Þjóðviljinn - 28.11.1944, Blaðsíða 3
ínriðjudagur 28. nóvember 1944.
Þ JOÐVILJINN
S
íslenzk alfræðabók í 12 bindum
verður gefin út á næstu árum
&rni Friðriksson aðalritstjóri verksins
iEoíligar míniinr mka HIUs sea
HOðoirlar hraUa frð hihallni
Þjáningar íbúanna í Norður-Noregi sem Þjóðverjar hafa
hrakið frá heimilum sínum eru ægilegri en orð fá lýst. I einka-
íbréfi sem ritað er í Tromsö um miðjan nóvember, segir m. a.:
Árni Friðriksson fiskifræðingur kvaddi blaðamenn á fund
sinn í gær og skýrði þeim frá nýju útgáfufyrirtæki „Fjölnisút-
gáfunni“, sem ætlar sér að gefa út íslenzka alfræðabók — Ency-
clopædia Islandica — og hefur þegar verið hafinn imdirbúningur
að verkinu.
Er Ámi aðalritstjóri alfræðabókarinnar en aðstoðarritstjóri
Eirikur Kristinsson cand. mag. og hefur hann verið fastráðinn
starfsmaður útgáfunnar frá því í ágúst í sumar, að ákvörðun var
tekin um útgáfuna. Gert er ráð fyrir að verkið verði í 12 bindum.
Um undirbúning málsins fór-
ust Árna Friðrikssyni orð á
þessa leið:
Þegar hafizt var handa um
þetta verk, var fyrsta torfæran
sú, að við vissum ekki til að
neinn íslenzkur maður hefði
reynslu í því hvernig slíkt verk
skyldi vinna. Við urðum því að
leita til erlendra alfræðabóka
um fyrirmyndir, og var byrjað
á því að athuga gaumgæfilega,
hve mikil áherzla þar er lögð á
ýmsar greinar efnisins. Var val I
in fyrirmyndar alfræðabók og
íekin úr henni 13—14 þús. upp-
sláttarorð eftir ákveðnum regl-
um, svo tilviljun um val orða
kæmi ekki til greina, og var
athugað hve mikið rúm hvert
uppsláttarorð tók. Úr þessum
efnivið var síðan unnið hag-
fræðilega. Þannig auðnaðist að
skapa ramma sem hægt er að
hafa til hliðsjónar fyrst um
sinn. Nú er á það að líta, að
ekki er hægt að taka neina er-
lenda alfræðabók algerlega til
fyrirmyndar því hér er að veru
legu leyti um nýsmíð við hæfi
íslendinga að ræða.
•
Þetta verk verður að miklu
leyti frábrugðið hverri annarri
alfræðabók sem vera skal, og
þá sérstaklega vegna þess að
mi'kil áherzla verður lögð á ís-
lenzkt efni, sem mjög er van
rækt í erlendum alfræðabók-
um. Það nær ekki aðeins til ís-
lenzkra bókmennta og íslenzkr-
ar sögu, heldur kemur þarna til
greina landafræði og náttúru-
íræði landsins ásamt hundruð-
um ævisagna merkra - manna,
lifandi og látinna. Taka verður
fullt tillit til þess, að íslenzkar
bókmenntir mega teljast mjög
snauðar að efni um raunhæfa
hluti, svo sem verkfræði, eðlis-
fræði, efnafræði o. fl., og verð-
ur að hafa þá staðreynd til hlið-
sjónar, þegar ráðizt er 1 starf
eins og þetta
Sú skoðun hefur gert vart við
sig, hvort ekki væri réttara að
<einskorða alfræðabókina við ís-
lenzk efni, en við nána yfir-
vegun höfum við komizt að
þeirri niðurstöðu að á þann
ihátt væri ekki unnið nema
hálft verk, og lægi þá eftir sá
hlutinn sem að öllum líkindum
væri þýðingarmeiri. Þó íslend-
ingum sé, eins og öðrum, op-
inn aðgangur að erlendum al-
fræðabókum, eru slíkir gripir
fáséðir á íslenzkum heimilum
og mætti nefna sem hliðstætt
dæmi þá staðreynd, að jafnvel
perlur heimsbókmenntannu
verða ekki íslendingum að raun
verulegri eign fyrr en þeim
hefur verið snúið á tungu þjóð-
arinnar.
Þegar vinna skal verk eins og
það sem hér er fram undan er
tvímælalaust mesti vandinn að
finna nægilegt úrval hæfra
manna til að leggja hönd á plóg
inn. Nær fimmtíu menn hafa
þegar lofað ritinu stuðningi sín
um. Þá er enn eftir að leita til
fjölda manna sem nauðsynlegt
er að ná til, og margir þeirra
sem taka að sér að vinna þetta
verk munu oít þurfa að leita
til annarra þegar út 1 starfið er
komið.
Megináherzla verður lögð á,
að útgáfan verði eins vönduð
og nokkur kostur er á. Hér má
ekki horfa í kostnað. Aðalatrið-
ið er að árangurinn af þessu
átaki megi verða okkur til
sóma.
Það má nefna sem dæmi, að
óhjákvæmilegt verður að teikna
öll landabréf sérstaklega fyrir
þetta verk, m. a. til að losna við
erlend heiti þar sem íslenzk
mættu koma í staðinn, en á
þann hátt verður birt raunveru
lega í fyrsta skipti íslenzk land
kortabók
•
Auk tæknislegra erfiðleika af
þessu tagi verður ef til vill að-
alvandinn að velja uppsláttar-
orðin. Að sjálfsögðu verður
stuðzt við þann sjóð af alþjóð-
legum fróðleik og þekkingu,
sem heimurinn á í alfræðabók-
um á ýmsum tungum, en ís-
lenzku viðfangsefnin verða
hrein nýsmíð sem ekki er á færi
annarra en lærðustu manna. Af
leiðingin af þessu er sú, að
langur tími hlýtur að líða þar
til fyrsta bindið getur komið
fyrir sjónir almennings, því þá
verða öll uppsláttarorðin að
vera fyrir hendi, en úr því ætti
starfinu að geta skilað hraðar
áfram. Þess verður einnig að
gæta, að engin alfræðabók sem
hægt er að hafa til fyrirmynd-
ar, nær alveg fram á síðustu ár,
en á þeim hefur margt gerzt,
sem verður að táka með
Að sjálfsögðu veltur fram-
kvæmd þessa verks fyrst og
fremst á því, hverjar viðtökur
Ámi Friðriksson.
það fær hjá þjóðinni. Bak við
þetta fyrirtæki verður að
standa slíkt bákn fjármagns, að
ekkert vit væri að setja fram-
tíð þess á guð og gaddinn, og
komi í ljós, að ekki sé bægt að
afla allmikils fjölda traustra
áskrifenda í náinni framtíð,
verður að hverfa frá þessu ráði
Það er orðið nokkuð síðan að
skáldsögurnar tvær úr styrjöld-
inni á austurvígstöðvunum,
Hetjur á heljarslóð (Caldwell)
og Regnboginn (Wanda Wassi-
lewska) komu út, svo og Hótel
Berlín (Vicky Baum). Fyrir
nokkru kom Katrín (Sally Sal-
minen) í þýðingu Jóns Heiga-
sonar og Ramóna, reyfarinn
sem samnefnd kvikmynd er
gerð eftir. Fyrir jólin ætlar
Skálholtsprentsmiðja að gefa
út hina frægu skáldsögu Cron-
ins, er heitir á frummálinu The
Keys of the Kingdom, en nefn-
ist í íslenzku þýðingunni Lykl-
arnir. Cronin er vinsæll höf-
undur hér á landi, og hafa
nokkrar af sögum hans verið
þýddar, „Borgarvirki“ „Hér
skeður aldrei neitt“. „Systum-
ar“, framhaldssaga í Þjóðvilj-
anum, o. fl. Einnig er í undir-
búningi skáldsaga eftir Rachel
„Hér er skelfilegt að vera.
Bærinn er fullur af flóttamönn-
um sem hraktir hafa verið frá
heimilum sínum • allslausir.
Margir hafa verið reknir beint
af vinnustöðvum sínum án
þess að fá að fara heim til sín.
Kona frá Vardö kom hingað
klædd aðeins nærfötunum og
golftreyju. Hún var rekin burt
af heimili sínu án þess að fá að
sækja sér kápu. Ungbarn var
tekið úr hlýju eldhúsi og farið
með það þannig að teppi va-:
vafið utan um það en ekki fékk
móðirin að klæða það-. Hrum
gamalmenni, krypplingar, geð-
veikir menn, veikir og heilbrigð
og hefur þá undirbúningurinr.
verið unninn fyrir gýg.
Tilhögun verksins, nöfn sam-
verkamanna aðalritstjórans og
annað því viðvíkjandi verður
næstu daga auglýst í öllum
blöðum og áskriftahstar lagðir
fram í bókabúðir.
Field, All tliis and heaven too
(„Allt — og himinninn með“).
Auk þessara bóka gefur Skál-
holtsprentsmiðja út margar
barnabækur, og er þar fyrst að
nefna drengjasögur Mark
Twains, sem alltaf eru jafn-
ferskar, Sagan af Tuma litla og
Stikilberja-Finnur, og sögu
Mai'ryats Jón miðskipsmaður
(Mr. Midshipman Easy), Hrói
höttur, í nýrri þýðingu Gísla
Asmundssonar, Most stýrimað-
ur er önnur bók í sagnaflokkn-
um um þann góða stýrimann,
eftir danska höfundinn Walter
Christmas, Gulliver í Risalandi
hefur verið endurprentaður.
Fyrir stúlkurnar er saga eft-
ir Jóhönnu Spyri: Veróníka, ný
prentun á Yngismeyjum Louise
M. Alcotts, Meyjaskemman,
þýdd úr dönsku, og svo handa
yngstu ,,lesendunum“ Litli
1 svarti Sambó.
’ ir, hafa verið reknir hópum
saman út í litlar fiskiskútur og
sendir frá heimkynnum sínum
' Margir hafa komið hingað með
| veikt fólk og deyjandi. Húsdýr
in hafd verið leidd út og drep-
in. Kveikt hefur verið í húsun-
um áður en íbúarnir fengju
tóm til að komast þaðan Þýzk-
ii hermenn hafa hrifsað til sín
búshluti, sem fólk hafði gripið
með sér. Allir heimilismenn á
gamalmennaheimili einu voru
reknir um borð í lítinn fiski-
bát, og var hrúgað saman þar á
leiðinni til Hammerfest Kona
ein var rekin frá heimili sínu
með sjö ung börn, það elzta
átta ára og það yngsta þriggja
vikna. Önnur móðir missti barn
sitt ungt á leiðinni úr lungna-
bólgu, sjálf varð hún brjáluð.
Börn og foreldrar voru skilin
að og send sitt í hvoru lagi, og
finna ekki hvert annað. Allar
kirkjur og samkomuhús í
Tromsö eru fullar af flótta-
! mönnum. í gær veiktust átta
menn, að því talið er úr tauga-
veiki. Eg þori ekki að hugsa til
enda hugsunina um það sem
hér hefur gerzt. Mjög erfitt er
með fatnað og matvæli og eng-
inn veit hvernig á að koma
flóttamönnunum lengra áleiðis.
Þjóðverjar halda því fram að
íólkið yfirgefi heimili sín af
frjálsum vilja, en hver sem eft-
ir verður er myrtur“.
★
Þetta er aðeins einn vitnis-
burðurinn af mörgum, sem bor-
izt hefur út um heiminn um
htið gegndarlausa siðleysi naz-
istayfirvaldanna í Norður-Nor-
egi. Þó vantar að sjálfsögðu
mikið á að öll kurl komi til
grafar, harmsaga norsku þjóð-
arinnar þessa síðustu mánuði
nazistakúgunarinnar verður
ekki lýðum ljós fyrr en búið er
að gera upp við nazistana í
Noregi, bæði þá þýzku og kvisl
I ingana-
Eftir fréttunum frá Noregi
síðustu vikurnar að dæma er
hér enn að endurtaka sig sú á-
takanlega harmsaga sem heyrzt
hefur frá hverju hernumdu
landanna af öðru, sagan um
skefjalausa grimmd fasistanna,
grimmd sem engu hlífir.
En þessar aðfarir nazistanna
í Noregi.verða til þess að hatr-
ið til þeirra, til þeirrar stefnu
sem hefur leitt slíkar hörmung-
ar yfir saklaust fólk, blossar
upp og verður að því báli. er
ekki eirir hvorki erlendum né
innlendum fasista. Norðmenn
hafa keypt frelsi sitt svo dýrt,
að- þeir munu ekki tefla því í
hættu. Næst eiga þeir leikinn,
og það verða engin vettlingatök
sem norska þjóðin tekur á naz-
istunum þýzkuogþjónum þeirra
kvislingum, er leitt hafa slíkar
ægilegar hörmungar yfir hina
1 hugprúðu norsku þjóð.
Otgáfubækur Skálholtsprentsmiðju
Skáldsögur eftir Erskine Caldwell,
Wanda Wassilewska, Sally Salminen,
Vicky Paum, Cronin og Rachel Fieid
Tugur barnabóka - þar á meðai bækur eftir
llark Twain og Marryat kaptein
Erskine Caldwell, Wanda Wassilewska, Sally Salminen, Vicky
Baum, Cronin, Rachel Field. — Þó ekki sé annað gert en þylja
þessi nöfn má sjá að Skálholtsprentsmiðja hefur ekki verið við
eina fjölina felld í vali útgáfubóka á þessu ári. Allt eru þetta
vinsælir nútímahöfundar, en eiga vart annað sameiginlegt, enda
er langt á milli heimkynna þeirra og lífsskoðana, einn frá
Bandaríkjunum, annar frá Póllandi, þriðji frá Álandseyjum, —
þýzk skáldkona og brezkur læknir hlið við hlið.