Þjóðviljinn - 24.11.1944, Page 7

Þjóðviljinn - 24.11.1944, Page 7
»* 4 V V J JL, J 1 XS XM T Föstudagur 24. noveraber 1044. JACK LONDON: Skipsdrengurinn á Blossa fannst honum þetta ofureðlilegt. Hann skildi það ekki glöggt, en hann fann það á sér, að það hefði þýðingu fyrir félaga hans. Haltu bar á fram og segðu mér frá, sagði hann biðj- andi, ég mun skilja þig. Nei, þú gerir það ekki. Getur það ekki. Jú, áreiðanlega. Haltu áfram. Friskó Kiddi snökkti og hristi höfuðið. Eg held að minnsta kosti, að ég geti það ekki. Eg get ekki komið orðum að því, sem mér býr í brjós'ti. Jói klappaði hughreystandi á öxlina á honum og hann hélt áfram. Jæja, það er svo. Eg er ókunnugur öllu í landi, fólkinu og öllu, og ég hef aldrei átt systkini eða leikbræður. Eg skildi það ekki vel, en mér fannst ég svo einmana. Eg saknaði þeirra einhvers staðar hér inni. Hann lagði höndina á barminn. Hefur þú nokk- urntíma verið reglulega hungraður? Það var einmitt þannig, sem ég fann til. Bara önnur tegund af hungri, ég vissi ekki hvernig. Svo var það einu sinni fyrir löngu — löngu, að ég náði í tímarit, þar sem þessi mynd var af báðum stúlkunum og drengnum, sem voru að tala saman. Mér fannst það hlyti að vera mjög gaman að vera eins og þau og fór að gera mér í hugarlund, hvað þau væru að tala um, og þá varð mér það ljóst, að það var einstæðingsskapurinn, sem að mér amaði. En meira en allt annað, hafði stúlkan á myndinni áhrif á mig. Eg var alltaf að hugsa um hana, og hún varð lifandi fyrir sjónum mínum. Þú skilur, það var auðvitað ímyndun og ég vissi það líka og gerði það ekki aftur. Þegar ég hugsaði um karlmennina, vinnuna og þetta þægindasnauða líf, þá fann ég að það var ímyndun. En þegar ég hugsaði um hana eina, þá var það ekki lengur svo. Eg skil það ekki og get ekki skýrt það. Jóa duttu í hug ævintýr sín, sem hann hafði lifað - til lands og sjávar. Hann kinkaði kolli, svo mikið skildi hann. Auðvitað var þetta allt saman heimska, en það, að eiga svona stúlku fyrir leiksystur, það fannst mér lík- ara himnasælu en allt annað, sem ég þekkti. Eins og ég sagði þér, er langt síðan, ég var þá ofurlítill strákur, það var þegar Rauði Nelson gaf mér nafn, og ég hef aldrei verið annað en San-Franskiskó-strákurinn síðan. En ég tók þá oft fram myndina af stúlkunni, og þegar ég hafði gert eitthvað ljótt, skammaðist ég mín fyrir henni. Þegar ég eltist, fór ég að hugsa öðruvísi um hana. Eg hugsaði sem svo: Hugsaðu þér Kiddi, að þú hittir einhverntíma svona stúlku, hvað mundi hún hugsa um þig? Skyldi henni lítast á þig? Skyldi hún geta kært sig hið allra minnsta um þig? Og þá fastréð ég að verða betri, gera eitthvað við sjálfan mig, svo að hún eða einhver, sem væri lík henni, þyrfti ekki að skammast sín fyrir að þekkja mig. Þess vegna lærði ég að lesa. Þess vegna strauk ég. Nikkí Perrata, grískur strákur, kenndi mér fyrst að þekkja stafina, og þá fyrst, er ég hafði lært að lesa, fann ég að það var eitthvað óheiðarlegt í þessu sjóræn- ingjalífi hér úti á flóanum. Eg var vanur þessu lífi frá því ég man fyrst eftir mér, og næstum allir, sem ég þekkti, stunduðu þessa atvinnu. En þegar mér varð þetta ljóst, strauk ég og ákvað að hætta því til fulls. Eg skal seinna segja þér frá, hvernig það atvik- aðist og hvers vegna ég kom aftur. Þegar ég var lítill, hélt ég hún væri í raun og veru ANTON P. TSEKKOFF: Ekkert sást nema myrkrið og ekkert heyrðist. Kemur hann eftir aðalvegin um? spurði Dímoff. Nei, yfir þvera gresjuna. Þögn. ' Kannski það sé kaupmaður- mn, sem er grafinn hér að ganga um gresjuna? sagði Dím- off. Allir litu út undan sér á krossinn og svo hver á annan, og loks fóru þeir að hlæja og skömmuðust sín fyrir hræðsl- una. Hví ætti hann að vera að ganga aftur? sagði Pantelí. Þeir einir ganga aftur, sem jörðin vill ekki hafa. En kaupmenn- irnir voru heiðarlegir, þeir hafa fengið kórónu píslarvottanna. En allt í einu heyrðu þeir greinilegt fótatak. Hann ber eitthvað, sagði Vassja- Þeir heyrðu skrjáfið í grasinu og fótatakið nálgaðist, en ekk- ert sást ennþá. Loks hóstaði einhver rétt hjá þeim. Skinið frá bálinu virtist klofna og mennirnir sáu mann standa hjá sér. Hvort sem það var að kenna flöktinu á bálinu eða að menn- :mir reyndu að sjá framan i aðkomumann, þá vildi það svo einkennilega til, að þeir sáu ekki fyrst andlit hans, föt eður annað, heldur bros hans- Það var breitt og ákaflega vingjarn- legt eins og hjá nývöknuðu barni, það var varla hægt annað en brosa á móti. Þegar þeir sáu > hann betur, kom í ljós að mað- urinn var um þrítugt, ljótur og ekkert merkilegur. Hann var stór með langt nef, langa hand- ieggi og fótleggi, aðeins hálsinn á honum var stuttur. Hann var i hvítri, hreinni skyrtu með í- saumuðum flibba, hvítum bux- um og á nýjum skóm. í saman- burði við vagnamennina var hann vel klæddur. Hann hélt á einhverju í fanginu, og byssu hlaup skagaði upp fyrir aðra öxlina á honum. Hann staðnæmdist snögglega þegar hann kom inn í ljósið úr dimmunni og stóð eins og stein- gjörvingur, horfði á mennina eins og hann vildi segja: Lítið á hvernig ég brosi. Svo gekk hann nær bálinu, brosti enn meira og sagði: Brauð og salt, vinir. Þú ert velkominn, svaraði Pantelí fyrir þá alla. Aðkomumaður lét byrði sína niður hjá bálinu, það var dauð- ur sléttuhani. Svo heilsaði hann þeim einu sinni enn. Þeir fóru allir að skoða fugl- inn. Fallegur fugl, hvernig drapstu hann? spurði Dímoff. Eg skaut hann með dreifiskoti, það er ekki hægt að skjóta GRESJAN i hann með smáskoti. maður kemst ekki svo nálægt honum. Kaupið hann, vinir, þið skul- uð fá hann fyrir tuttugu kóp ekur- Hvað ættum við að gera við hann? Eg er viss um að hann væri góður steiktur, en þú mundir ekki geta tuggið hann soðinn. Æ, hvaða vandræði. Eg gæti farið með hann á búgarðinn þarna, þar mundi ég fá fyrir hann hálfa rúblu en það er langur gangur þangað. Tólf míl ur. Ókunni maðurinn settist og lagði byssuna við hlið sér. Hann sýndist þri.yttur og sifj aður. Hann brosti og glennti upp augun. Mennirnir léðu hon um skeið og gáfu honum með sér úr pottinum. Hver er maðurinn? spurði Dímoff. Gesturinn heyrði ekki spurn inguna, svaraði ekki og leit ekki á Dímoff. Það var líkast því sem hann væri utan við sig og æti grautinn ósjálfrátt, stund um lét hann upp í sig tóma skeiðina. Hann var ódrukkinn, en það var eins og hann væri ekki með réttu ráði. Eg var að spyrja, hvað þú hétir, sagði Dímoff. Eg? hann hrökk við, Konstan- tin Svonik frá Rovno. Það er þrjár mílur héðan. Og til þess að þeir skildu ekki halda, að hann væri ó- breyttur bóndi, sagði hann: Við höfðu býflugur og svín. Býrðu hjá föður þínum, eða áttu sjálfur hús? Eg á sjálfur hús. Eg á konu, það eru átján dagar síðan ég kvæntist. Það er gott að vera kvæntur. Guð blessi hjónabandið, sagði Pantelí. ' Unga konan hans situr heima meðan hann flækist um gresj- una, sagði Kírúa hlæjandi. Það er skrýtinn náungi. Það var eins og komið hefði verið við sáran blett á Konstan tin, hann varð rauður í framan og hrópaði: En hamingjan góða, hún er ekki heima, sagði hann og tók út úr sér skeiðina. Hún fór til móður sinnar fyrir þremur dög um. Hún fór í burtu og mér finnst ég vera ókvæntur. Kon- stantin veifaði höndunum og hristi höfuðið, það var sem hann vildi halda áfram að hugsa en gæti það ekki fyrir hlátri. Hann kom sér ekki að því að láta ókunnuga vita af hverju hann var að hlæja. en þó langaði hann til að segja þeim það. Hún fór til Demídofu til að ímna móður sína. Hún kem- ur aftur á morgun. Og þú saknar hennar? spurði Dímoff. Guð minn góður, já. Við er- um búin að vera svo stutt í hjónabandi, og hún er farin. En hún er snúin, fjandinn hafi það. Stórkostleg stúlka, sem hlær og syngur, full af eldi og lífi. Þeg- ar hún er viðstödd, veit ég ekkx mitt rjúkandi ráð, og þegar hún er fjarverandi, þoli ég ekki við. Hann nuddaði augun, starði i eldinn og hló. W^ÞETTA Sú var tíðin, áður en sími, útvarp og loftskeyti komu tii sbgunnar, ao bréfdúfan gengdi merkilegu hlutverki. Bréfdúfur eru jafnvel ekki alveg úr sög- unni enn. Hvergi eru þær þo eins í heiðri hafðar og í Belgíu. Þar voru til skamms tíma á ann að þúsund dúfnaeigendafélög Þau vinna að því, að æfa bréf- dúfur í list þeirra og stofna til fjölda kappfluga ár hvert. Menn hafa haft bréfdúfuna í þjónustu sinni afar lengi. Salo- mon konungur átti bréfdúfur. Egypskir sjómenn í fomöld höfðu bréfdúfur meðferðis á langferðum sínum og slepptu þeim á heimleiðinni, til að boða komu sína. Grikkir létu bréf- dúfur fljúga víðsvegar um land ið með fregnir um úrslit .Olymp íuleikanna. Noureddin soldan, sem uppi var á 12. öld skipulagði bréf- dúfnapóstferðir um allt ríki sitt, þannig að daglegt bréfasam band var milli allra helztu borga landsins. Lét hann reisa póststöðvar með 50 km milli- bili. Væri einhver boðskapur til soldánsins í póstinum, var honum komið til skila með bréf dúfum beina leið hið bráðasta. Þannig gat hann ótrúlega fljótt fengið að vita hið helzta, sem gerðist í ríkinu. • Það er sagt, að auðmaðurinn Rothchild í London hafi grætt mikið á því, að hann sendi menn með bréfdúfur til víg- stöðvanna við Waterlo og fékk þannig fregnina um ósigur Napóleons þremur dögum áður en hún barst á annan hátt. Hafði hann þá fengið ráðnim til að haga fjármálum sínum í sam ræmi við hverjir báru sigur úr býtum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.