Þjóðviljinn - 20.07.1944, Síða 5

Þjóðviljinn - 20.07.1944, Síða 5
I’JÓÐVILJINN — Fimmtudagur 20. julí 1944 Útgefandi: Samdningarjlokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurin». Ritstjóri: Sigurður Guðmundsson. Btjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austursiræti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustig 19, sími 2181. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Frentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Kröfur alþýðunnar Alþýða íslands er einráðin í því að gera það, sem í hennar valdi • !endur til þess að knýja fram stórfelldar verklegar framkvæmdir, er ýða myndu algera umsköpun í atvinnulífi voru, og öruggan grund- . öll fyrir batnandi lífsafkomu landsbúa. Þing Alþýðusambands íslands 1942 sýndi það með mörgum ein- róma samþykktum, hve eindreginn vilji alþýðunnar er í þá átt. í samþykkt þess þings um bandalag alþýðusamtakanna var m. a. -ett um það sem tilgang slíks bandalags, að „berjast fyrir marghátt- ðnm þjóðfélagslegum umbótum og framförum“ og „að hnekkja völd- m afturhaldsins og gera áhrif alþýðusamtakanna gildandi á stjórn .mdsins“. í áskorun sama þings um eflingu sjávarútvegsins var lögð áherzla á byggingu nýrra fiskiskipa og hverskonar verksmiðja, er úr sjávar- íifurðum vinna. í samþykkt Alþýðusambandsstjórnarinnar um stefnuskrá banda- ' rgsins er sérstök áherzla lögð á að „berjast fyrir alhliða eflingu og ýskipun atvinnuveganna, fyrir stórvirkum verklegum framkvæmdum, yrir gagnkvæmri samvinnu og samningum við okkar eðlilegu mark- ’.ðslönd, til þess að tryggja örugga sölu á öllum útflutningsafurðum mdsins, m. a. með þátttöku í allsherjarframléiðsluáætlun þeirra landa, em hafa slíka alþjóðlega samvinnu sín á milli“. Þessar einróma samþykktir Alþýðusambandsþings og Alþýðusam- bandsstjórnar sýna það, að hér fylgir hugur máli, svo mikill hugurj að þessir fulltrúar 20 þúsund verkamanna og verkakvenna í landinu eru :eiðubúnir til þess að beita sér fyrir því að koma stjórn alþýðunnar á i landinu, til þess að hrinda þessum máluin fram. Eindreginn vilji meirihluta íslenzku þjóðarinnar stendur að baki kröfunum um það, að byggðir verði tugir togara og hundruð vélbáta, eistar nýjar, stórvirkar verksmiðjur, — nýtízku vélar teknar í þjón- ístu íslenzkra handa, til þess að koma afköstum þjóðarinnar á nýtt og úærra stig en fyrr. Spurningin, sem svara verður í haust, er þessi: Verður núverandi Alþingi fœ’rt um að uppfylla þessar hröfux fóllcsins að meira eða minna íeyti? Fjármálapólitík bankanna Svo er víðast hvar til ætlazt að bankar, ekki sízt ríkisbankar, hafi nokkra forustu um fjármálastefnu þjóðarinnar. Því hefur farið fjarri, að svo hafi verið um íslenzku bankana og er svo enn. Fyrir stríð voru hinir háu vextir bankanna beinlínis hindrun fyrir bróun sjávarútvegsins, svo ekki sé nú rakin einu sinni enn öll saga þeirra að öðru leyti. • \ Það bólar ekki á því nú, að bankarnir — og þar ætti Landsbank- ‘nn eðlilega að hafa forustu, — hafi nokkurt land fyrir stafni í fjár- málapólitík sinni. Helzt virðist svo að sjá að þeir standi jafn ráðlausir uppi með hinar miklu innieignir eins og með skuldasúpuna áður fyrr. Og það eru þó bankarnir-— og þá fyrst og fremst Landsbankinn — sem hafa fjöregg þjóðarinnar í sinni hendi nú. Undir þeim ákvörðunum, ;em bankarnir taka um í hvað féð skuli fyrst og fremst renna og hver skilyrði þeir búa því, getur framtíð íslenzkra atvinnuvega að miklu leyti verið komin. Það er því eitt aðalatriðið, sem alþýðan þarf að knýja fram, ef iryggja á stórfelldar framfarir í íslenzku atvinnulífi, að breytt verði ;im fjármálastefnu bankanna, breytt um þá menn, er bönkunum ráða, og þá fyrst og fremst Landsbankanum. Ilin hrausta og tápmihla œsha Sovétríhjanna mun innan shamms fagna sigri og friði. — Myndin: Ungherjar í Moshva. Á lciðinni til annarra Úkraínu- vígstöðvanna höfum við þegar flogið yfir margar ár, Norður- Donets, Dnépr, Ingul. Veðrið er dálítið tvísýnt. — Stundum birtir til, — svo dregur allt í einu upp þoku, og því næst rigning og snjór. Fyrir handan Úman lentum við í áköfum snjóbyl og fáum nóg að gera við að leita að flugvellinum í þessum hvíta hvirfilbyl. — Ekk- ert sést, þegar við lendum. — Stormurinn æðir, — blindar okk- ur og skellir okkur flötum. Ekki er annað að gera en að bíða eftir betra veðri. 'k Vestar, fyrir handan Úman, koma í Ijós daufgrænir akrar Úkraínu, — svartir vegir, stráðir yfirgcfnum, þýzkum hergögnum. Og svo komum við að Dnéstr. — Fljótið bugðast milli hárra bakka, — blýgrár, hraður straum- urinn ólgar af leysingavatni vors- ins. — Hér er miklu hlýrra og þurrára. — Það er auðfundið, að maður er kominn sunnar. — Að lokum erum við í sjálfu hjarta Moldavíu, og veðrið er blátt á- fram heitt. Börn þyrpast að flugvélinni. Það eru fallegir krakkar með háar lambskinnshettur, í brúnum heima unnum jökkum og buxum. — Þeir eru berfættir, — augun brún og hýr, — tennurnar hvítar og heil- brigðar. Þau stara á rússnesku hermenn- i«a okkar eins og þeir væru dá- samleg furðuverk og fagna þeim með miklum látum, alveg eins og árið 1940, þegar þau fögnuðu frcls- urum sínum, þessum sömu rauða hers mönnum. HEIL ÞOKP STÍGVÉLALAUS. Síðan 1941 hafa rúmensku og þýzku innrásarseggirnir farið með hina duglegu, iðjusömu og gáf- uðu moldavisku þjóð eins og þræla. Þeir breyttu hinni forðum blómlegu Moldavíu í nýlendu. — Rúmenar litu ekki á Moldavíu- búa sem menn. Rúmenska „móðurlandið" tók allt frá þeim, en gaf þeim ekkert. Ég geng frá flugvellinum til þorps nokkurs. — Þorpsbúar eiga ekki ein einustu stígvél, hálsklút eða svo rnikið sem tíu álnir af baðmullarefni, að ekki sé minnzt á grammófón, reiðhjól, saumavél, útvarpstæki eða dagblað. Rúmenarnir, þessir litlu rán- fuglar, gerðust aðstoðarmenn stóra rándýrsins, þýzku heimsveldis- sinnanna. — Moldaviska var í klóm tveggja blóðsugna, sem sugu úr henni lífskraftinn. Eina myllari, sem ég sá úr loft- inu, var eign Þjóðverja nokkurs. Vegna einokunaraðstöðu sinnar hélt hann allri sveitinni í greip- um sínum. Þessi burgeis fláði fólk- ið. Allir héraðsbúar, sem pæktuðu jörðina, voru honum háðir og skuldugir. Þegar þeir mættu hon- um, tók þeir ofan og hneigðu sig. Nú hefur rauði herinn frelsað þorpið. — Þýzki malarinn flúði eins og fætur toguðu. Hann skildi eftir liús sitt, það boíita í þorpinu, byggt í líkingu við einhvern stíl. — Það hafði svalir með súlum og veggirnir voru málaðir í líkingu við marmara. Skrifstofan hans er búin nýtízkulegum borðum og stólum og eldtraustum peninga- skáp. Í honum voru viðskiptabæk- ur lians og listar yfir skuldunaut- ana. Nú býr í þessu liúsi Súndrikoff ofursti, fyrirliði árásaflugsveitar úr rauða flughernum. En Súndri- koff verður ekki lengi hérna. Hann er á leið vestur. Ég staðnæmdist í litlu, hreinu og svölu moklavisku liúsi með moldargólfi, sem vnr þakið skær- röndóttum, handunnum ábreiðum. í rökkurbyrjun kemur húsbónd- inn inn. Hann er stór og þrekinn I maður, roskinn, með snöggklippt höfuð og órakaða, festulega höku. Á höfðinu og hiikunni er hann byrjaður að grána, en yfirskeggið og loðnar augnabrúnirnar eru al- veg svartar. Með stórum, hrjúfum höndum leggur hann grænröndóttan hör- dúk vandlega á borðið. Því næst setur liann skál með rjúkandi, Ijós- rauðum maísgraut á borðið, aðra með sauðarosti, könnu og tvö mál. „Viltu gera svo vel að bragða á moldaviskum graut og drekka dálítið af Bessarabíuvíni úr vín- garði mínum?“ spyr hann og vand- ar rússneskuna sína. Það var auðhevrt, að hann hafði einhvern tíma talað rúss- nesku vel og var að rifja upp hálf- gleymd orð. Ég þakkaði honum og bað liann að setjast hjá mér að kvöldverði. — Það var augljóst, að hann hafði beðið eftir þessu. Ilann langaði til að tala. Því næst borðuðum við graut- inn með söltum ostinum, sam- kvæmt moldaviskum sið, og skol- uðum lionum niður með súru, rauðu, ilmandi víninu. Á eftir tók ég upp tóbakspung- inn minn og rétti honum. Hann vafði sér vindling og reykti með mikilli ánægju. „Það er langt síðan ég hef smakkað svona gott tóbak“. Ég játa, að ég varð hissa, og ég sagði: „Hvað er þetta? Þið ræktið dásamlegt tóbak í Moldavíu!" „Hvar?“ „Nú, hérna, auðvitað!“ „Hamingjan hjálpi þér, ef þú sáðir nokkru tóbaki hér! Það var harðbannað. — Rúmenarnir sckt- uðu mann fyrir hverja tóbaks- plöntu, sem þeir fundu og settu eigendurna í fangelsi. Þeir liöfðu einkasölu, sérðu? Það var hægt að kaupa tóbak í búð- um. En maður vogaði ekki að sá því sjálfur. Og auðvitað gat mað- ur í rauninni ekki keypt það í búðunum“. „Af hverju?“ „Engir peningar. Við höfum ver- ið betlarar síðan Þjóðverjar og Rúmenar komu liingað fyrir þrem- ur árum. Ekkert salt, engar eld- spýtur. Við höfum ekkert annað en það, sem við getum framleitt sjálfir. Sjáðu!“ — Með stórri, dökkri hendi bendir hann á fötin, sem hann er í. — Allt er heima- tilbúið. Heimagerðir skinnskór, heimaunnar buxur og jakki. Ilann eys yfir mig áköfum spurningum um stöðuna á víg- stöðvunum, um lífið í Sovét- ríkjunum, um bandamenn rauða hersins. — Ilann gleypti hvert orð eins og þyrstur maður svaladrykk. Ég sagði honum frá Stalíngrad og ósigri Þjóðverja við Korsúm. Það var honum allt nýjar fréttir. — Hann hristi höfuðið. „Hugsaðu þér, að við skyldum ekki vita neitt um þetta“, sagði hann stund- um lágum rómi og leit til dyr- anna ósjálfrátt. — Hann tók sjálf- ur eftir, að hann gerði þetta, og allt í einu hló hann og sagði: „Þarna sérðu, ég er að tala við þig, og samt grípur mig ósjálfráð- ur ótti við og við. Ef þú vissir, hvernig við höfum lifað! — Jæja, ég vona að þetta sé nú allt liðið fyrir fullt og allt. — Það er aftur farið að birta af degi hjá okkur“. ★ Da mirinn haiöi verið heitur, en kvöldið var kalt og úði í lofti. Snjórinn var að bráðna á Karp- þjóðin « rússnesha rithöfundinn 1 Yaflenfín Kafajcff Grein Henry Wallace Framhald af 3. síðu. eru fyrst og fremst bændaþjóð. Þeir eru góðir bændur, það sá ég í för minni, en þeir þurfa að taka upp nýjar aðferðir og það gætu Bandaríkjamenn hjálpað þeim við, með því að leggja til sérfræðinga og vísindaþekk- ingu og selja Kínverjum land- búnaðarvélar. Áður en langt um líður kemur svo sjálfsagt að því að Kínverjar framleiða sjálfir slíkar vélar. Kína ætti að geta framleitt þau matvæli sem þjóðin þarfn- ast, en um margra ára skeið verða Kínverjar að halda áfram matvælainnflutningi frá Banda ríkjunum, hveiti og mjöl til dæmis. Það er meira að segja hægt að vænta þess eftir því sem líffekjör kínversku þjóð- arinnar batna, að fjörug skipti á vörum milli Kína og Vestur- Bandaríkjanna muni komast á og verða varanleg. Trjáviður frá norðvesturhéruðum Banda- ríkjanna ætti að hafa sína þýð- ingu fyrir Kína í framtíðinni eins og hingað til. Verzlun þarf að vera gagn- atafjöllum, og kaldur gustur stóð af þeim. Tunglið yfir þorpinu var óskýrt og daufgrænt. Einstök stjarna, skír og tær eins og frosið tár blikaði á silfur- litum himninum yfir stráþökun- um og tveimur storkum, sem stóðu hreyfingarlausir í stóru hreiðri. Ég lagði leið mina gegnum þrönga götu milli hárra veggja úr múrsteini, mold og leirþöktum hálmi. Raddir og lilátur barst að eyr- um mínum innan úr garði. Ég leit yfir girðinguna og kom auga á hús með livítum veggjum, sem glitr- uðu í tunglskininu, og sá hóp af ungum piltum í hvítum ermalaus- um vestum og með háar, svartar húfur, — og stúlkur í gráum blúss- um með skýlur. Hvaðan höfðu þeir komið? — Ég hafði ekki séð neina unga pilta á hermennskualdri, þegar ég fór í gegnum þorpið um daginn. Málið skýrðist bráðlega. — Rúmenar liöfðu flutt þá burtu í nauðungarvinnu, og höfðu þeir strokið jafnskjótt og orðrómur heyrðist um framsókn rauða hers- ins. Nú sátu þeir fyrir neðan glugga sinna eigin heimila með stúlkun- um sínum og sungu með þeim. Máninn sveif hátt yfir þorpinu, — yfir nöktum, svörtum trjánum og svörtum þökunum. Flugvéladrunur rufu skyndilega kyrrð himinsins. Sovétnæturárása- flugvélar voru á leið til Jassy og til Konstanza. Ég lækka gegnsætt lokið og skrúfa það fast. — Ég sit í þægi- legu sæti í árásarflugvél andspænis vélbyssunni og sé liluta af bláum himninum með hvítum vorskýjum. Við fljúgum lengra vestur á bóg- inn. — Eftir 10—15 mínútur sjá- um við annað fljót bugðast fyrir neðan okkur. Það er Prúthfljót, — landamerki Rúmeníu. Við hækkum flugið og breytum stefnunni. — Út við sjóndeildar- hringinn rísa daufblá Karpata- fjöllin. Við rætur þeirra sjást örir skotreykjarmekkir myndast. kvæm. Það er ljóst að lán muni þurfa til að nægilegt fjármagn sé fyrir hendi til hagþróunar Austur-Asíu. En þessi lán þarf að borga og bezta aðferðin til þess er að borga með vörum. Hvað Kínverja snertir þurfa þeir því að búa sig undir út- flutning engu síður en innflutn ing. Vörur eins og trjáviður, olía, te, skinn og málmar, sem voru aðalatriðin í útflutningi Kína til Bandaríkjanna fyrir stríð, ættu einnig að verða und- irstaða aukins útflutnings eftir stríð. Viðskipti Bandaríkjanna og Austur-Asíu eiga mikla framtíð fyrir sér. Til þess að þau geti komizt á, þarf aðeins vingjarn- legan skilning á aðstæðum hvers annars, og vilji til að hafa viðskiptin eins og þau eiga að vera, — til gagnkvæmra hags- muna. Eftir tvo daga vænti ég þess að geta gefið Bandaríkja- forseta skýrslu um ýmislegt, sem ég ekki get minnzt á hér. En það mikið get ég sagt, að hvar sem ég kom í Austur-Asíu, var ég þess var að hraðfara breytingar voru að gerast. Meira að segja í Mongólíu, einu afskekktasta landi heimsins, komst ég að raun um að síð- ustu tuttugu árin hafa miklar breytingar orðið.v Bandaríkin, ásamt Sovétríkjunum og Bret- landi hafa hag af hinum hrað- fara friðsamlegu breytingum er miða að því að þjóðir Austur- Asíu notist sem bezt að nátt- úruauðæfum og mannafla sín- um. Hér er um að ræða ný landa- mæri, þar sem Seattle gæti haft forustuna. Bandarískir vísinda- menn eiga að hafa samvinnu við rússneska og kanadiska vís- indamenn til þess að vinna sig- ur á klakajarðveginum í Al- aska, Kanada og Norður-Síber- íu. Við verðum að skiptast á árangrum er nást í akuryrkju og veðurfræði. Mér virtust rúss neskir vísindamenn mjög áfram um samvinnu við okkur um landbúnaðarmál og kínverskir leiðtogar engu síður áfram um framtíðarviðskipti við Banda- ríkin. Þetta gefur mér góðar vonir um framtíðina. Bandarískir viðskiptafrömuð- ir verða í framtíðinni að vera víðsýnir á heimsmælikvarða. Eg treysti því, að forusta Banda ríkjamanna í viðskiptamálum murii verða Kyrrahafslöndun- um og heiminum öllum til mik ils góðs. Nýju viðskiptasvæðin ná frá Minneapolis um strand- héruðin og Alaska, um Síberíu og Kína og alla leið til Mið- Asíu. Á þessum svæðum eru mikil náttúruauðæfi og mann- afli sem hægt er að virkja eft- ir friðsamlegum lýðræðisleið- um, ekki með arðránsaðferðum, heldur þvert á móti aðferðum, sem miða að því að bæta lífs- kjör milljóna manna. Eg er þakklátur forsetanum fyrir að gefa mér tækifæri til að tala við fólk af öllum stig- um í Asíu, fólk sem er ásamt okkur að vinna þetta stríð. Þeg- ar sigur er unninn, getum við Fimmtudagur 20. júlí 1944 — ÞJÓÐVILJINN Ongjjveitið í iiússæð--------------------------------------------------------- MYND AFRETTIR |i INVKtriíl, WTONWnij CAN THIS BE ME...I Brezhi teiknarinn hugsar sér að hinn „osigrandi þýzki her“, er flœddi austur yfir landamœri Sovétrílcjanna sumarið 1941, mœti þýzka hernum, sem nú er aftur hominn að sömu landa- mœrunum — og nú á heimleið. Er ehki von að þeir spyrji hvor urn sig: Getur þetta verið ég sjálfur? wm ■ $«11 friði. Við þurfum að bæta lífs- kjör Bandaríkjaþjóðarinnar. Við þörfnumst fullnýttrar fram leiðslu, vinnu handa hermönn- unum sem heim koma og friðar starfa handa þeim semnúvinna að hernaðarframleiðslu. Við skipti við Sovétríkin og Kína munu halda verksmiðjum Bandaríkjanna í gangi á næst- unni. Við erum á réttri braut! Frá Kyrrahafsvigstöðvunum. — Efri myndirnar sýna jap- anska tundursheytaflugvél er gerði árás á bandarísht jlug- \ vélaskip við Marshalleyjar, og var skotin niður. — Neðsta ■ myndtn: Bandaríshir landgöngumenn hvílast meðan þcir [ bíða eftir shiimn um að leggja til atlögu. ■ KYNNIST HETJUBAR- ÁTTU NORSKU ÞJÓÐAR- INNAR ismálunum Framh. af 2. síðu. ist sérlega meömæltur bygg- ingu slíkra „smákofa“, þá flaug mér í hug hvort ekki mundu vera fáanlegar lóðir á hinum svokallaða svarta mark aöi (leigulóðir í bæjarland- inu) eins og sumar nauðsynj- ar og húsnæði, og lagði því leið mína í eitt smáhúsahverfi. I þessum leiðangri buðust mér bæði hús og lóöir til kaups. Auk þess komst ég aö raun um að sumir, sem húsin höföu á boðstólum höföu orð- ið fyrir þeirri náð að fá fleiri lóðir til umráða. Eg þarf tæp- lega að lýsa kaupkjörunum, en þau voru allt annað en aö- gengileg. Innan lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur gat ég, sem sagt ekki fengið lóð án þess að sæta okurkjörum. Slík ur undirbúningur af hendi bæjaryfirvaldanna er síður en svo æskilegur til úrlausnar þeim margumræddu húsnæð- isvandræðum. Bæjarráösmenn irnir eru ‘sennilega ekki í hús- næðisvandræöum, en sjálfsagt væri nauðsynlegt aö þeir kæmust 1 slíkan skóla til þess að vera færir um að sinna þeim störfum, er við höfum falið þeim. Eitt viröist vel skipulagt í þessum bæ og það er okur á íbúðum og bygg- ingu húsa. Beinir þátttakend- ur í þessari skiuplagningu eru þeir fulltrúar í bæjarstjórn sem láta slíkt framferði af- skiptalaust. Bæjarsjóður og ríki tekur vægðarlaust tveggja til þriggja mánaða kaup i skatta, en bærinn er ekki fær um að láta okkur í té lóðar- blett undir húskofa. Hvar eru lóðirnar undir bæjarbygging- arnar. sem lofaö var að byggja í ár? Eru þaö aðeins kastalar byggðir í lausu lofti? A. P.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.