Þjóðviljinn - 16.09.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.09.1944, Blaðsíða 7
7 Laugardagur 16. september 1944. ÞJOÐVILJINN Skipsdrengurinn á Blossa ur. Hann var áreiðanlega ónýtur námsmaður.. Hann hafði verið gerður afturreka frá prófinu, einmitt nú, það vissi hann. Bessí var á leiðinni heim, sigri hrósandi yfir síðasta prófinu, sem hún hafði lokið með sóma. Ó, það var óþolandi. Það var ekki rétt af föður hans að láta hann ganga í skóla. Það gat verið gbtt fyrir drengi, sem voru hneigðir fyrir lestur, en hugur hans stefndi í allt aðra átt. Það voru líka fleiri vegir í lífinu en skólavegurinn. Til voru menn, sem höfðu byrjað sjómennsku á auðvirðilegasta starfinu og klifið upp á tinda heiðurs og orðið eigendur stórra skipaflota, unnið mikil þrekvirki og rist nöfn sín á minnisspjöld sögunn- ar. Hví skyldi hann, Jói Bronson, ekki einnig geta það? Hann lokaði augunum sorgbitinn. Þegar hann opn- aði þau aftur, fann hann, að hann hafði sofið. Sólin var nærri gengin til viðar. Þegar hann kom heim, var orðið dimm’t. Hann gekk rakleitt upp í herbergi sitt og fór í rúmið, án þess að hitta nokkurn. Hann sökk niður í svöl sængurfötin, ánægður yfir því, að hvað sem fyrir kæmi, væri hann þó laus við mannkynssöguna. En — annað skólaár mundi byrja — sama veraldarsagan — nýtt próf. VII. Faðir og sonur. Að loknum miðdegisverði daginn eftir var Jói kall- aður inn í skrifstofu föður síns. Hann var næs.tum glað- ur yfir að biðkvölin væri nú búin. Bronson stóð við gluggan. Kvakið í spörfuglunum virtist draga að sér athygli hans. Jói gekk til hans, staðnæmdist við hlið hans og horfði á fuglsunga, sem veltist í grasinu og gerði skringilega tilraun til að standa á sínum eigin Ifíjli Og ÞETT4 Tveir Austfirðingar lentu einu sinni óvörum til Kaup- mannahafnar með skipi, sem þeir voru að veita hafnleiðsögu, en veður var ófært og komust þeir ekki á landi Meðan þeir dvöldu í Höfn komu þeir sér einhverju sinni saman um að fara í leikhús. Þeir keyptu sér aðgöngumiða á einhverjum stað og var vísað inn í lítið herbergi með bekkjum, þar sátu menn fyrir. Að lítilli stundu liðinni kom einhver hristingur á herbergið, og búast þeir félagar nú við að tjaldið verði dregið upp. Hrist- ingurinn heldur lengi áfram, en þeir sjá ekkert nýstárlegt. Loksins er hurðinni hrundið upp, maður lítur inn og hrópar. Hróarskelda! Höfðu þeir þá keypt sér far- miða með járnbrautarlest í stað aðgöngumiða að sjónleik. * Leynileg atkvæðagreiðsla er gömul aðferð, og notuðu Forn- Grikkir hnöttótta steina eða málmkúlur og jafnvel olívublöð við slíkar atkvæðagreiðslur. Seinna var farið að nota mis- litar glerkúlur. Árið 1870 ejr tal- ið að slíkar atkvæðagreiðslur hafi fyrst farið fram í Bret- landi, og höfðu þær þó áður ver- ið tíðkaðar í nýlendum Englend ihga. Að rita á seðil nöfn manna, sem átti að kjósa, og merkja síðan við nafnið, var fyrst upp fundið í Suður-Ástralíu og að- ferðin tekin í notkun í Banda- ríkjunum árið 1888. * Big Ben er stóra klukkan í Westminsterturni brezka þing- hússins í London kölluð. Bjall- an í slagverki klukkunnar var steypt árið 1856 og er níu fet í þvermál og vegur 13 og hálft tonn. Big Ben skemmdist all- mikið í loftárás Þjóðverja 1940, en það var hægt að gera við hana og má heyra hana slá í gegnum brezka útvarpið. wwwiyinru Ll«%f~<iií ^lii“-"irm knmi PHYLLIS BENTLEY: ARFUR stoltur af því að Oldroyd gamli skyldi verða fyrsfur til að nota vélar í Iredalnum. Hraust ætt þessi Oldroydsætt!" Hann hélt áfram að lesa, og hristi höfuðið yfir ofstopa gamla Oldroyds, og allt í einu var hann kominn að lýsingunni á morðinu í Iredalnum — silf- ursporar, skógurinn, byssurnar. Oldroyd ríðandi í spretti tii Syke Mill — hin örlagaríku skot. „Aumingja gamli William. Gamli heiðarlegi karl. En hvað gátu Lúddistarnir ímyndað sér að þeir ynnu við þetta. En þetta var líka Oldroyd sjálf- um að kenna. Þeir hefðu átt að skýra málið fyrir honum. Hann las um hina áköfu leit Sir Archibalds Stancliffes eftir morðingjunum — um svik Walk ers —. Svei! Um handtöku þeirra, flutninginn á þeim fil York og aftökuna. Tliorpe, Bam íorth og Mellor, las hann, út- tóku refsinguna fyrir glæp sinn 8 janúar 1813. „Bamforth,“ sagði Davíð allt í einu. „Henry frændi, Mellor, já og Thorpe. Þessir menn eru forfeður mín- ir.“ Hann lagði frá sér bókina og fór að hugsa um þétta allt saman. „Eg verð að komast fyrir þetta,“ hugsaði hann. Hann slökkti ljósið, en hann gat ekki sofnað, skap hans var of æst til þess. Að lokum kveikti hann aftur og fór að lesa af nýju í gamalli, óhreinni bók, þar var skýrt frá yfirheyrsl unni yfirLúddistunum. Eftirþví sem hann las lengur, og hann hætti ekki fyrr en í dögun, urðu persónurnar skýrari fyrir hon- um, þótt liðin væru nær hundr- að ár sjðan. Hann sá Mellor, ljósleitan og horaðan, skjálfandi af bræði, hann var líkur Math- ew frænda, nema fölari og tryllt ari, hann sá Thorpe, svartan og lítinn, alltaf háðslegan og full- an af spaugi, hann sá Jonathan Bamforth — og hann sá hann svo greinilega og elskaði hann, hið granna, dreymandi andlit hans og brún vingjarnleg aug- un. Joe blístraði bezt af öllum í Iredalnum, hafði Martha Ack- royd sagt við yfirheyrslurnar Joe kunni að skrifa og var sólg- inn í að lesa blöðin, það var sami mismunur á Joe og öðrum Lúddistum og góðu og vondu öli.“ „Skiljið þið ekki að hann er saklaus?“ hrópaði Davíð æfur yfir rangsleitni dómarans og kviðarins, þegar hann las vitna- leiðslurnar út af boðsending- unni og um verkstæðið í Irebrú og skammbyssurnar — eiðstaf- inn og blístrið í Emsleykránni. „Hann er alsaklaus hann hafði enga skammbyssu, hann hleypti ekki af neinu skoti, hann ætlaði ekki að drepa William Oldröyd. Hann vissi ekkert um hvað hin- ir ætluðu sér, fyrr en hann kom til Syke Mill vegarins. Bölvaður nautshausinn þinn, hrópaði hann til lögfræðings Lúddist- anna, getur þú ekki haldið þér fast við að það fundust aðeins þrjár skammbyssur? Heyrðir þú ekki,, að Walker sagði, að það hefðu aðeins verið tveir menn, sem sendu þetta boð? Hvers vegna lézt þú barnið ekki bera vitni? Ó, þú hefðir getað frels- að Joe. Þú átt sök á því, að hann var drepinn.“ Kviðurinn fékk tuttugu og fimm mínútna hlé til að bera saman ráð sín. Að hugsa sér að eiga að bíða í tuttugu og fimm mínútur eftir því að fá að heyra hvort maður á að halda áfram að lifa, eða á að deyja strax. Það er hræðilegt. Hefur þú nokkuð fram að færa þér til af- sökunár? „Ef ég hefði verið Joe,“ hugsaði Davíð reiður, ..þá hefði ég sannarlega haft margt fram að færa, það veit hamingj- an. Eg skil ekki, hvers vegna hann varði sig ekki, í stað þess að tauta ekki sekur.“ Hann hugsaði sig um stundarkorn og bæti svo við: „Líklega hefur hann viljað deyja með félög- um sínum.“ Hann hélt áfram að lesa. Hinn villimannslegi dauðadóm- ur, henging og aflimun, ósk Wills, að aftakan færi fram fyr- ir framan Syke Mill. „Óskiljan- legt,“ hrópaði Davíð. — Og af- tökudagsmorguninn, kuldinn, íólksfjöldinn, gálgarnir, síðustu orð hinna dauðadæmdu. Bam- forth, sem var sá síðasti, sagði rólega: Far vel, félagar. „Ó, Joe,“ andvarpaði Davíð. „Hvers vegna gerðir þú þetta? Hvers vegna varðir þú þig ekki. Hví léztu þá fara svona með þig?“ Hann fann til óstjórnlegrar löngunar til að fara og finna þennan Joe, fullvissa hann um, að hann, Davíð Brigg Oldroyd, væri viss um, að hann hefði verið saklaus, en hefði viljað deyja með vinum sínum, þvi að hann hefði ekki getað hugs- að til að yfirgefa þá. „Nú vita það allir,“ ætlaði hann að segja við Joe, „hver einasti maður.“ En þetta var allt saman rugl, aldrei mundi hann finna Joe, Joe var dauður, Joe átti ekki einu sinni gröf, líkami hans var limaður sundur, og lækn- amir fengu hann til að leika sér að. „Djöflar,“ hrópaði hann og fleygði hinni grænu, litlu bók á gólfið. Honum datt skyndilega í hug erindi eftir Hardy: \ Vér þörfnumst manna með sannari sál, er sjá það að vopn eru böl hverri stétt, sem vizkuna þrá og mannúðar- mál og meta sannleikans heilaga rétt. Manna, sem verja með viti og dug þær vonir sem göfga hvern framtíðarhug, sem heyra kveinin í kúguðum, smáum og kaldrifjuð níðingsverk vinna' ei á fáum. Vér þörfnumst manna með sannari sál og sannari ge’'ðir er lýsa’ eins / og bál. „Þetta er Joe — þannig hefur hann verið,“ hugsaði Davíð. Og Joe mundi aldrei hafa unnið níðingsverk á hinum smáu og fáu, og hann elskaði sannleik- ann, skildi líka sjálfsagt í hjarta sjnu vizkuna og mannúðina, hann skildi áreiðanlega tilfinn- ingar annarra. En hann hefði sennilega ekki getað orðið for- ingi, til þess hefur hann skort" viljaþrek. Það eru Oldroydarn- ir, sem hafa það, en þá vantar miskunn. Blöndun Bamforths og Oldroyds ætti að vera heppi- leg. Hann varð hugsi. Ef til vill voru þeir blandaðir. •Henry frændi. Oldroyd. Mellor. Hann hafði aldrei verið á því hreina með sambandið milli Bamforthanna og Oldroydanna — foreldrar hans höfðu aldrei viljað um það tala. Ef til vill hafði einhvers staðar í þeim ætt um verið utanhjónabandsbarn, og hann brosti með sjálfum sér að þeim gömlu fordómum. En í þessum bókum varð hann einskis vísari um það, það var allt sögulegt, án þess að komið væri inn á einkalíf persónanna. Hann varð að ná sér í ættar- tölu. Það var einnig margt fleira, sem hann þurfti að fá að vita. Til að mynda bílstjórinn, þessi gamli gæflyndi Ackroyd — var hann í ætt við hina góð- hjörtuðu Mörthu í Moorock- kránni, sem þótti svo unaðslegt að heyra Joe blístra, að hún hafði logið fyrir réttinum til þess að reyna að bjarga lífi hans? Og voru silfursporarnir, sem faðir hans átti, hinir sömu og Henry Brigg á sínum tíma hafði fengið lánaða? Ef svo var, þá höfðu þeir verið í Frakklandi í stríðinu, það mundi gamla Oldroyd hafa þótt vænt um. Ætli það sé þessi Henry Brigg, sem þeir feðgarnir voru heitnir eftir? Gat það verið, að blóð hinna þriggja morðingja, bland- að Oldroyds, Stancliffs og Briggs, flyti í æðum hans? „Eg verð að rannsaka þetta allt'saman vel,“ hugsaði hann. Hann slökkti ljósið og í þetta skipti sofnaði hann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.