Þjóðviljinn - 16.09.1944, Page 8

Þjóðviljinn - 16.09.1944, Page 8
iVboi-ginni -j Forseti þakkar Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. ‘ Næturvörður er í Laugavegs- apóteki næstu viku. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Samsöngur,..„ 20.30 Útvarpátríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Úpplestur: „Húsið í hvamm- inum“; sögukafli eftir Óskar Aðalstein Guðjónsson (Guð- mundur G. Hagalín rithöf)., 21.15 Einleikur á harmoniku (Árni Björnsson). Ji 21.35 Hljómsveitarlög eftir Weber. {• 22.00 Danslög. Silfurbrúðkaup eiga í dag, 1 (i, sept., Stefanía Kristjánsdóttir oj Tryggvi Sigfússon Þórshöfn a Langanesi. • : Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band af Jóni Thorarensen ungfrú Svala Eiríksdóttir, Grund Gríms4 staðaholti og Hallgrímur Sveinn Innritun í dag og næstu daga í Barnaskóla Miðbæjar kl. 5—7 og 8—9 síðdegis. Þessar námsgreinar verða kenndar: íslenzka, danská, enska, reikningur, bókfærsla. lest- ur ísl. bókmennta, skrift, uppltest- ur, liandavmna stúlkná, garðrækt og notkun heita vatnsins til rœkt- unar. Þátttalcendur geta telcið þátt í einni námsgrein eða fleirum eftir frjálsu vgli. — Kennslan fer fram á kvöldin. Nánari upplýsingar við innritun. FÉLAGSLlF íþróttamenn Ungmenna- félags Reykjavíkur efna til hópferðar úr bænum á morgun (sunnudag) kl. 10 árdegis. Keppni fer fram í mörgum íþróttagreinum • á stað þeim sem dvalið t verður á. Þátttakendur eru beðnir að mæta hjá raftæk'javerzl- uninni Glóðin á Skóla- vörðustíg 10 kl. 9.30. Stjórain. Ánnenningar! Mun- ið að koma munum á hlutaveltu félags- ins í í. R.-húsinu frá kl. 1—8 í dag. TvöMdðr kápiir allar stærðir. Kvesultarryttfrakksr litlar stærðir. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035 Við lok ferða minna um land ið að þessu sinni færi ég öllum sem hlut áttu að máli, alúðar- þqkkir fyrir hlýjar og ógleym- anlegar viðtökur hvar sem ég kom á landinu. Eg þakka þeim sem gengust fyrir virðulegum móttökum hvarvetna og þeim Sem tóku þátt í samkomum og mannfagnaði þar sem ég kom á ‘svo alúðlegan hátt og mér til óblandinnar ánægju. Fagrar myndir af landi og þjóð hef ég eignazt í viðbót við það sem ég átti áður og verða þær óafmáan legar. Og öllum þeim sem fögn uðu mér með fánum íslands, þar sem leið mín lá um þakka ég einnig innilega. Eg hef stað'ið við í öllúm kaupstöðum landsins og öllum þeim stöðum sem sýslumenn sitja, auk noickurra staða ann- arra. Óviðráðanlegar. orsákir ollu því að ég gat ekki komið í öll þau héruð og byggðarlög kem ég óskaði. En það er ásetn- ingur minn að koma þangað að sumri að forfallalausu eins fljótt og við verður komið. Sveinn Bjömsson. Húsmæðraskóli Rvíkur setter í gær llúpnœöraskóli Reykjavíkur var settur í gœr. í heimavist mun vera 31 stúlka í vetur. í rauninni er ekki rúm fyrir nema 24, en um- sóknir um heimavist voru um 300. í dagskóla stunda 24 stúlkur nám af 100, sem sendu umsókn- ir. í vetur verða haldin 5 kvöld námskeið, hvert fyíir 16 stúlkur samt. fyrir 80 af 200 sem sóttu um. Af þessu má sjá, hve skól- ann vantar tilfinnanlega meira húsrými. Nokkrar breytingar hafa orfí- ið á kennaraliði skólans. st arius Saga hi. sækir em leýfi til kvikmynda- sýninga Kvikmyndafélagið Saga h. f., sem er nýstofnað,. hefur farið þess á leit við bæjarvöldin að íá leyfi til kvi'kmyndasýninga hér í bænum og jafnframt hef- ur félagið sótt um að fá lóð und ir leikhús við Barónsstíg á milli Sundhallar og Egilsgötu. Dómur Félagsdóms Framhald af 5. síðu. því heimilt að framfylgja kröfum síuum um kaup og kjör mánaðar- kaupsmanna hjá h.f. Shell með verkfalli, og þá jafnframt verk- falli tímalcaupsmanna, enda er því ekki haldið fram að krafizt sé breytingar á þeim atriðum sem teljast mega umsamin samkvæmt samningnum frá 22. febr. s.l. Samkvæmt framansögðu og með ; tilvísun til þess sem segir undir I um heimild trúnaðarmannaráðs til þess að ákveða umdeilt verkfall er ekki lieldur lnegt að taka vara- lcrÖfu stefnanda til greina og ber því einnig að sýkna stefnda af henni. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Því dœmist rétt vera: Stefndi, Alþýðusamband Islands f. h. Verlcamannafélagsins Dags- brúnar, á að vera sýlcn af lcröfum stefnanda, Vinnuveitendafélags ís- lands f. h. h.f. Shell á íslandi, í máli þessu. Málskostnaður falli niður“. Jón Ásbjörnsson greiddi sérat- lcvæði í samræmi við óskir Claes- séns og sér Þjöðviljinn eklci ástæðu tl þess að birta það, enda vart þörf að'auglýsa þjónustu hans við atvinnurekcndavaldið. Bæjarráð hefur heimilað borgarstjóra að ráða I?ór Sand- holt sem fastan aðstoðarhúsa- meistara bæjarins. Sandhol.t hef ur undanfarið starfað í þjónustu bæjarins. Hjúkrunarkona Iiefur orðið Framhald af 2. síðu. muni „fórnarlundin“ bæta okk- ur upp. En við karlmennina, „hið sterka kyn“, sem mestu ræður um gang þjóðfélagsmálanna, vildi ég segja þetta: Dragið úr skjallinu um okkur í skálaræð- um og við hátíðleg tækifæri, en veitið okkur konum jafnrétti, við ykkur, ekki einungis í orði heldur og á borði. Þeir tímar eru liðnir þegar konan gerði sig ánægða með að vera aðeins leikbrúða mannsins. — og þræll. Hjúkrunarkona. nm útrýming Lögreglustjóri hefur skrifað bæjarráði bréf, þar sem til- kynnt er að heilbrigðisnefnd hafi ályktað, rnð tímabært sé að sett verði lög um eyðingu rottu í landinu, þar sem vitað er, að ekki er hægt að útrýma rottu í Reykjavík, nema sams- konar ráðstafanir séu einnig gerðar annars staðar á landinu. Bæjarráð fól borgarstjóra að láta semjp frumvarp til laga um þetta efni. „V erksmið j ukarliim“ Framhald af 4. síðu. tíma ykkar. Setjið metnað ykkar í það að af!a honum sem mests og bezts andlegs fóðurs. Það dreg- ur lír tilbreytingarleysinu 'jafn- framt því, sem það þjappar ykk- ur saman til baráttu fyrir vclferð þéirra, scm þetta þorp byggja og gista. Allt, scm blaðið varðar, skal 'sent tkl undirritaðs, sem mun verða ritstjóri og ábyrgðarmaður „Verk- smiðjukarlsins“ fyrst um sinn. Raufarböfn, 6. ágúst 1944. Einar Bragi Sigurðsson. UARNAKBIO .NÝJA BÍG Glas læknir (Doktor Glas) Sænsk mynd eftir sam- nefndri sögu Hjalmars Söderbergs. GEORG RYDEBERG IRMA CHRISTENSEIÍ RUNE CARLSTEN Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11. Gift fólk á glapstigum BOB HOPE BETTY HUTTON Sýnd kl. 3. Hagkvæmt hjónaband („The Lady is Willing“). Rómantísk gamanmynd. Aðalhlutverk: MARLENE DIETRICH FRED MAC MURRAY Sýnd kl. 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 3: í GLAUMI LÍFSIÍNS BETTY GRABLE JOHN PAYNE Sala hefst kl. 11 f. h. WWWJ^JlWWWWAJSWWVWWUVV1.W^WWflWWWUVV S. K. T. -- dansleikur \ í G. T.-húsinu í kvöld kl. 10. Aðeins Gömlu dansarnir. Aðgöngumiðar frá kl. 5, sími 3355. komin út Vinnan, tímarit Alþýðusam- bands íslands, septemberheftið, er nýkomin út. Hefti þetta er hið glæsileg- asta að vanda, bæði að efni og frágangi, enda er Vinnan nú viðurkennd eitthvert glæsileg- asta tímarit sem út er gefið hér á landi. I þessu hefti er birt greinar- gerð miðstjórnar Alþýðusam- bands Islands út af kaup- og kjaradeilu Iðju, félags verk- smiðjufólks og blaðaskrifum í sambandi við hana. Stefán Ög- mundsson á þarna grein er hann nefnir: Alþýðan krefst' reikningsskila, og fjallar um viðhorf. alþýðunnar til atvinnu- málanna. Þá er framhald af greinaflokki Björns Sigfússon- ^r: Þættir úr baráttu 11 alda.' Aðalbjörn Pétursson skrifar um Krossanesverkfallið 1930. Dags- brúnarfélagi nr. 2295 skrifar grein er nefnist: Hvíld, fegurð og menning og landnám Dags- brúnarmanna og hvíldarheim- ili þeirra í Biskupstungum. Óskar Jónsson skrifar grein er nefnist Síldin, og fjallar um síldveiðar landsmanna á undan- förnum árum. Fylgja greininni margar ágætar myndir frá síldveiðunum. Halldór Péturs- son skrifar grein er hann nefn- ir: Sparnaður almennings og innra frelsi. Guðgeir Jónsson skrifar stut(a grein um tvo brautryðjendur. Jón úr Vör á þarna tvö ljóð. Ennfremur er í heftinu þýtt kvæði eftir Iiermann Wilden- wey: Örlög skáldanna, og- smá- saga eftir Saroyan: Fallegi, hvíti hesturinn. Ennfremur kafli úr framhaldssögu Vinnunn ar: Fontamara, eftir ítalska rit- höfundinn Ignazio Silone. Rit- stjórinn, Karl ísfeld, skrifar um bækur. Eins og venjulega' eru í heít- inu Sambandstíðindi, þar sem í sagðar eru fréttir af Verklýðs- | hreyfingunni og kaupskrá ým- Yestmaimaeyja- stúlkomar sigruðu F. lí með 3:1 1 fyrradag fór fram í Hafnar- firði handknattleikskeppni milli Vestmannaeyjastúlknanna úr Tý og F. H. og sigruðu Vestmánna- eyjastúlkurnar með þrem mörk- um gegn 1. Á eftir kepptu stúlkur úr K. R. og F. H. og vann K. R., einnig með 3:1. Meistaramót í írjálsum íþróttum hcíst í Hf. í dag í dag hefst fýrsta meistaramót í frjálsum íþróttum, semi haldið er í Hafnarfirði. 1 dag verður keppt í spjótkasti, kúluvarpi og langstökki. Þátttakendur eru margir. Af íþróttamönnum, sem kunnir eru utan Hafnarfjarðar, má nefna Oliver Stein og Þorkel, sem munu báðir lceppa í langstökki og há- stökki, og Árna Gunnlaugsson, sem mun keppa í hástökki. Keppnin fer fram að Hörðn,- völlum og liefst kl. 7 e. h. Ætlun- in er að mótið haldi áfram á morg- un. — Lík Magnúáar Júlíussonar bifreiðarstjóra, sem hvarf héð- an úr bænum fyrir nokkru, er nú fundið. Fannst það sjórekið i fjörunni við Akranes. issa. stétta í ágúst og september. Áskrifendatala Vinnunnar hefur vaxið ört undanfarið og ætti ekkert alþýðuheimili að láta sig hana vanta. j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.