Þjóðviljinn - 21.07.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.07.1944, Blaðsíða 1
Er herinn aO gera uppreisn gegn nasistastjórninni? Seint í gærkvöldi bárust •fregnir frá Þýzkalandi sem benda til að þar séu að gerast atburðir bak við tjöldin, er geti leitt til upp- lausnarástands. Hitler hélt ræðu kl. 11 í gærkvöldi (ísl. tími), til þess, að því er hann sagði, að láta heyrast að hann væri á hfi, og til að skýra þjóðinni frá því að það væri liðsforingjaklíka, sem staðið hefði að banatilræð- inu er honum var sýnt' í gær- Hefði liðsforingi von Stauchenberg að nafni komið sprengiefninu fyrir. Sjálfan hefði hann lítt sak- að, en einn af herforingja- ráði hans hafi farizt og aðrir særzt. Þessi liðsforingjaklíka væri sek um svik og land- ráð óg hefði hún ætlað sér að semja frið við Banda- menn. Engin yfirvöld, hvorki borgaraleg né hern- aðarleg mættu taka við fyrirskipunum frá þessari klíku, sagði Hitler; hann hefði skipað Himmler yfir- foringja heimavígstöðv- anna og mundi hann gera allar nauðsynlegar ráðstaf- anir. Hitler hótaði því að þessi „klíka“, sem hann nefndi svo, yrði miskunnarlaust upprætt og allir sem henni fylgdu. von Stauchenberg var skotinn þegar eftir handtökuna. Eftir ræðu Hitlers töluðu þeir Dönits, yfirforingi þýzka flotans, og Göring, yfirforingi lofthersins, og lýstu yfir hollustu flotans og flughersins við Hitler. í „Atlantik“ útvarpsstöð- inni var í gærkvöldi sagt að mestallur herinn standi bak við uppreisnina, þar á meðal von Brauchitsch, von Rundstedt, von Falken hausen, von Keitel og von Bock. Hafi þeir myndað „friðarstjórn“, og fylgi mik ill hluti hersins hinni nýju stjórn. Hafi þegar hersveit- ir frá austurvígstöðvunum snúið heim til Þýzkalands til að styðja „friðarstjórn- ina“ til valda, en storm- sveitir verið sendar á móti ' þeim. Þýzka yfirherstjómin tilkynnti í gær, að sprengjutilræði Forseti íslands m de ðaulle skiptast á kveðjum Á ])jóðhátíðardegi Frakka, 14, júlí, sendi forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, þetta heillá- skeyti til de Gaulle hershöfðingja: „í tilefni þjóðhátíðarinnar sendi ég yður og frönsku þjóðinni alúð- ar árnaðaróskir mínar og íslenzku þjóðarinnar". Forseta hefur borizt svarskeyti hins franska hershöfðingja og er það á þessa leið: „Ég þakka yður, herra forseti, fyrir ástúðlegar kveðjur á þjóðhá- tíðardegi Frakka og flyt yður inni- legar óskir um velfarnað og gæfu fyrir land yðar“. (Fréttatilkynning frá utan- ríkisráðuney tinu). 25000 voru brenndir lífandi í Odessa Sovétstjómin birti nýlega ýtar- lega skýrslu um. glœpaverk Þjóð- verja og Rúmena í Odessa og hér- aðinu umhverjis. Segir þar, að meir en 25000 karl- menn, konur og börn haji verið brennd lijandi í Odessa á meðan borgin var hernumin. Rúmenskir hermenn smöluðu fólkinu inn í afarstór vörugeymslu- hús, dældu svo olíu á húsin og kveiktu í. Samtals myrtu Þjóðverjar og Rúmenar um 200000 manns í Odessahéraði. lestir trá loiel Brýfur varnír Pjóðverja á 150 fem svædí — sækfr fram 50 hm Stalín gaf út tvær dagskipanir í gær. Sú fyrri sagði frá nýrri sókn hersveita Rokossovskis vestur frá bænum Kovel í áttina til Lublin, sem er fyrir vestan landamæri Rússa og Þjóðverja 1941. í seinni dagskipuninni var tilkynnt taka bæjarins Ravarúska, sem er á jámbrautinni frá Lvoff til Varsjá. Kovel er í suðurjaðri Pripet- fenjalandsins. í þessari nýju sókn hafa Rússar á þremur dögum rofið varnir Þjóð- vcrja á 150 km. svæði og sótt fram 50 km. Tekinn hefur verið fjöldi bæja og þorpa. Rauði herinu er uin 80 km. frá Lublin, samkvæmt því er hann staddur nálægt landamærunum frá 1941. Ravarúska er rétt fyrir austan landamærin frá 1941, svo að þar er rauði herinn einnig kominn að landamærunum. Ravarúska er 50 km. fyrir norð- vestan Lvoff. Er með töku hennar lokað fyrir undanliald Þjóðverja eftir járn- brautinni til Varsjá. Rauði herinn á nú skamma leið ófarna til Lvoff. — Nokkrir bæir voru teknir þar í nágrenninu í gær, m. a.' einn bær 8 km. fyrir norðan borgina. . Innikró.uðu herfylkin gerðu í K. K. Rokossovskí. gær margár árangurslausar tilraun- ir til að brjótast út úr hring Rússa. Talið er, að með hinni nýju sókn ætli Rússar sér að komast að Brest-Litovsk úr suðri. Rauði herinn hefur nú all- stórt landsvæði fyrir vestan Brest-Litovsk — Bialistokbraut ina á sínu valdi. Rauði herinn tók í gær bæinn hefði verið gert við Hitler í aðalstöðvum hans. Hitler skrámaðist og brenndist lítils háttar. Átta háttsettir foringjar særð ust lítilfjörlega, þ. á m. Jodl hershöfðingi, sem er yfirmaður herráðsins, Buble hershöfðingi, og hershöfðingjarnir Boden- schatz og Hen-Zinger. Þrír hershöfðingjar særðust hættulega, þ. á. m. Schmundt hershöfðingi. Allir þeir, sem særðust, eru fast- ir förunautar Hitlers. Engar handtökur hafa verið til- kynntar í sambandi við árásina. Talið er ,að hún hafi átt sér stað í fyrradag, því að þá (kl. 6 e. h.) Var símasambandi við Sviss- land slitið og það ekki opnað fvrr en kl. 8 í gærmorgun. Næstsíðast var gerð árás á.Hitl- er í bjórkjallaranum í Múnchcn 1941. — Einnig sú árás þótti dul- arfull. Sökudólgur fannst, Georg Elser að nafni, og var mál hans rannsakað og dæmt í leynilegum réttarhöldum. Svissneskt blað segir, að eftir athafnasemi Himmlers að dæma aukist kommúnismanum nú mjög fylgi í Þýzkalandi, en því nafni nefnir Ilimmler alla mótspyrnu gegn stríðinu og stjórnskipulaginu. Gestapo hefur stofnað sérstaka lögreglusveit til að hafa eftirlit með háttsettum Þjóðverjum, sem grunaðir eru um að hafa tilhneig- Framh. á 8 síðu. Framh á 8. síðu. Barizt í úthverfim Troarns Bretar berjast nú í úthverf- um bæjarins Troam, sem er 11 km. fyrir austan Caen. Fyrir suðaustan Caen tóku þeir þorp nokkurt, sem er 8 km. frá Vancelles. Fyrir suðvestan Troarn náðu Bandamenn nokkrum hæðum á sitt vald. Á Caenvígstöðvunum var ann ars heldur rólegt í gær. Var það aðallega fótgöngulið sem áttist við. Fyrir vestan Caen hörfuðu Framhald á 8. síðu. Augustoff 15 km. frá landamær um Austur-Prússlands. Rússar tóku samtals um 850 bæi og þorp í gær. ÞÝZKAR FRIÐARUMLEIT- ANIR í STOKKHÓLMI hl M oMfis»nNil simliisl Eftir fáeina mánuði verða allir véla- og skipasmíðaverka- menn í Bretlandi orðnir meðlimir í einu voldugu sambandi með samtals 2 milljónum verkamanna. Fréttir frá Stokkhólmi herma að þar séu staddir margir kunn ir, þýzkir utanríkisstjórnmála menn. Hafa þeir margreynt undan- farna daga að ná tali af full- trúum Ráðstjórnarríkjanna þar í borg með það fyrir augum að : ræða um skilmála fyrir vopna- hléi. En þessar tilraunir hafa engan árangur borið. Það ei' Konieff marskálkur sem stjórnar sókninni til Lvoff og. her þeim, sem tók Ravarúska. Þetta stóra skref til sameining- ar verkalýðsins var gjört kleift með þeirri ákvörðun miðstjórnar Sameinaða vélsmiðafélagsins (A. E. U.), að sameinast Sambandi skipasmiðaverkamanna og vél- smiða (Confederation of Ship- building and Engineering Unions). Eftir er að semja um nokkur smáatriði, en þar sem leiðtogar bæði A. E. U. og'Sambandsins eru sammála um sameininguna, verða þau engin hindrun. Víðtæk vandamál bíða úrlausn- ar verkamannanna í þessum tveimur miklu greinum stríðsiðn- aðarins. — Stríðsframleiðsluvandamál, kaup kvenna, áætlanir iðnaðarins eftir stríð, eru aðeins fá þeirra mála, sem verkamennirnir hafa á- kveðið að koma fram í eins og einn maður. Þessi sameiningarákvörðun ætti að hvetja verkamenn í öllum öðr- um iðngreinum til að stuðla að myndun voldugri og sameinaðri verklýðshreyfingu, sem væri þess um komin að fást við vandamál þau, sem upp rísa eftir stríð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.