Þjóðviljinn - 16.09.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.09.1944, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. september 1944. Hjúfmmarkona heftir ordíd: ,Dragið úr skjallinu í skálaræðunum, en veiiið okkur jafnréiii* ByrjaoarlðHii aðstoðarhjúkrunarkona eru 125 kr. á máimðí en leta orðið 150 kr. á mánuði eftir § árs starf Fyrir skömmu birtu dagblöð bæjarins fréttir frá aðalfundi Læknafélags íslands. Þar á með al var sagt frá að samþykkt hefði verið eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Læknafélags ís- lands 1944 telur mjög brýna nauðsyn bera til þess, þar sem allar líkur eru til að sum sjúkra hús og sjúkradeildir verði að ioka vegna hjúkrunarkvenna- skorts, að reistur verði hið allra fyrsta hjúkrunarkvennaskóli og skorar á Alþingi að veita nægi- legt fé til hans “ Þessi samþykkt læknanna er :í alla staði réttmæt og eðlileg. Þeir þekkja bezt hvar skórinn kreppir að. Þá vantar hjúkrun- arkonur á spítalana. Margir læknar úti á iandi sem hafa sjúkrahús til umráða, verða nú að bjargast við ólærðar stúlkur sér til aðstoðar þar eð engin lærð hjúkrunarkona er fáan- leg, og eins og tekið er fram í’ samþykkt læknanna, þá mun liggja við borð — jafnvel hér í höfuðstaðnum — að sumum spí- tölum og sjúkradéildum verði að loka af þessum ástæðum. Krafa læknanna hlýtur því að vera: Fleiri hjúkrunarkonur. Og ráðið til að bæta úr skort- inum er: Stærri hjúkrunar- kvennaskóli. Þetta er nú þeirra viðhorf til raálanna. En hvert er viðhorf okkar hjúkrunarkvennanna sjálfra? Að sjálfsögðu erum við því ekki andvígar að fleiri stúlkum en verið hefur sé gefinn kostur á að læra hjúkrun. Én um leið og látið er í ljós af leiðandi mönnum í heilbrigðisnálum ■ þjóðarinnar hversu ómissandi við erum, þá væri ekki úr vegi að íhuga svolítið þau kjör sem þessi ómissandi stétt á við að búa. Því hefur löngum verið hald ið á lofti — sérstaklega af bless uðum karlmönnunum — að við konur værum ákaflega fórniús- ar. Sérstaklega hefur verið á það bent, að fórnarluna okkar birtist í því að vilja hjúkra sjúk um. Jafnvel hefur verið lögð á það mikil áherzla að hjúkrunar- starfið sé og eigi að vera fórn. Okkur hefur þótt lofið gott — eins og okkar ágæta „sterka k<yni“ — og við höfum gengizt upp við það. Afleiðingin hefur orðið m. a. sú, að innan hjúkrunarkvenna ■ stéttarinnar hefur það til skamms tíma þótt hin mesta goðgá að bera fram kröfur um kjarabætur og beita félagsleg- um samtökum til að kr.ýja hær Iram. Slíkt • braut í bága við „fórnarlundina“ og bar of mik- inn keim af „brölti“ verkiýðs- félaganna. Þegar við byrjuðum hjúkrun arnámið vorum við ungar og ó- reyndar í skóla lífsms, bjart- sýnar, viðkvæmar og með ákaf- lega háar hugmyndir ur i okkar eigin fórnfýsi. Hinn harði skóli hjúkrunarstarfsins iiefur breytt skoðunum okkar flestra allmik- ið. Ekki svo að skilja að fórn- fýsi okkar — að þvi leyti sem hún var ekki blekking — hafi þorrið, heldur er hitt, að hjúkr- unarstarfið er nokkuð á aðra lund en rómantískan huga okk- ar dreymdi um áður en við hófum starfið. „Námið“ var mestmegnis fólgið í stritvinnu. Á kvöldin, eftir 10—12 stu.nda vinnudag, vorum við svo þreyttar að við gátum varla hreyft okkur, og þegar við tók- um námsbækurnar ultum við brátt sofandi útaf frá þeim. Ok'k ur fannst þetta skrítinn „skóli“. Á kjörum nemanna hefur nú orðið breyting til batnaðar, sem kunnugt er, og er það vel. Um hjúkrunarkonurnar er það hins- vegar að segja, að ég hygg að flestar hérlendar hjúkrunarkon- ur þjáist af ofþreytu eftir nokk- urra ára starf. Hverjum kemur að liði slík fórn? Jú, með því sparast ti? heilbrigðismálanna ef til vill nokkrar þúsundir króna á ári. En sá sparnaður er dýru verði keyptur. Hann er ekki einungis á kostnað hjúkrunarkvennastétt arinnar heldur og sjúklinganna. og læknanna. Góð hjúkrunar- kona er sjúklmgum og læknum mikils virði, en hvermg er hægt að ætlazt til að hjúkrunarkona sem aldrei fær nægilega hvíld ieysi störf sín af hendi eins og hún þarf og á að gera? Það er einmitt þetta sem okk ur hjúkrunarkonum gremst mest og veldur vonbrigðum okk ar: Vjð getum fæstar leyst störf okkar af hendi á þann hátt sem óskir okkar fela í sér. „Fórnar- lund“ okkar nýtur sín ekki sök- um þess að oflangur vinnudagui veldur okkur ofþreytu. Því á- reynsla sú sem hjúkrunarstarf- inu fylgir er ekki einungis lík- amleg, hún er engu síður „and- legs“ eðlis. Fjöldi hjúkrunarkvenna gift- ast eftir nokkurra ára starf, sumar jafnvel strax að námi loknu. Það telst til undantekn- inga ef þessar hjúkrunarkonur halda, áfram starfi sínu eftir giftingu. Þetta stingur allmjög í stúf við reynslu frá öðrum sviðum þjóðfélagsins. Fjöldi kvenna sem vinna í verzlunum eða skrifstofum halda áfram sama starfi þótt þær giftist, kjósa það heldur en heimilis- störfin. Þessi staðreynd talar sínu máli um kjör hjúkrunar- kvenna. Það er ekki ætlun mín að ganga hér framhjá þeirri stað- reynd að 8 stunda vinnudagur lyrir hjúkrunarkonur hefur nú verið viðurkenndur og vonandi kemst hann í framkvæmd þeg- ar stóri skólinn er búinn að starfa í nokkur ár. En víkjum nú að launakjör- unum. Byrjunarlaun hjúkrun- arkvenna eru kr. 12500 (grunn- laun) á mánuði og geta hæzt orðið kr. 150.00 hjá aðstoðar- hjúkrunarkonum og þó ekki fyrr en eftir 9 ára starf. Laun yfirhjúkrunarkvenna munu vera um kr. 200.00. Við þessi laun bætist svo fæði, húsnæði og vinnufatnaður. Fæði okkar virðist þó mjög ódýrt, því hjúkr unarkonur fá kr. 60.00 (eða um kr. 160.00 með núverandi dýr- tíðaruppbót) í fæðispeninga yf- n sumarleyfismánuðina. Þessu til samanburðar má geta þess, að mánaðarlaun starfs stúlkna á spítölum eru kr. 120.00 (grunnlaun) samkvSmt taxta Sóknar. M. ö. o., stúlka sem varið hefur 4 árum til náms og tekið próf sem fullgild hjúkr unarkona fær 5 krónum hærri mánaðarlaun en gangastúlkan. Takk! Er ekki von að menn dáizt að fórnfýsi okkar? Nú er það fjarri mér að álíta að starfsstúlkurnar hafi of hátí kaup. Þær vinna sannarlega fyr ir þessu. Hitt er svo annað mál að hér er skír vottur þess hve starf okkar er lítils metið þrátt fyrir allt glamrið um göfgi þess og fegurð. Það er viðurkennd regla að launa nokkru betur þeirn er aflað hefur sér sérmenntunar sem gerir hann hæfari til ákveð. ms starfs en hinn sem enga slíka sérmentun hefur. Þetta sést bezt ef athugaður er mis- munur á launum faglærðra og ófaglærðra verkamanna. Þessi mismunur er eðlilegur og óhjá- kvæmilegur í voru borgaralega þjóðfélagi. Það er hætt við að fáir mundu verja tíma og fé til náms ef þeir sköpuðu sér ekki þar með betri launakjör. Hvers eigum við hjúkrunar- konur að gjalda að þessi regla or brotin á okkur? Sumir kunna nú að halda því fram að þetta sé okkur sjálfum að kenna. Því miður er mikill sannleikur í þessu fólginn. Eg gat um það hér að framan að það hefði jafnvel þótt skortur á háttprýði innan samtaka okk- ar að bera fram kröfur um kaup hækkúh. Það er hætt við því, að meðan við ekki beitum stétt- arsamtökum okkar betur en við höfum gert í baráttunni fyrir bættum kjörum, þá megum við enn urn hríð hugga okkur við þá sætu trú; aS það sem okkur skortir á um sæmileg lífskjör Framhald á 8. síðu. mmw v ./ 7. ' . . /,//,. Fyrirspurn til „Víkverja“ Morgunblaðsins Selfossbúi skrifar: „í Morgunblað inu 7. sept. s.l. stendur eftirfarandi grein eftir „Víkverja": „Á Selfossi er að rísa blómleg byggð. Þar er kvikmyndahús hið myndarlegasta. Nokkrir þorpsbúar réðust í að koma því upp. Á Sel- fossi er og að ske nokkuð, sem gæti verið öðrum héruðum og þjóð- inni allri til fyrirmyndar. — Stjórn- málaherforingjarnir hafa grafið stríðsöxina og hjálpast til að koma þeim framkvæmdum í kring, sem til heilla horfa fyrir hreppinn.“ Nú langar mig að spyrja vel virt- an ,,Víkverja“. Hverjar eru þær framkvæmdir sem „herforingjarnir“ hafa hjálpast til að koma í fram- kvæmd hér á Selfossi, og sem til heilla horfa fyrir hreppinn? Kannski það sé Selfossbíó?" Óvarkárni sem hefur valdið slysum Það mun vera bannað að aka bifreiðum með ódeifðum ljósum inn anbæjar. Þeirri reglu er þó ekki alltaf fylgt sem skyldi og hefur það valdið slysum. Bifreiðaljósin eru það stprk, að þeir sem í þau horfa, „blindast" um stundar sakir, og getur bílstjórunum, hæglega fatast aksturinn af þeim sökum. Eingin þörf virðist vera á því hér innanbæjar, að aka með mestu Ijós- um, göturnar eru flestar það vel upplýstar, enda mun það ekki gert vegna þess að þörf sé fyrir það, heldur öllu heldur af hugsunarleýsi. Öðru máli gegnir með vegina hér umhverfis bæinn, þar verður að keyra með fullum ljósum. Þá mega bílstjórarnir ekki vanrækja að deifa ljósin þegar þeir mæta bifreiðum, enda eiga þeir að gefa hver öðrum merki um það, er þeir mætast. Sum ir bílstjórar eru þannig skapi farn- ir að þeir eiga erfitt með að hlýða settum reglum í þessu efni, og ættu þeir að hafa það hugfast, að slík þrákeltni getur haft hinar alvarleg- I ustu afleiðingár. Kjör iðnnemanna Iðnnemarnir eru sá hluti verk- lýðsstéttarinnar sem erfiðasta að- stöðu hafa til að verjast gerræði at- vinnurekenda. Iðnrekendur hafa löngum skákað í skjóli ranglátrar iðnlöggjafar og notað iðnnemana sem ódýrt vinnuafl, en minna hugs- að um að kenna þeim iðnina og búa þá undir að ná prófi. Réttindi iðn- nemanna hafa þó aukizt, en áður var um hreinan og beinan þrældóm að ræða. Ennþá eimir þó eftir af þessu. Iðnnemum hefur fjölgað mikið nú á stríðsárunum, enda er það skiljan- lega hagur fyrir iðnrekendur að hafa marga slíka lágt launaða starfs menn, en selja svo vinnu þeirra fullu verði, eins og um vinnu fag- manna væri að ræða. Hvort nemarnir læra það mikið að þeir nái prófi, geta þeir sjálfir litlu um ráðið. Það er hægara fyrir iðnrekandann að sanna að nemi hafi fallið á prófi vegna heimsku eða leti, en að iðnneminn geti sannað að það hafi verið vanrækt að kenna honum. Eg hef nýlega átt tal við iðnnema sem kvartaði sáran yfir réttleysi stéttarinnar. Hann kvað þýðingar- laust að kvarta þó svikizt væri um að kenna þeim, því væri einungis svarað með skætingi. Þeir fengju einungis þau svör, að hægt væri að láta þá gera hvað sem verkstjór- anum þóknaðist í það og það skipti. „Það er ekki um annað að gera fyr- ir iðnnemann en að þegja og hlýða.“ Ef leitað væri til lögfræðinga um aðstoð, gæfu þeir þau svör að lítið væri hægt að gera til að rétta hlut iðnnemans. Sérstaklega komi þetta hart niður á iðnnemunum núna, þegar yfir- menn þeirra væru í „vondu skapi“ vegna verkfallanna. Svona sagðist þessum iðnnema frá. Þetta er mál sem fagfélögin og verklýðsfélögin yfirleitt ættu að láta sig varða, og vissulega þurfa iðnnemarnir sjálfir að hafa öflug samtök. Faglærðu mennirnir verða að gera sér ljóst að þeir verða að veita iðnnemunum allan þann stuðn- ing er þeir geta. Fagfélögin verða að hafa gætur á því að iðnnemunum sé ekki fjölgað meira en góðu hófi gegnir, er leiði af sér fyrirsjáanlegt atvinnuleysi innan stéttarinnar. Það er iðnnemunum sjálfum fyrir beztu, að tala nema innan sömu iðngreinar sé ekki ótakmörkuð. Iðnrekendur leggja mikla áherzlu á að námstíminn verði að vera lang ur, og er það skiljanlegt. Það er þeirra hagur að nemarnir vinni sem lengst fyrir lágt kaup. Námstímann mætti áreiðanlega stytta í mörgum iðngreinum, en jafnhliða yrði að tryggja það að iðnnámstíminn yrði raunverulegá notaður til náms. Verkðfflennl Svarið aftarhaldsbMðunam ffleð því’eð útrýið beim at helfflllam ykkari Málgögn atvinnurekenda, og ]>á jyrst og jrcmst Vísir og Al- þýðublaðið, lialda ájrarn níði og rógi um verhjöll reylcvísku og hajnjirzku verhamannanna. Verkalýðurinn mun sjáljur svara rógsiðju þessara blaða á verð- ugan hátt. Aj auðmannamálgagninu Vísi hefur enginn búizt við öðru, en enn eru til verkamenn, sem jurða sig á því, að lesa í Al- þýðublaðinu náicvœmlega samshonar rógslcrij um verkalýðsfélög í verkjalli og forustumenn þeirra og íhaldsblöðin láta sér sœma. Verkamenn! Svarið rógskrijum atvinnurekendablaðanna með því að útrýma þeim af heimilum ykkar. Látið klíkurnar sem að þeim standa jinna hve gjörsamlega áhrifalausar þœr eru mcðal al- jyýðu manna. Verkamenn í Rcykjavík og Ilajnarjirði vita hvað það er að standa í verkfalli, og þeir munu ekki kiyya sér upp við níðskrif og œsingar atvinnurekendablaðanna. ^wwwwwvmvvwvvwvvwvvvuvwvwiAnnívwwvvtfvwwvm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.