Þjóðviljinn - 21.07.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. júlí 1944.
ÞJÓÐVILJIN S
Robert Bruck:
ÞRÍR FÖRUSVEINAR
Hann þakkaði býflugunni fyrir fylgdina og bað hana
að skila kveðju sinni til konungs hennar, tordýfilsins, og
vegna þess að það var ekki orðið framorðið, ákvað
feann að hvíla sig stundarkorn á þessum stað, og lagðist
undir gamalt tré og horfði út yfir hið fagra landslag.
Þá heyrði hann allt í einu nafn sit nefnt', og þeg-
ar hann leit við, sá hann lítinn íkorna sitja á grein
þetta litla, skemmtilega dýr með fjörlegu augun, og
hann horfði á hvernig íkorninn stökk grein af grein
og rann upp og niður trjábolinn. Svo fóru þeir að
spjalla saman, og íkorninn réð piltinum, sem hét
Hans, að biðjast gistingar hjá malaranum, hann
væri efnaðas'ti maður í þorpinu, og hann ætti
fallegustu stúlkuna þar fyrir dóttur. „Eiginlega gæti
þessi malari verið miklu ríkari en hann er“, sagði
íkorninn, „ef hann vissi, hvar faðir hans faldi pen-
ingana sínna, þegar stríðið stóð yfir og allt var 1
hættu og óreiðu“. Gamli maðurinn hafði sagt syni
sínum frá því þá, en drengurinn var svo ungur, þeg-
ar faðir hans dó, að hann hafði ekki sett nógu vel á
sig staðinn, og þótt hann hefði leitað um allt allaf
síðan, bar það engan árangur. Enginn annar vissi
um það, að peningarnir voru grafnir í jörðu, og eng-
inn nema gamli asninn, sem malarinn hafði átt, og nú
var í eigu sonar hans, þekkti staðinn, þar sem þeir
voru grafnir, því að á honum hafði gamli malarinn
flutt fjárhirzluna eina dimma nóft og grafið hana
niður.
„Það er fyrirtak“, sagði hinn ungi förusveinn, ég
er sem sé líka útlærður malari, ef il vill get ég feng-
ið atvinnu hjá malaranum og sezt hér að. Ef svo fer
skal ég heimsækja þig á sunnudögum, og við getum
ÞETTA
Hinn 7. október 1911 var tog-
arinn Chieftain frá Hull að veið
um í landhelgi á Breiðafirði.
Bar þá að Breiðafjarðarbát-
inn Varanger, sem var á leið
milli Stykkishólms og Flateyj-
ar. Meðal farþegja á bátnum
voru þeir Guðmundur Björns-
son sýslumaður Barðstrendinga
og Snæbjörn Kristjánsson
fereppstjóri í Hergilsey. Sýslu-
maður lét leggja bátnum að
togaranum og hann og hrepp-
stjóri fóru upp á þilfar, hans.
En skipstjóri togarans réðst á
móti þeim með öxi í hendi og
gerði sig líklegan til að vega
að þeim. Snæbjörn kallaði þá
til skipverja á Varanger að
ljá sér eitthvað í höndina.
Skipstjórinn á flóabátnum
greip járnkarl og barði honum
svo fast í öldustokk togarans,
að járnkallinn hrökk í tvennt.
Snæbjörn greip annan hlutann
og vatt sér að togaraskipstjór-
anum, sem ekki mun hafa litist
á að eiga við hreppstjóra, en lét
öxina síga.
Sýslumaður krafðist þess, að
togarinn sigldi inn til Flateyjar,
svo lögum yrði beitt við hann
fyrir landhelgisbrotið, en skip-
stjóri neitaði og skipaði sýslu-
manni og Snæbirni aftur um
borð í Varanger. Þeir vildu
ekki láta undan og sigldi þá
togarinn beina leið til Eng-
lands með þá. Þar stóðu þeir
félagar, sýslumaður ög hrepp-
stjóri við í þrjá daga, en komu
svo aftur með íslenzka togaran-
um Snorra Sturlusyni. Skip-
stjóri og stýrimaður togarans
voru reknir úr stöðum sínum
og útgerðarfélagið varð að
greiða háar sektir fyrir land-
helgisbrotið og mannránið.
Frúin: Þú getur vel skroppið
eftir mjólkinni í þessum stígvél
um, þótt þau séu' ljót.
Vinnukonan: Já, en haldið
þér ekki að það finnist á bragð
inu?
PHYLLIS BENTLEY:
A R F U R
VÍiúfJ-
þessu. „Það er gott að þú kem-
ur, litla stúlkan mín. Þau eru
vond við frænda gamla og
segja, að hann sé ofstopamað-
ur. Er ég það?“
„Sá versti í West Riding“,
sagði hún brosandi og bætti við,
„En nú er maturinn tilbúinn.
Gjörið þið svo vel“.
„Satt að segja“, sagði Henry
við Brigg, „eru allir afkomend-
ur gamla Williams Oldroyds
ofstopamenn. Ert þú það ekki
líka?“ ■
„Jú“, svaraði Brigg. „En þú?“
„Það kemur í ljós með tím-
anum“, svaraði Henry rólega.
Kvöldverðurinn var einfaldur
og óbrotinn á mælikvarða
Briggs. Þegar staðið var upp
frá borðum, bað Jonathan Jane
að syngja. Hún gerði það mót-
mælalaust og Henry lék á hljóð
færið.
Hún hafði mikla rödd og
Brigg heyrði að hún var æfð.
Honum skildist líka á samtali
fjölskyldunnar, að frændi henn
ar hefði komið henni til náms
í söng.
Brigg hallaði sér aftur á bak
í stólnum, hlustaði hugfanginn
á fagra, mjúka rödd hennar og
hafði ekki augun af henni.
Mynd Charlotte Stancliff blikn
aði í huga hans og hvarf. Hann
elskaði Jane. Hann varð að
vinna ást hennar. Hjartað sló
ákaft og hann fann, að hann
var rjóður 1 andliti.
Að síðustu var hann farinn
að óttast að tilfinningar hans
væru hverjum manni augljós-
ar og með því nú var orðið
framorðið, sá hann sér ekki ann
að fært en hugsa til heimferð-
ar.
Hann stóð á fætur, fór að
kveðja og sagðist vona að hann
, mætti heimsækja frændfólkið
j oftar. Helena leit spyrjandi á
i mann sinn og sagði, að Brigg
væri velkominn. Hann rétti
Jane höndina og horfði fáein
augnablik inn í dimmblá augu
hennar.
Allt í einu datt honum í hug
að spyrja hana, hvort hún vildi
ekki fara með móður sinni á
hljómleikana á fimmtudag-
inn.
Móðir Briggs hafði að vísu
enga hugmynd um þessa hljóm
leika, því síður, að það kæmi
til greina að hún yrði þar. Sjálf
ur hefði Brigg af hreinustu
hendingu heyrt getið um þá.
„Þakka þér fyrir, en ég er
annað að gera á fimmtudags-
kvöldum“, svaraði Jane varlega
„Eg kenni í kvöldskólanum“.
„Já — en ég held, að hljóm-
leikarnir fari fram seinni hluta
dagsins“, sagði Brigg og mundi
ekki betur en það væri þannig.
„En ég er að vinna á dag-
inn“, svaraði hún glettnislega.
„Vinna?“ spurði Brigg undr-
andi.
„Já, meðal annars kenni ég
litlu frændum mínum“, sagði
hún.
„Hvaða frændum?" spurði
hann og honum gramdist að
hún skyldi eiga aðra frændur
en hann. Hún sagði að það
væru drengir Smiths.
Brigg þótti vænt um að heyra
það. Hann þekkti Albert Smith
og nú gat hann beðið móðir
Alberts, sem var góð kona, að
bjóða Jane heim svo að hann
gæti hitt hana þar.
En úr því, sem komið var,
vissi Brigg engin önnur ráð en
kveðja. Hann sagði samt við
Jane, að hann vonaði, að hann
mætti einhverntíma seinna
bjóða henni á hljómleika á-
samt móðir sinni.
Þegar Brigg var kominn út á
götuna, kallaði einhver á eftir
honum.
„Heyrðu Brigg, bíddu augna-
blik“, sagði Henry.
Brigg sneri sér við og beið.
„Mér datt í hug, að þú rat-
aðir ekki. Þú ert í Eastgate. —
Farðu til hægri handar, þegar
þú kemur þarna að horninu. Þá
kemurðu beint inn í Cloth-Hall
Street“.
„Þakka þér fyrir“, sagði
Brigg. „Það var fallega gert af
þér að kynna mig frændfólki
mínu. Eg verð þér alltaf þakk-
látur fyrir það“. Hann reyndi
að vera vingjarnlegur.
„Já, ég sé, að þú ert kominn í
umsátursliðið“, sagði Henry og
rödd hans hljómaði einkenni-
lega.
„Má ég spyrja, hvað átt þú
við?“ spurði Brigg kuldalega.
„Hvaða lið?“
„Eg á við biðilshópinn kring
um Jane“, sagði Henry.
Brigg þagði um stund. Síðan
sagði hann: „Ert þú einn af
þeim?“
„Já“, sagði Henry.
„Einmitt það“, sagði Brigg
og leit hvasst á hann.
„Hafðu engar áhyggjur af því
frændi. Eg er — því miður —
ekki hættulegur keppinautur“,
sagði Henry beisklega. „Góða
nótt“.
„Þú kemur vonandi á morg-
un“, sagði Henry.
Brigg fanst hann vera að
draga dár að sér.
2.
„Hann er efnaður þessi ungi
maður“, sagði Henry, þegar
hann kom inn.
„Og fallegur", sagði Jane
brosandi.
„Hann er fríðari en faðir
hans“, sagði Jonathan. „En ég
held að hann sé ekki sama góð-
mennið. Hann er líkur afa sín-
um. Þó að hann sé ekki svart-
hærður og dökkeygður“.
„Hann er ekki eins heimsk-
ur og hann virðist 1 fljótu
bragði“, sagði Henry seinlega.
„Enginn Oldroydsfeðganna
hefur verið einfaldur. Þér er ó-
hætt að trúa því, Henry“, sagði
móðir hans.
Hann skildi það —. Mömmu
hans fannst það einfeldni, hvað
hann hafði lengi verið vonbið-
ill Jane. Hann svaraði engu en
svipur hans þyngdist.
3.
Þegar Brigg kom heim gat
hann ekki annað en borið sam-
an fátækleg húsakynni frænda
síns og ríkidæmið í Syke House.
Andyrið var þiljað gljáandi
rauðviði. Þar voru speglar og
postulínsskraut. þrjú gasljós
loguðu í loftinu undir hvítum
ljósahlífum.
Hann gekk inn í borðstofuna.
Þar var marmaraofn, prýddur
hestamyndum úr bronsi. Fram
an við ofninn sat faðir hans í
leðurklæddum hægindastól og
rétti fæturna í áttina að brak-
andi eldinum. Við hlið hans
stóð lítið borð með víni og á-
vöxtum. Hann var að lesa blöð-
in og virtist hinn ánægðasti.
Hár hans var þykkt og dökkt.
Litla krossgátan
LÁRÉTT:
1. dreg á langinn — 7. ekki farandi
— 8. verzlunarfélag — 10. tening —
11. róleg — 12. mannþyrping — 14.
jakana — 16. kom fyrir — 18.
þyngdarein. — 19. verkur — 20.
gelt — 22. ending — 23. féll —
25. tískuna.
LÓÐRÉTT:
2. næði — 3. er ekki viss — 4.
frjóanginn — 5. tveir samhljóðar —
6. heimkynni guða (þf.) — 8. rekkja
— 9. galli — 11. hváning — 13. á
kerti — 15. hvatt — 17. fer — 21.
veizlu — 23. missti lífið *— 24.
þyngdarein.
RÁÐNING SÍÐUSTU
KROSSGÁTU:
LÁRÉTT:
1. mestur — 7. raun — 8. bú — 10.
tn. — 1.. met •— 12. ar — 14. neyða
— 16. lamar — 18. að — 19. sló —
20. fæ — 22. al — 23. siða — 25.
máðari.
LÓÐRÉTT:
2 er — 3. sat — 4. tunna — 5. un
— 6. mútaði — 8. beða — 9. valsa
— 11. mý — 13. rall — 15,-erfið —
17. mó — 21. æða — 23. sá —
24. ar.