Þjóðviljinn - 28.11.1944, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 28.11.1944, Qupperneq 7
► JÖÐVILJINN 7 Þriðjudagur 28. nóvember 1944. Skípsdrengurinn á Blossa löngun til að vera lögbrjótar, þar að auki verða þeir ekki í vandræðum. Þeir geta tekið Hreininn. Það er ekker't því til fyrirstöðu, að þeir komist undan á hon- um og okkur munu þeir aldrei ná í myrkrinu. Báðir bátarnir komu hljóðlega frá Hreininum. Rauði Nelson hafði léð Franska Pésa annan sinn mann, svo að báðir bátarnir voru tvímenntir. Það var naumast að- laðandi hópur, virtist Jóa að minnsta kosti, því þeir voru svo grimmúðlegir, að Jóa hraus hugur við. Skip- stjórinn á Blossa girti sig skammbyssubelti og lét koma byssu, kaðli og trissum í bátinn. Síðan bauð hann öll- um vín og þeir drukku þarna í myrkrinu skál góðs árangurs af leiðangrinum, sem þeir voru að fara í. Rauði Nelson var líka vopnaður og menn hans höfðu sjóhnífa sína í slíðrum. Þeir fóru hljóðlega. Franski Pési áminnti drengina áður en hann fór, um að hafa lágt um sig, gera engin afglöp. Nú hefði verið tækifæri fyrir þig, Jói, hefðu þeir ekki tekið bátinn, hvíslaði Friskó Kiddi, þegar bátarn- ir voru horfnir. En hvað er á móti því að taka Blossa, var hið ó- vænta svar. Við getum undið upp segl og verið komnir af stað, áður en þú getur talið til fimm. Friskó Kiddi hikaði. Meðvitundin um skyldur fé- lagsskaparins var mjög þroskuð hjá drengnum, og að bregðast félögum sínum í neyð, var honum ósjálfrátt ógeðfellt. Mér finnst það ekki drengilegt að skilja þá eftir í landi. Auðvitað, ^Lýtti hann sér að bæta við, veit ég að það er rangt, sem þeir aðhafasf, en þú manst eftir fyrstu nóttinni, þegar þú komst hlaupandi út í bátinn og karlarnir stóðu í fjörunni og skutu á eftir þér. Við fórum þá ekki á undan þér. Jói varð að viðurkenna það nauðugur, en svo flaug honum í hug: Þeir eru sjóræningjar — og þjófar — og glæpamenn. Þeir brjóta lögin og þú og ég höfum enga löngun til að vera lögbrjótar, þar að auki verða þeir ekki í vandræðum. Þeir geta tekið Hreininn. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að þeir komist undan á hon- um og okkur munu þeir aldrei ná í myrkrinu. » Við skulum þá gera það. Þó Friskó Kiddi 'féllist á þetta, var honum það móti skapi. Honum fannst það bera helzt til mikinn keim af liðhlaupi. Þeir læddust fram á og fóru að draga upp stórseglið. Akkerisfestinni gátu þeir fleygt útbyrðis og sparað þannig tímann við að draga akkerið upp. En við fyrsta marrið í trissunum, heyrðu þeir viðvörunarblístur í myrkrinu skammt frá og síðan- kallað lágt: Hættið þessu. í myrkrinu gátu þeir greint hvítt andlit yfir borð- stokkinn á hinni skútunni. Það er bara strákurinn á Hreininum, sagði Friskó Kiddi, við skulum bara halda áfram. En þegar fór að marra í tissunum aftur, er kallað: Heyrið þið strákar, ég vil ráðleggja ykkur að sleppa í snatri dragreipinu, annars fáið þið annað að starfa. Til þess að gera hótun þessa enn áhrifameiri, heyrð- ist spenntur hani á skammbyssu. Friskó Kiddi hlýddi og gekk tautandi aftur í stýrisrúmið: O, það verða nóg önnur tækifæri. Franski Pési er var um sig. Hann hefur óttazt, að þú mundir reyna að strjúka og hefur sett vörð um okkur. Ekkert hljóð barst frá landi, er til kynna gæfi, hvernig ræningjunum gengi. Engin hundgá heyrðist, 3 ANTON P. TSEKKOFF: GRESJAN íremsta vagninn begjandi eins og hann ætti erfitt með að trúa því, að dagurinn hefði byrjað svona illa fyrir honum. Hann er harður maður, taut- aði Pantelí, það er slæmt að hann skuli vera svona harður, en hann er réttlátur, svo að það gerir ekkert til. Þegar Varlamoff var búinn að skoða skjölin, lét hann þau í vasa sinn, og það var eins og folinn hans vissi hvað hann átt.i að gera, hann tölti óðar af stað eftir þjóðveginum. VII. Um kvöldið áðu vagnmenn- irnir og elduðu kvöldverð sinn. Allir voru áhyggjufullir. Það var heitt, þeir drukku mikið af tei og gátu ekki slökkt þorst- ann. Tunglið var eldrautt og stjörnurnar voru daufar í mistr inu. Það var sem náttúran öll ætti von á einhverju vondu. Það var ekki sama fjörið og samræðurnar og í gærkvöld kringum bálið. Allir voru menn irnir drungalegir og töluðu án áhuga. Pantelín gerði ekki ann- að en kvarta yfir fótunum á sér- Dímoff lá á grúfu og tuggði strá þegjandi, hann var á svip- inn eins og hann hefði viðbjóð á stráinu. Vassja kvartaði yfir því, að hann hefði kvöl í kjálk- anum og spáði vondu veðri. Emeljan var hættur að veifa handleggjunum og starði þung- búinn fram fyrir sig. Jegorúska var líka í vondu skapi, hann var búinn að fá höfuðverk af þessu ferðalagi. Meðan þeir elduðu grautinn, fór Dímoff að jagast við félaga sina út úr tómum leiðindum. Þarna er hann fyrstur til að spæna upp í sig með fýlusvip- inn, sagði hann um Emeljan, hann er gráðugur og situr alltaf næstur pottinum, hann hefur sungið í kirkju og heldur því, að hanii sé hofðingi. Það er nóg af slíkum söngvurum sem þú ert og verða að betla á þjóðveg- unum. Hvers vegna ertu að skamma mig? spurði Emeljan og leit illilega til hans. Eg er að reyna að kenna þér að vera ekki svo gráðugur, að þú byrjir alltaf fyrstur að éta. Þú heldur að þú sért eitthvað mikið. Þeir Pantelí og Vassja, sem vissu af reynslu, hvernig svona deilur enduðu venjulega, reyndu að fá Dímoff til að vera ekki að rífast út af engu En hann hélt áfram: Kirkju- söngvari, sagði hann og hló háðslega. Allir geta sungið svo- leiðis, setið á dyraþrepinu og sungið: Gef mér ölmusu fyrir Krists skuld. Oj, þú ert þokka- iegur náungi. Emeljan anzaði ekki og þögn hans hafði espandi áhrif á Dí- moff. Hann leit hatursfullum augum á fyrrverandi kirkju- söngvarann og sagði: Eg vil ekkert hafa saman við þig að sælda, annars mundi ég sýna þér hver þú ert. Af hverju ertu að stríða mér, Maseppa, cagð; Emeljan, ég hef ekkert gert þér. Hvað kallaðir þú mig? spurði Dímoff og reis upp og augu seppa, hafðu þetta fyrir, og hans voru blóðhlaupin. Ha, Ma- hann þreif af honum skeiðina og fleygði henni langt í burtu. Kírúa, Vassja og Stjopka hlupu til að leita að henni en Emelj- an horfði undrandi á Pantelí. Andlit hans var skyndilega lít- ið og hrukkótt, það tók að skjálfa,, og hinn fyrrverandi s. ngvari fór að gráta Jegorúska, sem lengi hafði hatað Dímoff, fannst eins og hann gæti ekki náð andanum, hann langaði til að hlaupa burtu, en hann gat ekki slitið ■ sig frá augnaráði fantsins, hann gekk að honum og hvæsti: Þú ert verstur allra, ég þoli þig ekki. Síðan ætlaði hann að hlaupa t. il vagnanna, en hann mátti sig ekki hræra og hélt áfram: Eftir dauðann munt þú brenna í'hel- víti, ég skal klaga þig fyrir ívani ívanssyni fyrir að vera að móðga Emeljan. Dímoff fór að hlæja: Litlu grísirnir vilja líka vera með. Á ég að toga í eyrað á þér? Jegorúska stóð á öndinni. Þannig hafði honum aldrei lið- ið áður, hann skalf, stappaði niður fótunum og öskraði: Berjið hann, berjið hann. Tárin streymdu úr augum hans, hann skammaðist sín og flýði til vagnanna, kastaði sér niður á ullarpokana og svíslaði: Mamma! mamma! Hann var yfirkominn af hræðslu og spurði sjálfan sig, hvers vegna hann væri hingað kominn. Hvar var frændi hans nú og Deniska og séra Kristó- fer? Voru þeir búnir að gleyma honum? Hví komu þeir ekki aftur? Hann var að hugsa um að stökkva ofan af ullarpokun- um og hlaupa eins og fætur tog uðu eftir veginum, en þá mundi hann eftir stóru krossunum og hann tautaði bara: Mamma! mamma! Mennirnir hjá bálinu voru einnig gripnir einhverjum ó- hugnaði, þeir fóru að tala í hálfum hljóðum um eitthvað. sem var að koma, að þeir yrðu að flýta sér að komast burtu. Þeir luku við að borða og fóru að búast af stað- Það var auð- heyrt á sundurlausum orðum þeirra, að þeir bjuggust við ó- | þægindum. Áður en þeir lögðu af stað gekk Dímoff til Pant- elí, og spurði: Hvað heitir hann? Jegor. Dímoff sté með annan fótinr. upp á vagnhjólið, greip í band- ið utan um ullarpokana og lyfti sér upp á vagninn. Jera, sagði hann blíðlega, hérna, berðu mig. Jegorúska leit á hann undr- andi. í sama bili laust niður eldingu. Eg meina það, sagði Dímoff. berðu mig. En án þess að bíða eftir að Jegorúska gerði það eða svaraði honum, stökk hann ofan af vagninum og sagði: Eg er óhræsi. Svo lallaði hann meðfram vögnunum og endur- tók: Eg er óhræsi, hálf grát- andi og gramur. Guð minn góð- ur, Emeljan, vertu ekki reiður við mig. Þetta er hundalíf sem við lifum. Aftur laust niður eldingu og þeirri þriðju. Jegor, taktu við þessu, hróp- aði Pantelí og fleygði upp til hans einhverju svörtu. Hvað er það? Ábreiða, það fer að rigna, breiddu hana ofan á þig. Jegor settist upp og leit i kringum sig. Loftið var orðið svart og eldingarnar kornu hver af annarri með stuttu millibili- Kemur stormur? spurði Jegor úska. Ó, vesalings fæturnir á mér, kveinaði Pantelí, ég finn svo til í þeim. Hann heyrði ekki hvað drengurinn sagði. Á vinstri hlið þeirra var eins og .einhver kveikti á eldspýtu og veifaði henni, ljósrákin eft- ir eldinguna klauf loftið Svo heyrðist hljóð eins og einhver væri á hlaupum eftir bárujárns- þaki, líklega berfættur, því að fótatakið virtist holt. Það er byrjað, hrópaði Kírúa. Æði langt frá þeim sást skær blossi, sem lýsti upp himin- inri. Hræðilegt, svart ský seig niður, þungt af vatni og úr jöðr um þess hengu lufsur sams konar ský sáust nú til hægri og vinstri. Stormskýin framleiddu óreglulegt dimmt hljóð og þrumur heyrðust í fjarska. Jegorúska krossaði sig í. snatri og flýtti sér í geitaskinnsfrakk- ann sinn. Rödd Dímoff heyrðist frá fremstu vögnunum og það var auðheyrt, að hann var aítur kominn 1 vígahug. Allt í einu skall á bylur svo hvass, að hann ærri því feykti burtu böggli Jegorúska og á- breiðu. Vindurinn æddi yfir gresjuna og það hvein svo hátt grasinu að hvorki heyrðust þórdunui’nar eða skröltið í vagn hjólunum. Hann reif með sér ryk og for. Tungsljósið minnk- aði í mistrinu og stjörurnar sá-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.