagnir af múg-
morðum og glæpastarfsemi, af
eyðileggingu verðmæta, af spill-
ingu mannfólksins, af vantrú á
framtíð og eðli mannsins, getur
engin bók verið hollari og áhrifa-
meiri til að lífga við trú á mann-
Kristinn Andrésson.
inn og trú á framtíðina. Hún sann-
ar mönnum ekki einasta, hve dýr-
legur, undraverður og óendanlega
fullur af ráðgátum, dýpt og feg-
urð heimurinn er, heldur einnig
hvc starf mannsins er hann beitir
hugviti sínu og anda til að auðga
líf sitt að þekkingu, er óumræði-
Iega árangursríkt og veitir ótak-
mörkuð skilyrði til að gera líf
hans á jörðinni bjart og hamingju-
samt og fullt af unaði og gleði.
Hér þarf ekki frekari lýsingar á
bókinni. Við eigum aðeins eina
ósk í sambándi við hana: Hún
verður að komast i eigu allra fé-
lagsmanna í Máli og menningu.
En hvernig getur það orðið?
Undur veraldar er stærri bók en
svo, að hægt sé að gefa liana lit
með oðrum félagsbókum, nema
skipta henni á mörg ár. I>ó við
hefðum tekið það ráð, að hækka
árgjaldið um helming, eins og ýms-
ir félagsmenn liafa verið að hvetja
okkur tN, hefði sú hækkun ekki#
nærri hrokkið til fyrir útgáfu-
kostnaði hennar, auk þess sem við
teldum þá ráðstöfun allt of djarfa,
nema hafa vissu fyrir því, að íneg-
inhluti félagsmanna væri henni
samþykkur. Stjórn Máls og menn-
ingar hefur því hafnað þeirri Icið.
En samt œtlum við að koma bók-
1 . . %
j tnni i hendur félagsmanna. og það
allri i einu, og helzt stracc á þessu
ári, og ennfremur fyrir svo lágt
vcrð, að félagsmenn œ.ttu ekki
kost á henni öllu ódýrari, þó hún
hefði verið gerð að félagsbók. Og
hvernig á að koma því i fram-
kvœmd? Ofureinfaldlega á þann
hátt, að AL’LIR FÉLAGSME$N
gerast kaupendur að bókinni með
frjálsum áskriftiim, eins og að Arfi
Islendinga.
Svo framarlega sem allir félags-
menn gerast kaupendur hennar,
getum við vitanlega selt hana til-
tölulega jafn ódýra sem félagsbæk-
urnar sjálfar, þar sem hún yrði
þá prentuð í cins háu upplagi. O ;
við vitum fyrirfram. að þetta ve”ð-
ur svo.,Bókin er þess eðlis, að be’r
félagsmenn vcrða ekki margir : 'i
vilja vera án hennar. Ahugi þeirra
hefur aldrei brugðizt okkur, Jieg-
ar við höfum boðið þeim verk, sem
við gátum mælt mcð jafn cindreg-
ið sem þessari bók.
Hve ódýrt getur þá þetta þús
und síðna rit orðið?.
Eélagsmenn liafa það sjálfir á i
valdi sínu. Ef 4000 þeirra eða fleiri !
1 i
gerast kaupendur þess, getur yerð- ,
ið komizt niður í 50 krónur (heft).
Og hver er sá félagsmaður, sem
elclci vill leggja fram þessa upp-
hœð til að gera Máli og menningu
kleift að vinna það afrek á þess-
um dýrtíðarinnar árum að gefa út
jafn stóra bók fyrir svo lágt verð,
og cignast um leið sjálfur jafn
menntandi og dýrmœtt verk?
Ákvörðun um að gefa út Undur
veraldar hefur þegar verið tekin.
Það er byrjað að þýða verkið á
íslenzku. Meðal þeirra, sem að því
vinna, eru Ágúst H. Bjarnason,
prófessor, Pálmi Ilannesson, rekt-
or, Guðmundwr Kjartansson, jarð-
fræðingur, Símon Jóh. Ágústsson,
dr. phil., Kristín Olafsdóttir, lækn-
ir, Guðmundur Thoroddsen, pró-
fessor, dr. Trausti Einarsson og
Bjóm Franzson.
Við skorum á umboðsmenn og
félagsmenn í Máli og mcnningu
að bregðast nú fljótt og vel við
og tryggja það, að sem allra flestir
félagsmenn gerist. kaupendur að
Undur veraldar, svo að við get-
um gefið bókina út með því lága
verði, sem við höfum sett okkur.
Við þurfum að vita um alla á-
skrifendur að verkinu fyrir 1. júlí
n.k., því að þá verðum við að á-
kveða upplagið, ef við hugsum t.il
að koma bókinni út á þessu ári.
Við treystum áhuga og skilningi
félagsmanna.
Sýníng
á barnaíatnaði
tii Sovétríkjanna
Síðastliðinn sunnudag var hald-
in sýning á Skólavörðustíg 19 á
prjónafatnaði þeim, sem senda á
einu barnaheimili i Sovétríkjun-
um.
Þarna var fjöldi fallegra muna,
peysur, sokkar, nærföt og vett-
lingar, viðsvegar að af landinu.
Mikið af þessum hlutum var hand- ,
unnið með fegursta frágangi, og
hafa íslenzkar konur enn einu sinni
sj’nt, að þær telja ekki eftir sér
tíma eða fyrirhöfn, þegar leitað
er til þeirra í mannúða'rmálum. .
Einni konu varð að orði, sem koin ;
á sýninguna: mikið hljóta Sovét- j
ríkin að eiga marga góða vini á I
íslandi;_ hún skildi, hve mikil vinna j
lá á bak við alla þessa fallegu I
hluti.
Þessi sýning, eins og sú fyrri í
haust, er öllum þeim til sóma,
sem lagt hafa hönd að verki, og
konur þær í Sósíalis’ 'okknum,
sem staðið hafa fyrir báðum þess-
um söfnunum, eiga miklar þakkir
skilið fyrir ötult starf.
30 nemendur luku prófi
við Stýrimannaskðlann
Stýrimannaskólanum var sagt
29. apríl. Viðstaddir uppsögn-
ina voru kennarar, prófdómar-
ar og nemendur þeir er prófi
luku, en þeir voru 30 að tölu.
Aðalprófdómarar voru Sigurður
Pétursson fyrrv. skipstjóri og
Hafsteinn Bergþórsson útgerðar
maður.
Ávarpaði skólastjóri nemend
ur og gesti, og minntist þeirra
sjómanna er látið höfðu lífið
við störf sín á þessum vetri, en
þeir voru 62. af þeim voru 9
nemendur skólans, þar af 4 er
luku prófi á síðastliðnu vori.
Vottuðu menn hinum látnu
virðingu sína með því að rísa
úr sætum.
Þegar skólastjóri hafði af-
hent prófskírteinin, útbýtti
hann verðlaunum úr Verð-
launa- og styrktarsjóði Páls
Halldórssonar skólastjóra, og
hlutu þau eftirtaldir nemend-
ur:
Úr farmannadeild: Guðm. J.
Hjaltason, Reykjavík.
Úr fiskimannadeild: Ingólfur
Þórðarson, Norðfirði, Ingvar
Guðmundsson, Patreksfirði,
Einar Torfason, Vestmannaeyj-
um.
Geir Sigurðsson, skipstjóri,
var viðstaddur skólauppsögn-
ina, ávarpaði kennara og nem-
endur og afhenti skólastjóra
1000 kr. til minningar um
Markús Bjarnason fyrrv. skóla-
stjóra, í því augnamiði, að reist
verði brjóstlíkan af Markús
heitnum, í eða við hina nýju
Sjómannaskólabyggingu á
Vatnsgeymishæð.
Einkunnir í prófunum voru
sem hér segir:
Farmannapróf:
(
Guðm. J. Hjaltason ág. eink.
G. Guðni Jónsson 2. nink. Jóh.
Ragnars 2. eink. Kristján Sí-
monarson 1. eink.
Hið meira fiskimannapróf:
Alfreð Finnbogason ág. eink.,
Brynjólfur feuðlaugsson 1. eink.,
Einar Jóhannsson 1. eink., Ein-
ar Torfason ág. eink., Erlingur
Klemensson 2. eink., Guðm.
Jónsson 1. eink. Guðm. Þor-
leifsson, Reykjavík, ág. eink.,
Guðm. Þorleifsson, Hafnarf. 1
eink. Gunnar Auðunsson 2.
eink. Gunnar Þórarinsson 2.
eink. Hermann Lárusson 1.
eink, Ingólfur Þórðarson ág.
eink. Ingvar Guðmundsson ág.
eink., Jens Sigurðsson 2. eink.,
Leifur Þorbergsson 1. eink.,
Magnús Árnason 2. eink. Matt-
hías Guðmimdsson 2. eink. Ól-
afur Jóhannesson 1. eink., Pét-
ur Bjarnason 1. eink., Pétur
Guðmundsson 1. eink., Ragnar
Þórðarson 1. eink., Skarphéð-
inn Helgason ág. eink. Svein-
björn Sveinsson ág. eink.,
Sveinn Magnússon 1. eink.,
Viktor Jakobsson 1. eink., Þórð
ur Halldórsson 1. eink.