Þjóðviljinn - 28.03.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.03.1945, Blaðsíða 1
VILJINN 10. árgangnr. Miðvikudagur 28. marz 1945. 73. tölublað. Síðasti dagur I dag er síðasti úthlutunardag- ur matvælaseðla. Afhendingin fer fram í Hótel Heklu (gengið um suðurdyr) og er afhendingarskrif- stofan opin frá 10—12 og 1—6. Þfóðverjar segja hann komion eno lengra, fíl Wlirfshnrg, 15 ktn. ausfar Eísenhower segir aðalvarnarlínu Þjóðverja brofna - gefa ekki myndað nýja Fjármálasamning- urinn Frökkum hagstæður Franski fjármálaráðherrann .hélt ræðu í gær í tilefni af und irritun fjármála- og viðskfpt?.- samnings Breta og Frakka. Sagði hann, að Frakkar gætu nú farið að kaupa vörur í Bret landi og nýlendum þess. Léc hann svo um mælt, að samning- urinn myndi flýta fyrir við- reisnarstarfinu í Frakklandi. Fréttaritarar telja Frakka hafa komizt að mjög hagstæð um kjörum, þar sem samkomu- lag hafi orðið um að láta 200 franka jafngilda einu sterling«- pundi. Prentsmiðjusöfnunin: Tvítugur togara- háseti kaupir hlutabréf fyrir 5000 krónur Ilinn fjölsótti og ágœti stofnfundur . preyitsvviðju- hlutafélags Þjóðviljans s.l. sunnudag sýndi mjög greini- iega, að i bœnum er að mynd- ast sterk fjóldahreyfing til þess að koma upp prent- smiðju fyrir Þjóðviljann og gera hann fjárhagslega sjálf- stœðan. í gœr kom tvítugur togara- háseti í skrifstofu Sósíalista- flokksins og keypti lilutabréf fyrir 5000 krónur. Slíkt jor- d<qmi er sjómannastéttinni til sóma og sýnir að sjómcnn kunna að meta baráttu Þjóð- viljans fyrir hagsmunum þeirra og þýðingu hans scm brautryðjarula í nýsköpun sjávanítvegsins. SJÓMENN OG AÐRIR VELUNN ARAR ÞJÓÐ- VIIJANS, FYLGIÐ FOli- DÆMl IIINS TVÍTUGA TOGARAHÁSETA! EIGN- IZT SEM FYRST EITT EÐA FLEIRI IILUTA- BRÉF OG STYRKIÐ BLAÐIÐ SJÁLFT TIL IIL UTABRÉFA KA UPA! Síðast þegar yfirherstjóm Bandamanna á vesturvíg- stöðvunum skýrði frá ferðum skriðdrekasveitanna í her Pattons hershöfðingja (3. bandaríska hernum) voru þær komnar að bænum Lohr, — 180 km. frá landamærum Tékkoslovakíu, eiUs og þau voru 1938- — En samkvæmt Berlínarfréttum eru þær komnar að borginni Wiirz burg, sem er 165 km. frá sömu landamærum. Búast má við miklum og óvæntum fregnum í dag af framsókn þessari, því að herstjórnin vildi sem minnst segja um hana í gærkvöld. Eisenhower hershöfðingi sagði í gær, að búið væri að mola aðalvarnarlínu þýzka hersins og skorti Þjóð- verja allt, sem til þess þyrfti að koma sér upp nýrri. Hann sagði, að ekki mætti þó halda að' stríðinn væri lokið, — þýzki herinn gæti enn veitt. hárða mót- spyrnu á ýmsum stöðum. Sjö herir Bandamanna sækja nú látlaust inn í Þýzkaland. Og sums staðar a. m. k. gengur framsóknin svo greiðlega, að hraðinn er ein- göngu undir birgðaflutningunum til skriðdrekasveitanna kominn Þær geta sótt fram látlaust á með an þær hafa benzín og skotfæri — Er viðureignin nú Ííkust þvi sem hún var í Frakklandi á s.l sumri eftir að þófinu í Nonnandí lauk, en er þó miklu stórfe’ldavi núna. LOHR OG WÚRZBURG. Hersveitir 3. bandaríska hersins Bretar þakka Hornfirð- ingum aðstoð við flug- , menn Brezki sendiherrann hefur að til- hlutun yfirmanns brezka flughers- ins á Islandi beðið forsætisráð- herra að færa Eymundi Sigurðs- syni, Eyjólfi Runólfssyni og Ár- sæli Guðjónssyni í Höfn beztu þakkir sínar og flughersins fyrir veigamikla aðstoð, er þeir létu í té 16. janúar 1945. Sex brezkir fiugmenn höfðu strandað á Hafn- artanga. Veður i var mjög h,alt, hvasst var, straumþungi og ísrek á firðinum, og voru flugmennirnir allir holdvotir og teknir að þjást af kali, er þeir komust í land. Boyce flugforingi, yfirmaður flughersins, hefur látið þess getið að mjög mikil vinsemd ríki milli flugliðsmanna í Höfn og íslend- inga þar, og hafi þeir gert margt til að létta einhveru Bretanna á þessari varðstöð. Hafa Islendin'g- ar jafnan verið skjótir til hjálpar, þegar á hefur þurft að halda. (Fréttatilkynning frá ríkisstjómmni). I sækja .iíhríi i ýmsar áttir,..og þær, sem tóku Asohanenburg í fyrra- j dag, eru nú komnar að Lohr, 30 km austar, og sennilega að Wiirz- burg, 60 km fyrir suðaustan Asehaffenburg. Aðrár hersveitir hans berjast í Frankfurt við Main. Náðu þær þar járnbrautarbrú á Main á sitt vald. — Austar hafa þær tekið borgina Offenibach og eru komnar að Hanau.. 1. OG 3. SAMEINAST. 1. og 3. bandarísku herirnir hafa sameinazt austan Rínar, fyrir sunnan Ko'blenz. Framsveitir 1. hersins eru komn- ar a. m. k. að bænum Giessen, 80 km frá Rín og 50 km beint fyrir norðan Frankfurt. 1 Hann hefur náð miklum her- gagna'búrum þýzka hersins á sitt vald. i MONTGOMERY 25 KM FRÁ RÍN. Hersveitir Montgomerys, nyrzt á vígstöðvunúm, eru komnar 25 km inn á vestfölsku sléttuna. Þær hafa rofið járnbrautina Wesel-Emmerich og eru 8 km frá Bocholt. 7. HERINN YFIR RÍN NORÐAN MANNHEIM. 7. bandaríski herinn för yfir Rín, 30 km fvrir norðan Mannheim. Hefur hann náð 12 km löngu og 6 km breiðu landsvæði á sitt vald. 20 HERFYLKJUM EYTT. í sókninni hafa Bandamenn þeg- ar eytt 20 þýzkum herfylkjum, en 14 eru sundruð eða lömuð að miklu leyti. Manntjón Þjóðverja er gífur- Courtney II. Ilodges hershófð- ingi, yfirforingi 1. bandaríska hersins, sem er kominn að Giessen, 80 km austan Rínar. legt, um 300.000. flest fangar eða um (4 milljón. Fangahóparnir þramma sjálfir varðmannalausir vestur á bóginn í fangabúðimár. SÍÐUSTU FRÉTTIR. Þýzka yfirherstjórnin virðist ekki geta lengur fylgzt fyllilega með því, sem er að gerast. — Her- ir tiennar eru víða einangraðir og án samibands við herstjómina. Roosevelt forseti hefur skip- að öllum sendi'herrum Banda- ríkjanna að hreyfa sig ekki frá stöðvum sínum og ölliun ráð- herrum Bandaríkjastjómar hef- ur verið sagt að vera við því búnir að mæta á stjómarfundi hvenær sem er. Qmrchill minnist Lloyd Georges Þingmenn fögnuðu Churchill forsætisráðherra Breta, ákaf- lega, er hann kom í neðri mál- stofuna í gærmorgun. Ohurchill byrjaði á að minn- ast Lloyd Georges, sem hann lýsti sem einhvers glæsilegasta stjómmálamanns Bretlands. Lagði hann til, að þingfundum væri frestað það sem eftir var dagsins, og féllust þingmenr. einróma á það. í dag munu verða haldnnr minningarræður í báðum deild um þingsins um hinn látna stjórnmálaskörung. Árás hraðbáta hrundið Norsk og pólsk varðskip réð- ust í gær á hóp þýzkra hrað- báta skammt frá Hollands- strönd og kveiktu í tveimur þeirra og ráku hina burt. - • Hraðbátarnir ætluðu að reyna að ráðast á skipalest Banda- manna. 21000 fangar 1 Austur- Prússlandi Raúði herinn tók 21.000 fanga hjá Königsberg í gær. í Slésíu tók hann bæinn Streh- len. Þjóðverjar segja hann kominn að borginni Moravska Ostrava í Tékkoslovakíu og aðrar hersveitir að Opava, 25 km norðar og vestar. Þeir segja og mikið barizt í út- hverfum ungverska bæjarins Györ, sem er við þjóðveginn til Vínar. Minningarathöfnin vegna Dettifoss- slyssins Minningarathöfn um þá sem fórust með Dettifossi, fór fram í Dómkirkjunni í gær, jafnframt fór fram út- för þeirra Dávíðs Gíslason- ar 1. stýrimanns, Jóns Bogasonar bryta og Jó- hannesar Sigurðssonar búr- manns. Séra Bjarni Jónsson flutti minningarræðuna. Dómkirkjukórinn söng undir stjóm Páls ísólfsson- ■ar. Strengjahljómsveit Tón- listarfélagsins lék. Guð- mundur Jónsson söng ein- söng og Þórarinn Jónsson lék á fiðlu. Yfirmenn á skipum Eim- skipafélagsins báru kistur hinna þriggja sjómanna úr kirkju en fánar stéttarfé- laga voru bomir fyrir. Viðstödd athöfnina vom forsetahjónin, ríkisstjóm, alþingismenn og fulltrúar erlendra ríkja. Athöfnin fór mjög virðu- lega og hátíðlega fram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.