Þjóðviljinn - 04.07.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.07.1944, Blaðsíða 7
Þ J Ó Ð VI L J I N N Þriðjudagur 4. júlí 1944. Blsa Beskov: PHYLLIS BENTLEY: ARFUR UPPELDISVELIN. Seinást voru aumingja drengirnir orðnir eins og villi- menn í sjón að sjá. Þeir voru óhreinir, sólbrenndir- mál- aðir eins og Indíánar og hárið hékk í sneplum. Meðan heitt var í veðri kom þetta ekki að sök. Þá gengu drengirnir hálfnaktir í sólskininu. En nú voru rigningar dag eftir dag, og það var ekki notalegt að vera stöðugt í sömu, blautu fataræflunum. Inni í hallarrúst- unum var blautt og kalt. Það hafði rignt stanzlaust í tólf daga. Drengjunum leiddist ákaflega, og þeir fóru að tala saman um vand- ræði sín. Nú höfðu þeir verið í sjö mánuði í hólmanum. ,,Við förum heim“, sagði einn þeirra. • „Nei“, sagði Pési. „Þá verðum við bara lokaðir inni í uppeldisvélinni aftur og lyklarnir verða teknir af okk- ur, svo að við komumst ekki út. En við gætum auðvitað skriðið þangað inn sjálfkrafa núna og verið þar, þang- að til hegntíminn er úti. Við lifum af að vera þar í hálfan mánuð. Svo förum við þaðan aftur hreinir, klipptir og í nýjum fötum og róum hingað út í hólmann“. Þetta þótti öllum þjóðráð. Þeir hlökkuðu til að hátta ofan í gott rúm og fara í hrein nærföt. Og kvöldið eftir læddust tólf drengir inn í uppeldis- vélina- Þeir höfðu róið móti vindi og voru orðnir dauð- þrey.ttir. Þeir fleygðu sér hver í sitt rúm í öllum fötunum. Pési læsti þá inni, því að hann vildi ekki að þeir slyppu út sjálfkrafa og gerðu einhver spellvirki. Þeir sofnuðu ákaflega fast. ÞETT4 Við Eyjafjarðar pólitírétt er sú ákæra, Rósa Kristjánsdóttir, þann (>. des. f. á. dæmd ‘til 10 vándar- hagga pólitíaga fyrir lausa- mennsku. Og_er það í þessarar yf- irsjónar tilliti með eigin játningu hinnar ákærðu og sakarinnar upp- lýstu kringumstæðum sannað, að hún, sem hafnað hafði ársvist, er henni var boðin á Friðriksgáfu vet- urinn 1842, svo og hjá foreldrum sínum á Hanastöðum . . síðan hef- ur verið í lausamennsku og unnið sér sjálfri, hvar á hún heldur vildi kjósa en að vera í vist, er hún hafði barn á hendi og var í skuldum, sem hún vildi vinna af sér. En eins og nú þetta í sjálfu sér eng- an veginn gat haft þá ákærðu und- an þeirri lagaskyldu að ganga í ársvist . . svo gat sjálft yfirvaldið . . ekki ætlazt til, að hún með þessu móti eða í lausamennsku þvert á móti fyrr téðu lagaboði skyldi vinna af sér sérílagi 10 rd. sekt þá, sem hér við réttinn álít- ast má sannað, að hún sé í fallin fyrir fjórða sinni framið lausaleiks- brot. Ei heldur fær það afsakað ákærðu, að móðir hennar að sögn föður hennar í prófin þ. 18. nóv. f. á. í fyrra sumar lá í hálfan mánuð. Og þó að hún á meðan hafi verið móður sinni til styrktar, er hennar ásctningm' og framkvæmd til, þrátt fyrir forboð yfirvaldsins,- að lifa óvistráðin . . og er pólitírétt- ardóminn því . . að staðfesta, þó þannig, að þau ákvcðnu vandar- högg leggist á ákærðu sem reglu- legt straff. (Reglulegt straff: opin- ber hýðing, sem miklu meiri óvirð- ing fylgdi.) Úr Yjirréttardómi 3. apr. 1843. ★ Hversu margur landsdrottinn hefur ekki kúgað leiguliða sinn með þungum. leigumála og öðrum álögum og með þvr ekki einungis gert hann sjálfan að öreiga, held- ur og svipt liann efnum til að ala upp börn sín sæmilega, um leið og hann hefur orðið ófær til að rækta jörð sína lánardrottni sín- um í hag, svo lánardrottinn hefur eigi aðeins gert hann og hans ó- nýta og kannski öðrum út í frá að vandræðamönnum, heldur og skemmt jörðina fyrir sjálfum sér og erfjngjum sínum. En ef dæmi hans hefði fylgt verið, þá hefði hann ollað því, að allir landsetar á landinu hefðu smám saman orð- ið kúgaðir þrælar og allt afkvæmi þeirra, en megnið af jörðum nið- urnítt. Jón Sigurðsson, Ný Jélr. II. 1842. að hætta að vinna líka. Þeir ætla ekki að vinna í heilan mán uð. Þá halda þeir að þingið geri eitthvað. —- Þeir ætla að stöðva allar vélar í öllum verksmiðj- um. Enoeh frændi hætti sjálfur að láta vinna og drap eldinn í ofninum. Hann sendi verka- mennina heim og segir, að þá skemmi Chartistarnir ekki neitt hjá sér. Hann bað mig að segja yður þetta. — Eg hef verið hjá Enoch frænda undanfarið, af því pabbi er veikur. —“ Sophia hlustaði hugfangin á mjúka rödd Friðrichs. En hún gat ekki annað en haft áhyggjur af því, að hann leyndi pabba hennar því, hvað hann hafði ver ið lengi á leiðinni. Henni var ekki ljúft að koma upp um vin sinn, en hún vissi að faðir henn ar varð að vita þetta. „Þeir eru bráðum komnir“, greip hún fram i. og þorði ekki að líta á Fredrik um leið, því að hann varð sneypulégur. ,,Við verðum að drepa eldinn og loka verksmiðjunni“, sagði Thorpe ,.Hvað segirðu?“ spurði Brigg. „Mér dettur ekki í hug að loka verksmiðjunni, þó að atvinnuleys- ingjahópur eða Chartistar séu hérna á flækingi“, sagði Will. „Farðu Brigg og finndu Archi- bald Stancloff. Biddu hann að senda hingað lögreglu, eins fljótt og hann getur, eins marga menn og hann getur. Segðu honum líka að hann þurfi kannski að koma hingað sjálfur og lesa uppreisnar- lögin yfir þeim------“ Will var farinn að kalla hátt, því að Brigg var þegar á leið út í hesthúsið. „Heldurðu að verði einhverjar óeirðir, pabbi?“ spurði Sophia á- köf. „Það er hugsanlegt“, svaraði Will. „Ef við dræpum eldinn, sæju þeir engan reyk og þá er ekki víst að þeir kæmu auga á verksmiðj- una“, sagði Thorpe, þegar Sophia var farin. „Þeir sjá ekki reykinn. Skógur- inn hylur reykinn. Farðu inn Thorpe og segðu, að þeir geti far- ið, sem vilja. — Erí þeir þurfa ekki að ómaka sig liingað aftur. Eg vil engin ómenni hafa hér i Syke Mill — hvorki ómenni né Chart- ista". Thorpe gekk inn í verksmiðjuna til þcss að framkvæma jskipun Wills og Will var á leið inn í véla- húsið. Allt í einu námu þeir staðar þeir heyrðu einhverja háreysti nálg ast, og litu livor á annan. Brigg var riðinn úr hlaði og hófadynur- inn að deyja út. En háreystin færð- ist nær og nær. Nú var hægt að greina, að það var mannamál, þús- undraddaður kór. Einstök hróp og hlátrar heyrðust öðru hvoru. „Þeir eru komnir", sagði Thorpe undrandi. „Þessi strákfábjáni hefur verið lengi á leiðinni. Við skulum vona, að Brigg verði snarari i snúning- um“, sagði Will. Will hafði ofsalegan hjartslátt og taugakerfi hans var í uppnámi. Þó var ekki laust við, að hann fyndi til baráttugleði. Var hann ekki að lokum kominn í færi við fjandmenn sína, sem höfðu bakað honum þyngstu raunir lífsins, spillt svni hans og orsakað alla við- skiptaerfiðleikana? Meðfætt þrá- lyndi hans kom honum til að bjóða þeim byrginn og grípa ekki til þeirr ar varúðar, sem honum var ráðið til. Látum þá bara koma! Iíann langaði til að sjá framan í þessa •uppreisnarmenn. Joth átti fyrir því, að þeir fengju þær viðtök- ur, sem þeir höfðu til unnið. Hann stóð í miðjum verksmiðju- garðinum með hendurnar fyrir aft- an bakið, bar höfuðið liátt og horfði niður á veginn. Hánn skeytti ekki um að þurrka svit- ann af andlitinu. María, þjúnustustúlkan, Sojihia og „strákfábjáninn" flykktust ut- an um hann og trufluðu hann með spurningum. En Thorpe kom hon- um til hjálpar og hafði þau öll burt með sér. Will þurfti ekki að líta um öxl til þess að vita, að fjöldi andlita var í hverjum glugga vérksmiðjunnar. Allir. sem gátu yfirgefið vélarnar tim stundarsakir voru komnir á vettvang og biðu þess órólegir, að Chartistarnir kæmu í augsýn. Orfáar mínútur liðu — og þeir voru komnir. „Það er slæmt, að ekki skuli vera hægt að læsa hliðinu", hugs- aði Will, þegar mannfjöldinn tók að streyma inn í verksmiðjugarð- inn. Hann hefði viljað skella í lás rétt við nefið á þeim. Þetta voru óhreinir og tötraleg- ir menn. Sumir höfðu lurka í hendi sem þeir höfðu rifið á leiðinni yfir heiðina. Þeir báru þá eins og vopn og' heilsuðu Will hæversklega í’háð- ungarskyni. „Farið þið burt héðan", kallaði Will og gekk á móti þeim. Þeir fremstu námu staðar og heyrðu ekki orðaskil fyrir fótataki fjöld- ans og hávaða. „Áfram! Inn í verksmiðjuna og að katlinum!" var kallað aftar í hópnum. „Þið eruð á minni eign. Eg vara ykkur við að halda lengra", kall- aði Will. Nú heyrðu þeir til hans og hróp og hlátur kváðu við í hópnum. Lítill maður, sem var einn þeirra fremstu, yrti á Will fremur alúð- lega: „Það er þýðingarlaust að spjalla svona við okkur, kæri herra. Við erum þrjú þúsund manns og við ætlum að hleypa gufunni úr hverj- um vérksmiðjukatli, sem verður á vegi okkar“. „En hvaða gagn hafið þið af því?“ spurði Will og var fremur undrandi en reiður. „Við viljum fá almennan kosn- I ingarrétt", hrópaði einhver. „En ekki fáið þið hann, þó þið hleypið gufunni úr katlinum hérna", kallaði Will á móti. „Við fáum alla verkamenn lands' ins til að leggja niður vinnu, þar til þingið tryggir okkur lífvænlegt kaup“, svaraði litli maðurinn, sem fyrstur hafði tekið til máls. Langur, horaður maðúr gekk fram úr hópnum og æpti: „Þér þekkið mig líklega ekki, herra Old- royd“. „Nei“, svaraði Will gtuttlega. Að vísu kom honum andlit mannsins kunnuglega fyrir sjónir. „Munið þér þá ekki, að þér slóg- uð mig flatan einu sinni hérna inni í spunahúsinu. Það var heitt þann dag, eins og núna“. „Hafi ég gert það, býst ég við að þér hafið unnið til þess“, svar- aði Will kæruleysislega: „Má ég svo biðja ykkur að fai'a héðan. Það. er ykkur sjált'um bezt“. „Það var ég, sem vísaði strák- unum leiðina hingað, annars hefðu þeir lent framhjá", sagði þessi fyrr- verandi verkamaður Wills hróð- i'gur. „Ekkert þvaður lengur", var kall að fyrir aftan hann. „Nú göngum við inn í verksmiðjuna, félagar* Það bíða margir gufukatlar eftir okkur enn“. Þessu var tekið með hlátri og mannfjöldinn færðist í áttina að verksmiðjudyrunum. Tréskórnir glömruðu í steinlögðum tröðunum. Þeir gengu framhjá Will, án'þess að virða hann viðlits. Nú fyrst varð hann smeykur — ekki um sjálfan sig, heldur Syke Mill. Hánn óskaði þess, að Brigg væri kom- inn. Will hljóp af stað, ruddi sér braut gegnum hópinn, fór skemmstu leið og varð fyrstur að ketilrúminu. Kyndarinn og hjálp- armaður hans stóðu við kjallara- uppgönguna og horfðu á gestina með undrun og athýgli. Will kom utan úr sólarhitanum, sveittur af hlaupum og hér inni mætti honum slíku* brennandi hiti að honum varð erfitt um andar- drátt. í sama bili ruddist mann- fjöldinn inn og litlu munaði. að honum væri hrundið niður í kjall- arann. „Hafið þið ekki augu í höfðinu?" orgaði. hann í bræði. „Farið þér þá frá. Yður kemur þetta ekkert við", svaraði einhver. „Það er þýðingarlaust að sýna mótþróa", sagði litli maðurinn stillilega. „Við erum svo margir. Þér skuluð bara víkja úr vegi". „Hvað eigum við að gera?" spurði kyndarinn og leit á Will. Nokkrir menn voru í þann veginn að fara niður í kjallarann. „Láttu þá ekki komast að katl- inum", hrópaði Will. „Heyrirðu það Tom? Þeir ætla að komast að katlinum". f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.