Þjóðviljinn - 21.07.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.07.1944, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. júlí 1944. ÞJ^ÐVILJINN Skemmtlvi Ef til vill hafa menn veitt því eftirtekt, að þegar félög hafa verk í framkvæmd, sem unnin eru í þegnskaparvinnu, að þau auglýsa „skemmtivinnu“. Þetta er nú sjálfsagt sagt meira í gamni og til að létta skapið, en að því fylgi fullkomin alvara. Þeir sem lesa þetta líta á það sem gaman og hótfyndni; en gefa sér ekki tóm til að hugsa málið nánar. Að vinna og skemmt- un geti samrýmzt, er í hugum flestra heldur hlægilegt fyrirbrigði. Okkur hættir svo oft til að líta á vinnuna sem strit og kross, sem við syndugir og dauðlegir menn verðum að bera, hvort sem okkur líkar betur eða ver, meðan nokkurt starfsþrek er eftir. Ef við athugum nú starfið í íþróttafélögunúm þá má skipta því í mismunandi flokka: Stjórnarstörf, vinna að bættum aðbún- aði, æfingar og keppni. í daglegu tali snúast flestar umræður um keppnina, þar eru allir, sem geta talað með, þar er áhuginn. Þar er skemmtun. Æfingarnar eru minna ræddar. Vinna við mannvirki er enn minna rædd. Þar kemur stritið. Stendur sú þátttaka yfirleitt í slæmu hlutfalli við þann fjölda sem æfir og oftast vandræða- lega í hlutfalli við félagatöluna. Venjan er sú þar, að það er borið uppi af tiltölulega fáum mönnum sem hafa skilning og brennandi áhuga fyrir málefninu. Þetta mun staðreynd hjá flestum félögum sem ég til þekki. Ef þetta er nú athugað ofan í kjölinn, þá er þetta í raun og veru skemmtivinna. Hugsum okkur þau félagslegu áhrif sem það hefur, að starfa saman að málefni sem allir hafa ást og áhuga á, málefni, sem miðar að því að fegra og skapa möguleika fyrir félagsstarfið. Málefni, sem ýmist veita aukið félagslegt gildf, og samtímis gefa aukna möguleika til betri árangurs. Sjálf úti- veran er holl og í sjálfu sér ekki svo sérlega mikill munur að hverju starfað er. Það er því fyrst og fremst hollustan sem menn eiga að sækja í íþróttastarfið, en ekki vinninga og met, það kemur af sjálfu sér hafi félagarnir haft manndóm til að skapa keppendunum aðstöðu til þess að ná árangri, og þroska heilbrigt og gott félagslíf. Það félagslíf verður bezt þroskað með starfi, sameiginlegu starfi. Þessi „skemmtunin“ er því í rauninni ekk- ert annað en „sport“. Einn mikilvægasti þátturinn í íþróttastarfi félaganna. Þið skuluð líka veita því athygli, að þau félög sem engar hugsjónir hafa til að framkvæma eru íþróttalega léleg og félagslega sundurlaus. Hafa það ekki orðið stærstu sigrarnir í sögu félaganna þegar þau hafa lokið byggingu á sundlaug, leikvelli, skíðastökk- braut, samkomuhúsi, skíðaskála o. fl.? Er það ekki viss sigurhrifning sem fer um menn er þeir líta þetta mannvirki sem þeir hafa í frístundum sínum komið upp, er það ekki skemmtilegasti árangurinn og sá sem sízt gleym- ist, sem þannig er náð? Það verður því aldrei nógsam lega brýnt fyrir mönnum, að vanrækja ekki þennan þátt í- þróttastarfsins. Það veitir þeim er að því vinna hollustu og gleði. Það er líka skylda vor að skila félögunum betri og sterk- ari í hendur þeirra sem við taka en næsta kynslóð á undan hafði aðstöðu til. Það er líka einn þátturinn í því að skila landinu fegurra og betra í hendur þeirra sem við taka en forfeður vorir gerðu. En það getur því aðeins orðið að menn skilji að starfið, vinnan, er lífið og gleð- in er ekki strit og krossburður. R I T ST J Ó R I: FRÍMANN HELGASON Allsherjarmótiö • Síðasta Allsherjarmót Í.S.Í. er eitt það skemmtilegasta í- þróttamót, sem ég hef verið við staddur hér. Ýmislegt af því sem framkvæmdanefndin gerði í sambandi við það var til þess að gefa því gildi, setja á það svip. Vil ég fyrst nefna skrúð- göngu íþróttamannanna inn á völlinn við setningu mótsins. Öll stærri íþróttamót ætti að setja á þenan hátt. Geri ég þá að sjálfsögðu ráð fyrir að allir þátttakendur mótsins mæti til hennar, en ekki eins og átti sér stað við þetta mót, að 32 af 79 mæti. Ef menn athuga þetta nánar, þá er þetta ekki alveg meinlaust. Flokkurinn er film- aður, sú filma gefur heildaryf- irlit yfir þátttakendur mótsins og geymist öldum og óbornum sem söguleg heimild, en hún verður fölsuð vegna þeirra manna sem ekki hafa sjálfsagð- ar siðferðislegar skyldur við starfið. Fimleikaflokkur K.R. setti líka svip á mótið, þó það væri utan „dagskrár“. Væri vel at- hugandi hvort ekki væri rétt að hafa einhver atriði „utan dagskrár“ meðan verið er að vinna hylli frjálsu íþróttanna upp. Þetta mót mun líka eitt hið alfjölsóttasta um langan tíma, og eftir hrópum fólksins að dæma skemmti það sér hið bezta, enda naumast hægt ann- að. Keppnin var oftast tvísýn Skúli Guðmundsson. É2 og „spennandi“, ef ekki milli manna, þá um það hvort ný met yrðu sett. Og þau voru sett. Gunnar Huseby er með meti sínu orðinn með beztu kúlu- vörpurum í Evrópu og er það vel af sér vikið en dálítið skrít- ið, þar sem mér er sagt, að hann hafi ekki æft vel í vor. Manni verður á að hugsa hvað hann gæti komizt langt, ef hann tæki lífið alvarlega og æfði skipu- lega og markvisst. Og vissulega hefur hann aldur og möguleika til að bæta þetta met, allveru- lega, það sýna þessi tvö góðu met hans í vor með betri hendi. Árangur Jóels er orðinn góð- ur, ög er hann, ef svo mætti segja, óheppinn að etja kappi við okkar ágæta Huseby. Kjartan Jóhannsson úr I.R. vakti á sér athygli með nýju meti á 400 m. hlaupi. Að vísú var farið að bera nokkuð á honum í fyrra og svo í sumar. t. d. í Tjarnarboðhlaupinu. í Arbðk frjðsitiréttaiiuaa Nýlega hefur komið út Ár- bók frjáls íþróttamanna 1943, og eru höfundar þeir sömu og í fyrra, þeir Jóhann Bernharð og Ingólfur Brynj- ólfsson. Verður hennar nánar getiö í næstu íþróttasíöu. Gunnar Huseby varpar kúlu. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson Olivcr Steinn. 1000 m. boðhlaupinu og 800 m. Er þarna vissulega á ferðinni gott efni sem þarf að fá góða tamningu og þjálfun hjá ströng um og öruggum þjálfara. Satt að segja hafði ég ekki búizt við þessum árangri hjá Kjart- ani núna, því fyrir skömmu sá ég hann á götu mikið haltan, og þegar ég sá hann á keppenda skrá taldi ég það ekki hættu- laust, og ábyrgðarhluti að láta hann keppa, en sem betur fer hefur þetta liðið frá. Finnbjörn er alltaf vel liðtækur í mörgum greinum og í sumu prýðilegur, enda er honum ekki hlíft. Hon- um er þrælað út að því er séð verður aðeins til að ná í stig, mun hann hafa tekið þátt í 9 greinum í þessu móti og eitt af því fimmtarþraut. Þegar ég sá Finnbjörn fyrst hreif hann mig og gerir að vísu enn, en ég sá í honum efni sem með góðri og reglubundini æfingu, þar sem hann legði stund á sérstakar greinar og þá helzt stutt hlaup, gæti orðið alveg sérstaklega góður, en raunin er sú að hann stendur í stað.Finnbjörn er einn ig liðtækur í fleiru, hann er úrvals leikfimismaður, og þó leikfimin sé góð, þá er ekki þar með sagt að stílleikfimi sé heppileg fyrir aðra íþrótta- menn, og mér hafa sagt ýmsir góðir menn, að svo sé alls ekki, Aftur á móti sé þjálfleikfimi Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.