Þjóðviljinn - 07.11.1944, Page 3
Þr"
7. nóvenlber 1944.
ÞJÓÐVILJINN
Wf
Málgagn
Æskulýðsfylkingarinnar
(Sambands ungra sósíalista)
Greinar og annað efni
■ sendist á skrifstofu félags-
ins, Skólavörðust. 19, merkt
„Æskulýðssíðan11.
Óskar Þorðarson frá Haga:
Stjórnarmyndunin frá sjónarmiði
\ ------ . ;•
unga fólksins
7. nóvember
Ungir Sósíalistar allra landa
hafa fylgzt með því sem gerzt
hefur í Sovétríkjunum frá því
að hinn rússneski öreigalýður
sleit af sér fjötra kúgunar og
ófrelsis.
Þeir sáu hvernig hinu nýstofn
aða sósíalska ríki tókst eftir
hetjulega baráttu að hrinda á-
rásum afturhaldsríkjanna, sem
hugðust að kæfa hið nýja skipu-
lag þegar í fæðingu, hvernig
tókst að bæla niður alla mót-
spymu hvítliðanna, og hefja til
valda þjóðskipulag, sem grund-
vallaðist á kenningum Marx og
Engels, þjóðskipulag sósíalism-
ans.
Þeir sáu hvernig hinum rúss-
neska verkalýð tókst á skömm-
um tíma að reisa voldugt sós-
íalskt iðnaðarríki á rústum hins
gam\& og úrelta keisaradæmis.
Hvernig með hinum stórkost-
legu 5-ára áætlunum tókst að
skapa nýtízku stóriðju, og grund
valla þannig varnarmátt Sovét-
ríkjanna er gerði þeim fært að
standast eldraun þessa stríðs.
Hvernig hver. menntastofnunin
reis upp á eftir annarri, og
menningin var gerð að sameign
iólksins, en ekki séreign fárra
útvaldra. Hvemig verkalýð Sov
étríkjanna tókst að iosa sig við
böl það, er þjáði verkalýð allrá\
auðvaldsríkja: atvinnuleysi og
kreppur.
Nú síðast dáist allur heimur-
ínn að baráttu Sovétríkjanna
gegn hinum nazistisku fjand-
mönnum. Dáir hina hetjulegu
vörn við Moskvu, Leningrad og
Stalingrad, erfrelsaði ekkiaðeins
Sovétríkin, heldur einnig verka-
lýð alls heimsins, undan hinni
ægilegu morðvél nazismans, og
þeim stórkostlegustu ógnum,
sem um getur í veraldarsög-
unni. Við minnumst hinna gíf-
urlegu fórna, sem hin rússneska
þjóð hefur fært 1 þessari styrj-
öld. Allra þeirra milljóná, sem
orðið hafa villimennsku nazism
ans að bráð. Allra þeirra verð-
mæta, sem eyðilögð voru af
frjálsum vilja, til að hindra það
að þau gætu orðið óvinunum
að gagni.
Nú er svo komið, að rauða
hernum hefur tekizt að frelsa
land sitt undan áþján fasism-
ans, en hann lætur þar ekki
staðar numið.Hannhelduráfram
hinni sigursælu sókn sinni, til
að losa Evrópu fyrir fullt og
allt við ofbeldi einræðisins. Og''
við sóknina á austurvígstöðvun-
Að undanförnu hafa átt sér
stað mjög hörð átök innan Al-
þingis um það, hvórt takast
mætti að mynda þingræðis-
stjórn.
Árangur þessara tilrauna er
nú kunnur öllum landsmönnum.
Af þeim þrem þingflokkum er
að hinni nýju ríkisstjórn standa,'
er einn, þ. e. Sjálfstæðisflokkur-
inn, skiptur. Fimm af 20 þing-
mönnum flokksins eru ekki
stuðningsmenn stjórnarinnar,
samkvæmt yfirlýsingu þeirra á
þingi.
Þótt þetta kunni að þykja
harla kynlegt, má samt búast
við að aðaltilraunir til andstöðu
við framfaraáform ríkisstjórnar-
innar komi. úr annarri átt, og
hefur það nú þegar sýnt sig í
viðleitni Hriflu-Jónasar til að
bera fraim „vantraust“ á stjórn-
ina. — —
Sósíalistaflokkurinn tók strax
heill og óskiptur jákvæða af-
stöðu til myndunar þessarar
stjórnar, og hefur nú í fyrsta
sinni fengið fulltrúa í íslenzku
um tengir alþýða allra landa
vonir um bjartari framtíð.
Út úr hinni nýju eldraun hef-
ur hið sósíalska ríki komið
sterkara en áður, og það mun
halda áfram að vera öreigalýð
allra landa tákn frelsis og mann
réttinda.
7. nóvember hefur í 27 ár
verið greyptur í hug allra
þeirra, er unna jafnrétti og
frelsi, og hann hefur tengzt þar
fullvissu um, að sá dagur muni
koma að þeir fylgi fordæmi
hinna rússnesku félaga sinna,
og hverfi frá þjóðskipulagi ó-
réttis og ójafnaðar, en skapi í
þess stað þjóðskipulag sósíal-
ismans.
ríkisstjórnina. Vegna þess að
ríkisstjóm sú, er nú hefur verið
mynduð, starfar ekki eftir
grundvallaratriðum þeim, er við
sósíalistar byggjum þjóðfélags-
legar skoðanir okkar á, er okkur
nauðsynlegt að gera okkur ljósa
grein fyrir því hversvegna Sós-
íalistaflokkurinn gekk til stjórn-
armyndunar nú, með tveim borg
aralegum flokkum.
Ekki sízt er okkur, sem ung
erum, nauðsynlegt að kynna
okkur vel það, sem felst í stefnu
skrá stjórnarinnar og sérstak-?
lega snertir framtíðarheill al-
þýðunnar. Og við verðum að
kynna okkur hvaða ástand við
áttum raunverulega við að búa,
á sviði þjóðmálanna áður en
þessi stjórnarmyndun kom til
sögunnar, hvaða öfl það voru
sem réðu mestu í þjóðlífinu og
hvað af starfsemi þeirra hefði
getað hlotizt ef ekki hefþi ver-
ið gripið í taumana.
Um tveggja ára skeið hefur
setið hér stjórn, sem auk þess
að vera gersamlega óhæf til að
gegna hlutverki sínu, naut ekki
stuðnings þingsins. Þingið hef-
ur nú sigrast á óvætti þessum,
fyrir hönd þjóðarinnar.
Hin fráfarandi stjórn naut
stuðntags svartasta afturhalds-
ins í landinu, og virtist ekkert
hafa við þá menn að' athuga
sem vilja draga ísland undir er-
lend yfirráð. Eitt meginverkefni
hinnar nýju stjórnar liggur því
í, að tryggja rétt íslands og ísl.
þjóðarinnar í alþjóðasamvinnu,
sem frjálsrar og óháðrar þjóðar.
Annað og aðalverkefni stjórn-
arinnar verður að vinna að við-
reisn atvinnuveganna. Það á-
stand, sem ríkti fyrir stríð og
sem einnig hefur skapast á stvrj
aldarárunum, hefur komið at-
Frá iðnaðarborginni Magnitogorsk í Síberíu.
vinnuvegunum í það horf, að ef
lengra er haldið áfram á þeirri
bi*aut, stafar ekki einstökum
stéttum, heldur þjóðinni allri,
af því'beinn voði.
Stjórnin frá 1942 gerði ekkert,
bókstaflega ekkert, til að ráða
bót á þessu. Hún átti að fagna
fylgi stríðsjöfra og land-
ráðaspekúlanta, sem dreymir
stóra drauma um yfirráð er-
lends afturhalds á íslandi. Nú
er svo komið, að framleiðslu-
tæki sjávarútvegsins, þess eina
atvinnuvegar okkar íslendinga.
sem sýnilegt er að hægt væri ao
reka með Vcrulegum hagnaði,
eru úr sér gengin og ónóg.
Okkur er því lífsnauðsyn að
fá skip til fiskiveiða og vélar
til fiskiðnaðar.
Landbúnaðurinn býr við úrelt
fyrirkomulag, enda rekinn með
tilfinnanlegu tapi. Honum verð-
ur því að skapa ný skilyrði.
Allmikið af iðnaðarfram-
leiðslu landsmanna er elcki sam
keppnisfær við erlendar vörur,
sömu tegundar, m. a. vegna
tækni-skorts. í þessu efni er því
nauðsyn stórra úrbóta.
Þótt hér hafi verið stiklað á
stóru er sýnt að hin nýja ríkis-
stjórn hefur nægum verkefnum
að sínna. Sem dæmi má, geta
þess, að á stefnuskrá hennar er
að beita sér fyrir fullkominni
tryggingalöggjöf, nýjum launa-
lögum, endurskoðun stjórnar-
skrárinnar o. s. frv.,
Meginhluti þjóðarinnar teng-
ir nú vonir sínar við þessa
stjóm. Afturhaldsöflin munu,
að vísu, beita sér af öllum
mætti gegn því að áform hennai
heppnizt, því meir ríður á að
þjóðin standi að baki henni
sameinuð — og láti áform henn-
ar heppnast.
Ungir sósíalistar hafá
ríka ástæðu til að fagna
myndun þessarar stjórnar.
Þótt stjórnmálaflokka þá
er að henni standa greini á
um lokatakmarkið, þá virð
ast framfaraöflin hér hafa
sameinast gegn þeirri fas-
istisku klíku, sem nú rek-
ur pólitík sína undir for-
ystu „æskulýðsvinarins“
frá Hriflu, fullkomin í
fjandskap sínum gegn
• verklýðnum.
Baráttumál þau. er við
sósíalistar höfum barizt
fyrir að undanförnu, og
sem þingmenn okkar hafa
flutt á Alþingi, eru mjög
veigamikill þáttur í mál-
efnagrundvelli ríkisstjórn-
arinnar.
Unga fólkið úr alþýðustétt sér
nauðsyn þess að Sósíalistaflokk-
urinn, sem er hinn eini málávaii
alþýðunnar meðalísl. stjómmála
flokka, gengur nú á þessum erf-
iðu og jafnframt þýðingarmiklu
timum til myndunar ríkisstjóm-
ar fyrir hið nýstofnaða íslenzka
lýðveldi, fyrir alþýðu þess.
Okkur, alþýðuæskunni, sem
eigum að erfa landið og leggja
grundvöllinn að íslandi fram-
tíðarinnar, skiptir það svo
miklu, hvort landið verður feng
ið okkur í hendur, ofurselt, rú-
ið og nakið, eða hvort reynt
verður að hlúa að því eftir
megni, að ekki verður með orð-
um lýst.
Þessvegna hljótum við að
bjóða hina nýju ríkisgfjórn vel-
komna. Og við munum ttrauðir
fylgja henni að málum á meðan
hún heldur fast við þá stefnu
sína að tryggja frelsi íslands
út á við og efnalegt sjálfstæði
þjóðarinnar inn á við, sem þýð-
ir vellíðan og atvinnu handa
öllum. Við trevstum fulltrúum
okkar í ríkisstjórn fyililega og
vonum að þpim megi auðnast
gott samstarf frá hálfu hmna
stjórnarflokkanna tii að vinna
fyrir framtíðarheill alþýðunnar
í landinu.
Og þótt að okkur verði að
vera það ljóst að hé- er alls
ekki um sósíalisma að ræða, þá
verður án efa stigið stórt spor
í áttina til sannra framfara,
með framkvæmd stefnuskrár
hinnar nýju ríkisstjórnar, um
lausn þeirra vandamála sem nú
eru mest aðkallandi.
Fréttfr frá Æ.F.R.
Fimmtudaginn 27. okt. var
haldinn aðalfimdur Æskulýðs-
fylkingarinnar, fél. ungra sósíal-
ista. Á dagskrá voru venjuleg
aðalfundarstörf og fór m. a.
fram stjórnarkosning.
Þessir félagar voru kosnir í
stjórn:
Bóas Emilsson, form., Skúli
Norðdahl, varaform., Böðvar
Pétursson, Hanna Magnúsdótt-
ir, Gísli Halldórsson, Lárus
Bjarnfreðsson og Haraldur Jó-
hannsson, meðstjórnendur.
Framkvæmdaráð Rauðhóla-
skálans var endurkosið, en það
skipa þeir:
Lárus Bjarnfreðsson, Gísli
Halldórsson og Böðvar Péturs-
son.
Fundarstörfum var ekki lok-
ið og verður haldinn framhalds-
aðalfundur föstudaginn 10. nóv.