Þjóðviljinn - 16.09.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.09.1944, Blaðsíða 1
Farið verður til vinnu við liauðhólaskálann í dag kl. 3 og: 3 e. h., og á morgun kl. 9 f. h. ■!rá Skólavörðustíg 19. Mætið öll. Laugardagur 16. sept. 1944. 206. tölublað. Framkvæmdaráðið. Bandamenn ná sam- bandi við Kína Hersveitir Bandamanna í Burma hafa tekið höndum sam- an við kínverskar hersveitir í Bandaríkjamenn hafa tekið bæinn Stolberg, 10 km. í'yrir austan Aachen. Aachen hefur sjálf verið umkringd og hafa Banda- ríkjamenn brotizt inn í úthverfin. Sunnar eru Bandaríkjamenn komnir fram hjá Trier, 15 km. inn í Þýzkaland. Her Pattons hefur tekið borgina Nancy. Stolberg er við járnbrautina frá Aachen til Köln — Hann hefur rúmlega 17 000 íbúa, og er þar blómlegúr járn-, látúns- og gleriðnaður, sem á rætur sínar að rekja til franskra Húgenotta. Bandamenn hafa einnig tekið Landersdorf fyrir sunnan Aach- en. Snemma í gærdag tóku Banda ríkjamenn frönsku borgina Nancy, enhverja merkustu iðn- aðar- og samgöngumiðstöð Austur-Frakklands. — Hún hef- ur 120 000 íbúa. Seinna tóku þeir Epinal, 60 km. fyrir sunnan Nancy. — Er það héraðshöfuðborg með 30 000 íbúa. — Norður við landamæri Luxemburg og Þýzkalands tóku þeir Thionville. Sjöundi herinn bandaríski .sækir frá Vesonl, og eru nú fá- ir kílómetrar milli hans og Lers Pattons. Bandamenn hafa tekið holl- ^nzku borgina Maastricht, — mikla iðnaðarborg með rúml. 60 000 íbúa. Bretar hafa náð öflugri fót- festu á tveimur stöðum á nyrðri bakka Escourt-skurðsins. Kanadamenn hörfuðu í bili frá aðalbrúarsporði sínum á eystri bakka Leopold-skurðsins, en eru nú komnir örugglega yf- ir hann á 6 stöðum. BÁGUR LIÐSKOSTUR Fréttaritarar segja, að fangar þeir, sem Bandamenn hafa tek- ið í Þýzkalandi undanfarið, séu ærið mislitur söfnuður. — Margir hafa verið sendir út í Þing HS.RoBo hefst í dag / dag kl. 2 hejst þing Bandalags starjsmanna ríkis og bœja í Aust- -urbœjarskólanum. F'ulltrúar eru 59 og horfur á að flestir eða allir mæti. Þingið mun einkum taka til meðferðar rétt- inda- og launamái starfinanna rík- is og bæja. Því verð.ur að öllum líkindum lokið á mánudaginn. Þjóðviijinn mun síðar skýra frá Ætörfum þingsins. bardagann beint frá sjúkrahús- um með ógróin sár. — Sumir eru eineygðir, og aðrir eru heyrn arlausir. — Margir nýliðanna eru ekki búnir að vera nema 2 vikur í hernum og eru alveg óþjálfaðir. Herfræðingar Bandamanna segja, að þótt Siegfriedvarna- línan sé ekki gömul, þá sé hún þegar orðin úrelt. — Þýzku her mennirnir skríði eins og mold- vörpur í jörðunni, en Banda- ríkjamenn marséri yfir höfðum þeirra. íbúar Rínarhéraða eru byrj- aðir að flýja austur á bóginn undan loftárásum Bandamanna, þrátt fyrir fyrirskipanir naz- ista um að allir eigi að grípa til vopna. Bandaríkjamenn hafa brotizt inn í miðja Brest. — Setuliðið i er byrjað að gefast upp. — Yf- 1 irmaður þess hefur sent Hitler skeyti um að hann og menn hans berjist meðan nokkur standi uppi. — En það er venja þeirra rétt áður en þeir gefast upp. í Le Havre’ hafa verið teknir 9600 fangar, og enn er von á fleirum. Fjöldi Þjóðverja hefur fallið og særzt. Manntjón Breta var innan við 400. 3ÖOOO handteknir í Þýzkalandi Svissneskt blað fullyrðir að Himmler og Bormann hafi handtekið 30 000 manns í Þýzka landi á s. 1. tveimur vikum. Gestapo er einnig byrjuð að lífláta í stórhópum allt það fólk sem hugsazt gæti að mundi að- stoða Bandamenn við stjórn. innanlandsmála í Þýzkalandi. Hitler hefur tekið þá ákvörð- un að eyðileggja eins mikið og hægt er og skapa stjórnleysi í Þýzkalandi, svo að riazistum geti tekizt að heýja leynibar- áttu eftir hernámið. A ítalíu sœkja Bandamenn stöðugt jram. Myndin sýnir götu- bardaga borg c. Ítalíu. Junnanfylki í Kína. Er það í fyrsta sinn sem Bandamenn komast í landsam- band við Kínverja síðan 1942. Reyst verður í deg að lyfta ðlvesár- Olvesá hefur nú minnkað það mikið, að ferjað var yfir hana all- an daginn í gær. Flutningar, eink- um mjólkurflutningar, ganga seint, því enn eru ekki ncma róðrarbát- ar á ánni, en líklegt er að í dag fáist þangað vélbátur. í dag verður gerð tilraun til þess að lyfta brúnni og verður sennilega fljótlega hægt að gera svo við hana að fólk geti ge'ngið, svo eigi þurfi að ferja nema far- angur. Orustsan mm Varsjá er að ná hámarki. — Eanði her- inn nálgast nú einnig Vislu-hakkann fyrir norðvestan Praga. Pólska Þjóðfrelsisnefndin í Lúblin hefur sent Varsjárbúum livatningarávarp. — Rauði flugherinn íief- ur varpað matvælum og vopnum niður til uppreisnar- manna í horginni. Finnar og Þjóðverjar hafa fearizt síðan í gær, að Þjóðverjar reyndu að hernema eyna Hogland í Kirjála- botni. Fréttaritarar segja, að Praga líti nú út eins og Stalíngrad eftir hina frægu orustu um þá borg. — Varsjá sjálí er líka lítið annað en rjúkandi rústir. Þjóoverjar voru búnir að gera Praga að öflugasta virki sínu í Austur-Evrópu. Eftir töku Varsjár liggur op- in leið vestur til Berlínar, sem nú er álíka langt undan og frá Stoiberg til Bérlínar að vestan. Rauoi herinn tók 11 þorp og bæi íyrir norðvestan Pgaga. Suður við landamæri Slbva- kíu tók hann nokkra byggða staði við skarð, sem liggur gegnum Karpatafjöll' inn í Slo- vakíu. Rússar eyðilögðu 110 þýzka skriðdreka í gær og 72 flugvél- ar. Þjóðverjar segja, að Rússar sæki á langri víglínu til Riga í Lettlandi. í Danmörkii Þjóðverjar handtaka nú f jölda danskra borgara, ,eftir því sem segir í frétt frá dönsku frétta- stoíunni í Stokkhólmi. Eru það mestu handtökur, sem átt hafa sér stað, síðan fjöldahandtök- urnar á cÖnskum Gyðingum fóru fram í fyrra. í fyrrinótt voru stöðugar hringingar til dönsku lcgreglunnar, frá borg- urum, sem' báðu um vernd gegn Gestapo. Enn er ekki vitað, hve margir hafa veiið handteknir. (Frá -norska blaðafulltrú- anum). I orflan Ppoga og Þjóðmja Samningar Sovét- ríkjannaog Rúm- enín í Moskvaútvarpinu í gær var skýrt frá samningum Soétríkj- anna og Rúmeníu. Helztu at- riði samninganna munu vera: 1. Rúmenar segi skilið við Þjóð- verja, og hefji baráttu ásamt Baiidamönnum gegn Þjóðverjum í þeim tilgangi að endurreisa sjálf- stæði og fullveldi Rúmeníu. 2. Samkomulag verði um landa- mæri Sovétríkjanna og Rúmeníu eins og þau voru ákveðin með samningnum frá 1940. 3. Skaðabætur verði greiddar fyrir tjón er Sovétríkin liafa orðið fyrir vegna hernaðar og hernáms á sovétlandi af hálfu Rúmena. 4. Skipzt verði á öllum herföng- um. 5. Sovéther og öðrum Banda- mannaher verði tryggð umferð um rúmenskt land, eftir því sem hern- aðarþarfir krefjast, og rúmenska stjornin skal veita þeim herjum fyllstii aðstoð. G. Sovétstjórnin tclur fallna úr gildi ákvörðun Vínargerðardóms- ins varðandi Transylvaníu og heit- ir aðstoðar við frelsun landsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.