Þjóðviljinn - 14.03.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.03.1945, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. marz 1945. ÞJÓÐVILJINN 7 Mikkjel Fönhus: Hrakningar bjóraf jölskyldunnar Maðurinn með öxina var ungur og hár vexti. Hann var í gúmmístígvélum og ljósum skíðastakki. Hann hét Árni og var skógarvörður. „Eru þá þessir þorparar komnir hingað?“ sagði Árni við sjálfan sig, þegar hann sá að nýlega hafði verið nagaður börkur af trjánum. „Þetta eru þokkalegir ná- grannar,“ hélt hann áfram. Árni var að grafa skurð. Það var of votlent í skóg- inum. En hvaða gagn var að því? Nú voru bjórarnir vísir að stífla lækina og veita vatni inn í skóginn, jafn- óðum og hann gróf skurði til að þurrka jarðvegimm Hann gekk þangað sem gamla bjórabælið var. Hann hafði séð það áður. Ójá! Ekki bar á öðru! Það var auðséð að ný fjöl- skylda var sezt þar að. Nýjar, hálfnagaðar greinar lágu í kringum bælið. „Fari þeir norður og niður,“ sagði hann upphátt og fór að berja fótunum niður í húsþakið. Það var oft hægt að hræða bjórana út. En hann sá engum hausi skjóta upp úr vatninu. Það skipti heldur engu. Hann hafði ekkert til að drepa þá með. Hann gekk þangað sem lækurinn rann úr tjörninni. Þar hafði verið stungið niður stauraröð og var farið að þétta stífluna með trjágreinum. Hér átti auðsjáan- lega að hlaða stíflu. Árni skildi reyndar ekki hváð það átti að þýða. Það virtist nóg vatn í tjörninni. Gátu þessi kvikindi hvergi séð vatn renna í friði. Hann fór að hugsa um allar þær skemmdir, sem bjórarnir mundu gera á ungskóginum áður en* hann yrði fullvaxinn. Það átti að hlynna að skóginum, höggva hann og selja eldspýtnaverksmiðjunum timbrið. Og hér var ösp. Hún var miklu meira virði en bæði fura og greni, og það mátti ekki láta eyðileggja hana. Það voru slæmir nágrannar, sem hann hafði eignazt hér. Árni hélt áfram að merkja trén með öxinni, sló snögg og þung högg. Skurðurinn. Þriðji kafli. Nú var komið fram í ágúst. Kvöldin voru orðin dimm og jörðin var döggvot á morgnana. Tunglið var fullt, en ekki komið hátt á loft Það bar við hæstu trjákrónurnar og sló á þær gylltum bjarma. En tjörnin var í skugga. Hún lá svo lágt. Ifííí M ÞETT4 — Tók hann óhappinu karl- mannlega? — Já, hann kenndi konunni sinni um það. Verkstjórinn: Þú átt ekki að blístra, þegar þú ert að vinnu. Drengurinn: Eg er ekki að vinna. Eg er bara að blístra. * Dóttir prestsins (þegar faðir hennar var að semja ræðuna): Hvíslar guð því að þér sem þú skrifar? Presturinn: Já, barnið mitt. Barnið: En hver hvíslaði 'pví að þér, sem þú hefur strikað yfir? * Gesturinn: .Kallið þér þetta boðlegar hrossakjötsbollur? Eg fann í þeim stærðar spítu. Gestgjafinn: Þetta er ófalsað hrossakjöt. Það er meira að segja af vagnhestinum mínum. Gesturinn: Þarna kemur það. Þér hafíð malað vagninn með í bollurnar. ERICH MARIA REMARQUE: VINIR Wú. ir mig alltof mikið á þig til þess.‘ ‘ „Eg á líka minningar. Og ég veit, hvernig áhrif það getur haft. Mér er sama þó að þú verði mér eitthvað ótrú, ef eg fæ bara aldrei að vita það. Þeg' ar þú ert komin til mín aftur, verðurðu búin að gleyma því og þér finnst það hafa verið draumur.“ ,Robby“ sagði hún og röddin varð enn dýpri.‘ Eg gæti ekki blekkt þig. Eg hugsa alltof mik ið um þig til þess. Þú veizt ekki hvernig er að vera hérna. Það er bjart og fallegt fangelsi. Við reynum að gera okkur glatt í geði eftir föngum. Þaðýer allt og sumt. Þegar ég hugsa um herbergið þitt verð ég utan við mig. Stundum geng ég niður á járnbrautarstöðina til að horfa á lestina, þegar hún kemur neðan að. Og stundum stíg ég snöggvast inn í hana, meðan hún stendur við. Þá finnst mér ég vera ofurlítið nær þér.“ Eg beit saman tönnunum. Svona hafði ég aldrei hevrt hana tala. Hún var ekki gefin fyrir að láta tilfinningar sínar í ljós með orðum. „Mig langar til að heimsækja þig, Pat.“ „Er það mögulegt?“ „Eg ætla að reyna það seint í janúar.“ Eg treysti því ekki sjálfr.r, því að í febrúar varð ég að hafa handbæra peninga til að greiða dvöl hennar á heilsuhælinu framvegis. Eg gat ekki sth’t mig um að segja þetta til að gleðja hana. Nú hafði hún eitt- hvað til að hugsa um og hlakka til. Seinna gat ég frestað ferð- inni smám saman þar til að þ/i kæmi að hún fengi* að fara heirn aftur. „Vertu sæl, Pat. Líði þér vel. Og skemmtu þér nú reglulega vel. Heyrirðu það! Þá skemmti ég mér líka.‘ „Já, Robby. í kvöld er ég glöð.“ Eg hringdi af en sat á borð- inu enn um stund. Eg fór að hugsa um kvöldið þegar ég Já á hnjánum með frakkann yfir höfðinu og talaði við Pat í síma. Ósjálfrátt leit ég í áttirra að herbergi endurskoðandans — sá hafði gert mér 'bilt við þá. Og nú opnast dyrnar allt í einu og frímerkjaglópurinn kemur út í bláröndóttum nátt- fötum, ullartreyju og n:eð rauða húfu á höfðinu,- „Komið þér snöggvast inn, Lohkamp,“ sagði hann og veif- aði til mín hendinni. „Eg get sýnt yður dálítið sem er afar sjaldgæft.“ Eg varð forvitinn og fór inn með honum. Það stóð stóll við rúmið hans. Á stólnum var hvit pappaaskja, alveg tóm að öðru leyti en því, að á botninum lá grænt frímerki. Ljós og stækk- unargler stóðu hjá. „Eg er kvefaður,“ sagði gamli maðurinn. „Hvernig lízt yður á þetta? Ha! Eg gaf sjálfum mér þetta í jólagjöf. Er þetta ekki myndarlegt frímerki? Er það ek'ki?“ Frímerkið varð á stærð við vindlmgaöskju undir stækkun- arglerinu. Endurskoðandinn óð elginn í mikilli hrifningu um laufaskurðinn á frímerkinu og sitt af hverju annað. „Eg horfði á hann og spurði öfundsjúkur: „Þér eruð víst gæfumaður. Er það ekki?“ Hann rétti úr sér. „Gæfumað- ur. Nei, það verð ég ekki í'yrr en föðurland mitt hefur endur- heimt herstyrk sinn.“ „Ójá,“ sagði ég. Hann horfði íbygginn á mig, rauðeygur og kvefaður. „Skrúðganga varðliðsins! Herra minn trúr! Það var til- komumikil sjón. Og svo he”- göngulagið! Þó að ég sé orðmn gamalmenni, óska ég mér þe.>s enn í dag, að ég væri með í þeirri fylkingu. Hann fór að tralla göngulag og steig nokkur spor eftir gólf- inu — í náttfötunum og ullar- trevjunni. Allt í einu rétti hann úr sér eins og gamall stríðshestur, sem heyrir hergöngulag, tók fæt- urna hátt upp og skálmaði um gólfið. Hann hélt hægri hend- inni eins og hann bæri byssu. Það brakaði í gólff jölun ■ :,m und an traðki hans. Loks gafst hann urn stynj- andi og lét sem hann gripi ujn byssuskeftið. „Niður með byss- urnar! Vaknið til dáða og verð- ið aftur skapandi menr.!------- Það voru góciir tímar. Ha?“ skrækti hann. „Þér hafið auð- vitað líka verið hemiaður.“ „Já,“ svaraði ég. „En það var ekki mikið um skrúðgöngur á vígstöðvunum.“ Hann strauk yfirskeggið „Eg veit það. Þar var heldur ekki hermennskubragur, eins og hann á að vera. Á ég að segja ýður dálítið? Styrjöldin eyði- lagði Hernaðarkerfið. Hún var brot gegn vopnum okkar, gló- fögrum og skínandi. Hún var brot gegn tign herstjórnarinn- ar.“ Eg horfði undrandi á mar.n- inn. Þetta var spánný friða’-- stefna! , En þetta kemur allt aftur,“ hvíslaði hann. „Það kem ur aftur. Yður er óhætt að treysta því. Við erum nú eina sinni til þess fæddir að ganga í fylkingu.“ Hann raulaði riddaraliðssöng Finna og skreið glaðklakkaleg- ur í bólið. Svo færði hann stól- inn með frímerkinu og stækk- unarglerinu til hliðar. „Nú ætla ég að svitna duglega — drekka lindiblómate, ósvikið, þýzkt lindiblómate.“ „Það dugir áreiðanlega,“ sagði ég og fór. — Georg fór með mér til Kafé Intejmationale. Gamli reyksvarti salurinn var varla þekkjanlegur. Það var búið að kveikja á jólatrénu, og ljósin spegluðust í flöskum, glösum og öllum gljáfægðu koparskjöldun um á veggjunum. Stúlkurnar sátu kringum borðið og biðu með eftirvæntingu eins og böm Þær voru allar í beztu fötum 'sínum — flegnum kvöldkjólum og báru mikið skraut. Þegar klukkan sló átta opn- uðust dyrnar og kór Sláturfé lagsins þrammaði hátíðlega inn Hann tók sér stöðu við dvrnar og raðaði sér eftir röddum. Grigoleit svínakaupmaður var söngstjóri og tók hlutverk sitt mjög alvarlega. Hann hafði hljómkvísl í hendi og gaf tón inn. Kórinn hóf fjórraddað/n sálmasöng. Það var jólasálmur og hann söng öll versin. Rósa þurrkaði sér um augun. þegar söngurinn þagnaði og' sagði hrærð, að það væri þó alltaf inndælt að heyra guðsorð á svona kvöldi. Áheyrendurnir létu í ljós ánægjusínaogStefán Grigoleit þurrkaði sér um skall ann. „Beethoven er alltaf Beet- hoven,“ sagði hann. Og enginn bar á móti því. Það hafði verið borið á borð í hliðarsalnum, þar sem félög- m voni vön að hafa fundi sína. Á miðju borði stóðu tveir ný- steiktir grísir, feitir og girnileg ir. Þeir voru skreyttir með grenigreinum og sítrónum stungið í munninn á þeim. Alois stóð reiðubúinn í nýj- um kjólfötum, sem hóteleigand inn hafði gefið honum. Hann fór að hella víni í glösin í sama bili birtist Potter. vinur okkar úr Líkbrennslufélaginu við borðsendann. Hann hafði verið við bálför og kom því l;t- ið eitt of seint. Hátíðablær at- hafnarinnar var.heldur ekki al- veg rokin af honum. „f guðs friði,“ sagði hann hrærður, og tók í hönd Rósu um leið og hann settist hjá hennh Stefán Grigoleit tók okkur Georg með sér til borðs. En hann reis brátt úr sæti sín 1 flutti stutta, snjalla ræðu og hibpaði „Skál!“ Ilann veifaði glasinu og skálaði við hvern gest. Alois kom inn með fjall- háan fleskbunka með rauðkáli og hóteleigandinn kom á eftir honum með freyðandi jólaölið. Eg hvíslaði að Georg: „Þú skalt borða þennan mat var- lega. Þú ert ekki vanur svona miklu feitmeti.“ . Hann hneigði höfuðið. „Það er svo margt, sem ég þarf að venja mig við. Eg er til dæm is ekki vanur að umgangast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.