Þjóðviljinn - 21.07.1944, Blaðsíða 8
i|
1 g 9
borginns
Næturvörður í Laugavegs apóteki.
Nœturakstur annast í nótt Litla bíla-
stöðin, síini 13.80.
. Bergur BJarnason, bifreiðarstjóri, Holts-
götu 11 í Hafnarfirði, er fimmtugur í dag.
Hjónaefni. I gœr opinberuðu trúlofun
sína un'gfrú Stefanía Sigurjónsdóttir frá
Ivirkjuskógi í Dalasýslu og Eiríkur Krist-
insson, eand. r.iag.
ÚTVARPÍÐ í DAG.
10.25 Hljómplötur: Harmóníkulög.
20.30 íþróttaþáttur.
20.50 Hljómplötur: Göngulög.
21.00 Upplestur: „Leyndardómar Snæfells-
jökuls“, bókarkafli eftir Jules Verne
(Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi).
21.25 Hljómplötur: a) Sönglög eftir Hugo
Wolf. b) 21.40 Valsar.
22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Sym-
fónía í g-moll eftir Moeran. b) Lund-
úna-svítan eftir Eric Coates.
Þátttakendur í Oræfaferð Ferðafélags Is-
lauds 25. þ. m. vitji farseðla fyrir kl. 12
á raorgun (laugardag) í skrifstofu Kr. ().
Skagfjörðs, Túngötu 5.
Engir bílar til sðlu
hjá setuliðinu
Nefnd setuiiðsviðskipta og sölu-
nefnd setuliðseigna tekur það
fram, að engar setuliðsbifreiðir séu
til sölu né verði það. Undanfarið
liefur yerið falazt eftir bifreiðum
lijá nefndum þessum, svo að þær
sjá sig tilneyddar að gefa yfirlýs-
ingu um, að þær liafi engar bifreið-
ir á boðstólum.
Brezka stjírnin óskar
Dðnum til hamingjn með
slgurinn í ailsherjar-
verkfallinu
Anthony Eden utanríkisráð-
herra Breta flutti í gær dönsku
þjóðinni hamingjuóskir og viður-
kenningu í tilefni af þeim sigri,
sem hún hefði unnið yfir Þjóð-
verjum, þar sem höfðust fram all-
ar kröfur Dana á hendur innrás-
arhernum.
Eden sagði ennfremur að verk-
fallið hafi verið tjáning á gremju
Dana yfir meðferðinni á íbúunum
og það hvernig Þjóðverjar notuðu
landráðasveitirnar, hinar svo-
nefndu Sehalburgsveitir, til að
halda Dönum niðri.
Þjóðverjar ætluðu að sigrast á
allsherjarverkfallinu með valdi og
grimmd en Frelsisráðið tók í taum-
ana og fólkið gaf sig ekki og svo
fór að hinir ])ýzku fjandmenn
urðu að beygja sig fyrir íbúum
hinnar hernumdu borgar. •
Þingheimur tók þessum orðum
Edens með húrrahrópum og lét í
Ijós þá von að danska þjóðin fcngi
vitneskju um þá viðurkenningu,
sem ríkisstjórnin hafi flutt fyrir
hönd allrar brezku þjóðarinnar.
Eden svaraði að einmitt til þess
hefði hann borið þetta frain á
þingi. — (Fregn frá danska blaða-
fulltrúanum).
Hitler sýnt banatilræði
Frh. af 1. síðu
ingar til að þréifa fyrir sér um frið
við Bandamenn upp á eigin spýtur.
Hafa ýmsir verið hanateknir,
en margir aðrir eru raunverulega í
stofufangelsi, svo; sem t. d. dr.
Schacht.
TJARNARBÍÓ NÝJA BÍÓ
Hjartanlega þökkum við öllum Iiinum mörgu
fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og hlýju
við hið sviplega andlát og jarðarför
GUÐM. BJARNA, sonar okkar.
Sérstaklega þökkum við stjórn Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, yfirmönnum og starfsfólki við
Ljósafoss, frábæra rausn og vináttu.
Guð blessi ykkur öll, hvert óstigið spor.
Lilja og Ingjaldur Tómasson,
Baldurshaga, Stokkseyri.
Kienisstsð oðtt
(A Night to Remember)
Bráðskemmtileg gaman- og
Lögreglumynd.
LORETTA YOUNG,
BRIAN AHERNE.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Daglega
NY EGG, soðin og hrá.
Kaffisalan
Hafnarstræti 16.
FLOKKURINN
Þeir Sósíalistar í Reykjavík,
sem hafa ekki enn tekið sumar-
leyfi og ætla sér úr bænum, eru
vinsamlega beðnir að koma til
viðtals í skrifstofu Sósíalistafé-
lags Reykjavíkur áður en þeir
fara.
r
Aki Jakobsson
héraðsdómslögmaðiu:
og
Jakob J Jakobsson
Skrifstofa Lækjargötu 10 B.
Sími 1453.
Málfærsla — Innheimta
Reikningshald, Endurskoðun
I glaumi lífsins
(Footlight Serenade)
Skemmtileg dans og söngva-
mynd.
Aðalhlutverk:
BETTY GRABLE,
VICTOR MATURE,
JOHN PAYNE.
Sýnd kl. 9.
Sherlock Holmes og
ógnarröddin
Spennandi leynilögreglu-
mynd með
BASIL RATHBONE og
NIGEL BRUCE.
Bönnuð bömum yngri en
12 ára.
Sýnd kl. 5 og 7.
Kaupum tuskur
allar tegundir hæsta yerði.
wnmaAONA mnuiroiiffl
#
Nýir bliar lást ekki keyptir
Niels Bohr í Hoskva
Leyniblaðið De Frie Danske
sagði frá því fyrir slcömmu, að
liinn heimsfrœgi, danski vísinda-
maður Niels Bohr vœri nýkominn
til Moskva.
Eins og kunnugt er neyddist
prófessor Bohr til að flýja frá Dan-
mörku í október 1943, og eftir
stutta dvöl í Svíþjóð fór hann til
London og þaðan til Bandaríkj-
anna.
Er hann hafði dvalizt þar
nokkra mánuði flaug prófessorinn,
samkvæmt frásögn hins danska
blaðs, í rússneskri flugvél til
Moskva. Setur blaðið Rússlands-
för hans í samband við nýjar vís-
indalegar uppgötvanir í þágu
stríðsins.
Hryðiuverkin í Odessa
Framh. af 1. síðu.
Pravda sagði í ritstjórnargrein
um skýrsluna:
„Við þekkjum hryðjuverkin,
sem bófarnir unnu í Karkoff og í
Kieff. — Maður gæti hafa haldið,
að glæpir Þjóðverja hefðu náð há-
marki.
En það, sem fór fram í Odessá,
skarar fram úr öllu öðru tii þessa.
Maður á engin orð til, þegar
maður les skýrsluna“.
Normandívígstöðvarnar
Frcmhald af 1. liðu.
Þjóðverjar undan um IV2 km.
í gær höfðu Bandamenn tek-
ið um 1500 fanga á 48 klukku-
stundum.
Rommel dregur nú að sér
skriðdrekalið.
Franski leyniherinn truflar
mjög herflutninga Þjóðverja.
Fyrir skömmu tafði hann
heilt skriðdrekaherfylki í 19
klukkutíma, og sluppu Þjóðverj
arnir ekki fyrr en 80 þeirra
voru fallnir og um 300 særðir.
þess vegna verður að láta gömlu bílana endast eins lengi og
framast er auðið, en ending bílsins er fyrst og fremst undir
meðferðinni komin. — Hin nýja handbók fyrir bifreiðarstjóra
BÍLABÓKIN
veitir ljósar og ýtarlegar upplýsingar um meðferð og notkun bíla.
Hin ótalmörgu smáatriði í hirðingu og meðferð bílsins, sem
mönnum hættir til að láta sér sjást yfir í daglegri notkun hans,
skipta miklu máli fyrir endinguna. Örugg þekking á bílhreyfl-
inum er áhrifaríkasta ráðið til að lengja ævidaga bílsins. Þess
vegna ætti enginn, sem er annt um bílinn, sem hann ekur, að
vera án þessa handhæga leiðarvísis.
Hjólbarðar eru skammtaðir — og það gengur fullilla að menn
fái þá hjólbarða, sem skömmtunin veitir þeim rétt til. Þess vegna
ríður á miklu, að hjólbarðamir eyðileggist ekki um aldur fram
fyrir handvömm. Ef menn notfæra sér leiðbeiningar Bílabókar-
innar, er hægt að koma í veg fyrir það.
AUir þéir, sem aka bifreið,
verða að þekkja til hlítar lög
og fyrirmæli um akstur bif-
reiða. í Bílabókinni eru prent-
uð í heild bifreiðalögin, þau
ákvæði lögreglusamþykktar Reykjavíkur, sem snerta bifreiðaumferð, og ennfremur
skrá um ljósatíma bifreiða í Reykjavík.
í Bílabókinni er ennfremur form fyrir rekstursreikning bifreið-
arinnar, skrá yfir allar bifreiðar í Reykjavík og eigendur þeirra,
kort af íslandi, sem sýnir alla bílvegi, gistihús og benzínsölu-
stöðvar, vegalengdatafla, sem sýnir allar helztu vegalengdir o. fl.
Bílabókin hefur nú verið afgreidd til allra bókaverzlana, sem
hafa pantað hana. Áskrifendur vitji hennar til Bókaútgáfu Guð-
jóns Ó. Guðjónssonar, Hallveigarstíg 6A (bakhúsið) fyrir 23. þ. §
m. Eftir þann tíma verður hún ekki afgreidd til áskrifenda.
Þessi bráðnauðsynlega bók bætir úr brýnni, óuppfylltri þörf. Þeir
sem hennar þurfa með, ættu ekki að láta dragast að eignast hana,
því að upplagið er takmarkað, en eftirspurnin að vonum mjög mikil.
I Békaútgáfa ðiiðjóns Ó. Guðýónssonar.