Þjóðviljinn - 29.11.1944, Side 2

Þjóðviljinn - 29.11.1944, Side 2
2 Þ JÖÐVILJINN Miðvikudagur 29. nóv. 1944. ALFRÆÐABÖKIN Allir hafa heyt talað um hinar miklu erlendu alfræðabsekur, til dæmis Sal- monsens Konversations-Leksikon eða Encyclopædia Britannica. Þær þykja slíkir kjörgripir, að þær eru einatt hafðar til heiðursgjafa, en eru samt í fremur fárra manna höndum hér á landi. Hver maður, sem á alfræðabók og lærír að nota hana, telur sér ómissandi að hafa hana jafnan handbæra. Hitt mun íslendingur fljótt kom- ast að raun um, að í þessum útlendu bókum er fjölmargt, sem hann kærir sig ekki um að vita, og í þær vantar meinlega ýmislegt, sem hann vildi sérstaklega fræðast um. Ástæðan er sú, að þessar bækur er miðaðar við þarfir tiltekinnar þjóðar. Eink- um er óviðunandi fyrir smærri þjóð að nota alfræðabók stærri þjóðar. — í Sal- monsens er miklu meira um Breta en í Encyclopædia Britannica um Dani. Útlend- ar alfræðabækur eru ekki einungis óhentugar fyrir almenning á íslandi vegna máls- ins, heldur af því, að í þeim er of lítið eða mjög fátt um íslenzk efni. Alfræðabók þarf því fremur að semja við hæfi hverrar þjóðar sem þjóðin er fámennari og henni er minni gaumur gefinn erlendis. Þetta vita íslendingar- Manna á meðal hefur lengi verið rætt um þörf íslenzkr- ar alfræðabókar og því meir sem þjóðinni hefur heldur vaxið fiskur um hrygg. En enginn hefur þorað að ráðast í slíkt fyrirtæki. Það kostar mikið fé, mikið starf, sameiginlegt átak fjölda manna. íslendingar eru „fáir, fátækir, smáir“. Gæti útgáfa slíkrar bókar borið sig hér á landi? Er unnt að fá nógu marga og góða menn til þess að taka höndum saman um að semja hana? Nauðsynin vex með ári hverju. Þekkingarkröfumar til allra manna í öllum stéttum verða meiri og meiri, torveldara að fá yfirlit um þekkingarforðann. Heim- urinn stækkar vegna fjölbreyttari rannsókna og kunnáttu, smækkar fyrir meiri samgöngur, færist nær oss. Vér neyðumst til þess að vera heimsborgarar, svo að oss dagi ekki uppi, en þurfum líka að vita miklu meira um ísland og íslendinga til þess að glatast ekki sem sjálfstæð menningarþjóð. íslenzk alfræðabók yrði hjálp til hvors tveggja: að þjóðin kynntist umheiminum og vissi um leið betur til sjálfr- ar sín. Nokkrir áhugamenn hafa bundizt samtökum um að gera tilraunina upp á eigin spýtur, án opinbers styrks eða stuðnings. Þeir treysta á stórhug, skilning og mennta- vilja borgara hins íslenzka lýðveldis. Gerð hefur verið áætlun um kostnað og efni, fengin loforð um stuðning margra ágætra manna í ýmsum fræðigreinum. Þetta er kleift, ef þjóðin vill, ef nauðsynleg tala áskrifenda fæst. Annars ekki. Hver áskrif- andi er ekki aðeins að óska þess sjálfur að eignast íslenzka alfræðabók. Hann er að gera sitt, til að þjóðin eignist slíka bók. Þetta er eins konar þjóðaratkvæða greiðsla, þjóðarpróf. HVAÐ ER BOÐH)? Alfræðabókin verður tólf bindi, hvert 500 blaðsíður, hver blaðsíða að leturmergð eins og tvær Skírnissíður, alls 6000 blaðsíður, samsvarandi 12000 Skímissíðum. í henni verða um 2000 myndir í texta og litprentaðar myndir og landakort á sérstökum blöðum að auki. Um hið fjölbreytta efni, sem raðað verð- ur eftir stafrófsröð uppsláttarorða, er ekki unnt að gefa neina hugmynd, en vísa má í skrána um samverkamenn hér á eftir. Þetta á að vera fjölskrúðug fræðibók fyrir hvem íslending, fjársjóður fyrir böm og unglinga á hverju heimili, handbók fyrir hina lærðustu menn utan fræðigreina þeirra, — lykill að alxnennri sjálfmenntun, leiðbeining til sérmenntunar. — Hún á að kynna íslendingum umheiminn og bæði þeim og erlendum fræðimönnum ísland og íslendinga. Hún mun verða vitni um, að íslendingar séu menntaþjóð, en samt framar öllu tryggja það, að þeir verði mennt- aðri þjóð. Hvað kostar þetta? Þetta verður dýr bók, enda stærsta rit, sem nokkum tíma hefur verið ráðizt í að gera á íslandi á svo skömmum tíma. Samt verður bókin ekki gefin út, nema unnt sé að hafa hana mjög ódýra í hlutfalli við stærð, kostnað og frágang. Hvert bindi mun kosta óbundið 80 krónur, í sterku léreftsbandi 100 krónur, í vönduðu skinnbandi 120 krónur. Allir munu sjá, að 80 krónur fyrir 1000 Skímis- síður með myndum er langt fyrir neðan venjulegt bókaverð nú. — Verðið getur haggazt lítils háttar, lækkað eða hækkað, ef miklar vérðsveiflur gerast á prent- kostnaði eða bókbandi. En mjög mikið af kostnaðinum, ritlavm pappír o- s. frv., er ó- hjákvæmilegt .að greiða á fyrsta ári, svo að hann breytist ekki. Hvenær kemur bókin út? Fyrsta bindið mun koma á næsta vetri, síðan 2—3 bindi á ári, unz verkinu er lokið. Mikið kapp verður lagt á að hraða vinnu og prent- un, um leið og gætt verður ýtrustu vandvirkni við hvort tveggja. Áskriftir sendist sem allra fyrst. Undir tölu þeirra áskrifenda, sem gefa sig fram á næstu tveimur mánuðum, er það komið, hvort yfirleitt verður talið óhœtt að ráðast í þetta stórvirki eða allur undirbúningur þess hefur verið unninn fyrir gýg. Eg undirritaður gerist hér með áskrifandi að ALFBÆÐABÓKINNI og er undirskrift mín bindandi fyrir allt ritið. Ritið óskast: lfc Óbundið 2) Bundið í léreft. 3) Bundið í skinn. Nafn: ........................... Staða: .......................... Heimilisfang: ................... Vinnustaður: .................... Entydopædia islandita Hér að neðan eru taldir þeir sem þegar hafa lofað að vinna að útgáfunni. Höfundar: Starfsgrein: Ágiist H. Bjamason, próf. dr. phil. Heimsspeki Alexander Jóhannesson, próf. dr. phil. Tungumál Ámi G. Eylands, framkvæmdastjóri, Búskapur Ámi Friðriksson, fiskifræðingur, Dýrafræði Ámi Kristjánsson, píanóleikari, Tónlist Bogi Ólafsson, yfirkennari, Enskar bókm- Einar Arnórsson, hæstaréttardómari, Lögfræði Einar Jónsson, mag. art., Þýzkar bókm. Eiríkur Kristinsson, cand. mag- Málfræði Finnbogi Rútur Þorvaldsson, verkfr. Verkfræði Finnur Guðmundsson dr. rer, nat.; Dýrafræði Fr. de Fontenay, sendiherra, Danskar bókm. og austurl.fræði Guðm. Kjartansson, mag. scient., Jarðfræði Hákon Bjamason, skógræktarstjóri, Skógfræði Ingólfur Davíðsson, mag. scient., Jurtafræði Jóhann Briem, listmálari, Böggmyndalist Jóhann Sæmundsson, læknir, Læknisfræði Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, Veðurfræði Jón Gíslason, dr. phil., Rómv. bókm. Jón Jóhannesson, dr. phil., ísl. saga Jón Magnússon, fil. kand., Sænsk. bókm. Jón Vestdal, dr. ing., Efnafræði Jón Þorleifsson, listmálari, • Málaralist Klemens Tryggvason, hagfræðingur, Hagfræði Knútur Amgrímsson, skólastjóri, Landafræði Kristinn Ármannsson, cand. mag., Grísk. bókm. Kristján Eldjám, mag. art., Fomleifafr. Láms Sigurbjömsson, rith., Iæiklist Magnús Jónsson, licencié és lettres, Fransk. bókm. Matthías Þórðarson, prf. þjóðminjav. ísl. fomleifafr- Ólafur Briem, mag. art., Norr. Goðafræði Ólafur Hansson, cand. mag., Sagnfræði Óskar Bjarnason, efnafræðingur, Efnafræði Pálmi Hannesson, rektor, ísl. Staðfr. Sigurbjöm Einarsson, docent, Trúarbrögð Sigurður Guðmundsson, arkitekt, Byggingarlist Sigurður Nordal, prófessor, dr. phil-, ísl. bókm. Sigurður H Pétursson, gerlafræðingur, Jurtafræði Símon Jóh. Ágústsson, dr. phil., Uppeldisfr. Skúli Þórðarson, mag. art., Sagnfræði Steingrímur Þorsteinsson, dr. phil., ísl. bókm. Steinþór Sigurðsson, mag. cient., Stjömufræði Sveinn Þórðarson, dr. rer. nat., Eðlisfræði Teresia Guðmundsson, veðurfræðingur, Norskar bókm. Þórhallur Þorgilsson, bókavörður, Rómanskar bókm. Þorkell Jóhannesson, prófessor dr. phil. ísl. saga Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, Hagfræði Þórunn Hafstein, frú, Kvenl. fræði. Það hefur verið myndað sérstakt félag, Fjölsvinnsútgáfan, til þess að hrinda þessu fyrirtæki í framkvæmd- Fyllið út eyðublað og sendið áskrift til: Fjölsvinnsútgáfan, c/o Eiríkur Kristinsson, cand. mag., P. O. Box 182, Reykjavík. TTZ g$j!S Pi « V 1 N L F R t 0 A B 0 n m 1 Aðalritsjóri verksins verður: Ámi Friðriksson. Aðstoðarritstjóri Eirikur Kristinsson. Kaupendum gefst einnig kostur á að skrá sig á pöntunariista hjá bóksöhun bæjar- ins. Tryggið útgáfuna. Takið ákvörðun í dag. Þegar litið er yfir þau nöfn, sem að of- an eru skráð, ætti það að vera ljóst, að þegar hefur tekizt að tryggja nægilega sérþekkingu og starfsorku til þess að skila þessari útgáfu, þótt mikil sé, heilli í höfn- Þó er enn eftir að leita til margra sér- fræðinga sem nauðsynlegt er að fá til sam- vinnu, og er óhætt að gera ráð fyrir, að tala þeirra, sem að starfinu standa, áður en lýkur, verði yfir eitt hundrað.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.